Þjóðviljinn - 16.06.1985, Page 12
17. JÚNÍ
Finnur Torfi Hjörleifsson
lögum og fá þjóðinni aftur til
neyslu það land, sem lagt var
undir sumarbústaði. Það þarf að
taka ákvörðun um hvaða bústaði
á að rífa, hverja að flytja burt og
hverjir skuli fá að standa til nota
fyrir þjóðina, sem á Þingvelli,
fyrir starfsfólk hér í þjóðgarðin-
um, eða fyrir skólafólk sem hing-
að kæmi til náms og vinnu, eða þá
e.t.v. fyrir einhverja þá hópa sem
þjóðin vildi sérstaklega rétta
hjálparhönd til að geta notið
þessarar eignar með okkur hin-
um, t.d. aldrað fólk.
Fleiri hús
á Þingvelli
Ég þykist vita að ýmsar hug-
myndir hafi verið á kreiki um að
reisa ný hús í þjóðgarðinum, t.d.
fyrir starfsfólk - eitt slíkt stendur
nýreist í Þingvallatúni - og fyrir
alþingismenn. Og nú fyrir nokkr-
um dögum heyrðum við í út-
varpsfréttum af hugmynd um
menningarmiðstöð í grennd við
Þingvallabæ. Mér sýnist að nóg sé
komið, og reyndar miklu meira
en nóg af húsum í þjóðgarðinum
sjálfum. Það liggi nú fyrst og
fremst á að taka ákvarðanir um
að rífa hús og flytja burt, en
kaupa önnur eða taka eignar-
námi til þjóðarneyslu. Eitt þeirra
húsa sem nauðsynlegt er að rífa
Erindi flutt á ráðstefnu Landverndar um framtíð og
friðun Þingvalla, laugardaginn 18. mars 1985
Landiðsem kallað hefurverið
þjóðgarðurá Þingvöllum, er
skv. lögum nr. 59/1928 frið-
lýstur helgistaður allra íslend-
inga og ævinleg eign íslensku
þjóðarinnar. Þetta berávallt
að hafa í huga þegar rætt er
um Þingvelli. Við eigum þetta
land öll, okkur kemur það við
og við eigum ekki að láta það
afskiptalaust.
í þessu ljósi mætti okkur virð-
ast hafa verið furðu hljótt um
Þingvelli löngum. Það ber ekki
oft við að málefni þjóðgarðsins
hér séu rædd manna á meðal eða
opinberlega. Það er því vel að
Landvernd hefur efnt til þessarar
ráðstefnu. Við erum að vísu lítill
partur þjóðarinnar sem hér sitj-
um, en ræður manna og viðræður
hér mættu e.t.v. verða upphaf að
almennri umræðu um þjóðgarð-
inn á Þingvöllum. Má líka vera að
samkoma þessi sé háð á heppileg-
um tíma. Þess sjást nú merki að
umtalsverðar breytingar kunni
að vera í nánd á stjórn, starfshátt-
um og skipulagi þjóðgarðsins,
eða hafi jafnvel að einhverju leyti
þegar orðið.
Friðunarlög
þverbrotin
Þingvellir eru sameign þjóðar-
innar, en skv. fyrrnefndum
lögum eru þeir undir vernd Al-
þingis. Sú vernd gafst löngum
illa, og snerist þegar verst lét upp
í andstæðu sína. í stað þess að
vernda eignina fyrir þjóðina og
handa þjóðinni varð Þingvalla-
nefnd, sem fór með yfirstjórn
þjóðgarðsins fyrir hönd Alþingis,
til þess að farga honum að hluta,
láta afnotaréttinn að hluta lands-
ins í hendur útvalinna einstak-
linga. Sumarbústaðir og sumar-
bústaðalönd eru 80 í þjóðgarðin-
um skv. upplýsingum Þingvalla-
nefndar. Eg hygg að það sé ekki
ofmælt hjá Birni Th. Björnssyni í
bók hans um Þingvelli að Þing-
vallanefnd hafi árum saman þver-
brotið öll lög um friðun Þingvalla
(bls 146). Og lögbrotin voru þeim
mun alvarlegri en oftast er að það
var fulltrúi löggjafans sem framdi
þau og þau bitnuðu á hagsmun-
um þjóðarinnar. Því er ég að
nefna þetta hér og leggja á það
áherslu, að ég hygg að Alþingi,
eða fulltrúi hennar Þingvalla-
nefnd, nái aldrei sátt við þjóðina
um neitt skipulag eða landnýt-
ingu hér á Þingvöllum, fyrr en
búið er að bæta fyrir brotin.
Störf Þingvallanefndar eru um
fleira aðfinnsluverð. Nefndin
hefur löngum verið sein á sér, allt
of sein, að gera tímabærar ráð-
stafanir varðandi stjórn og skipu-
lag hins friðlýsta svæðis til að
vernda landið fyrir áníðslu og til
að almenningur mætti njóta þess
sem best. Heildarskipulag fyrir
Þingvelli er ekkert til, engin
heildaráætlun um vernd landsins,
né um móttöku þjóðgarðsgesta
og leiðsögn og fræðslu fyrir þá.
Ekki heldur um mannvirki í þjóð-
garðinum né um tjaldsvæði og
ýmsa þá aðstöðu sem þeim til-
heyrir eða um endurgerð og við-
hald göngustíga og ýmissa gam-
alla mannvirkja. Og það hefur -
síðast en ekki síst - ekki verið
tekin nein ákvörðun um hvað á
að verða um þessa 80 sumarbú-
staði og sumarbústaðalönd sem í
þjóðgarðinum eru.
Allt er þetta mjög neikvætt, og
ég skal strax fyrir mitt leyti gang-
ast við því að það er ósanngjarnt
að draga myndina eingöngu svo
dökkum litum. Vissulega hefur
margt verið gert hér til bóta á
liðinni tíð: Vegir lagðir, bílastæði
gerð, hreinlætistækjum nokkrum
komið fyrir og nú á síðustu
tveimur sumrum komið
skynsamlegri skipan á tjaldsvæði
en lengi hafði verið og göngu-
Jeiðir lagfærðar. Þjóðgarðsgirð-
ingin hefur verið færð út og má nú
víst heita sauðheld. Flest þetta
eða allt hefur orðið fólki til nokk-
urra hagsbóta við umferð og dvöl
á svæðinu og landinu til verndar.
Þá þykir mér það sérstakt fagn-
aðarefni að á sl. sumri voru tekn-
ar upp skipulegar gönguferðir
undir leiðsögn starsmanna þjóð-
garðsins, bæði um Þingið og á
lengri leiðum. Allt er þetta þakk-
arvert. En heildarskipulag
skortir og raunar ákvarðanir í
veigamiklum málum, sem óhjá-
kvæmilega verða forsendur að
skipulagi.
En nú stendur þó til að fara að
gera aðalskipulag fyrir þjóðgarð-
inn á Þingvöllum, og er veitt til
þess hálfri millj. króna á núgild-
andi fjárlögum. Og Þíngvalla-
nefnd er í þann veginn að ráða
arkitekt til að veita verkinu for-
stöðu, eins og segir í upplýsingum
nefndarinnar í bréfi til Land-
verndar nú fyrir þessa ráðstefnu
(dags. 24.04. 1985.) Og í Þjóð-
viljanum á skírdag mátti lesa í
viðtali við Hjörleif Guttormsson,
einn Þingvallanefndarmanna, að
ráðnir hefðu verið tveir arkitekt-
ar til starfans. Það er svo sem
ekki nema sjálfsagt mál að ráðinn
sé menntaður tæknimaður, eða
tæknimenntaður listamaður, í
skipulagsvinnuna, og ekki til-
tökumál þótt fleiri séu en einn.
En ekki gera þeir skipulagið á
eigin spýtur. Það stendur eftir
sem áður upp á yfirstjórn þjóð-
garðsins og reyndar okkur öll
hin, að teknar séu ákvarðanir um
ýmsar mikilvægar forsendur slíks
skipulags, ákvarðanir sem best
færi á að Þingvallanefnd tæki í
samráði við þjóðina, að svo
miklu leyti sem það er unnt.
Þingvallanefnd, sú sem nú sit-
ur, verður t.a.m. að gera það upp
við sig, hvort hún vill bæta úr
lögbrotum fyrri nefnda, fara að
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985
eða flytja burt er Valhöll.
Veitinga- og gististaður með til-
heyrandi drykkjugleði og glasa-
glaum á ekki heima hér í hjarta
þjóðgarðsins. Valhöll hefur þó
þann kost með sér, eins og mig
minnir fyrrverandi þjóðgarðs-
vörður, Eiríkur J. Eiríksson, hafi
komist að orði, að hún er ekki
gerð úr varanlegu efni. En Þing-
vallanefnd hefur víst enga
ákvörðun tekið enn um framtíð
Valhallar.
Það eru ýmsar fleiri grundvall-
andi ákvarðanir sem þarf að taka,
svo að skipulag verði með góðu
móti gert. Tjaldsvæði hér í þjóð-
garðinum hafa nokkuð verið
dregin saman tvö undanfarin
sumur, og er það vel að mínu
áliti. Ekki er samt fyllilega ljóst
hvað yfirstjórn Þingvalla ætlast
fyrir í þessu efni. Þó segir í bréfi
Þingvallanefndar til Landvernd-
ar, því sem ég hef áður vitnað til,
að stefnt sé að því að safna tjöld-
um á einn stað, þar sem unnt er
að veita þjónustu. Má vera að
þetta yrði til heilla, en ég efa það
þó. Fer ég um það nokkrum orð-
um síðar.
Þegar menn velta því fyrir sér
hvernig hátta skuli þjónustu við
þjóðgarðsgesti, væri gagnlegt að
fá svör við spurningum eins og
þessum: Hvers konar fólk kemur
hingað? Hve margir eru gestirnir
á ári hverju eða sumri hverju? Og
í hvaða skyni koma menn hing-
að? Um þetta er nú líklega vitað
heldur fátt með vissu, a.m.k. hef
ég ekki séð eða heyrt um neinar
tölfræðilegar upplýsingar um
fjölda þjóðgarðsgesta og hvað
dregur þá hingað. Eitthvað vita
menn um þetta samt af eftirtekt
sinni og brjóstviti. Ég vil hér leyfa
mér að flokka þjóðgarðsgesti í
fimm flokka, og tek það fram
strax að mörkin milli þeirra eru
vitaskuld ekki skýr.
Fjöldi manna, íslendingar og
útlendingar, kemur hingað til að
skoða Þingið og fræðast um sögu-
staðinn Þingvöll. Margir þeirra
eru ugglaust svokallaðir daggest-
ir, hafa hér ekki næturdvöl.
Stór hópur manna, líklega
einkum þéttbýlisbúar, kemur til
þess fyrst og fremst að njóta