Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 13
LEIKLIST Leikfélag Akureyrar I kvöld, annaö kvöld og á sunnudagskvöld veröa í Gamlabíói ÍReykjaviksýn- ingar á hinum vinsæla söngleik Piaf sem Leikfé- lag Akueyrar er nú með í Reykjavik. Sýningar hefj- astkl. 20.30. MYNDLIST Norrænahúsiö Hinn þekkti norski lista- maöur Guttorm Guttorms- gaard opnarámánudag sýningu á grafíkmyndum I anddyri Norræna hússins. Umkvöldiðkl.21 heldur listamaöurinn fyrirlestur um kínverska myndlist á sama stað. Nýlistasafnið Ikvöld kl.20 opnarhol- lenski listamaöurinn Do- uwe Jan Bakker sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B. Hann hefur oft sýnt hér áöur og er vel kunnur ís- lenskumlistamönnum. Gallerl Borg Nú stendur yfir sumarsýn- inglGalleríBorgviö Austurvöll. Þargefuraðlíta um 100 verkeftiralla helstu listamenn þjóöar- innar. Sýningin er opin kl. 12-18allavirkadaga. Galleri Langbrók Ina Salóme sýnir nú textíl- verk í Gallerí Langbrók og er síðasta sýningarhelgi. Opiö kl. 14-18 um helgina. Oddi Listasafn Háskóla Islands hefur fengið sýningar- svæði á efstu hæð Odda, hinnar nýju byggingar Há- skólans. A morgun kl. 13.30 veröur opnuð þar sýning á 90 verkum úr eigu safnsins. Veröursíðan Oþið daglega kl. 13.30-17. Gallerí salurinn I Gallerí salnum eöa Flotta galleriinu að Vesturgötu 3 hefur nú verið opnuð sam- sýning5ungralista- manna. Þau eru Megas Anna Líndal, Guðný Björk, Sigrún og Margrét. Opið kl. 13-18 nema mánudaga. Selfoss Systkinin Jónlna Björg Gísladóttir og Ólafur Th. Ólafsson opna í dag mál- verkasýningu í Safnahús- inu á Selfossi. Opið kl. 14- 22 umhelgarog 16-22 virkadaga. Langholtsvegur 111 Um þessar mundirstendur yfir hjá (slenskum húsbún- aði að Langholtsveg 111 sýning á verkum 5 nem- enda við textildeild MHl. Sýnendur eru Björk Magn- úsdóttir, Fjóla Árnadóttir, Ingiríður Oskarsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kristrún Ágústsdóttir. Galleri Slunkaríki Sara Vilbergsdóttir er með sína fyrstu einkasýningu í Galleríi Slunkaríki á Isa- firði. Ásmundarsafn Opnuö hefur verið í Ás- mundarsafni ný sýning er nefnistKonan ílistÁs- mundar Sveinssonar. Opið alladaga kl. 10-17. Ásgrímssafn Sumarsýning stendur yfir. Opiðdagleganema laugardagakl. 13.30-16. CaféGestur SigþrúðurPálsdóttir (Sissú) sýnir 9 málverk á Café Gesti að Laugavegi 28B. Hún var við mynd- listarnám í New York í fimm ár. Opið alla daga kl. 8-01. TÓNLIST Skálholtskirkja Á morgun hefst í Skálholts- kirkju norræn tónlistarhátíð ítilefniaf 10áraafmæli sumartónleika þar og 300 ára afmælis þeirra Bachs, Hándelsog Scarlatti. Há- tíðinverðursettkl. 14og spilar þar Glúmur Gylfason tokkötu eftir Bach og Kór Menntaskólansvið Hamrahlíð syngur. Dr. Jak- ob Benediktsson flytur ræðu. Kl. 15 og 17 verða svo tónleikar þar sem tveir þekktirtónlistarmenn, þeir L.U.Mortensenog T.L.Chistiansen leika són- ötureftirScarlatti, Höndel og Bach. Á sunnudag kl. 15 verða þeir siðan endur- teknir. Áætlunarferðir frá Umferðarmiðstöð í dag kl. 12ogámorgunkl. 13. Sjá nánar í blaðinu á morgun. Árbæjarsafn Páll Eyjólfsson mun leika fyrirkaffigesti í Dillonshúsi í Árbæjarsafni á sunnudag. Kópavogur Hljómsveitin T wilight T oys leikurá útitónleikum I mið- bæ Kópavogs í dag, föstu- dag, kl. 4. Vinnuskóli Kóp- avogs og félagsmiðstööin Agnarögn standa fyrir tón- leikunum. Gerðuberg Á þriðjudag kl. 20.30 mun norski kvennakórinn Örke- dal Damekor syngja í Gerðubergi Breiðholti en hann er hér staddur i boði Skagfirsku söngsveitarinn- ar í Reykjavík. ÝMISLEGT Norrænahúsið Á sunnudagskvöld kl. 20.30 flytur dr. Olof Lag- ercrantz fyrirlestur um Strindberg í Norræna hús- inu Háskólinn Istofu 101 ÍOdda, hinu nýja hugvísindahúsi Há- skólans mun dr. Olof Lag- ercrantz f lytja erindi um listina að lesa og skrif a á mánudagskvöld kl. 17.15. Bæjarbíó I Bæjarbíói Hafnarfirði verðurgjafa- og fatamark- aður í dag og kvöld með tombólu og tískusýningu meðmeiru. ÞaðerLeikfé- lag Haf narfjarðar sem stendur fyrir þessu en það er að fara með sýninguna Rokkhjartað slær til Mon- aco. Akranesi Hinn þriðja júlí voru liðin 100 ár frá fæðingu séra Þorsteins Briems prófasts og ráðherra. Af því tilefni i verðurhátíðar-ogminn- ' ingarguðsþjónusta í Akra- neskirkju á sunnudag kl. 14 og síðan kaff isamsæti I safnaðarheimilinu þar sem verða tónlistaratriði og les- ið verður úr verkum sr. Þor- steins. NVSV Hafnarfjörður og Krýsuvík Nátturuverndarfélag Suö- vesturlands fer náttúruskoö- unar- og söguferð um Hafnar- fjörö og Krýsuvík laugar- daginn6.júlí. Fariðverðurfrá Norræna húsinu í Reykjavík kl. 13.30, frá Náttúrugripa- safninu Hverfisgötu 116 (gegnt Lögreglustöðinni) kl. 13.45, frá Náttúrufræðistofu Kópavogs Digranesvegi 12 kl. 14.00 og Víöistaöaskóla í Hafnarfirði kl. 14.15. Ferðinni lýkur svo viö Víðistaðaskóla um kl. 18.30. Fargjald verður kr. 300 úr Reykjavík og kr. 200 úrHafnarfirði. Frítt verðurfyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir eru velkomnir. Frá Víðistaðaskóla verður far- ið um Garðahverfi, þaðan í Hellisgerði og Minjasafnið síðan um miðbæinn að náttúruvættinu Hamrinum og Hvaleyrartjörn, í Sædýrasafnið og að fuglaparadís- inni Ástjörn. Paðan verður ekið um Vatnsskarð með Kleifarvatni að Gömlu Krýsuvík, kirkjan skoðuð og nestið tekið upp. Á heimleiðinni verður stansað við Kaldárselsveg þar sem jarðsögu svæðisins verður lýst og farið að Setbergi. Að lokum verður ekið um nýju Reykjanesbrautina í Garðabæ og aftur suður í Hafn- arfjörð að Víðistaðaskóla. Leiðsögumenn í ferðinni verða Karl Grönvold jarðfræðingur, Jóhann Guðjónsson líffræðingur, Stefán Júlíusson rithöfundur, Magnús Jónsson safnvörður og fleiri sögu- og örnefnafróðir menn. , Fjölbreytt Isafjarðarhátíð í gærkvöldi hófst ísafjarðar- hátíð 1985 og verður mikið um að vera í dag og um helg- ina. Hátíðinverðurformlega sett um 4 í dag af bæjarstjór- anum, Haraldi L. Haraldssyni. Meðal þess er á seyði róður sjóstangveiðimanna. Snarfara- Glaumur og gleði verður á isafirði um helgina. menn frá Reykjavík koma í hóp- siglingu. Um tvöleytið í dag verð- ur Silfurtorgi og aðliggjandi göt- um lokað fyrir bílaumferð og götusalar fara að koma sér fyrir. Trúbardorar leika á hljóðfæri, dansarar leika listir sínar og hljómsveit spilar. í kvöld verður dansað í samkomuhúsum. Á morgun kl. 1 hefst Djúprall og þyrla frá bandaríska hernum sýnir björgun úr sjó. Markaður verður aftur á Silfurtorgi og menn geta brugðið sér á hestbak eða farið með hraðbáti um Poll- inn. Á Pollinum verður sjóskíða- sýning. Byggðasafnið verður opið og myndlistarsýning Söru Vilbergsdóttur. Um kvöldið verður glaumur og gleði á hótel- um og vertshúsum. Á sunnudag verður seglbrett- akeppni kl. 1 og baujurall hrað- báta byrjar kl. 3 og siglinga- keppni á skútum strax á eftir. Um kvöldið skemmtir Bubbi Mort- hens í Uppsölum. -GFr Nýlistasafnið Douwe Jan Bakker frá Harlem Föstudaginn 5. júlí kl. 20 opn- ar hollenski listamaðurinn Do- uwe Jan Bakkersýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Douwe Jan Bakkerervel kunnur íslenskum lista- mönnum, en hann hefur haft mikið samneyti við íslenska listamenn bæði hér og í Hol- landi. Douwe er nú á Islandi í tíundasinn. Hann kom hingað fyrst1971 ogsýndiþáíGallerí Norrœng húsið Lagercrantz um Strindberg Hinn þekkti bókmenntafræð- ingur og skáld, dr. Olof Lag- ercrantzflyturerindi um August Strindberg í Norræna húsinu á sunnudagskvöld kl. 20.30 og á mánudagskvöld flytur hann erindi í boði Há- skólans um listina að lesa og skrifa. Koma Olof Lag- ercrantz hingað markar upp- haf Strindbergshátíðar. Lagercrantz hefur lengi látið mikið til sín taka í sænsku menningarlífi og er þekktur rit- höfundur. Hann mun vera manna fróðastur um líf Strind- bergs og list. Hann hefur gefið út tvær bækur um hann, „August Strindberg” 1979 og „Eftertank- ar om Strindberg” 1980. Eftir því sem Lagercrantz segir sjálfur mun erindið í Norræna húsinu á sunnudagskvöld vera „eins konar lokaorð um Strindberg”. -GFr Súm. í febrúar 1981 sýndi hann í Gallerí Suðurgötu 7. Douwe er fæddur í Heemstede 1943 og nam við listaskólana í Eindhoven og Den Bosch. Frá 1968 hefur hann búið og starfað í Haarlem. Frá 1966 hefur hann aðallega helgað sig langtíma við- fangsefnum. Verk Douwe eru oftast á einhvern hátt tengd tungu og merkingu. Pau eru rannsóknir á menningu og tungu- máli. Douwe vinnur með ýmis efni, verkin eru skúlptúrar, um- Dr. Olof Lagercrantz er manna fróð- astur um líf og list Strindbergs. hverfisverk og ljósmyndir, einnig er margt af því sem hann hefur unnið tengt arkítektúr. Fyrstu einkasýningu sína hélt Douwe í Haarlem 1969 og ári seinna sýndi hann í Stedelijk Museum í Ám- sterdam. Síðan hefurhann haldið fjölda sýninga í Hollandi og víðar í Evrópu. Hann hefur þar að auki átt verk á farandsýningum á hol- lenskri list. Sýningin í Nýlistasafninu ber heitið: „notes and references”. Sýningin er tvískipt. Annars veg- ar eru verk sem Douwe hefur komið með hingað sérstaklega og hins vegar eru verk eftir Douwe úr eigu safnsins. Árbœjarsqfn Gítarleikur fyrir kaffigesti Sunnudaginn 7. júlí mun Páll Eyjólfsson, gítarleikari, spila fyrir kaffigesti í Dillonshúsi. Um helgina verður Gullborinn í gangi fyrir gesti safnsins. Hann var keyptur hingað til lands árið 1922 til að bora eftir gulli í Vatnsmýrinni. Þegar ekkert fannst gullið, var borinn seldur Rafmagnsveitum Reykjavíkur árið 1928 og notaður eftir það til að bora eftir heitu vatni. Sumar- sýningin um grænlensku bátana qajaq og umiaq er opin en hún er frá þjóðminjasafni Grænlend- inga í Nuuk. Á sýningunni eru einnig grænlenskir gripir frá Þjóðminjasafninu og sýnishorn af bókum um Grænland frá Nor- ræna húsinu. Föstudagur 5. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.