Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 1
ATVINNUUF GLÆTAN Lag flutt á tákn- máli Það þykir ekki lengur í frá- sögur færandi að ísiensk tónlist sé flutt í Skonrokki í sjónvarpinu en í kvöld verður í þættinum lag á táknmáli. Það er II ára gömul heyrnarlaus stúlka sem heitir Elsa Guðbjörg, sem flytur lagið með Bergþóru Árnadóttur og Graham Smith. Lagið heitir Lífsbókin en ljóð við það hefur samið Laufey Jak- obsdóttir sem þekkt er fyrir bar- áttu sína varðandi táknmál sem kennslugrein í grunnskólum. Hún er reyndar ekki síður þekkt fyrir störf sín í þágu unglinga sem hvergi eiga höfði sínu að að halla og hefur gengið undir nafninu „amma í Grjótaþorpi“ nteðal þeirra. -GFr Akranes Atvinnu- ástand þolanlegt Ég ætlaði „hringinn", en ég hef ekki efni á því... Mynd - E. Ólason. Bensínverð 40% dýrari hringur Fjölskylda sem ekur hringveginn núna þarfað greiða 4665 krónurfyrir bensínið. « að er 40% dýrara að aka 9 hringveginn í ár en það var á *ma tíma í fyrra ef einungis er din verðhækkun á bensíni. Fjöl- kylda sem fór hringveginn í fyrra látti gera ráð fyrir að fara með .345 kr. í bensín en sú sem leggur pp í dag þarf að punga út með .665 krónur. Þegar FÍB reiknar út meðal- kostnað bifreiðar er miðað við að hann eyði 10 lítrum af bensíni á 100 km. Miðað er við að í bílnum sé vísitölufjölskyldan, hjón með tvö börn og hæfilegan farangur. í reikningsdæmi FIB er gert ráð fyrir að 30% akstursins eigi sér stað á vegum með bundnu slitlagi og 70% á malarvegum sem er sennilega ekki fjarri skiptingunni á hringveginum. Þetta skiptir töluverðu máli því áætlað er að bíll eyði 15% á malarvegum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vegagerðinni mælist hringvegur- inn nú vera 1.411 km klipptur og skorinn. í okkar dæmi gerum við ráð fyrir að fjölskyldan okkar bregði sér stöku sinnum af þjóð- vegi nr. 1 og sléttum töluna af upp í 1.500 km. Þann 5. júlí í fyrra kostaði lítr- inn af bensíni 22,30 kr. en þann 14. júlí hækkaði verðið upp í 22,70 kr. Miðað við lægra verðið þurfti fjölskyldan að greiða fyrir bensíneyðsluna á hringveginum kr. 3.345 en eftir nýjustu hækk- unina kostar hún kr. 4.665. Þarna munar 1.320 kr. og hækkunin er því 39,5% milli ára. -ÞH Kröflusala Siðlausar uppsagnir Landsvirkjun segir upp starfsmönnum við kaupin. Ekkert talað við þá. Löglegt en siðlaust Þetta er eflaust löglegt, en fullkomlega siðlaust,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson staðar- tæknifræðingur við Kröfluvirkj- un, þegar Þjóðviljinn bar undir hann 8. grein í skýrslu samninga- nefndar um sölu Kröflu til Lands- virkjunar. Þar kemur fram að öllum starfsmönnum við Kröfluvirkjun verður sagt upp störfum fyrir 1. september og þá gengið frá þeim endurráðningum sem verða og eru þær óljósar og ekkert verið talað við starfsmenn um málið. 8. grein skýrslunnar hljóðar svo: „Landsvirkjun mun gera þær breytingar á samkomulagi, rekstri og starfsmannahaldi við Kröfluvirkjun, sem hún telur nauðsynlegar til hagræðingar á starfseminni og samhæfingar við annan rekstur Landsvirkjunar. Starfsmönnum Kröfluvirkjunar verður gefinn kostur á endur- ráðningu í þær stöður sem haldið verður áfram eftir 1. janúar 1986 og skal gengið frá þeim málum fyrir 1. september 1985“. „Þetta þýðir það að starfsmenn vita að þeir fá uppsagnarbréf eftir tvo mánuði, en hafa ekki hug- mynd um hvort þeir verða endur- ráðnir. Það hefur ekkert verið rætt við starfsmenn um þessi mál og þeir eru mjög illir út af þessu“ sagði Gunnar Ingi og bætti við „ef að þetta eru ekki vinnubrögð til þess fallin að fá alla upp á móti sér, þá veit ég ekki hvernig þeir ættu að gera það“. —pv Sjá baksíðu. Skonrokk Ný sókn Hægt að spæa miljarða Er hugsanlega hægt að spara miljarða króna í fjárfestingum og Íviðtalinukemurframaðvísindamennirniruppíháskólahafaunnið úrvinnslu með því að nýta reiknikerfi innan stærðfræðinnar í þágu að hagnýtum verkefnum, sem skilað hafa árangri í fiskvinnslu, kjöt- atvinnulífsins? I viðtali Þjóðviljans við dr. Þorkel Helgason kemur vinnslu og fleiru. -óg fram að kennarar og nemendur í „bestunarfræði“ eru að beita stærð- _., , , _ , fræðinni til hagnýtra verkefna m.a. ísjávarútvegi ogiðnaði hér á landi. S]tt DlS. J-Ö. Þær upplýsingar fengust á Bæj- arskrifstofu Akranesbæjar, að at- vinnuástand á Akranesi sé nú með þokkalegu móti. 30. júní sl. voru 26 manns á atvinnuleysis- skrá þar í bæ, en til samanburðar má geta þess, að 31.mars voru þar 86 á skrá, 30. apríl 56 og 31. maí voru 28 á atvinnuleysisskrá á Akranesi. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.