Þjóðviljinn - 16.06.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Side 14
Frá einum besta þjóðhátíðardeginum á Arnarhóli árið 1966, þegar hitinn komst í 15 stig. 17 sinnum alveg þurrt „ Það er gaman að skoða svona þjóðsögur og oftast tekst manni að útrýma þeim. 17. júní hefur ekki verið neitt sérstaklega slæmur dagur ef miðað er við júnídaga í Reykjavík, en ef til vill gera menn heldur meiri kröfur til þessa dags en flestra annarra dagaásumrinu. vott í 24 skipti Af 41 þjóðhátíðardegi eru 24 með einhverja úrkomu, en þar af eru 8 dagar með óverulega úrkomu, en 17 sinnum hefur hann haldist þurr á þjóðhátíðinni í borginni,“ sagði Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, þegar við spurðum hana um veðurlagið 17. júní frá lýðveldis- stofnuninni. Menn hafa gjarnan haldið því fram að veðurguðirnir væru höfuðborgarbúum ótrúlega óhagstæðir á þjóðhátíðardaginn, en það kemur í ljós að þetta er ekki alls kostar rétt þegar skoðað er aftur í tímann. Að vísu hefur dagurinn sjaldnast verið sérlega hlýr og oftar en ekki er einhver úrkoma, en þess má geta að aðeins annar hver júnídagur í höfuðborginni er alveg þurr sé litið á meðaltalið. „Verstu þjóðhátíðardagarnir frá stofnun lýðveldisins voru 1955 og 1979 en báða þessa daga rigndi mjög mikið. Auk þess var mjög kalt og hvasst árið 1959, en þá var hitinn aðeins 7,3 stig og norðan hvassviðri. Þá brotnuðu varnargarðar við Þingvallavatn og varð stórtjón af vatnsflaumi, en ekkert rigndi þó úr lofti þennan dag. Bestu þjóðhátíðar- dagarnir á þessum fjórum áratug- um eru 1952 og 1966 en þá komst hitinn í 15 stig,“ sagði Adda Bára að lokum. Þess má geta til viðbótar að meðalheildarúrkoma í júní í Reykjavík er 41 mm, svo að menn sá að þegar úrkoman er komin yfir 8 mm eins og hún verður 1955 og 1979, þá er ekki um neina minniháttar vætu að ræða. Og svo er að bíða og sjá hvernig viðrar þjóðhátíðardag- inn 1985. þs Stofnun lýðveldis á íslandi 1944. Mikið rigndi á Þingvöllum og sátu menn með regnhlífar og hneppt upp í háls undir hátíðarhöldunum. 1969 var mestur hluti hátíðarhaldanna inni í Laugardal. Þá rigndi mikiö og uppspenntar regnhlífar skreyttu áhorfendastúkurnar. Fjallkonan þetta ár var Valgerður Dan, sem hér sést ganga inn á völlinn. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.