Þjóðviljinn - 16.06.1985, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Síða 6
Maðurinn Jón Sigurðsson um að hann hafi verið afar ráðrík- ur og mjög kappsamur. Hann lenti til dæmis snemma í and- stöðu við Fjölnismenn og gefur Brynjólfur Pétursson þá skýringu að hann vilji ekki samlagast þeim, hann gjöri of mikið til að vera flokksforingi. En Jón var líka alltaf sjálfum sér samkvæmur og hélt fast á skoðunum sínum þó að stundum væru þær óvinsælar, svo sem í svokölluðu fjárkláða- máli. Og eitt mátti hann eiga, hann talaði aldrei iila um and- stæðinga sína og skrifaði aldrei skammargreinar. En frekur var hann. - Var hann barnslegur? - Sá er mannlegur sem varð- veitir eitthvað af barninu í sér og við höfum fullyrðingu Benedikts Gröndals fyrir því að forsetinn haifi átt það til: „við urðum ætíð samferða út og gengum þá út á Laungulínu eða eitthvað út fyrir bæinn og föluðum; jeg held að Jón hafi ekki verið eins mikið með neinum þá eins og mjer. Jón var ekki laus við að vera barnslegur í aðra röndina eins og jeg, og var þetta einhver hin mesta skemmtun." Fyrirlitning fyrir 8 krónu regnhlífum - Var hann óreiðumaður í fjármálum? - Jón klæddi sig ákaflega fi'nt eins og áður sagði og hélt þar að auki uppi mikilli risnu á heimili sínu. Pað var opið öllum íslend- ingum. Hann var líka gjafmildur og fús til að lána fólki peninga. Tekjur hafði hann aldrei miklar en velunnarar hans á íslandi sendu honum oft peninga og mat og stundum voru fjársafnanir í gangi handa honum. Svo var þó komið undir lok ævi hans að hann var stórskuldugur þótt enginn yrði þess var á háttum hans. Tveimur árum áður en hanh dó fékk hann stórfé að láni frá Eng- landi til þess að skrifa sögu ís- lands en varð að veðsetja bóka- og handritasafn sitt sem var mikið og dýrmætt. Þrátt fyrir þetta hefur enginn vogað sér að halda því fram að Jón hafi verið óreiðumaður, öllum ber saman um að hann hafi verið með af- brigðum reglusamur á alla hluti. Hitt er annað mál að hann var tekjulítill og hægt er að halda því fram að hann hafi fórnað mennta- og embættisframa fyrir land sitt og þjóð. En hann var ekki sparneytinn. Skemmtileg er ; sögn Indriða Einarssonar: „Einu sinni þurfti Forseti að kaupa regnhlíf, þegar hann mætti mér, og áleit að ég væri nú ein- mitt maðurinn til að vísa sér á góðan stað. Ég hélt að staðurinn mundi vera á Austurgötu, og þar fórum við inn. Stúlkan fyrir innan búðarborðið lagði 5 eða 6 regn- hlífar á borðið. Forseti spurði um verðið, það var 7 eða 8 krónur, ég sá að honum líkaði lítt regnhlíf með því verði, og fyrirlitningin fyrir 8 krónu regnhlífum skein í dráttunum kringum munninn; hann bað um 15 króna regnhlíf, stúlkan hafði enga, og á endanum Jón Sigurðsson eróum- deilanlega sá maður sem hæst ber í þjóðfrelsisbaráttu íslendinga á síðustu öld. Um það efast enginn. Hins vegar hyllast menn til að hlaða hann slíku lofi að venjulegtfólk missir áhugann á þessum fjarlæga manni, hann er eins og goðsögn úti í himingeimn- um sem ekki verður skynj- uð á mannlegan mæli- kvarða. Þegar börn og ung- lingar eru sþurð um það hver Jón Sigurðsson var vita þau oftast lítið enda er mynd hans máluð án andstæðna og dýpt- aríkennslubókum. Hérverð- ur gerð ofurlítil tilraun til að spyrja „krítískra" spurninga um Jón Sigurðsson, reyna að skyggna manninn í gegnum goðsögnina. Það skal þó tekið fram að þetta er gert meira til gamans en í alvöru og að baki liggur ekki önnur rannsókn en að fletta nokkrum ritum sem eru aðgengileg hverjum manni. Við skulum athuga hvort Jón Sigurðsson hefur verið svo óað- finnanlegur sem stjórnmálamenn og uppfræðarar vilja vera láta í ræðu og riti. Getur það hugsast að hann hafi verið hégómafullur og frekur? Var hann kannski bamslegur? Var hann óreiðu- maður í fjármálum, fjöllyndur í ástamálum eða veikur fyrir víni? Var hann undirförull púkrari? Var Jón Sigurðsson fyrir- greiðslupólitíkus af verstu gerð? Var hann kannski leiðinlegur? Nú býst ég við að farið sé að fara um suma enda verða víst svörin flest neitandi. Engu að síður er gaman að kasta þessum spurning- um fram og velta fyrir sér svórun- um. Tískumaður með silkihatt - Var Jón Sigurðsson hégóma- fullur? - Eitt er víst að hann var ávallt ákaflega fínn í tauinu. Páll Eggert Ólason skrifaði mikið rit um for- ingjann og hann kemst svo að orði: „Jón var skartmaður mikill í klæðaburði alla ævi, að höfð-. ingjahætti og að tízku þeirra daga. Myndi hver tízkumaður. hafa mátt vel við una þá reikn- inga, sem Jón fékk frá klæðskera þeim, er hann verzlaði við jafn- an.“ Og Indriði Einarsson segir í æviminningum sínum: „Hann hafði ávallt svartan háan silkihatt á höfði, sem frú Ingibjörg kona hans mun aldrei hafa gleymt að bursta nokkurn dag.“ Hér má bæta við að ljósmyndun var í frumbemsku þegar stjórnmálaferill Jóns stóð sem hæst. Af engum íslendingi á þeim dögum eru til jafn margar ljós- myndir og á nær öllum þessum myndum er hann uppstnlaður, hann er foringinn, öruggur, jafnvel dálítið sjálfumglaður og sigurstranglegur, eins og Sigurð- ur Nordal komst að orði. Á einni mynd sker hann sig þó úr. Þar er hann eingöngu mannlegur, jafnvel dálítið sveitalegur. Þessi mynd var ekki grafin upp fyrr en löngu eftir hans daga. Líkur eru á því að hann hafi notað ljósmyndir og útlit sitt gagngert til þess að festa föðurí- mynd sína fyrir íslendinga, gera sig að goðsögn svo að hann yrði hinn óumdeilanlegi foringi. Hann var líka meðvitaður þess að búseta hans í Kaupmannahöfn og fjarlægð frá íslandi ýtti undir þessa ímynd, gerði hann óháðari argaþrasi hversdagslífsins. Á ein- um stað segir hann þetta berum orðum í bréfi. Þá hafði honum dottið í hug að sækja um rektors- embætti við Lærða skólann í Reykjavík: „Fara mundi fljótt af mér gyll- íngin þegar eg væri setztur að sem rektor...“. Af þessu er því ekki hægt að tala um að Jón Sigurðsson hafi beint verið hégómafullur eða spjátrungur. í fyrsta lagi var hann mikill höfðingi í eðli sínu og í öðru lagi notaði hann útlit sitt og ímynd gagngert til að ná árangri í þjóðfrelsisbaráttunni. Frekur en barnslegur í aðra röndina - Var Jón frekur? - Öllum heimildum ber saman Ástamál Jóns Sigurðssonar, Den smukke Sivertsen, eins og Danir kölluðu hann, hafa verið mönnum ráðgáta. Hér eru þau Jón og Ingibjörg nýgift. Hann var þá 34 ára en hún 41 árs og hafði beðið í 12 ár í festum heima á Islandi. Myndi hver tískumaður hafa mátt vel við una þá reikninga, sem Jón fékk frá klæðskera þeim er hann verslaði við jafnan. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.