Þjóðviljinn - 05.05.1985, Síða 14

Þjóðviljinn - 05.05.1985, Síða 14
Auglýsing frá ríkisskattstjóra Athygli framteljenda, sem stunduðu sjómannsstörf á árinu 1984, er vakin á því að með II. kafla laga nr. 9/1985 um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar er varða frádrátt frá tekjum sjómanna: 1. Samkvæmt 4. gr. laganna: Þeir sem stunduðu sjómannsstörf á árinu 1984 og lögskráðir voru á skipum sem skráð eru erlendis en gerð eru út af íslenskum skipafélögum fá nú sjó- mannafrádrátt að fjárhæð 180 kr. fyrir hvern lögskráðan dag sem þeir teljast stunda sjó- mannsstörf. Frádráttarfjárhæð skal færa í reit 48 á skattframtali. 2. Samkvæmt 5. gr. laganna: 2.1. Þeir sem höfðu á árinu 1984 beinar tekjur af fiskveiðum á íslenskum fiskiskipum fá nú 12% frádrátt frá þessum tekjum í stað 10% áður. Frádráttarfjárhæð færist í reit 49 á skattfram- tali. 2.2. Þeir sem höfðu laun á árinu 1984 vegna sjó- mannsstarfa um borð í farmskipum, farþega- skipum, rannsóknarskipum, varðskipum, björgunarskipum og sanddæluskipum eiga nú rétt á 12% frádrætti frá þessum tekjum. Frá- dráttarfjárhæð skal færa í reit 49 á skattfram- tali. Skattstjórar munu breyta og leiðrétta framtöl, að eigin frumkvæði, þeirra sjómanna sem falla undir tölulið 2 eftir því sem upplýsingar í framtölunum gefa tilefni til. Skorað er á þá sjómenn er telja sig eiga rétt á frádrætti skv. tl. 1 og jafnframt skv. tl. 2.2. að senda nú þegar til skattstjóra upplýsingar um lögskráningu sína á erlend skip, sem gerð voru út af íslenskum skipafélögum á árinu 1984, ásamt upplýsingum um tekjur af því starfi. Aðrir sjómenn, sem fall undir tl. 2.2. og telja að upplýs- ingar á framtali séu ekki fullnægjandi til að skattstjóri geti réttilega reiknað 12% frádrátt, skulu enn fremur senda til skattstjóra nauðsynlegar upplýsingar. Athygli ofangreindra sjómanna er enn fremur vakin á því að þeir athugi við útkomu álagningarskrár 1985 hvort breyting á framtölum þeirra hafi réttilega verið gerð við álagningu tekjuskatts. Reykjavík, 2. maí 1985 Ríkisskattstjóri. Járniðnaðarmaður Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir að ráða járniðnaðarmann með suðuréttindi til starfa í Borgarnesi. Laun skv. kjarasamningum STAK. Nánari upplýsingar veitir verkstjóri í síma 93-7675. Umsóknum skal komið á skrifstofu Hitaveitunnar, Kirkjubraut 40, Akranesi, fyrir 15. maí n.k. SÓFINN BiÆLDUR Meiri maðurinn þessi Jónas frá Hriflu. Hann var hundrað ára um daginn og kom þá heldur betur í Ijós að hann lá ekki kyrr gamli maðurinn, heldur var á vappi hér og þar og vakti upp mikla heift í sumum stöðum en eitthvað sem kallað væri persónudýrkun í öðr- um stöðum. Kallað væri segi ég, ef Stalín karlinn hefði ekki lent í því sama. Samanburðarfræðin eru bönnuð eins og menn vita, sem lesið hafa Morgunblaðið. Annars áttu þeir Jónas og Stal- ín ýmislegt sameiginlegt, svona eins og óvart. Þeir voru til dæmis báðir að vasast í myndlistum og höfðu skömm á því sem þeir köll- uðu klessumálverk. Á gamals aldri sagði Jónas líka þessa ódauðlegu setningu um mar- skálkinn austræna: Það mátti Stalín þó eiga að hann lét búa til góðar myndir! Nei, Jónas lá ekki kyrr. Það var verið að afhjúpa minnismerki um hann hér í bænum, sem ég hélt að hefði staðið fyrir ofan Laugar- vatn langa lengi. Það var skrifað um hann í blöðin mjög hátíðlega og elskulega. En það var líka haldið áfram að níða karlinn. f grein í Morgunblaðinu var sagt að Jónas hafi að sönnu verið greindur en „innrætinu var nokk- uð ábótavant". Þar er því líka haldið fram að Jónas hafi ekki bara „innleitt hatrið og heiftina inn í íslensk stjórnmál", hann hafi meira að segja komið inn „þeim hugsunarhætti hjá fólki að það væri ljótt að græða peninga". Mér, Hilmari, sem er gamall stofukommi, þótti þetta síð- astnefnda nokkuð gott og hugs- aði sem svo: betra að satt væri. En því miður er þessi uggur íhaldsmannsins um skaðvænleg áhrif Hriflu-Jónasar ekki réttur. íslendingum þykir mjög fallegt að græða peninga, alveg sama hvernig það er gert. Það er líka rangt að Jónas hafi fundið upp hatrið og heiftina í íslenskri pólitík. Hann tók þar við rammri hefð. Og allir döns- uðu með. Morgunblaðið sagði svo frá framgöngu Jónasar á kappræðufundum úti um Iand, að ekki væri maðurinn aðeins frá- munalega ljótur heldur og áreið- anlega undir áhrifum eiturlyfja. Menn voru að tala um þetta allt í heitum potti þegar mig bar þar að vatnsborði. Framsóknar- mennirnir voru hneykslaðir á Morgunblaðsgreininni. Þeir voru ábúðarmiklir og latínulærðir og vitnuðu í spakmæli: de mortuis nihil nisi bono - lofaðu dauðan mann eða haltu kjafti ella! Óekkí, sagði þriflegur íhalds- maður og fór ekki ofan af því að aldrei skyldi hann mæla lofsam- legt orð um slíkan skálk. Hann skrifaði eina sæmilega bók, sagði íhaldsmaðurinn, kennslubók í dýrafræði. Og það er engin tilviljun að besti kaflinn í henni er um rottuna! Það fer bara enn hrollur um ykkur íhaldsmenn þegar þið heyrið minnst á Jónas, sagði einn stakur kommi af lævísi sinni og vildi ekki láta tækifærið ónotað til að hræra í sjtórnarsamvinnunni. Já, ætli það ekki, sögðu Fram- sóknarmenn ánægðir yfir hverj- um liðsauka í viðkvæmu stór- máli. Ætli það fari ekki hrollur um þá. Líkíegt er nú það! Jónas gutlaði eitthvað í skóla- málum en að öðru leyti gerði hann aldrei neitt af viti, sagði íhaldsmaðurinn staffírugur. Það er nú bara ekki hægt að tala við svona mann, sögðu Framsóknarmenn. Tiltölulega umburðarlynt sam- band þegna í værukæru heitu vatni var komið í bráðan háska. Ég þorði ekki að bíða eftir frekari slagsmálum og laumaðist upp úr, stakk mér og reyndi sem frið- samur þegn Steingríms Her- mannssonar að koma mér á skriðsundi sem lengst frá háska- samlegum anda Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu. Hilmar. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Kvennafylkingin Morgunrabb á laugardegi Hittumst í morgunkaffi kl. 11 - 14 á laugardaginn. Vorhappdrætti ABR 1985 Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur þá sem fengið hafa heimsenda miða í vorhappdrætti félagsins að gera skil núna um mánaðarmótin. Athygli þeirra sem ekki hafa fengið senda miða er vakin á því að panta má miða í síma 17500. Vórhappdrætti 1985 Viimingan firefiið lO.maí I € Fccft lU Mii»i.itpaf.idlv):ir.rwr Kh.xJof mcð S.imvniimLfóum - (jmcfeftit .......................... íS.tWO 2« Ferð ii' Kimmi .1 ftaiin cncð Sejmvinnuierðoiii •• I jukIsvií. 2tuxxt 3. fcrí) i«( Kímuii j fwiiti mct) fiamvinnuícrftum - I-uidsyn . 20.txxi 4. í'tvól i sætuiiuv í Kenilx'tvciuicn í iiutUllHtl .1 Vv-RUIH S-jmvifimiíiífðj ■ t.jirut-ón . 15.000 • Dvðt ( Minunt-úsi i KiuUilufide cCtei OiUclcje ( D.inmuri.i' .i v<pm; Snmvinuofciða •• l-umtwi ’. . 15.000 i rrvöl i suirwiliiHi i Knrlslundc cön OiBciciv' t Tl.wiftörfcu á vejrun: Sjmvmmifcfö.i -• I nruLýn . . 15.000 Ver Ijökli 'Aíþýóubaikí.t!ngið i Keykjavík: Alþýðubandalagið minnir á að þeim krónum sem varið ertil baráttu gegn stjórninni er vel varið. Þær munu ávaxta sig betur fyrir launa- fólk en nokkur banki býður. Gíróseðilinn má greiða í næsta banka/pósthúsi eða á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. DREGIÐ VERÐUR í HAPPDRÆTTINU 10. MAÍ. Alþýðubandalagið í Reykjavík. Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur ABR Aðalfundur ABR verður haldinn fimmtudaginn 30. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar. Stjórn ABR. Frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími í sumar fram til 15. september verður skrifstofa Alþýðubandalags- ins opin til kl. 16 daglega. Starfsfólk Aðalfundur Breiðholtsdeildar ABR Stjórn 5. deildar ABR boðar til aðalfundar mánudaginn 6. maí kl. I20.30 í Gerðubergi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins mætir ogræðir stjórnmálaviðhorfið. 3. önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórn 5. deildar ABR. Baráttusamtök sósíalista Baráttustefna - blaðaútgáfa Opinber fundur um Neista verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Frummælendur: Sólveig Ásgrímsdóttir „1968-1985, baráttustefna” og Pétur Tyrfingsson „Um Neista”. Umræður. Kaffi. Allir velkomnir. Sólveig. Pótur. Aðalfundur Langholts- og Laugarnesdeildar ABR Stjórn 3. deildar ABR boðar til aðalfundar fimmtudaginn ,9. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórn 3. deildar ABR. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. mal 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.