Þjóðviljinn - 16.06.1985, Side 18
Á tímamótum og hvers kyns
afmælum er góður siður að
líta til baka til atburða sem
liðnir eru og draga af þeim
lærdóma. Við það kemurtíð-
ast í ijós að ekkert er nýtt undir
sólinni, - mannskepnan er
ótrúlega mikið á svipuðu
hringsóli og því erforsendan
fyrir því að einhverju miði fram
á við, fólgin í að maðurinn læri
af hinu umliðna, ýmist af mis-
tökunum eða því sem vel er
gert. Þegarþjóðin minnistnú
afmælis lýðveldisins er því
ekki úr vegi að huga að rótum
þess að þjóðin reis upp og
krafðist sjálfstæðis.
Einn öflugasti þátturinn í því
gangvirki var tímaritið Fjölnir,
ársrit sem kom í fyrsta sinni út í
Kaupmannahöfn árið 1835, fyrir
150 árum. Markmið útgefenda,
þeirra félaga Jónasar Hallgríms-
sonar, Konráðs Gíslasonar,
Tómasar Sæmundssonar og
Brynjólfs Péturssonar, var að
vekja íslendinga úr þeirri and-
legu deyfð og sinnuleysi sem
þeim fannst svo rík hér í landi og
kynna þeim andlegar og verk-
legar framfarir aldarinnar. Til
þess var tímarit ákjósanlegur
vettvangur, vegna þess sem segir
í stefnuskrá fyrsta árgangs:
Tímaritin eru hentugri enn
flestar bœkur aðrar, til að vekja
lífið í þjóðunum og halda því
vakandi, og til að ebla frelsi
þeirra, heíll og mentun.... - í
stuttu máli, eígum við að geta
fylgt tímanum, þá eru tímaritin
eíttafþvísem okkur er öldúngis
ómissandi.
Róttœkt rit
Um þessar mundir var mikið
að gerast í Evrópu. Júlíbyltingin í
Frakklandi 1830 hafði mikil áhrif
á Fjölnismenn og það er engin
tilviljun að í 1. árgangi var þýðing
úr Reisebilder eftir Hinrik Hæni
frá Þusslaþorpi (Dusseldorf); .
einmitt kafli sem skírskotar til
þessarar byltingar. Fjölnir var
byltingarsinnað rit sem vildi veita
til íslands þeim frelsisstraumum
sem fóru um álfuna. Fjölnismenn
voru líka undir miklum áhrifum
frá rómantísku stefnunni, sem
borist hafði til Kaupmannahafn-
ar og olli því m.a. að menn fóru
að gefa meiri gaum að þeim inn-
lenda menningararfi sem ísland
var svo ríkt af. í rómantíkinni
fólst nefnilega aðdáun á því sem
var gamalt, - ævintýri og sögur
sem sprottið höfðu upp úr „þjóð-
arsálinni“ voru hafnar til vegs og
virðingar og af þvílíkum höfund-
arlausum sögum var og er ísland
auðugt. Með þessu vopnuðust
Fjölnismenn og aðrir þjóðfrelsis-
menn í baráttunni við að sýna
þjóðum heimsins, og ekki hvað
síst íslendingum sjálfum, að ís-
land byggi yfir merkilegri fortíð,
göfugu máli og ætti skilið sjálf-
stæði, - frelsi undan forræði ann-
arrar þjóðar. Eða eins og segir í
stefnuskránni í 1. árgangi:
Líkt og konúngarnir hafa
stundum þjóðirnar villst, álitið
sér leýfilegt að svíkjast að öðr-
um þjóðum, svipta þœr frelsi
sínu, og láta þœr tolla sér; í
stuttu máli, farið fram við þcer
allri sömu rángsleitni og harð-
stjórarnir við sína undirmenn,
þángaðtil hefndin kom yfir
þær. Þetta ófrelsi, hvurt sem
það kemur frá mörgum eða
fáum, drepur andann íþjóðun-
um, og það er sú mesta óham-
íngja sem nokkurt ríki getur í-
ratað. Enn það er ekki harð-
stjórnin tóm, eða ránglát yfir-
drottnun, sem ollir deýfð þjóð-
arandans, so hann stundum
kulnar út. Menn sjá dœmi til, að
sumar þjóðir sem áttu beztu
lög, og dugandi og réttvísa
stjórnendur, hafa samt dregist
apturúr, og orðið daufar og af-
skiptalausar af högum sínum,
af því aðrir réðu öllufyrir þœr,
og þær voru sjálfar til eínskis
kvaddar.
Á eftir stefnuskránni, sem mun
að mestu hafa verið samin af
Tómasi Sæmundssyni, fer hið al-
kunna kvæði Jónasar ísland far-
sælda frón; sem kalla má að
myndi eins konar grundvöll að
þjóðfrelsisbaráttu Islendinga á
19. og 20. öld. Það er til skemmti-
leg saga af tilurð þessa fræga
kvæðis. Þannig var að Konráð
Gíslason dreymdi að til hans kom
mikill og föngulegur maður sem
fór með kvæði fyrir hann. Þegar
Konráð vaknar man hann aðeins
þetta:
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
Hann segir síðan Jónasi draum-
inn og utanum þetta brot yrkir
svo Jónas kvæðið. Annað sem
sætti tíðindum í 1. árganginum
var Úr bréfi frá íslandi eftir Tóm-
as Sæmundsson. Þar fer Tómas
gagnrýnum orðum um atvinnu-
vegi þjóðarinnar; Iandbúnað,
sjávarútveg og verslun. Hann
bendir á allt það fjölmarga sem
miður fór í þessum efnum og
nefnirleiðir til úrbóta. Greinin er
skrifuð bæði af þekkingu á mál-
efnum landsins og af tilfinninga-
hita, enda Tómas eldhuginn í
hópnum og mestur ákafamaður í
umbótum.
Tómas
Það hefur oft verið bent á að
Tómas olli mestu um að Fjölnir
varð pólitískara rit en kannski til
stóð. Hann gengur til liðs við hina
þrjá vorið 1834, þá nýkominn úr
tveggja ára Evrópureisu þar sem
hann hafði drukkið í sig allt það
markverðasta sem var að gerast
og kom til Kaupmannahafnar
ólgandi af atorku til að fræða og
upplýsa þjóð sína. Því miður varð
hann sér úti um berkla í París sem
að lokum drógu hann til dauða
1841, langt fyrir aldur fram. Það
má segja að nytsemissjónarmið
Tómasar hafi runnið saman við
frelsis- og fegurðartilfinningu
Jónasar og Konráðs. Tómas var
líka mesti framkvæmdamaður
þeirra félaga, dreif hina með sér
og ávítaði stundum fyrir seinlæti.
Aðstæður þeirra Fjölnismanna
voru nokkuð ólíkar og olli það
nokkrum deilum og togstreitu
þeirra í milli. Tómas var prestur á
Islandi frá 1834 og vissi því best
hvað þjakaði íslendinga mest þá
og þá stundina, en Jónas, Konráð
og Brynjólfur voru í Kaup-
mannahöfn og beindu sjónum
sínum í hrifningu til Evrópu og
hinna merkilegu atburða sem þar
voru að gerast. Þeir hafa kannski
verið full bjartsýnir varðandi
menntunar og fróðleiksfýsn ís-
lendinga, og ekki gert sér grein
fyrir því að alþýðu manna á ís-
landi skorti allar forsendur til
þess að meta bókmenntir á borð
við Heine og Tieck. Á íslandi
urðu enda hörð viðbrögð og mót-
mæli; sérstaklega yfir Ævintýri af
Eggerti Glóa eftir Ludvig Tieck,
sem íslendingum fannst ekkert
varið í, - aðeins heimskulegt og
þarflaust ævintýri. Tómas var
heldur ekki ánægður með 1. ár-
gang Fjölnis. Honum fannst að
þyrfti meira efni sem „grípi sem
mest inn í lífið“. Hann varð líka
reiður yfir stafsetningarþætti
Konráðs í 2. árgangi og sagði að
„ekki hafa 10 á öllu íslandi lesið
hann“. Tómasi fannst Konráð
vera of vísindalegur og vildi fá
meira efni um málefni íslands,
efnahags- og atvinnumál sem
skrifað væri fyrir alþýðu manna.
Meðal annars af þessum á-
greiningi kom Fjölnir út árið 1839
skrifaður og gefinn út af Tómasi
Sæmundssyni einum.
Konróð
En víkjum aftur að stafsetning-
arþætti Konráðs. Það var hans
skoðun að stafsetja ætti sem næst
framburði, - það væri hinn eini
rétti grundvöllur ritaðs máls. í
samræmi við kenningar hans var
stafsetningin á Fjölni fram til 7.
árgangs 1844. Konráð útrýmir
t.d. y og ý og er einna fyrstur til
að fylgja þeirri kenningu eftir.
Þetta þótti auðvitað byltingar-
kennt uppi á íslandi, féll í mjög
grýttan jarðveg enda framúr-
stefnukenning enn í dag, 150
árum seinna. Að lokum gaf
Konráð eftir, hvort sem honum
hefur snúist hugur eða ekki, og
Fjölnir tók upp hina algengu rétt-
ritun sem fyrr segir 1844.
En hin feiknarlega áhersla sem
einkanlega Jónas og Konráð
lögðu á gott og fagurt mál er eitt
þeirra atriða sem gera Fjölni
merkan og hafa áhrif hans í þessu
efni verið mikil allt til þessa dags.
Það verður að hafa í huga að þeir
eru að vinna endurreisnarstarf á
tungunni. íslenskan hafði átt
undir högg að sækja gagnvart
dönskunni og einhverjir íslend-
ingar höfðu haft orð á að leggja
hana niður og taka upp dönsku.
Um þetta segir Konráð m.a. í
Fjölni 1838:
Hún [íslenskanj hefur náð
nokkurum þroska, hrist af sjer
dálítið af útlenzkuslettunum,
og öðlast það vald ifir hugskoti
þjóðarinnar, að - so jeg viti -
láta nú aungvir sjer um munn
fara, að þeír vilji hreínlega
skjipta henni við útlendar túng-
ur. Þeír eru nú dauðir, sem að
so töluðu, og eíngjinn hefur
feíngið í arf alla heímsku
þeírra, eíns og hún var; hún
hefir líkast til farið í moldina
með þeim. Enn upp af þeírri
mold er nú sprottin önnur kjin-
slóðin, skjild hinni firri, og þó
ekkji að öllu eins. Það eru þeír,
sem halda að einugjildi, hvurn-
ig þeír fara með íslenzkuna, og
bæta hana og staga með bjög-
uðum dönskuslettum, í orðum
og talsháttum, greínum og
greinaskjipan - af eínberri
heímsku og fákunnáttu.
Og Tómas Sæmundsson, sem j
fannst nú stundum félagar sínir
ganga full langt í fegrun tungunn-
ar og vildi frekar reyna að kenna
íslendingum fyrst að hugsa, - að
því loknu mætti fara að bæta mál-
ið, hann segir:
Sá sem ekki talar mál sitt vel og
lagliga, plagar sjaldan að vera
vel að sér í annarri kunnáttu;
hjá þeim sem ei leggur rækt við
sitt móðurmál er og lítil föður-
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júni 1985