Þjóðviljinn - 16.06.1985, Blaðsíða 3
17. JÚNÍ
Róbert Tómasson:
Losnuðum
undan dönskurum
Þarna fórstu illa meö mig, við fengum skjölin á 17. júní ekki
satt? og við losnuðum að fullu við danskarana.
Jón Sigurðsson er sennilega maðurinn sem barðist fyrir
skjölunum, og síðar varð hann fyrsti forsetinn.
Aðalsteinn
Snorrason;
Afmœlisdagur
Megasar
Á ég að vita það? Jú ætli
það sé ekki vegna þess að
Megas á afmæli þá, og hann er
fæddur í kringum 1942.
Jón Sigurðsson er sennilega
maðurinn, berfættur og í
bleikri skykkjunni, sem
Megas orti um.
Edda Jónsdóttir:
Afmœlisdagur
Jóns Sigurðssonar
Jón Sigurðsson fæddist á 17. júní. Hann barðist ötullega fyrir
sjálfstæði íslands, frá Dönum, og varð síðar okkar fyrsti forseti.
Lýðveldinu var síðan valinn stofndagur á afmæli Jóns.
Hvers vegna er
þjóðhátíðardagur
íslendinga
haldinn 17. júní?
Ásta Haraldsdóltin
Jón Sigurðsson
fyrsti forsetinn
Auðvitað vegna þess að Jón Sigurðsson fæddist þann 17.
júní. íslendingar fengu lýðveldi 1944 og völdu þennan dag sem
þjóðhátíðardag sennilega í þakkarskuld fyrir það hvað Jón
Sigurðsson vann vel að okkar málum.
Jón varð síðar fyrsti forseti lýðveldisins íslands.
Árni
Steínarsson;
ísland varð
sjólfstœtt
17. júní
Nú, ísland varð sjálfstætt
ríki 17. júní, æ ég man ekki
hvaða ár. Ég veit varla meira
um það.
Jón Sigurðsson var fyrsti
forseti íslands og barðist mik-
ið fyrir sjálfstæðinu, ekki satt?
Sumarferð
Alþýðubanda-
lagsins í
Kópavogi
verður farin laugardaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Þinghóli kl.
8.30. Gist á Arnarstapa. (Svefnpokapláss/tjaldstæði). Leiðsögumenn
á Snæfellsnesi: Ingi Hans Jónsson Grundarfirði og séra Rögnvaldur
Finnbogason Staðarstað. Verð farmiða kr. 900.-, ein máltíð innifalin
(án gistingargjalds). Hálft gjald fyrir 12 ára og yngri.
Athugið: pantið í síðasta lagi miðvikudaginn 19. júní. Símar 45306,
40163 og 43294. Takmarkaður sætafjöldi.
Stjórnin.
Sjúkrahúsið Patreksfirði
óskar að ráða hjúkrunarfræðing og sjúkraliða til starfa
sem fyrst eða eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkr-
unarfræðinga og Ijósmóður til sumarafleysingja. Gott
húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Sigríður
Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eða 94-
1386.
A
Kennara vantar
að grunnskólum Kópavogs. Kennslugreinar: Raun-
greinar, handmenntir og almenn kennsla. Upplýsing-
ar á skrifstofu Kópavogs, sími 41863.
Skólafulltrúi.
Ástkær eiginmaður minn
Jónas Guðmundsson
rithöfundur
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. júní
nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast
bent á Slysavarnafélag íslands.
Jónína H. Jónsdóttir.