Þjóðviljinn - 18.05.1985, Page 8
KVIKMYNDIR
Kvikmyndahótíð 1985
Fjölþjóðleg kvlkmynd
27myndirfrá lólöndumsýndará 157sýningumá 11 dögum. Fjórirerlendirgestir. Astrid Lindgrenseturhátíc
kl. 14.
Kvikmyndahátíð Listahátíð-
ar hefst í dag. Næstu ellefu
dagana geta unnendur góðr-
ar kvikmyndalistar tekið þátt í
veislu þar sem boðið er upp á
27 rétti frá 16 löndum. Sýning-
arfara fram í Austurbæjarbíói
þar sem eru þrír salir og verða
myndirnar allar sýndar tvisvar
til þrisvar sinnum í stóra saln-
um en síðan fluttar í þá litlu.
Hátíðin verður sett með barna-
mynd. Það er sænska myndin
Ronja rœningjadóttir sem byggð
er á samnefndri skáldsögu Astrid
Lindgren sem öll íslensk börn
þekkja að góðu einu. Sagan um
Ronju kom út í íslenskri þýðingu
um næstsíðustu jól. Astríður
verður viðstödd frumsýninguna í
eigin persónu og með henni í för-
inni verður Tage Danielsson sem
hefur lagt gjörva hönd á margt en
er sennilega þekktastur fyrir að
vera helmingurinn af gríndúett-
num Hasse og Tage.
Sex franskar
Það land sem á flestar myndir á
hátíðinni í ár er Frakkland. Þar
ber hæst þrjár nýjustu myndir
Jean-Luc Godard (reyndar vant-
ar þá alnýjustu, Détective, sem
valin var til þátttöku í samkeppn-
inni um Gullpálmann í Cannes
sem væntanlega verður úthlutað í
dag). Sú frægasta er Maríumynd-
in Je vous salue Maria (Ég heilsa
þér María), sem páfinn í Róm
lagðist á knén útaf fyrir
skemmstu. Hinartværeru Sauve
qui peut la vie (Bjargi sér hver
sem betur getur) og Prénom
Carmen (Hún heitir Carmen).
Boy Meets Girl (Strákur hittir
stelpu) eftir Leon Garax er fjórða
franska myndin og einnig gefur
að líta nýjustu mynd Roberts
Bresson, L'argent (Peningar).
Loks ber að nefna mynd sem talin
er frönsk en gerð á karabísku
eynni Martinique undir stjórn
þarlendrar konu. Rue Cases Neg-
res (Sætabrauðsvegurinn) heitir
hún og er eftir Euzhan Paley.
Fjórar þýskar
Fjórar myndir koma frá
Vestur-Þýskalandi. Höfundar
tveggja þeirra eru íslenskum
kvikmyndaunnendum að góðu
kunnir og báðir hafa þeir verið
gestir á fyrri kvikmyndahátíðum.
Wim Wenders heitir annar og
myndin hans Der Stand der Dinge
(Engin leið til baka). Hinn er
Werner Herzog með mynd sína
Wo die Griinen Ameisen Tráum-
en (Þar sem grænu maurana
dreymir). Ein Mann wie Eva
(Eva í mannslíki) er nafn á mynd
sem fjallar um lífshlaup hins
þekkta þýska kvikmyndaleik-
stjóra Rainer Werner Fassbinder
sem lést fyrir nokkrum árum.
Hún er eftir rúmenskan leik-
stjóra, Radu Gabrea, sem búsett-
ur er í Þýskalandi og er myndin
nokkuð sérstök að því leyti að
Fassbinder er leikinn af konu,
Evu Mattes, sem að sögn líkist
gamla hommanum ansi mikið.
Fassbinder þessi hafði í kring-
um sig mikið af listafólki og þar á
meðal voru leikarar sem léku hjá
honum í mörgum myndum. Einn
þeirra heitir Hark Bohm og eftir
að Fassbinder leið sneri hann sér
að því að gera eigin kvikmyndir.
Á hátíðinni í ár verður ein þeirra
sýnd: Keine Zeit fur Tranen (Eigi
skal gráta) en hún fjallar um
sannsögulega atburði sem urðu í
Vestur-Þýskalandi þegar móðir
skaut til bana í réttarsal morð-
ingja ungrar dóttur sinnar. Þessir
atburðir voru á síðum blaðanna í
langan tíma og vöktu heimsat-
hygli. Hark Bohm verður auk
þess einn af gestum hátíðarinnar.
Spónn, Bretland,
Ítalía
Frá Spáni koma þrjár myndir.
Sú þekktasta er eflaust Carmen
eftir Carlos Saura en hún er
byggð á hinni þekktu óperu sem
sýnd var hér á landi í vetur. Hinar
tvær eru Feroz (Grimmd) eftir
Manuel G. Aragon og La Colm-
ena (Býflugnabúið) eftir Mario
Camús en hún fjallar um árin
eftir spænsku borgarastyrjöldina.
Frá Bretlandi koma tvær
myndir. Önnur þeirra er að hluta
tekin hér á landi og hefur þá sér-
stöðu að aðstandendur hennar
eru allir af kvenkyni. The Gold
Diggers (Gullgrafararnir) nefnist
hún og er gerð af Sally Potter.
Aðalhlutverkið leikur Julie
Christie og tónlistin sem leikur
stórt hlutverk í myndinni er eftir
Lindsay Cooper. Hin myndin frá
Bretlandi heitir Number One
(Karl í krapinu), gamanmynd
með alvarlegum undirtóni eftir
Les Blair.
ítalir eiga tvær myndir á hátíð-
inni. Önnur heitir Le Bal (Dans-
inn dunar) og- er eftir Ettore
Scola. Þessi mynd gerist í sama
danssalnum á fimmtíu ára tíma-
bili frá þvf um 1930 til nútímans. í
henni er þróun dansins sýnd og
einnig að sjálfsögðu þjóðfélags-
legur bakgrunnur hans. í mynd-
inni er mikill dans og tónlist en
þar er ekki sagt eitt einasta orð!
Samt hefur þessi mynd verið
mikið kassastykki þar sem hún
hefur verið sýnd. Hin myndin
gerist á Ítalíu á stríðsárunum og
heitir La notte di San Lorenzo
(Nóttin í San Lorenzo). Hún er
gerð af bræðrum, Paolo og Vitt-
orio Taviani.
Úr öðrum
áttum
Frá Norðurlöndum eru tvær
myndir. Auk Ronju ræningja-
dóttur er það danska myndin
Otto er et nœsehorn (Ottó nas-
hyrningur), barnamynd eftir
Rumle Hammerich. Áðrar evr-
ópskar myndir eru frá Austur-
ríki, Ungverjalandi og Júgó-
slavíu. Sú austurríska hefur þegar
verið kynnt en hún heitir Die Er-
ben (Ungliðarnir) og er eftir
Walter Bannert, fjallar um upp-
gang nýnasismans (sjá neðar á
síðunni). Ungverska myndin
heitir Napló qyermekeimnek
(Segðu mér söguna aftur) og er
eftir Mörtu Meszáros. Sú júgósl-
avneska heitir á ensku því forv-
itnilega nafni How I was System-
atically Destroyed by Idiots
(Hvernig ég var kerfisbundið
lagður í rúst af fíflum) og er eftir
Slobodan Sijan en hún fjallar af
hæðni um frelsið og byltinguna
og þá sem étnir eru af þeim.
Ur öðrum heimsálfum en Evr-
ópu koma fimm myndir úr þrem-
ur álfum. Lengst að komin er
ástralska myndin Skýjaborgir
eftir Sophia Turkiewicz sem er
pólskur innflytjandi (sjá hér aó
neðan).
Frá Asíu koma tvær myndir.
Önnur þeirra heyrir til sígildra
verka kvikmyndalistarinnar og er
eina myndin á hátíðinni sem gerð
er fyrir 1980. Það er stórvirkið
Sjö samurajar eftir japanska snill-
inginn Kurosawa sem nú verður
sýnd í óstyttri útgáfu og tekur 200
mínútur í sýningu. Hin er frá Ind-
landi, tónlistarmyndin Tónar
Indlands eftir Mari Kaul.
Loks eru tvær myndir úr Vest-
urheimi, harla ólíkar þó. Önnur
er fyrsta myndin sem gerð er í
Nicaragua eftir að Somosa var
steypt, Gammurinn eftir Miguel
Littin (sjá neðar á síðunni). Hin
er bandarísk og heitir á frum-
málinu Suburbia (Harðsnúna
gengið). Hún er eftir Penelope
Spheeris og segir frá hópi pönk-
ara sem flyst inn í millistéttar-
hverfi og lendir þar í harkalegum
útistöðum við nágrannana.
Þrjár uppá-
komur - og
rúsínan
Auk sýninganna í Austurbæj-
arbíói (sem eru alls 157 á 11
dögum samkvæmt dagskrá)
verða amk. þrjár uppákomur í
kringum hátíðina. A morgun,
sunnudag, kl. 16.30 verður dag-
skrá í Norræna húsinu um einn af
gestum hátíðarinnar, sænska rit-
höfundinn Astrid Lindgren. Þar
mun höfundurinn lesa upp úr
verkum sínum og, leikstjóri
Ronju ræningjadóttur, Tage
GAMMURINN (Alsino y el Condor)
Nicaragua/Kúba/Mexikó/Costa Rica
1982. Leikstjóri: Miguel Littin.
Handrit: Miguel Littin o.fl. Kvik-
myndataka: Jorge Herrera, Pablo
Martinez. Aðalhiutverk: Alan Esqui-
vel, Dean Stockwell, Carmen Bun-
ster.
UNGLIÐARNIR (Die Erben)
Austurríki 1983. Leikstjóri: Walter
Bannert. Handrit: Walter Bannert og
Erich A. Richter. Kvikmyndataka:
Hanus Polak. Aðalhlutverk: Nikolas
Vogel, Roger Schauer.
SKÝJABORGIR (Silver City) Ástral-
ía 1984. Leikstjóri: Sophia Turkiew-
icz. Handrit: Thomas Kenealiy, Sop-
hia Turkiewicz. Kvikmyndataka:
John Seal. Aðalhlutverk: Gosia Do-
browolska, Ivar Kants, Anna Jemi-
son.
Þessar þrjár myndir verða
sýndar á kvikmyndahátíð ásamt
25 öðrum. Hátíðin verður sett í
dag en um hana er ítarlega fjallað
hér á síðunni.
GAMMURINN, eða Alsino
og kondorinn, gerist í Nicaragua
1979. í skóginum umhverfis þorp
Alsinos litla logar allt í bardögum
þegar stjórnarherir Sómósa eru
að gera lokatilraun til þess að
ráða niðurlögum skæruliða-
sveita. En hugarheimur bernsk-
unnar er Alsino raunverulegri en
þau styrjaldarátök sem hann
verður vitni að. Hann dreymir
um að geta flogið - breitt út
faðminn, hafist á loft eins og ekk-
ert sé og liðið um loftin. Alsino
Sín úr hvoru heimshc
vill gera draum að veruleika en
tilraunir hans enda með skelf-
ingu: hann fellur niður úr risa-
vöxnu tré og slasar sig illilega.
Löngu síðar, þegar Alsino er
kominn á flæking lendir hann í
slagtogi með fuglamanninum,
gömlum manni sem ferðast um
fótgangandi með tágabúr á bak-
inu og höndlar með fugla. Gamli
maðurinn veit hvernig hægt er að
gera litríka fugla á priki að sölu-
varningi og hann segir Alsino
leyndarmálið: að brjóta örsmátt
bein í vængjum þeirra til þess að
þeir geti ekki framar flogið. Fugl-
ar og flug, myndlíking frelsisins
sem er dýrkeypt og dýrmætt, er
ofið inn í frásögnina frá upphafi
til enda. Þyrluflug bandarískra
hernaðarráðunauta yfir skógin-
um er ein birtingarmynd þessa.
Einn ráðunautanna (Dean Stock-
well) býður Alsino að fljúga með
sér. Alsino er bæði hræddur og
vonsvikinn og hann veit að þetta
er ekki það sem hann átti við þeg-
ar hann dreymdi um að fljúga.
Ein af undarlegri perlum þess-
arar myndar er langt improviser-
að atriði með Dean Stockwell og
hollenskum sérfræðingi öðrum,
þar sem þeir liggja í hengikojum
og sötra bjór og sjálfsvorkunin
lekur af þeim. Það er gaman að
sjá hvernig Miguel Littin bregður
saman draumkenndum fram-
sagnarmáta og hráum í þessari
fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem
kemur frá Nicaragua.
í UNGLIÐUNUM vakir það
fyrir leikstjóranum, Walter
Bannert, að fletta ofan af skipu-
lagðri starfsemi nýnasista í
Austurríki og velta því fyrir sér í
leiðinni hvernig skyldi standa á
því að hugmyndafræði nasista
skuli höfða jafn mikið til ungs
fólks og unglinga og raun ber
vitni. Félagarnir tveir í myndinni,
Nikolas og Roger (sem eru nöfn
leikaranna því að ég man ekki í
svipinn hvað persónurnar í
myndinni heita), búa báðir við
heimilisaðstæður sem verða þeim
smátt og smátt óbærilegar. Þeir
hafa lengi verið viðriðnir nasista-
hreyfinguna og fara nú í þjálfun-
arbúðir á vegum hennar þar sem
þeir læra m.a. að nota skotvopn.
Allir vilja þessir ungu menn
fylgja sannfæringu sinni ettir,
sem felur.í sér m.a. brottrekstur
eða útrýmingu gyðinga og ann-
arra „óæðri kynþátta”, erlendra
farandverkamanna, kommún-
ista. Þeim svíður það sem þeim
finnst vera niðurlæging; niður-
læging Þýskalands og niður-
læging ástvina þeirra blandast
saman á dularfullan hátt. Þá
dreymir um að ná stjórn á eigin
lffi og í öðru lagi, koma reglu á
kaotíska veröld í kringum sig.
Nýnasistar neita því að stríðs-
glæpir nasista hafi átt sér stað.
Það veitist auðvelt fyrir Nikolas
að trúa því að sögurnar um
útrýmingarbúðir nasista séu
áróðurs- og blekkingarherferð til
þess að koma óorði á þýska nas-
ista. Það má geta þess að nú þessa
dagana liggur fyrir frumvarp hjá
þýska þinginu þess efnis að það
skuli varða við lög ef því er haldið
fram, í ræðu eða riti, að útrým-
ingarbúðir hafi ekki verið til. Síð-
ar í myndinni kemst Nikolas að
vísu að því að stríðsglæpir voru
framdir í stórum stíl, en þá er
honum hætt að finnast það skipta
nokkru máli.
Walter Bennert málar allt
sterkum dráttum í þessari mynd
og af miklum eldmóði. Myndin er
hinsvegar ótextuð (ein af fjórum
ótextuðum myndum á kvikmynd-
ahátíð í ár) svo að mikið efni fer
fyrir ofan garð og neðan hjá þeim
sem ekki eru sleipir í þýsku. En
það verður að segjast að UNG-
LIÐARNIR skila sér glettilega
vel kvikmyndalega og enginn ætti
að Iáta hana fram hjá sér fara. Þó
að textaleysið sé stundum nánast
óbærilegt.
Það er oft sagt um Cinema-
Scope að það henti einkum fyrir
krókodíla og jarðarfarargöngur.
(CinemaScope kallast það þegar
myndin á tjaldinu er stór, og af-
skaplega breið miðað við hæð:
hlutföllin 1:2,5 í stað 1:0,66 sem
eru algeng hlutföll á venjulegri
breiðtjaldsmynd). Það mætti
kannski bæta Ástralíu við. Ástra-
lía tekur sig vel út í CinemaScope
mynd Sophiu Turkiewicz, SKÝ-
JÁBORGIR. Sólskin, langir bíl-
vegir og vindurinn í skóginum.
Þetta er árið 1949 og pólskir innf-
lytjendur koma í þúsundatali -
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. maí 1985