Þjóðviljinn - 16.06.1985, Page 20

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Page 20
Hópurinn sem sýndi „Aljónu og Ivan" fyrir utan leikhúsiö á Leiklistarskólanum í Gautaborg. Því miöur komst höfundur tónlistarinnar, Finnur Torfi Stefánsson, ekki með okkur. Frá vinstri: Jóhann Ingólfsson, Ólafur Örn Thoroddsen, Jóhann Siguröarson, Valdimar örn Flygenring, Skúli Gautason, Bryndís Bragadóttir, Eiríkur Guð- mundsson. Fremri röð: Asdís Arnardóttir, Hanna Margrét Sverrisdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Herdís Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þórisdóttir og Inga Hildur Haraldsdóttir. nöfnin og hikstaði mikið á lög- heimili Dísu, sem er á Akureyri. Eftir tveggja tíma yfirheyrslu bað ég um að fá sjúkrabílinn til að flytja hana heim aftur, svo að hún gæti jafnað sig eftir yfirheyrslurn- ar. Þá var okkur tjáð að nú væri tölvan loks búin að kyngja öllum upplýsingum um sjúklinginn Dísu, sjúkdómssögu hennar og ættar hennar allrar og tölvan skilaði henni ekki frá sér fyrr en eftir ákveðna meðhöndlun. Nú hófst næsta stig sem voru blóð- tökur miklar. Ég gætti þess vel að ekki yrði stungið í „fiðluhönd- ina“ svo að sjúklingurinn gæti nú spilað ef hann kynni að sleppa lifandi úr þessum eldraunum. Þegar læknir birtist loks var Dísa búin að kasta upp stanslaust í tvo tíma og auk þess aðframkomin af blóðtökum og yfirheyrslum, en enga hjúkrun eða aðhlynningu af neinu tagi hafði hún fengið. Ég safnaði í snatri saman öllum skammaryrðum sem ég kunni á sænsku og skellti á lækninn, sem brást ákaflega vel og fagmann- lega við og gaf nú fyrirskipanir á báða bóga. Nú var tekið til við að sinna sjúklingnum af einhverju viti, hann var fluttur inn á stofu í hvíld og næði en við Kristín feng- um kaffi út í garð. Dísa, sem reyndist sem betur fer ekki alvar- lega sjúk var höfð þarna í tæpan sólarhring og slapp út rétt mátu- lega nokkrum klukkutímum fyrir frumsýninguna. Leiklistarnemar í Gautaborg Nú í vor var í fyrsta sinn haldin leiklistarhátíð allra leiklistarskólanna á Norð- urlöndum. Hátíðin hafði verið í undirbúningi alllengi og var snemma í vetur ákveðið að hún yrði haldin í Gautaborg dagana 24.-31. maí. Leiklistarskóli íslands sýndi leikritið „Ivan og Alj- óna“ á hátíðinni, en alls tóku yfir 300 manns, nem- endurog kennarar, með yfir 20 sýningar frá öllum Norðurlöndunum þátt í sýningunni. í hópnum sem hélt utan morg- uninn 20. maí voru auk nemend- anna sex úr skólanum einn gesta- leikari, Jóhann Sigurðarson, fimm hljóðfæraleikarar úr Tón- listarskólanum í Reykjavík, Ólafur Örn Thoroddsen tækni- maður skólans, skólastjórinn Helga Hjörvar, þýðandi verksins Úlfur Hjörvar og undirrituð sem leikstýrði verkinu. Auk þess fóru nokkrir nemendur úr 2. bekk með utan, en sýningin var verk- efni 3ja árs nema í skólanum og unnin í samvinnu við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Við vissum ekki annað en við þyrftum að lenda í Osló vegna verkfalls opinberra starfsmanna í Svíþjóð, en sem betur fer leystist verkfallið sama dag og við fórum út, svo við komumst alla leið á áfangastað. Leikmyndin og Ijóskastarar höfðu farið með skipi nokkru fyrr og ætluðum við okkur góðan tíma til að koma því fyrir og æfa. Þegar komið var út var steikjandi hiti og hélst hann allan tímann. Stundum var meira að segja svo heitt að gera þurfti hlé á leiksýningunum, þar sem áhorf- endur jafnt sem leikendur voru bókastaflega að stikna úr hita. í baráttu við skrifrœðið Fyrstu dagarnir fóru að mestu í þras og þref við sænska kerfið. Farangurinn, sem fór með skipi, festist í tolli og tókst ekki að ná honum út fyrr en eftir 3 daga og mikið japl og jaml og fuður. Sví- arnir héldu að við ætluðum að selja ljóskastarana og leikmynd- ina og vildu fá 25 þús. krónur sænskar í tryggingu. Loks tókst að lækka upphæðina verulega og ná draslinu út. Þá var lítill tími eftir til að setja upp ljós og leik- mynd, en allt tókst það þó með góðum vilja og nokkrum vökum. Næsta atlaga að sænska kerfinu hófst, þegar flytja þurfti fiðlu- leikarann okkar hana Dísu á sjúkrahús. Hún veiktist skyndi- lega daginn fyrir frumsýninguna og ekki annað að gera en flytja hana á sjúkrahús. Við fórum tvær með henni í sjúkrabflnum, ég og Kristín flautuleikari. Þegar á sjúkrahúsið kom hófst hin skelfilegasta yfirheyrsla. Einkum og sér í lagi tókst sænska kerfinu illa að melta íslensku Fyrsta sýningin okkar var sér- staklega fyrir íslensku börnin sem búsett eru í Gautaborg og má segja að við höfðum þjófstartað Úr einu af lokaverkefnum frá Dramatiska Institutinu í Stokkhólmi. 20 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.