Þjóðviljinn - 18.05.1985, Page 7
ÍÞRÓTTIR
Hið kynduga mark Viðars Halldórssonar úr aukaspyrnu utanaf kanti er staðreynd. Stefán Jóhannsson markvörður KR
gerir örvæntingarfulla tilraun - en of seint. FH hefur náð forystunni. Mynd: E.ÓI.
1. deild
KR-ingar klaufar!
1. deild
Einstefna!
Fjögur mörk IA áfimm mínútum
ÍA-Víðir 7-0 (3-0)***
Mörkin:
Árni Sveinsson 29. mín.
Sveinbjörn Hákonarson 33.44. mín.
Sigurður Lárusson 66. mín.
Júlíus P. Ingólfsson 67. mín.
Hörður Jóhannesson 69.71. mín.
Stjörnur ÍA:
Árni Sveinsson **
Guðjón Þórðarson **
HörðurJóhannesson **
Ólafur Þórðarson **
Sigurður Lárusson **
Sveinbjörn Hákonarson •*
Heimir Guðmundsson *
Júlíus P. Ingólfsson *
Karl Þórðarson *
Stjörnur Viðis:
Gísli Heiðarsson •
Sævar Júlíusson •
Dómari: Kjartan Ólafsson **
Áhorfendur: 1085
Það var alger einstcfna á Skag-
anum í gærkvöldi þegar nýliðar
Víðis úr Garði sóttu Islands- og
bikarmeistarana heim. ÍA átti
leikinn út í gegn og ef allt hefði
gengið upp hefðu úrslitin getað
orðið 15:0 í stað 7:0 eins og raun-
in varð.
Frá fyrstu mínútu sýndu
Skagamenn afbragðs spil. Þeir
unnu hver fyrir annan, með bolta
og boltalausir, vinnslan var gífur-
leg. Það var bara spurning hve-
nær fyrsta markið kæmi, og eftir
hálftíma renndi Heimir Guð-
mundsson á Árna Sveinsson sem
skoraði auðveldlega. Sveinbjörn
Hákonarson bætti tveimur við
fyrir hlé, fyrst eftir misheppnaða
fyrirgjöf Júlíusar Ingólfssonar
sem varnarmanni mistókst illi-
lega að hreinsa frá, og síðan eftir
.góðan undirbúning Guðjóns
Þórðarsonar og Árna.
Hin fjögur mörkin komu á
fimm mínútna kafla um miðjan
seinni hálfleik. Fyrst kom það
fallegasta, þrumuskalli frá Sig-
urði Lárussyni eftir hornspyrnu
Karls Þórðarsonar. Strax á eftir
fékk Júlíus Ianga sendingu upp
vinstri kant og lyfti yfir úthlaup-
andi markvörð með þrjá sam-
herja í dauðafæri. Loks komu tvö
mörk frá Herði Jóhannessyni,
eftir fyrirgjafir Sveinbjörns og
Guðjóns. Ekkert mark síðan síð-
ustu 20 mínúturnar þrátt fyrir áfr-
amhaldandi stórsókn ÍA.
ÍA fékk ógrynni af færum og
ótrúlegt var hvernig sum fóru for-
görðum. Víðismenn voru tvisvar
nálægt því að skora, Birkir Krist-
insson varði frá Guðmundi Jens
Knútssyni af markteig er staðan
var 2:0 og uppúr því vildu Garðs-
búar frá vítaspyrnu. í seinni hálf-
leik kastaði Sigurður yfir mark-
vörð sinn, Birki, úr innkasti (!) en
Jón Áskelsson forðaði marki.
Víðisliðið barðist en ekkert kom
út úr því. Alltaf var þó reynt en
þetta var ekki dagur nýliðanna.
Þeir hljóta að geta gert miklu bet-
ur. Gísli Heiðarsson markvörður
meiddist á 54. mín. og inná kom
Sævar Júlíusson. Báðir stóðu sig
prýðilega og verða ekki sakaðir
um eitt einasta mark.
- SV/Akranesi
1. deild
Sóttu stíft í lokin en náðu ekki að sigra.
Bakdyramark Viðars jafnað með glœsimarki Gunnars
KR-ingar voru klaufar að taka
ekki með sér öll stigin úr Hafnar-
firði í gærkvöldi. Þeir sóttu lát-
laust undir lok leiksins en náðu að
klúðra öllum sínum færum. Út-
koman varð því 1:1, FH og KR
gerðu fyrsta jafntcfli íslands-
mótsins og það var sanngjarnt
þegar á heildina er litið.
Mikið var um miðjuhnoð í
leiknum en KR-ingar voru á-
kveðnari og harðari og áttu snögg
upphlaup upp miðjuna. Gunnar
Gíslason, besti maður liðsins, var
aðaldriffjöðrin í þeim en þau
voru ekki nógu markviss. FH-
ingar reyndu að halda uppi spili
og tókst það að mörgu leyti ágæt-
lega en spiluðu helst til of þröngt
- nýttu ekki hægri kantinn nógu
vel.
Framan af biðu menn eftir því
3. deild
Selfoss
vann í
Sandgerði
Selfyssingar höfðu þrjú stig á
brott með sér úr Sandgerði í gær-
kvöldi er þeir léku þar við Reyni í
SV-riðli 3. deildar. Hilmar
Hólmgeirsson og Gunnar Garð-
arsson komu gestunum í 2:0 en
Ari Haukur Arason minnkaði
muninn fyrir Reyni þegar korter
var til leiksloka. Reynismenn
sóttu meira í leiknum og áttu m.a.
sláarskot. - VS
að KR skoraði og það kom
heimamönnum því þægilega á
óvart þegar Viðar Halldórsson
skoraði hálfgert „bakdyramark"
úraukaspyrnu utanaf kanti. Stef-
án Jóhannsson markvörður KR
staðsetti sig of framarlega, ætlaði
að fara í fyrirgjöfina, en Viðar
skaut markmegin við varnar-
vegginn, bakvið Stefán og í autt
markið! (sjá mynd).
FH lagði niður rófuna eftir
markið og KR sótti stíft. Jöfnun-
armark lá í loftinu allan tímann
og FH-ingar björguðu margoft á
síðustu stundu - ætluðu greini-
lega að hanga á þessu eina marki.
Loks kom markið og það var
glæsilegt. Gunnar skaut utan vít-
ateigs, í bláhornið niðri, 1:1.
FH-ingar tóku aðeins við sér
og hristu af sér slenið í smástund
en KR-ingar voru beittari í lokin
og sóttu stanslaust síðustu tíu
mínúturnar - voru klaufar að
tryggja sér ekki sigurinn. En -
jafntefli í fyrsta 1. deildar-
leiknum í Hafnarfirði í fjögur ár.
-lg-
Naumt
Þróttarar töpuðu öðrum leik
sínum í röð í gærkvöldi er þeir
spiluðu við Val. Valur sigraði
eftir að Þróttarar höfðu haft for-
ystu í hálfleik, og virtust ekki ætla
að láta hana af hendi.
Það var frekar óvænt er Páll
Ólafsson kom Þrótturum yfir í
fyrri hálfleik. Valsmenn voru
meir með knöttinn, en mistök í
vörninni kostuðu mark. Páll stal
af þeim boltanum, brunaði upp
frá miðju og skaut öruggu skoti
rétt utan vítateig og boltinn rat-
aði rétta leið án þess að Stefán
Arnarson kæmi nokkrum vörn-
um við. Valsmenn fóru að sækja
meira eftir markið, en flestar
sóknaraðgerðir þeirra voru ó-
markvissar og flausturskenndar.
Sævar Jónsson átti þó góðan
skalla í slá eftir góða fyrirgjöf
Guðmundar Þorbjörnss. Boltinn
lenti rétt utan marklínu og þar
hafði Loftur Ólafsson betur og
hreinsaði.
Valsmenn hófu síðari hálf-
leikinn með hörkusókn sem lauk
FH-KR 1-1 (1-0)***
Mark FH:
Viöar Halldórsson 32. mín.
Mark KR:
Gunnar Gíslason 78. mín.
Stjörnur FH:
Guðmundur Hílmarsson •
Halldór Halldorsson *
Jón Erling Ragnarsson *
Kristján Gíslason •
Stjörnur KR:
Gunnar Gíslason •*
Hannes Jóhannsson •
Jakob Pétursson •
Willum Þórsson •
Dómari: Kjartan Tómasson
Áhorfendur 732
Noregur
Guðbjöm átti tvö
Start malaði Brann á útivelli
Frá Markúsi Einarssyni frétta-
manni Þjóðviljans í Noregi:
Guðbjörn Tryggvason lagði
upp tvö mörk fyrir Start í fyrra-
dag þegar liðið vann góðan úti-
sigur á Brann, liði Bjarna Sig-
urðssonar, í norsku 1. deildinni.
Brann var yfir í hálfleik, 1:0, en
Start skoraði fjögur í þeim seinni,
komst hvað eftir annað í gegnum
hripleka vörn Brann og sigraði
4:1. Bjarni átti ekki möguleika í
fyrstu þrjú mörkin en það fjorða
skrifast á hans reikning.
Lilleström vann Eik 8:0 og er
efst í 1. deild með 7 stig úr 4
leikjum. Rosenborg vann Bryne
3:1 og er með 6 úr 3 leikjum.
Valerengen tapaði 0:2 fyrir
Molde í lélegum leik sem ég sá og
Viking vann Kongsvinger 2:0.
Drengjaliðið
„Inná þeirra braut“
Tvö ódýr mörk og 2:0 fyrir Skota
„Við gerðum þá vitleysu að fara inná sömu braut og Skotarnir,
spila með kýlingum og hlaupum, í stað þess að leika okkar bolta
og það réð sennilega úrslitum", sögðu drengjalandsliðsmennirnir
Heimir Guðjónsson og Þorsteinn Guðjónsson í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Drengjalandsliðið í knattspyrnu tapaði 2:0 fyrir Skotum í
fyrstu umferð úrslitakeppni Evrópumótsins í Ungverjalandi.
Skotar voru sterkari í fyrri hálfleik og skoruðu tvívegis á tveimur
mínútum rétt fyrir hlé. „Þetta voru ódýr mörk og ef við hefðum
sloppið við þau er ég viss um að leikurinn hefði farið öðruvísi. Við
sóttum mun meira i seinni hálfleiknum,“ sagði Heimir.
Grikkir unnu Frakka 2:0 í sama riðli. „Grikkir léku af mikilli
hörku og brutu niður tekniska Frakkana með grófum leik,“ sagði
Þorsteinn. ísland leikur við Frakkland á morgun og Grikkir leika
við Skota. Sigurliðið í riðlinum kemst í 4-liða úrslitin. - VS
hjáVal
Valur-Þróttur 2-1 (0-1) ***
Mörk Vals:
Guðmundur Þorbjörnsson 63. mín.
Sævar Jónasson 87. mín.
Mark Þróttar:
Páll Ólafsson 17. mín.
Stjörnur Vals:
Hllmar Slghvatsson **
Ingvar Guðmundsson •
Magni Pótursson •
Stjörnur Þróttar:
Ársæll Kristjánsson •
Loftur Ólafsson •
Páll Ólafsson •
Dómari: Baldur Scheving ***
Áhorfendur: 562
með skoti yfir frá Ingvari Guð-
mundssyni. Sókn Valsara hélt
áfram og bar loks árangur er gef-
ið var fyrir og varnarmönnum
Þróttar mistókst að hreinsa frá.
Boltinn barst fyrir markið til
Guðmundar sem nýtti tækifærið
til fullnustu. Þróttarar vöknuðu
við þetta og reyndu að ná forust-
unni aftur. Þeir voru nálægt því
þegar Jóhannes Eðvaldsson
skallaði rétt framhjá eftir fyrir-
gjöf Páls. Það voru síðan Vals-
menn sem náðu forustunni eftir
hornspyrnu Hilmars Sighvats-
sonar. Boltinn barst þvert fyrir
markið til Sævars sem hafði næg-
an tíma. Hann snéri sér og tók
knöttinn á lofti og sneiddi hann í
hornið fjær. Fallegt mark.
Þróttarar áttu nokkur tækifæri
á að jafna, en þau runnu öll út í
sandinn.
Valsliðið var betra nú en á móti
Víking og styrkti það vörnina að hafa
Magna Pétursson þar. Þó er mikið um
mistök og misskilning á milli manna.
Þróttarar börðust nokkuð vel, en
drógu sig heldur mikið aftur til að
reyna að halda fengnum hlut, sem
þeir síðan misstu.
- gsm
Laugardagur 18. maí 1985
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7