Þjóðviljinn - 16.06.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Side 5
verið mannsöfnuðurinn þar. Veður var hið fegursta, og þótti hátíðar- hald þetta hafa farið mikið vel fram. Önnur blöð sögðu ekki mikið frá afmælisdegi Jóns að þessu sinni, nema Fjallkonan kveður Hafnfirðinga hafa stofnað Ung- mennafélagið Seytjándi júní þann dag, og Þjóðviljinn, málgagn Skúla Thoroddsens, greinir frá annarri uppákomu í Hafnarfirði: Hafnfirðingar drógu fána á stöng afmælisdag Jóns Sigurðssonar (17. þ.m.). Margir höfðu á lopti ís- lenzka fánann, þar á meðal tveir Norðmenn, sem þar hafa aðsetur. Nokkur dönsk flögg voru einnig uppi. Einn þeirra, sem flaggaði, var Goos nokkur danskur fulltrúi Esbjærgs-fiskifélagsins. Þetta gerði hann af því að hann sá aðra flagga. - En þegar hann vissi, að það var gert til minningar um þjóðskörung lslands, Jón Sigurðsson, þá dró hann flaggið niður aptur! Djúpar rætur á „bróðurþelið" hjá þeim stórdana! 16. júní árið 1909 segir ísafold svo frá fyrirhugaðri afmælishátíð: Afmælis Jóns Sigurðssonar verður minnst hér í bænum á morg- Skúli Thoroddsen sýslumaður, rit- stjóri Þjóðviljans, þingmaður. Varð ekki ráðherra 1909. „en betur hefði að vísu farið á því að velja eitthvert annað ættjarðarkvæði". (Þjóðviljinn 1909). Þorsteinn Gíslason skáld, ritstjóri Lögréttu. „100 ára minningarhátíð Jóns Sigurðssonar má ekki verða að skrípaleik; sá dagur má ekki verða bumbusláttardagur hræsni og þjóð- lyga“. (Lögrótta 1910). Þorsteinn Erlingsson, skáld, ræðu- maður 18. júní 1908,17. júní 1909 og 1910. „En hún (ræða Þorsteins) var prentuð í ísaf. á laugardaginn, og er þar nægilegur óþefur af henni, til þess, að ráðherra falli hún vel í geð". (Lögrétta 1910). Friður kominn á 10. september 1911: Kristján Jónsson talar að afhjúpuðu líkneski Einars Jónssonar af Jóni Sigurðssyni,- við Stjórnarráðið, „sann-íslenzkasta ágætismann, er þetta land hefir alið" ((safold 1907). un fyrir forgöngu Stúdentafélags- ins. Bjarni Jónsson alþingismaður talar af alþingissvölunum. Þar verða og sungin kvæði, nýort sum. Því næst verður gengið í skrúð- göngu suður í kirkjugarð að leiði Jóns Sigurðssonar og krans lagður á minnisvarða hans. Þar talar Þor- steinn Erlingsson, og þar verður líka sungið. Enn er ekki ákveðið að fullu, hvenær samkoman verður, en Stúdentafélagið vill helzt koma henni á kl. 6 síðd. Það er að semja við kaupmenn um að loka búðum kl. 6. En óvíst, hvernig það gengur. 19. júní birtir blaðið síðan ræður Bjarna Jónssonar frá Vogi og Þorsteins Erlingssonar, en Þjóðviljinn segir þannig frá hátíð- inni með smáu letri: Afmælis Jóns sáluga Sigurðs- sonar, forseta og skjalavarðar, var minnzt 17. þ.m. með skrúðgöngu og ræðuhöldum, og hafði stúdenta- félagið, ungmennafélagið og kennarafélagið gengist fyrir hátíð- arbrigðunum. Komu menn saman í Bárubúð og gengu þaðan til alþingishússins. - Af veggsvölum þinghússins hélt Bjarni Jónsson frá Vogi ræðu um starf Jóns Sigurðssonar, og var síð- an húrrað og sungið ættjarðar- kvæðið „Eldgamla Isafold“. Frá alþingishúsinu var síðan gengið í skrúðgöngu til legstaðar Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðin- um. - Þar flutti Þorsteinn skáld Er- lingsson ræðu, og síðan var að nýju sungið fyr greint ættjarðarkvæði, en betur hefði að vísu farið á því að velja eitthvert annað ættjarðar- kvæði, með því að öll tilbreyting lífgar meira hugann. Hér er þess að geta, að nokkr- um mánuðum fyrr hafði Björn Jónsson verið skipaður ráðherra íslands í stað Hannesar Hafstein, - en ekki Skúli Thoroddsen eins og komið hafði til greina. Legátar með krans 18. júní árið 1910 greinir ísa- fold þannig frá afmæli Jóns Sig- urðssonar á forsíðu: Forseta-afmælið. Minningarhátíð við leiði Jóns Sigurðssonar í gær, 17. júní, var 99. afmælis- dagur Jóns Sigurðssonar. Afmælisins var minst hér í höfðustaðnum veglega og hátíð- lega. Árla morguns voru fánar dregnir á stöng um allan bæinn - íslenzku fánarnir þó því miður of fáir. Aðalminningarhátíðin stóð um kvöldið. Þá safnaðist saman múgur og margmenni við alþingishúsið og var síðan haldið þaðan í skrúð- göngu suður í kirkjugarð, með lúðrahljóm í broddi og blöktu ís- lenzkir fánar yfir fylkingunni. Það voru Sjálfstæðismenn hér í bæ, sem gengist höfðu fyrir hátíða- haldinu - og voru fremst í fylking- unni stjórnir Landvarnarfélagsins og Meirihluta-flokksins. Ennfrem- ur voru þar ráðherrar og þingmenn úr hóp sjálfstæðismanna. En ann- ars fátt manna úr svokölluðu höfð- ingjaliði bæjarins. Þegar komið var upp að leiði Jóns Sigurðssonar gekk Þorsteinn Erlingsson skáld upp að legsteini hans og flutti þaðan minningar- ræðu þá, er prentuð er annarstaðar í blaðinu, aðalatriðin úr henni. 1 ræðulok lagði hann tvo blóm- sveiga á leiðið, annan frá Land- varnarfélaginu, en hinn frá stjórn Meirihluta-flokksins, fyrir hönd þingmanna hans og í nafni allra sjálfstæðismanna í landinu. Að ræðunni lokinni söng svo mannsafnaðurinn Eldgamla ísa- fold - og stóðu allir berhöfðaðir meðan á söngnum stóð. Að svo búnu var aftur haldið inn í bæinn og lék lúðraflokkurinn ýms lög í sveitarbroddi. Við alþingis- húsið skildist svo mannsafnaðurinn. Minningarhátíðin fór að öllu leyti mjög vel og sæmilega fram, svo sem hæfði mikilmenninu sem var: óskabarn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur. Næsta 17. júní er aldar-afmæli Jóns Sigurðssonar. Mjög mundi það að skapi hinnar íslenzku þjóðar, ef kleift yrði að reisa honum þá veglegan minnis- varða, líkneski af honum eða því um líkt. Helzt ætti það að gera með frjáls- um samskotum meðal allra Islend- inga vestan hafs og austan. En ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Er það því hyggja vor, að hefja ætti samtök í þá átt sem allra fyrst. Enginn Islendingur á Jóni Sig- urðssyni fremur minnisvarða skilinn. Og hann ætti að vera kominn upp á aldar-afmæli hans, 17. júní 1911. ísafold og Fjallkonan sögðu líka frá því, að: Fyrr um daginn hafði heima- stjórnarflokkurinn sent legáta sína 2 eða 3 til grafarinnar með krans, og hefir „Lögrétta" eigi getað stillt sig um að illskast yfir því, að þeir voru ekki látnir einir um hituna. Lögrjetta segir nefnilega á nokkuð annan veg frá þessum at- burðum, og er nú heldur ekki far- ið að hitna í kolunum út af afmæli Jóns Sigurðssonar: Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar Nú er 99. afmælisdagur Jóns Sig- urðssonar nýliðinn hjá. 17. júní næstkomandi vor á 100 ára minn- ingarhátíð hans að haldast. En því miður er það ekki hættulaust, að úr því verði þjóðskrípaleikur og landssvívirðing í höndum núver- andi stjórnarflokks. Svo mjög hef- ur nafn Jóns Sigurðssonar verið vanbrúkað og svívirt af þeim lýð nú á síðustu árum. Eigi jafnhjegómleg loddarasál og Björn Jónsson að hafa meðgjörð meðslíkt, þámásvo sem nærri geta, hvernig fer. Ein af mörgurn ástæðum fyrir því, að það verður að hreinsa til í ráðherrasæt- inu sem allra fyrst, er sú, að 100 ára minningarhátíð Jóns Sigurðssonar má ekki verða að skrípaleik; sá dagur má ekki verða bumbusláttar- dagur hræsni og þjóðlyga. Lfkfylgd og óþefur Flögg voru uppi um allan bæ nú 17. júní. Um morguninn var lagður á leiðið fallegur sveigur „frá Heimastjórnarfjelaginu „Fram“. En fyrir kvöldið komu upp götu- miðar frá stjórnarmönnum og var þar auglýst, að hornablástur yrði við alþingishúsið kl. 8'/2 um kvöld- ið, og svo gcngið þaðan inn að leiði Jóns Sigurðssonar, en þar ætlaði Þorsteinn Erlingsson að segja eitthvað. En lýðskrum og hræsnis- raus forsprakka núverandi stjórnarflokks á næstundanförnum afmælisdögum J.S. þekti almenn- ingur hjer, svo að ekki var nema örfátt af fólki saman komið þarna, þegar byrja skyldi gönguna. Var þá það ráð tekið, að lúðrarnir voru þeyttir þar í hálftíma, til þess að reyna að safna mönnum saman. En treglega gekk það, og voru þeir, sem komu, mestmegnis unglingar og kvenfólk. ísaf. segir, að það hafi verið um 2000 manns. En það var eigi meira en V10-V5 hluti þeirrar tölu. Hópurinn var eins og meðal líkfylgd, sem gekk á eftir lúðrunum og flöggunum inn Suðurgötuna. Þeir, sem heyrðu til Þ.E. suður við leiðið, sögðu, að nú þætti honum víst stjórnarskútan orðin nokkuð lek, rjeðu það af ræðu hans. En hún var prentuð í ísaf. á laugardag- inn, og er þar nægilegur.óþefur af henni til þess, að ráðherra falli hún vel í geð. Það er eins og menn kannist við þetta misjafna mat á útisamkom- um, yfirbragði þeirra, þátttak- endum og fjölda, svo að segja frá deginum í gær. A aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar 1911 voru allir hinsvegar samtaka, á yfirborðinu a.m.k., enda var nú Kristján Jónsson orðinn ráðherra í stað Björns Jónssonar. ísafold segir reyndar almenna óánægju yfir því, að ráð- herra skyldi fara utan þrem dögum fyrir 17. júní minninguna til að fá konungsstaðfestingu á lögum Alþingis: Hvenær væri ástæða fyrir ís- landsráðherrann að vera viðstadd- ur, ef eigi við aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar og setningu hins íslcnzka háskóla? Óskiljanlegt hvað hr. Kr. J. gengur til að rjúka af stað 2-3 dögum undan hátíðinni, þar sem hann getur fengið ágæta ferð eftir viku. En að öðru leyti birtu öll blöðin langar lýsingar á hinum margvís- legu atburðum hátíðarinnar með En að öðru leyti birtu öll blöðin langar lýsingar á hinum margvís- legu atburðum hátíðarinnar með ræðum og kvæðum. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa, og enn gerðist sú gamla og nýja saga, að þeir brostu breiðast, sem áður voru fýldastir, og vildu öðrum fremur eigna sér minningu þjóðskör- ungsins. Hér er ekki ástæða til að rekja gang þessarar afmælishá- tíðar. Frásögn Þjóðviljans af henni er einna best þjöppuð sam- an. Friður Eftir þetta var sæmilegur friður um afmæli Jóns Sigurðssonar. Blómsveigur var lagður á leiði hans og fleira gert til hátíða- brigða, en einkum tóku íþróttafé- lögin þó daginn að sér. Norðlend- ingar höfðu riðið á vaðið með íþróttamóti á Akureyri 1909 og Húsavík 1910. Frá 1911 var hald- ið árlegt 17. júní-mót á íþrótta- vellinum í Reykjavík, sem vígður hafði verið 11. júní það ár. Ekki er nafn Jóns Sigurðssonar samt við 17. júní í Almanaki Þjóðvin- afélagsins fyrr en árið 1926. Var Jón þó fyrsti forseti þess félags. 17. júní er talinn þjóðhátíðar- dagur fslendinga frá stofnun lýð- veldisins 1944. Þó hefur hann aldrei verið lögskipaður sem slík- ur af Alþingi. Hann er gerður að löggiltum fánadegi 17. ágúst 1944 með forsetaúrskurði, og vorið 1945 lýsir forsætisráðherra því yfir, að hann skuli teljast þjóð- hátíðardagur á sama hátt og 1. desemberhafi áður verið. 25. maí sama ár birti ríkisstjórnin þau til- mæli, að allir hlutaðeigandi gæfu starfsfólki sínu frí þennan dag. Þessi tilmæli ríkisstjórnar voru síðan endurtekin á hverju ári fram til 1969. En þá var svo komið eftir 25 ár, að flest verkalýðsfélög ásamt BSRB höfðu komið 17. júní inn í kjarasamninga sem sérstökum orlofsdegi. Þá féllu niður hin ár- legu tilmæli frá ríkisstjórn. Og 24. desember árið 1971 vaí 17. júní loks lögskipaður af Alþingi sem frídagur ásamt lögum um 8 stunda vinnudag. Bjami Jónsson frá Vogi, þingmaður og kennari, ræðumaður 17. júní 1907 og 1909. „Bjarni Jónsson alþingis- maður talar af alþingissvölunum. Þar verða og sungin kvæði, nýort sum“ (Isafold 1909). Hannes Hafstein skáld og ráðherra. „Fánalaus voru landstjórnarhúsið og alþingishúsið;..forsetinn"..., - hann þótti ekki mönnum þeim, er nú ráða fyrir landi voru, þess maklegur". (ís- afold 1907). Björn Jónsson ritstjóri (safoldar, ráð- herra. Ræðumaður 17. júní 1907 og 1908. „Eigi jafn hjegómleg loddara- sál og Björn Jónsson að hafa með- gjörð með slíkt (100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar), þá má svo sem nærri geta, hvernig fer" (Lögrétta 1910). ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.