Þjóðviljinn - 18.05.1985, Qupperneq 16
MENNING
Alþýðuleíkhúsið 10 ára
Húsnœðislaust
afmœlisbarn
Eignast reykvíkingar loksins félagsheim-
ili? Leikhúsfólk hefur áhuga á gamla
Sigtúni en Póstur og sími haláa fast um
sitt
Alþýðuleikhúsið á 10 ára
afmæli um þessar mundir en
það var stofnað norður á Ak-
ureyri sumarið 1975. Af þvítil-
efni verður tekið til sýningar
eitt af stærri öndvegisverkum
leikhúsbókmenntanna en
hvert það verður veit nú eng-
inn eða í það minnstafáir
þangað til síðar í þessum
mánuði.
Upphaflega var Alþýðuleik-
húsið að mestu leyti farand-
leikhús og sýndi víðsvegar um
landið. Með stofnun Sunnan-
deildar í Reykjavík var m.a. ætl-
unin að festa leikhúsið í sessi sem
atvinnuleikhús á höfuðborgar-
svæðinu og raunar var flest til
staðar sem þurfti, annað en hús-
ið.
Framan af var starfsemin til
húsa í Hafnarbíói en þar leið hver
dagurinn af öðrum í óvissu um
það hvort kraninn með kúluna
kæmi og legði til atlögu við gamla
hermannabraggann. Á endanum
var AL úthýst úr Hafnarbíói og
húsið rifið. Síðan hefur leikhúsið
ekki haft neinn fastan samastað
undir sýningar sínar.
Það hefur verið sýnt víða: að
Kjarvalsstöðum, Hótel Loft-
leiðum og í Nýlistasafninu svo
nokkrir staðir séu nefndir. í vetur
varð leikhúsið að hætta sýningum
á leikriti Fassbinders, Beisk tár
Petru von Kant, að Kjarvalsstöð-
um vegna þess að nota þurfti
húsnæðið til annarra hluta. Samt
var enn sýnt fyrir fullu húsi.
Nú í vor var leikritið Klassapí-
ur sýnt í Nýlistasafninu, litlum sal
Gamla Sigtún við Austurvöll sem einu sinni hét Sjálfstæðishúsið. Eins og sjá má á innfelldu myndinni er þetta
upprunalega timburhús ená einhverju ævisskeiði þess var það múrhúðað. i þessu húsi voru um árabil sýndar revíur og
væri ekki úr vegi að endurlífga þær á sama stað.
á annarri hæð sem rúmar aðeins
50-60 manns í sæti.
Æfingar eru svo hafnar á næsta
verkefni Alþýðuleikhússins en
það verður sýnt í gyllta salnum á
Hótel Borg í sumar. Á frummál-
inu heitir verkið A State of Affa-
irs og er eftir enska leikrita-
skáldið Graham Swannell. Þetta
eru þrír einþáttungar sem hver á
Ljóðareisur Sigfúsar Bjartmarssonar
Mál og menning hefur sent frá
sér Ijóðabókina Hlýja skugg-
anna eftir Sigfús Bjartmars-
SOn’Er það önnur Ijóðabók
Sigfúsar, en sú fyrri hét „Út
um lensportið" og kom út árið
1979.
í bók Sigfúsar skiptast á stuttar
ljóðmyndir og lengri frásagn-
arljóð. Hann leitar víða fanga og
sum ljóð hans eru einskonar
skáldlegur vitnisburður um ferðir
hans til Rómönsku Ameríku og
fleiri framandi landa. Ljóð Sig-
fúsar eru tregablandin án þess að
vera neitt svartagallsraus og hann
reynir að höfðu ekki síður til
vitsmuna en tilfinninga.
Hlýja skugganna skiptist í þrjá
hluta með eftirmála. Kápu hann-
aði Hilmar Þ. Helgason. Bókin er
76 bls.
(Fréttatilkynning)
Höfuðlausn Gyrðis Elíassonar
Nýlega sendi Mál og menning
frá sér Ijóðabók Einskonar
höfuðlausn eftir Gyrði
Elíasson. Þetta er þriðja Ijóða-
bók Gyrðis en hann hefur
áður sent frá sér bækurnar
„Svarthvít axlabönd" (1983),
og „Tvíbreitt (svig)rúm“
(1984).
Gyrðir er tilraunamaður í
skáldskap. Ljóð hans segja ekki
sögu heldur bregða upp leiftur-
myndum úr hugarheimi nútíma-
manns. Tungutak hans er í sam-
ræmi við þetta einskonar „skipu-
legt ofbeldi nútímaljóðíistar.“
Gyrðir leikur sér að margs konar
klisjum úr tækniheimi og borg-
armenningu og leggur auk þess
mikið upp úr umgjörð ljóðanna,
svo segja má að þau séu myndir í
tvenns konar merkingu, bæði
hvað varðar innihald og útlit
Einskonar höfuðlausn er 44
bls., unnin að öllu leyti í Prents-
miðjuni Hólum. Mynd á kápu er
eftir Sigurlaug Elíasson.
(F réttatilky nning)
sinn hátt segir frá samskiptum
kynjanna innan og utan hjóna-
bandsins. Saman mynda þeir
gamanleik en þó með alvarlegum
undirtónum.
Ýmis ástönd
A State of Affairs (Ástand
mála?) er nýtt verk, það var
frumsýnt í London núna í febrúar
og hlaut geysigóðar viðtökur.
Þýðandi þess er Sverrir Hólmars-
son en leikstjóri verður Krist-
björg Kjeld. Með hlestu hlutverk
fara systkinin Arnar og Helga
Jónsbörn og Margrét Ákadóttir.
Frumsýning verður væntanlega í
byrjun júní.
En eins og áður segir hefur
helsti vandi Alþýðuleikhússins á
tíu ára ferli þess verið húsnæðis-
leysið. Enn sér ekki fyrir endann
á því og stendur það starfseminni
fyrir þrifum, t.d. er alls óvíst hvar
afmælissýningin verður sett upp.
Á það hefur verið bent að hér í
Reykjavík vanti félagsheimili
eins og þau sem til eru víðs vegar
um landsbyggðina. Þeirri
áskorun er hérmeð komið á fram-
færi við borgaryfirvöld að hau
haldi upp á 200 ára afmæli borg-
arinnar á næsta ári með því að
koma upp félagsheimili miðsvæð-
is í borginni þar sem hægt er að
halda leiksýningar, tónleika,
myndlistarsýningar oþh. Það þarf
ekker endilega að byggja, ef vel
er að gáð er eflaust til húsnæði
sem gera má upp og breyta þann-
ig að það henti. Það er bara
spursmál um vilja og peninga.
Húsið fundið
Reyndar er starfandi á vegum
menntamálaráðuneytisins nefnd
sem hefur það hlutverk að benda
á leiðir til lausnar á húsnæðis-
vanda áhugaleikhópa í Reykja-
vík sem eru fjölmargir. Sú nefnd
hefur átt viðræður við ýmsa ráða-
menn og einkum beint augum að
húsi við Austurvöll sem áður hét
Sigtún en heitir nú ekki neitt og
hýsir mötuneyti og félagsaðstöðu
fyrir starfsmenn Pósts og síma.
Ýmsir hópar og stofnanir á
menningarsviðinu hafa rennt
hýru auga til gamla Sigtúns en
yfirmenn Pósts og síma og starfs-
mannafélögin eru lítt hrifin af
þeirri hugmynd að láta húsið af
hendi. Gunnar Eydal borgarlög-
maður sem sæti á í nefndinni
sagðist í viðtali við Þjóðviljann
eiga von á að úrslit fengjust í
þessu máli áður en leikárið hefst
aftur í haust en vildi að öðru leyti
ekkert segja um gang viðræðn-
anna.
Á það hefur verið bent að
hugsanlega mætti leysa mötu-
neytisvanda starfsmanna Pósts
og síma í því húsnæði sem losnar
beggja megin Austurstrætis þeg-
ar Seðlabankinn flytur í svarta
kastalann.
-ÞH
ð sumartískunni frá
Marks & Spencer
gædavara" íStTJUchael /
dágana 17.-25. maístenduryfirvikukynning á fatnaði frá
Marks & Spencer í kaupfélögum víða um land.
í Reykjavík býður Mikligarður, Torgið, Herraríkið og Domus Marks & Spencer getraun verður í gangi á kynningarvikunni.
fatnað frá Marks & Spencer Vinningur: Vikuferð til London fyrir tvo.