Þjóðviljinn - 18.05.1985, Page 6
2. deild
Góð
nýting
hjá ÍBI!
Fékk tvöfœri og vann
Fylki
Fylkir-ÍBÍ 0-1 (0-0) *
ísfírðingar gjörnýttu sitt eina
marktækifæri í seinni hálfleik
gegn nýliðum Fylkis á gervi-
grasinu í Laugardal í fyrradag.
Það var reyndar aðeins annað
færi þeirra í leiknum. - A 54.
mínútu tók Kristinn Kristjánsson
snögga aukaspyrnu á vallarhelm-
ingi Fylkis, gaf á Rúnar Vífilsson
- hann sendi fyrir Fylkismarkið á
Örnólf Oddsson sem skallaði lag-
lega yfir Ólaf Magnússon mark-
vörð, í stöng og fylgdi á eftir og
skoraði auðveldlega.
Það kom í ljós að gervigrasið
hentar illa í strekkingsvindi. Báð-
um liðum gekk illa að hemja
knöttinn. ÍBÍ sótti meira undan
vindi í fyrri hálfleik en fékk að-
eins eitt færi, Benedikt Einarsson
skaut yfir af markteig. Sóknir
Fylkis voru hættulegri og besta
færi þeirra kom á 37. mín. þegar
Jón Bjarni Guðmundsson skaut í
þverslá. í seinni hálfleik pressuðu
Fylkismenn stíft, einkum eftir því
sem á leið og eftir mark Örnólfs
hugsuðu Vestanmenn, sem voru
án Jóns Oddssonar og Jóhanns
Torfasonar, fyrst og fremst um að
halda fengnum hlut. Hreiðar
Sigtryggsson varði mark ÍBÍ af
öryggi, tvisvar skalla frá eigin
varnarmönnum og á 63. mín.
varði hann giæsilega frá Herði
Guðjónssyni úr dauðafæri. Að
öðru leyti hittu Árbæingar ekki
rammann og urðu að sæta sig við
tap á gervigrasinu - vellinum þar
sem reiknað er með að þeir hirði
mikið af stigum í sumar.
Maður leiksins: Örnólfur
Oddsson, ÍBÍ.
- VS
ÍÞRÓTTIR
1. deild
Grimmir Kefhríkingar
gáfu ekkert eftir
Fram vann þó sanngjarnt en ÍBK á eftir að bítafrá sér
Reykjavíkurmeistarar Fram
þurftu virkilega að hafa fyrir því
að sigrast á baráttuglöðum
Keflvíkingum á Valbjarnarvellin-
um í fyrrakvöld. Það var ekki
fyrr en 11 mínútur voru til leiks-
loka að Framarar gátu farið að
anda léttar - þá skoraði Guð-
mundur Torfason fallegt skalla-
mark eftir góða fyrirgjöf Ómars
Torfasonar frá vinstri kanti og
tryggði þeim bláklæddu þrjú stig,
3-1.
Keflvíkingar gáfu ekki tommu
eftir og áttu síst minna í fyrri hálf-
leiknum. Marktækifærin voru þó
við þeirra mark, Ómar skallaði í
stöng á fimmtu mínútu, Kristinn
Jónsson átti hjólhest yfir um
miðjan hálfleik og Guðmundur
Steinsson skaut yfir úr dauðafæri
á 36. mín. Mörkin tvö í hálf-
leiknum komu í sömu andránni,
Örn Valdimarsson gaf frá vinstri
fyrir mark ÍBK og Ómar skallaði
laglega í netið, en í næstu sókn
var Ragnar Margeirsson felldur í
vítateig Fram og skoraði sjálfur
úr vítaspyrnunni þrátt fyrir góða
tilburði Friðriks Friðrikssonar
markvarðar, 1-1.
Fram náði betri tökum á
leiknum eftir hlé og eftir korter
reif Guðmundur Steinsson sig í
gegnum vörn ÍBK og skaut, Þor-
steinn Bjarnason varði glæsilega
en Kristinn fékk boltann á mark-
teig og kom honum í netið. Ómar
skallaði rétt framhjá áður en
hann lagði upp þriðja markið
fyrir G. Torfason og Þorsteinn
bjargaði vel í lokin frá Ómari og
Erni. Sigurjón Sveinsson átti lok-
aorðið á síðustu mínútunni, skaut
í hliðarnet Frammarksins.
Sanngjörn úrslit þegar á
heildina er litið - Framarar voru
Fram-IBK 3-1 (1-1) **
Mörk Fram:
Ómar Torfason 27. mín.
Kristinn Jónsson 59. mín.
Guðmundur Torfason 79. mín.
Mark ÍBK:
Ragnar Margeirsson 28. mín. (víti).
Stjörnur Fram:
Guðmundur Steinsson **
Friðrik Friðriksson *
Ómar Torfason *
Stjörnur ÍBK:
Ragnar Margeirsson **
Freyr Sverrisson *
Þorsteinn Bjarnason *
Dómari: Þoroddur Hjaltalín *
Áhorfendur 894.
heilsteyptari og yfirvegaðri í sín-
um aðgerðum en barátta ÍBK sló
þá oft útaf laginu og þegar maður
á borð við Ragnar Margeirsson
fær boltann er alltaf hætta. ÍBK
er með nánast nýtt og yngra lið
frá því í fyrra en þarf ekki að ör-
vænta - ef marka má þennan leik.
- VS
2. deild
Jónsmálið
Fundur á
þriðjudag
Á þriðjudaginn mun aganefnd
KSI koma saman og fjalla um mál
Jóns G. Bjarnasonar KR-ings.
Skeytið sem innihélt tilkynning-
una til KR um að hann helði verið
dæmdur í leikbann er komið fram
en það reyndist ekki hafa verið
borið til Gunnars Guðmunds-
sonar, formanns knattspyrnu-
deildar KR, heldur í húsið við
hliðina.
Óvenjulegt mál í alla staði og
það á sér enga hliðstæðu. Nú er
deilt um hvað gildi varðandi
skeytasendinguna-stimpill Pósts
og Síma eða undirskrift viðtak-
anda. Ef stimpillinn gildir, mun
Þróttur fá stigin þrjú en ef undir-
skriftin gildir heldur KR stigun-
um!
- VS
IBV sterkara
Tvö mörk Tómasará Siglufirði
KS-ÍBV 1-2 (0-1) ★ ★★
Eyjamenn hafa bætt vel við sig
frá því í fyrra - það kom berlega í
ljós á Siglufirði í fyrradag. Þeir
mættu grimmir til leiks, greini-
lega sannfærðir um að ekkert
annað dygði, og uppskáru góðan
sigur í fremur jöfnum baráttu-
leik.
KS sótti stíft í byrjun en á 10.
mínútu þurfti Gísli markvörður
liðsins tvívegis að verja hörku-
skot Eyjamanna, í síðara skiptið
frá Ómari Jóhannssyni. ÍB V náði
svo forystunni á 21. mín. þegar
Jóhann Georgsson gaf fyrir mark
KS frá hægri og Tómas Pálsson,
sá síungi framherji, skallaði
óvaldaður í netið. Baldur Be-
nónýsson átti skot á Eyjamarkið
af stuttu færi á 40. mín. en varið.
KS hóf seinni hálfleik af krafti
og á53. mín. skoraði Mark Duffi-
eld eftir góðan undirbúning Colin
Thackers. Bill Hodgson þjálfari
hoppað|i hátt í loft af fögnuði
(þetta gæti verið enski boltinnl).
En Eyjamenn reyndust sterkari,
þeir höfðu meira úthald og
bjuggu yfir meiri krafti. Hafþór
Kolbeinsson var þó rétt búinn að
koma KS yfir á 60. mín. en á 66.
mín. skoraði Tómas öðru sinni,
1-2, nú eftir fyrirgjöf Sigbjörns
Óskarssonar. Mínútu síðar skaut
Sigbjörn yfir Siglufjarðarmarkið
úr dauðafæri. Undir lokin reyndi
KS mjög að jafna, Tómas Kára-
son átti skalla yfir og markvörður
ÍBV varði frá Colin rétt fyrir
leikslok. Úrslit 1-2, jafntefli hefði
kannski verið sanngjarnt en ef
annað liðið átti á annað borð að
vinna voru úrslitin við hæfi.
Maður leiksins: Mark Duffi-
eld, KS. - RB/Siglufirði.
2. deild
Ólafur Björnsson var besti maður
vallarins í Njarðvík og skoraði síðara
mark Breiðabliks.
Yfirburðir Blika
2. deild
Ekki sannfærandi
Völsungar náðu undirtökunum á meðan Olafsfirðingar voru
að venjast grasinu
Völsungur-Leiftur 3-0 (2-0) *
Völsungar hófu sókn að 1. deildar-
sæti með 3-0 sigri á Leiftri frá Ólafs-
flrði. Leikið var á grasvellinum á
Ilúsavík, nokkuð óvenjulegt svo
snemma árs.
Það var greinilegt fyrstu 20 mínút-
urnar. að Olafsfirðingar eru óvanir
grasvöllum og fyrir vikið voru Völs-
ungar mun sprækari. Fyrsta markið
kom á 9. mín. Leiftur fékk horn-
spyrnu sem Gunnar Straumland
markvörður sló útí vítateiginn. Þar
náði Kristján Olgeirsson knettinum,
lék laglega fram miðjuna og sendi
boltann í fætur Wilhelms Fredriksens
sem átti í litlum vandræðum með að
skora framhjá Loga Einarssyni mar-
kverði Leifturs.
Sjö mínútum síðar kom fallegasta
markið. Glæsilegum samleik upp
hægri vænginn lauk með snjallri fyrir-
gjöf Björns Olgeirssonar. Bjössi
sendi á Begga bróður (Kristján) sem
skallaði frá vítapunkti í þverslá og
inn. Verulega faliegt mark og óvenju-
legt að Kristján skori með skalla.
Eftir mörkin jafnaðist leikurinn og
Völsungar náðu ekki að skapa nein
færi, nema Jónas var tvívegis of ragur
við að skjóta í upplögðum færum.
Skömmu fyrir hlé bjargaði Logi
hörkuskoti Kristjáns.
Ólafsfirðingar komu ákveðnir til
síðari hálfleiks og á 47. mín. sýndi
Gunnar stórgóða markvörslu er hann
varði hörkuskalla Halldórs Guð-
mundssonar af stuttu færi. Átta mín.
síðar hugðist Halldór senda fyrir
mark Völsunga en boltinn hafnaði í
þverslá. Enn átti Leiftur gott færi
þegar Rúnar Guðlaugsson stóð
óvaldaður á vítateig en skaut himin-
hátt yfir. Á 75. mín. fengu Völsungar
3 hornspyrnur í röð og úr þeirri þriðju
náði Ómar Rafnsson laglegri hjól-
hestaspyrnu sem fór rétt yfir. Völs-
ungar gerðu útum leikinn á 79. mín.
Ómar hóf glæsilega sókn og sendi
góða sendingu innfyrir vörn Leifturs.
Þar var Jónas Hallgrímsson mættur
og af yfirvegun og öryggi sendi hann
knöttinn í netið.
Völsungar voru betra liðið en léku
engan veginn sannfærandi ef undan
er skilinn 10 mínútna kafli í fyrri hálf-
leik er þeir skoruðu mörkin tvö.
Gunnar þurfti lítið að athafna sig í
markinu en greinilegt er að hann er í
hörkuformi. Vörnin er sterk með þá
Sigurð Halldórsson og Birgi Skúlason
sem miðverði. Helgi Helgason lék nú
í stöðu bakvarðar og átti stórgóðan
leik. Ómar er feykisterkur í tengilið-
arstöðunni og Björn barðist vel að
vanda. Kristján ætlar sér stóra hluti í
sumar og lék mjög vel.
Leiftur á eftir að koma á óvart í
sumar og Einar Helgason þjálfari
þarf ekki að örvænta. Þeir léku oft á
tíðum laglega úti á vellinum en miklu
meiri grimmd vantar í framlínumenn-
ina. Friðgeir Sigurðsson er sterkur
leikmaður sem líklega nýtist betur á
miðjunni en í vörninni. Halldór gerði
margt ágætt í framlínunni en vantar
tilfinnanlega stuðning.
Maður leiksins: Kristján Olgeirs-
son, Völsungi. - ab/Húsavík.
UMFN-Breiöablik 0-2 (0-0) **
Það er varla hægt að segja að
Njarðvíkingar hafi átt ærlega sóknar-
lotu á grasvellinum sínum gegn
Breiðabliki í fyrradag. Kópavogsliðið
átti leikinn eins og hann lagði sig en
mörkin létu þó bíða eftir sér - þau
komu á síðustu tólf mínútunum.
Upp við mörkin var ekki sérlega
mikið um að vera. f fyrri hálfleik fékk
Njarðvík sín einu færi - Þórður Karls-
son átti bæði og var varið frá honum í
fyrra skiptið en hann skaut yfir í það
síðara. Hinum megin var meiri hætta.
Guðmundur Baldursson átti skot rétt
framhjá, Örn Bjarnason markvörður
Njarðvíkinga varði vel frá Hákoni
Gunnarssyni og á43. mínútu þrumaði
Ólafur Björnsson í þverslá Njarðvík-
urmarksins eftir aukaspyrnu.
Óiafur var aftur á ferð með auka-
spyrnu í byrjun seinni hálfleiks en
Órn varði glæsilega. Blikar fengu tvö
dauðafæri áður en Jóhann Grétars-
son náði loks að koma þeim yfir á 78.
mín. með óverjandi skoti. Fimm mín-
útum síðar var Ólafi hrint í vítateig
UMFN og hann skoraði sjálfur úr vít-
aspyrnunni sem dæmd var, 0-2. í lok-
in var Gísla Grétarssyni Njarðvíkingi
vikið af leikvelli fyrir endurtekið
brot.
Blikar voru betri að öllu leyti, spil-
uðu ágætlega með Ólaf sem besta
mann. Haukur Jóhannesson var
frískastur í daufu liði heimamanna
sem lék án Jóns Halldórssonar. Hann
var í banni, en var þó svo áleitinn utan
vallar að Ólafur Sveinsson dómari
þurfti í tvígang að hafa afskipti af
honum!
Maður leiksins: Ólafur Björnsson,
Breiðabliki. _ SÓM/Suðurnesjum.
2. deild
KA byrjar bærilega
Þriggja marka sigur í Borgarnesi
Skallagrímur-KA 0-3 (0-1) **
Mikið breytt lið KA byrjaði 2.
deildina vel í Borgarnesi í fyrra-
dag. Liðið lék án fyrirliða síns,
Njáls Eiðssonar, en vann samt
nokkuð sannfærandi sigur, sem
var þó of stór miðað við gang
leiksins.
Fyrri hálfleikur var jafn - lítið
fyrir augað og kýlingar á báða
bóga. Á 28. mín. skoraði Tryggvi
Gunnarsson fyrir KA - var þá
rangstæður að áliti heimamanna.
Skallagrímur fékk sitt eina hættu-
lega færi í hálfleiknum á 40. mín.
Guðmundur Marteinsson átti þá
hörkuskot rétt framhjá mark-
vinklinum.
Eftir 25 sekúndur í seinni hálf-
leik fékk KA vítaspyrnu þegar
Sigurgeir Erlendsson hindraði
Tryggva. Þorvaldur Þorvaldssson
skoraði, 0-2. Heimamenn
hressstust við þetta og Guð-
mundur, Ólafur Jóhannesson og
Björn Axelsson fengu ágæt færi
sem ekki nýttust. En í ákafanum
gleymdu þeir vörninni á 71. mín-
útu og Steingrímur Birgisson, ný-
kpminn inná sem varamaður,
slapp uppað marki þeirra og
innsiglaði sigur Akureyrarliðs-
ins.
Lið KA virkaði sterkt, einkum
aftasta línan. Þorvaldur Örlygs-
son var bestur í jöfnu liði. Gunn-
ar Jónsson var bestur Borgnes-
inga og Guðmundur átti ágætan
leik.
Maður leiksins: Þorvaldur Ör-
lygsson, KA.
- eop/Borgarnesi.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. maí 1985