Þjóðviljinn - 18.05.1985, Page 3
FREITIR
Aukabúgreinar
Silungur eftirsúttur erlendis
Frystur silungur fluttur út til Noregs. Valdimar Arnþórsson:
Framboðið of lítið. Markaðurinn stór. Góð tekjulind fyrir bœndur. Miklir möguleikar.
Enn sem komið er flytjum við
bara út frystan silung til Nor-
egs en erum að þreifa fyrir okkur
annars staðar, sagði Valdimar
Arnþórsson forsvarsmaður Asco.
Asco er 3 ára gamalt fyrirtæki
sem framleiðir pakkar og dreifir
fiski og fiskréttum undir vöru-
merkinu Fiskfang. Vandamálið
er það að framboðið er svo lítið
og markaðurinn miklu miklu
staerri. Þetta er enn sem komið er
óverulegur útflutningur vegna
þess hvað við fáum lítið af fiski.
Það er hafin eða er að hefjast
móttaka á fiski fyrir okkur í 4
stöðvum úti á landi, Hofsósi,
Þórshöfn, Selfossi og Egilsstöð-
um. Bændur veiða silunginn og
selja þessum stöðvum sem pakka
hann og frysta. Við sjáum svo um
að koma honum á markað er-
lendis.
Silungurinn er seldur beint til
eins móttakanda í Noregi sem
síðan dreifir honum á veitingahús
og hótel aðallega í Suður-Noregi.
Við höfum ekki farið út í að selja
hann í neytendaumbúðir meðan
við sinnum ekki hinu.
Verðið er ágætt, kannski ekk-
ert til að hrópa húrra fyrir. En
það næst ekki upp fyrr en veiði
fer að verða almenn. Silungurinn
hefur fengið orð á sig erlendis
fyrir að vera 1. flokks vara og
með besta silungi sem fæst. Um
leið og búið er að ná markað-
sfestu er hægt að hækka verðið
vegna þess hvað varan þykir góð
og er eftirsótt.
Ég vil koma á framfæri hvatn-
ingu til bænda og hlutaðeigandi
að kynna sér þennan möguleika.
Þetta gæti orðið þeim góð tekju-
lind með öðru um letö og búið
verður að koma þessum útflutn-
ingi á góðan rekspöl, sagði Vald-
imar að lokum.
Kvennabarátta
Samhugur
í konum
Það var þéttskipaður salurinn
á fundinum sem Kvennafylk-
ing Alþýðubandalagsins boðaði
til á miðvikudagskvöld svo að
konum í stjórnarandstöðu gæfíst
kostur á að ræða um kvennabar-
áttu, hugmyndafræði og áhersl-
ur. Fulltrúar samtakanna sex -
Alþýðuflokkskvenna, Kvenna-
listans, Kvennaframboðsins,
Bandalag jafnaðarm., Kvenna-
fylkingar ABL og Samtaka
kvenna á vinnumarkaði - fluttu
fyrst framsögur og því næst sátu
fyrir svörum tvær konur frá
hverjum hópi.
Óhætt mun að fullyrða að
fundargerstir hafi almennt haft
áhuga á að samstarf í einhverri
mynd tækist með þessum aðilum
Einkum voru menn á þeirri
skoðun að samvinna gæti átt sér
stað um fóstureyðingar-, dagvist-
unar- og launamál. Formlega var
þó engin ákvörðun tekin, því hins
vegar beint til Kvennaframboðs-
ins að það hóaði saman þessum
aðilum fyrr en seinna til frekara
skrafs og ráðagerða.
bsk
Á annað hundrað manns sóttu fund í fyrrakvöld. - Valdís
Pjóðgarðurinn
Þingvalla-
ráðstefnan
í dag
Þingvellir - framtíð -
og friðun
Ráðstefna Landverndar -
Þingvellir - framtíð og friðun,
verður haldin í dag, laugardag í
Valhöll á Þingvöllum.
Áætlunarbifreið leggur af stað
frá BSÍ, Reykjavík kl. 9 árdegis
en ráðstefnan verður formlega
sett af Þorleifi Einarssyni for-
manni Landverndar kl. 10.00, -
en forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir flytur ávarp. Um kl.
10.30 hefst flutningur erinda: Sig-
urður Steinþórsson jarðfræðing-
ur, Pétur Jónasson vatnalíffræð-
ingur, Guðmundur Ólafsson
fornleifafræðingur, Eyþór
Einarsson form. Náttúruvernd-
arráðs, FinnurTorfi Hjörleifsson
lögfræðingur, sr. Heimir Steins-
son þjóðgarðsvörður og Matthías
Johannessen ritstjóri.
Kl. 14.00 í dag hefjast svo al-
mennar umræður.
~«g
Rœtur
Dagur Ijóðsins
ídag
Lesið upp í Iðnó, Sjallanum og sjúkrahúsum
Virðum rétt hjólreiðamanna! Ljósm. Valdís.
Hjólatími hafinn
Vinnings-
hafinn
í Ættfrœðigetrauninni
f síðasta Sunnudagsblaði féll
niður nafn vinningshafans í Ætt-
fræðigetrauninni, Lofts Bald-
vinssonar Efstasundi 21 104
Reykjavík. Beðister velvirðingar
á þessum mistökum.
Það er rétt að hjólreiðar aukast
til muna á þessum árstíma en
við höfum ekki orðið varir við
neina slysaaukningu í því sam-
bandi sagði Rúnar Sigurpálsson,
umferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík. Sumarið er komið og
þeir sem vettlingi geta valdið
dusta rykið af hjólhestagæðingn-
um og taka til við að hjóla.
Sagði Rúnar að sömu umferð-
arreglur giltu fyrir reiðhjól sem
og önnur ökutæki. Þó mega hjól-
reiðamenn grípa til þess að hjóla
á gangstéttum til að komast hjá
miklum umferðargötum eins og
Miklubraut og Suðurlandsbraut
en varla ráðlegt að grípa til þess
inní miðjum bæ þar sem mikið er
um gangandi fólk á gangstéttum.
Þessi undantekning gildir þó ekki
um bifhjól, ökumönnum þeirra
er stranglega bannað að aka á
öðru en götum. Rúnar sagði að á
nokkrum stöðum í borginni væru
sérstakar malbikaðar brautir
hugsaðar sem göngu- og
reiðhjólastígar. Þær væru þó
alltof fáar. Það hefur lengi verið
krafa hjólreiðamanna að
brautirnar yrðu fleiri og ýmis lof-
orð verið gefin um úrbætur en
lítið orðið um efndir.
Rúnar vildi benda hjólreiða-
mönnum á sem hjóla með lítil
börn að hafa þau í tilþessgerðum
reiðhjólastólum en ekki reiða
þau á bögglaberum.
Að lokum sagði Rúnar að því
miður tækju ökumenn bifreiða
ekki nógu mikið tillit til annarra
ökutækja það er reiðhjóla og bif-
hjóla. „Þeir eru bara að fylgjast
með hvort það komi bíll og taka
ekki eftir hjólum."
-aró
Idag laugardag gengst Rithöf-
undasamband Islands fyrir
Degi Ijóðsins. Haldnir verða op-
inberir upplestrar í Reykjavík og
Akureyri auk þess sem skáld
munu heimsækja Landspítalann,
Hrafnistu og Kleppsspítalann.
Þjóðviljinn getur þessa dags í
Sunnudagsblaðinu og í leiðara nú
um helgina.
f Reykjavík verður lesið upp í
Iðnó frá kl. 14.00 og verða þar að
verki okkar þekktustu ljóðskáid
frá Reykjavík.
A Akureyri verður lesið upp í
Sjallanum kl. 17.00 þarsem lesa
Bragi Sigurjónsson, Brynjólfur
Ingvason, Éinar Kristjánsson,
Eiríkur Stefánsson, Guðlaugur
Arason, Guðmundur Frímann,
Kristján frá Djúpalæk, Kristján
Pétur Sigurðsson, Kristján Arng-
rímsson, Jón Laxdal Halldórs-
son, Martin Næs, Nick Carglía,
Ólöf Sigríður Valsdóttir, Sigurð-
ur Ingólfsson, Skafti Helgason og
Sigurður Fálsson.
Á spítalana í Reykjavík munu
ganga til ljóðalesturs: Dagur,
Elísabet Þorgeirsdóttir, Gylfi
Gröndal, Jón Pálmholti, Kristín
Bjarnadóttir, Sigmundur Ernir
Rúnarsson, Þorri Jóhannsson,
Þóra Jónsdóttir og Þórarinn Eld-
járn.
- óe
Laugardagur 18. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Breiðholt
Hreinsunardagur
í Bakka og
Stekkjahverfi
Sunnudaginn 19. maí verður
hreinsunardagur í Breiðholtinu,
Bakka og Stekkjahverfi.
Kl. 9.30 verður safnast saman á
Breiðholtsvelli og um kl. 10 hefst
hreinsun hverfisins og er áætlað
að ljúki um hádegi. Kl. 13.15
hefst skráning í Breiðholtshlaup
ÍR. Kl. 13.30 leikur Lúðrasveit
Breiðholts en hlaupið sjálft hefst
kl. 14.00. Kl. 15 verða tveir
knattspyrnuleikir. Breiðhylting-
ar á þessu svæði eru beðnir um að
færa bfla sína þannig að hreinsun
gangi sem greiðlegast.
- óg