Þjóðviljinn - 16.06.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Blaðsíða 7
varð hann að sætta sig við regn- hlíf sem kostaði 11 krónur, en aldrei lét hann mig gjalda þess, að hann fékk enga dýrari. Allir þessir göngutúrar enduðu hvað mig snertir á sama hátt. Forseti tók mig inn á eitthvert dýrasta kaffihúsið í Höfn, heimtaði listann yfir vínin, veitti stórt glas af portvíni, sem ekki var hugsandi til að drekka nema það kostaði 1 krónu, bauð vindla sem urðu að vera á 25 aura upp að 1 krónu, til þess að það gæti kom- ið til mála að h'ta við þeim.“ Pá meiddi hann sig á höfðinu - Var hann fjöllyndur í ásta- málum? - Ástamál Jóns Sigurðssonar hafa löngum verið mönnum ráð- gáta. Hann dvaldist í Reykjavík og Laugarnesi á árunum 1829- 1833 og trúlofaðist þá náfrænku sinni, Ingibjörgu dóttur Einars Jónssonar faktors í Reykjavík en hann var föðurbróðir Jóns. Sigldi Jón svo utan til náms en Ingibjörg skyldi vera í festum á meðan. Og þær festar urðu óvenjulega lang- ar. Ingibjörg var 7 árum eldri en Jón og þau giftust ekki fyrr en 1845. Þá var hún komin á fimmtugsaldur og næstum því úr barneign. Bréf sem fóru á milli þeirra allan festartímann voru vandlega eyðilögð áður en ævi þeirra lauk en það kemur fram af öðrum heimildum að Ingibjörg taldi á tímabili að Jón væri orðinn, sér afhuga. Páll Eggert segir að heldur muni Jón hafa verið litinn hýrum augum af konum og Danir kölluðu hann „Den smukke Si- vertsen". En þrátt fyrir allt slabb og slark Hafnarstúdenta á hans dögum fer engum sögum af fjöl- lyndi Jóns í ástamálum. Einhver saga hefur þó komist á kreik um svartklædda dularfulla konu við minningarathöfn um Jón látinn í Kaupmannahöfn. - Var Jón veikur fyrir víni? - Aldrei var hann bindindis- maður, segir Páll E. Ólason. Og ennfremur: „Jón fylgdi aldar- hætti, var alldrjúgtækur á þessi föng; verzlaði hann við sama mann (Mini) og tók jafnan vænan dunk af rommi í senn, enda gesta- nauð mikil á heimili hans allan seinni hluta ævinnar. Á afmælis- dag sinn (17. júní) hafði Jón jafn- an nokkuð sérstakt við. Arum saman hafði hann þá á borðum ungversk vín, jafnan hinar sömu tegundir." Páll segir að gleð- skapur og smásvall hafi verið Jóni hvíld og hressing. Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl: „Lítið var jeg með hinum ýngri íslendingum, og hændist jeg ekki að þeim, en töluvert drukku þeir alltaf, og höfðu gert það að vana, að fara hópum saman á hverju laugardagskvöldi út til Jóns Sig- urðssonar að jeta, og sátu þar við púnsdrykkju langt fram á nótt.“ Eggert Briem segir: „Við tækifæri drakk hann vín, eigi síður en aðrir, en aldrei varð hann ölvaður, svo að á því bæri; þoldi hann eflaust mikið...“. En svo er kannski ein saga þar sem Jón hefur farið yfir strikið. Hún er frá Benedikt Gröndal og er um veislu sem haldin var á Sky- debanen til heiðurs Jóni: „f einni af þessum veizlum urð- um við allir svo fullir, að enginn mundi eptir að fylgja Jóni heim; hann hefur farið einn heim og þá meiddi hann sig á höfðinu svo hann hleypti engum inn til sín í hálfan mánuð; en annars var það ekki vant að nokkuð yrði að Jóni, þó hann drykki töluvert." Allsherjar- konsúll með flaksandi vesti - Var hann undirförull pukr- ari? - Benedikt Gröndal hafði hin- ar mestu mætur á Jóni en segir þó á einum stað að hann hafi átt það til að vera undirförull og pukrari. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Venjulegu fólki hefur reynst erfitt að greina hina mannlegu þœtti ó bak við goðsögnina um Jón Sigurðsson. Var hann kannski leiðinlegur? En Benedikt lætur líka margt flakka. - Var Jón fyrirgreiðslupóli- tíkus? - Það var hann svo sannarlega. Lúðvík Kristjánsson segir í riti sínu Á slóðum Jóns Sigurðssonar að hann hafi verið póstmeistari, innkaupastjóri, sölumaður, eins konar banki og yfirleitt allsherj- arkonsúll landa sinna í Dan- mörku. Hann skrifaðist á við menn í öllum sýslum og var alltaf boðinn og búinn að greiða fyrir fólki. Vinsældir hans voru ekki síst sprottnar af þessum orsökum og kannski fremur en af stjórnmálaaðgerðum hans. Jón Sigurðsson er fyrsti fyrir- greiðslupólitíkusinn. - Að lokum. Var hann leiðin- legur? - Nei, yfirleitt ber mönnum saman um að hann hafi verið skemmtilegur í viðræðum og hrókur alls fagnaðar. Indriði Ein- arsson segir: „Mjer stendur hann enn í dag lifandi firir hugskotssjónum, þar sem hann sat firir borðsendan- um, hallaði sjer aftur í skrifstof- ustólinn og teigði frá sér fæturna inn undir borðið, með flaksandi vesti, í ljómandi hvítri ermaskirtu og með sloppinn hangandi niður beggja megin við stólinn, með vindil í annarri hendi, en hina höndina oftast í buxnavasanum, með bros á vörum og í híru skapi...“. Hitt er annað mál að Jón beitti örsjaldan kímni í ræðu og riti og aldrei orti hann vísu eins og flestir aðrir þjóðfrelsisforingjar okkar. Þar var hann fyrst og fremst skyn- samur og raunsær - og kannski dálítið leiðinlegur. - GFr. Stór eða lítill? Á tímabili voru þeir fól&bílar vinsæl- astir sem höfðu stærsta ummálið og stærstu vélina. Þá var gullöld „drek- anna" - þungra átta gata tryllitækja. Með orkukreppu og hækkandi bensínverði minnkuðu bílarnir og urðu léttari og sparneytnari. Smábíll- inn varð vinsælli og vinsælli. í dag er reynt að hafa bílana sem stærsta að innan og minnsta að utan; vélina kraftmíkla en sparneytna. Fáum hefur tekist þetta betur en hönnuðum og bifreiðasmiðum OPEL. Þeir vita að langflestir kaupendur einkabíla eru fjölskyldur. Fjölskyldubíl- ar þurfa ekki aðeins að vera þægilegir i akstri og sparneytnir, þeir verða einnig að vera rúmgóðir og öruggir. Þessar þarfir eru hafðar að leiðarljósi hjá OPEL. Við bjóðum sjö gerðir af OPEL: Senator, Monza, Manta, Ascona, Rekord, Kadett og Corsa. Við eigum því stærðina sem hentar þér. Hvort sem þú sjálfur ert stór eða lítill! BÍLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Auglýsingaþjónustan - Þér er velkomið að reynsluaka OPELI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.