Þjóðviljinn - 16.06.1985, Page 16

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Page 16
BÆJARROLT PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráða aö Gufuskálum Símvirkja. Um fasta stööu er að ræða. Vélgæslumann til afleysinga, vélstjóraréttindi æskileg. Frítt húsnæöi, rafmagn, hiti ásamt húsgögnum fylgir ofangreindum störfum. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í styrkingu Barðaströnd (7,5 km, 16.000 m3). Verki skal lokið 27. júlí 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isa- firði og í Reykjavík (aðagjaldkera) frá og með 20. júní nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 1. júlí 1985. Vegamálastjóri. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Gerð yfir- lagna og klæðinga á Suðurlandi. (Klæðing nýlögn 35.000 m2, klæðing yfirlögn 30.000 m2 og olíumöl yfirlögn 30.000 m2). Verki skal lokið 1. október 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 18. júní nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 1. júlí 1985. Vegamálastjóri. íslensk sérviska • Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboö SIMI 46711 Ég heyröi í kvöldfréttunum á mánudag ■ að bjómáliö yrði út- kljáð í sölum efri deildar alþingis þá um kvöldið eða nóttina. Þar sem heimili mitt stendur nærri miðbænum, sjónvarpið virtist ætla að verða afspyrnuleiðinlegt þetta kvöld og veður var með ágætum tilkynnti ég konu minni á ég ætlaði að fá mér göngutúr í góða veðrinu. Ég hugsaði mér ! gott til glóðarinnar að teyga að mér ferskt vornæturloftið og líta inn í sali alþingis til að vera við- staddur þá sögulega stund þegar bjór yrði Ieyfður á nýjan leik á íslandi. Þegar ég kom niður að alþing- ishúsi gat ég ekki betur séð en rauðnefjaðir skuggalegir menn væru á vappi þar í kring og þegar inn var komið voru pallar yfirfull- ir af vonglöðum mönnum. Var ekki laust við að vatn rynni úr munnum sumra þeirra. Þar sem ég er blaðamaður gekk ég inn í blaðamannaher- ALÞÝDUBANDAJLAGIÐ bergið og hitti þar fjölmarga kol- Iega mína, tvo og jafnvel þrjá af sumum fjölmiðlum. Sumir voru í vinnunni en aðrir höfðu fengið sér kvöldgöngu eins og ég. Þarna ríkti sannkölluð kvöldgalsa- stemmning og flugu ýmsar athugasemdir um suma háttvirta alþingismenn sem voru að láta Ijós sitt skína þá og þá stundina. Af tillitssemi við alla aðila nefni ég engin nöfn hérna en það skal þó tekið fram að þetta voru ekki flokkspólitískar athugasemdir. Blaðamenn voru þarna sem ein heild, ein stétt. Hvort einhver þeirra er á mála hjá áfengis- auðvaldinu er mér ókunnugt en tel það fremur ólíklegt. Að minnsta kosti var ég ekki undir áhrifum neins þetta kvöld nema tilhugsunarinnar um bjórinn. Bjórfrumvarpið komst ekki á dagskrá fyrr en seint en auðsætt var á öllu okkar atferli að hugur og hjarta voru hjá bjórnum og líka almennings á þingpöllum. Áhugi okkar á nýjum fram- leiðsluráðslögum var takmarkað- ur. Svo var bjórinn tekinn á dag- skrá og töluðu menn stutt nema Eiður Guðnason. Mest vorkenn- di ég bindindismanninum Jóni Helgasyni dómsmálaráðherra sem veitt hefur fleiri vínveitinga- leyfi en nokkur annar ráðherra fyrr og síðar. Ég hélt nefnilega að það ætti að fara samþykkja bjór- inn. En það var öðru nær. Hræði- leg meinsæri voru brugguð gegn bjórnum og allt í einu stóðum við blaðamenn frammi fyrir því, að búið var að flækja málið svo að það var strand og komst ekki lengar. Andvörp liðu frá okkur og ég sá ekki betur en munnvatnið rynni upp í suma aftur. En við tókum brátt gleði okkar á ný og getum huggað okkur enn um stund við það að framlengdur verður sá kafli í íslandssögunni sem kenndur er við bjórlíki. Eitt af því sem greinir fslendinga frá öðrum þjóðum, íslensk sérviska, verður enn um sinn í hávegum höfð. Þegar ég gekk út í bjarta sumarnóttina voru allir skugga- legu, rauðnefjuðu mennirnir, sem höfðu verið á vappi í kring- um alþingishúsið, horfnir eins og dögg hverfur fyrir vindi. -Guðjón Alþýðubandalagið í Kópavogi Sumarferð Sumarferð ABK verður að þessu sinni farin á Snæfellsnes 22.-23. júní. Gist verður í Arnarstapa (svefnpokapláss/tjaldstæði). Leiðsögumenn á Snæ- fellsnesi verða Ingi Hans Jónsson frá Grundarfirði og séra Rögnvaldur Finnbogason Staðastað. Verð fyrir fullorðna kr 900.- (án gistingar), ein máltíð innifalin. Hálft verð fyrir yngri en 12 ára og frítt fyrír yngri en 6 ára. Athugið: Síðustu forvöð að panta þann 19. júní. Upplýsingar í símum 45306,40163 og 43294. Stjórnin Alþýðubandalagið Austurlandi Vorráðstefna Alþýðubandalagsins á Hallormsstað 29.-30. júní. Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir til vorráðstefnu í Sumar- hótelinu á Hallormsstað helgina 29.-30. júní og er hún opin félög- um og stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins. Dagskrá er fyrirhuguð þessi: Laugardagur 29. júní: Kl. 10.00 Æskulýðsmál. Framsögu hefur Sigurjón Bjarnason. Kl. 13.00 Sveitarstjórnarmál. Framsögumenn: Adda Bára Sigfús- dóttir og Kristinn V. Jóhannsson. Kl. 16.00 Atvinnumál. Framsögumaður Finnbogi Jónsson. Kl. 20.30 Kvöldvaka. Sunnudagur 30. júní: Kl. 09-12 Vinna í starfshópum. Kl. 13-16 Álit starfshópa og umræður. Kl. 16 Ráðstefnuslit. Fulltrúar í kjördæmisráði og sveitarstjórnarmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja ráðstefnuna. Pantið gistingu á Hótel Eddu Hallormsstað, sími 1764. Fjölmennið. Stjórn kjördæmisráðs. Vinningsnúmer í Vorhappdrætti ABR 1985 1. Ferð til sumarparadísarinnar Rhodos með Samvinnuferðum- Landsýn nr. 1818 2. Ferð til Rimini á Ítalíu með Samvinnuferður-Landsýn nr. 1351 3. FerðtilRiminiáítalíumeðSamvinnuferðum-Landsýnnr. 1874 4. Dvöl á sæluhúsi í Kembervennen í Hollandi á vegum Samvinnuferða-Landsýn nr. 877 5. Dvöl í sumarhúsi í Karlslundi eða Gilleleje í Danmörku á vegum Samvinnuferða-Landsýn nr. 6360 6. Dvöl í sumarhúsi í Karlslunde eða Gilleleje í Danmörku á vegum Samvinnuferða-Landsýn nr. 3996 Vinninga skai vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík Sunnudagur í Heiðmörk Munið skógræktarferöina í Heiðmörk á sunnudaginn 16. júní. Við tökum með alla fjölskylduna, kaffið og góða skapið. Skógræktin sér um verkfæri, plöntur og skít. Mæting við bæinn Elliðavatn kl. 13.30 eða við sjálfan reitinn. - Náttúrufríkin. ÆSKULÝÐS FYLKINGIN Skrifstofa Æskulýðs- fylkingarinnar í sumar mun ÆFAB starfrækja skrifstofu að Hverfisgötu 105, 4. hæð. Hún verður opin alla virka daga milli klukkan 15-18. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi ÆFAB eru hjartanlega velkomnir í kaffi og spjall. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á því að starfa á skrifstof- unni e-n tíma eru beðnir um að hafa samband við okkur. Síminn er 17 500. - Stjórnin. Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins Opinn fundur Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins boðar til opins fundar um kjaramálin miðvikudaginn 19. júní kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Allir velkomnir! - Verkalýðsmálaráð AB 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.