Þjóðviljinn - 05.07.1985, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Qupperneq 9
Akureyri Texti: Óttar Einarsson Hundadagahátíð í næshi viku Haraldur lngi Haraldssonframkvœmdastjóri hátíðarinnar: Viljum skapafjölbreyttari og líflegri bœjarbrag Hundadagahátíð á Akureyri 8.-14. júlí er meiriháttar hátíð, vikudagana 8.-12. júlí verður tjölbrcytt dagskrá uppákoma, íþrótta- og menningaratriði. Um helgina verður svo þrumu-karni- valstemmning. Þannig er komist að orði í kynningarbæklingi sem fram- kvæmdanefnd Hundadagahátíð- ar 1985 á Akureyri hefur sent frá sér. Bæklingur þessi verður bor- inn út í hvert hús á Akureyri og liggur auk þess frammi í sjopp- um, á hótelum og bensínstöðvum fyrir gesti og gangandi. Blm. ÞJÓÐVILJANS á Akureyri náði tali af framkvæmdastjóra hátíð- arinnar, Haraldi Inga Haralds- syni, sem mitt í önn dagsins gaf sér tíma til þess að fræða lesendur um Hundadagahátíð á Akureyri 1985. Síríus er heillastjarna hátíðarinnar Fyrst langar mig til þess að skýra aðeins út nafn hátíðar- innnar - en hún er nefnd eftir stjörnunni Síríus - sem stundum er kölluð hundastjarna - og hundadagar eru heitnir eftir. Stjarna þessi hefur verið mannkyninu að góðu kunn frá örófi alda. Hún sést allsstaðar að úr heiminum og var löngum leiðarstjarna farmanna og veg- farenda. Ótal þjóðsögur og sagn- ir eru til tengdar stjörnunni Síríus og samkvæmt þeim hefur hún oft þau áhrif á mannfólkið að það sleppur fram af sér beislinu, fer í annan ham og tekur upp á alls- konar kúnstum. Á íslandi er Sírí- us hásumarstjarna og að öllu þessu samankomnu fannst okkur tilvalið að kalla hátíðina Hunda- dagahátíð 1985. Gleðin sitji í fyrirrúmi Við sem að hátíðinni stöndum erum einfaldlega áhugafólk um glaðværð og manneskjulegheit. Tilgangur hátíðarinnnar er því fyrst og fremst sá að freista þess að skapa eilítið fjölbreyttari og líf- legri bæjarbrag - fá fólk til þess að skríða út úr skel hvunndags- ins, sleppa fram af sér beislinu - innan löglegra og hóflegra marka - og gleðjast með glöðum. Við álítum að oft sé þörf en nú sé nauðsyn á þessum síðustu og allraverstu tímum. Við viljum einnig afsanna það fyrir gestum og gangandi - já reyndar öllum landslýð - að Ak- ureyringar séu jafn þurrpumpu- legir og smáborgaralegir eins og stundum hefur verið haldið fram fyrir sunnan! Nú, við leggjum auðvitað áherslu á að hafa sem fjölbreyttasta og frumlegasta dagskrá en viljum jafnframt vekja athygli á því að það er ekki meiningin að fólk komi á hátíð þessa tii þess eins að láta aðra mata sig á skemmtiefni - heldur til þess að skemmta sér og öðrum með allskyns uppátækjum. Skemmtiatriðin eru jú til skemmtunar en þau eru einnig og ekki síður til þess að ýta við fólki og koma því sjálfu af stað. Meiriháttar dagskrá Mánudaginn 8. júlí byrjum við á því að sleppa silungi og laxi í tjörnina við Drottinngarbraut og verða veiðileyfi seld meðan á há- tíðinni stendur. Þriðjudaginn 9. júlí hefst að líkindum glæsilegasti útimarkaður á íslandi og þótt víðar væri leitað. Félagar úr Sigl- ingaklúbbnum Nökkva sýna listir sínar. Lyftingamenn munu setja upp tjald á útisvæðinu við Sam- komuhúsið. Þann dag og næstu daga munu þeir þreyta ýmsar aflraunir með tilheyrandi búk- hljóðum og gefa öðrum kost á að vinna til verðlauna. Lyftingajaxl- arnir munu einnig standa fyrir Akureyrarmóti í „sjómann". Sú íþróttagrein hefur lengi verið ið- kuð óformlega og skipulagslaust, einkum á vínveitingastöðuin bæjarins, en nú fæst loksins úr því skorið hver er sterkastur. Mið- vikudaginn 10. júlí verða ýmsar uppákomur í göngugötu s.s úti- skákmót o.fl.. Trillukarlar láta að sér kveða - bj óða eflaust upp á veiðiferð. Um kvöldið mun Mic- hael John Clarke ásarnt norð- lensku söngfólki rifja upp róm- antískar stemmningar frá öldinni sem leið á stórkostlegum tón- leikum í Samkomuhúsinu. Fimmtudaginn 11. júlí heldur úti- markaðurinn áfram með uppák- omum í göngugötu. Siglarar og lyftingamenn láta að sér kveða. Þá verða suðrænir gítartónleikar í Samkomuhúsinu. Það er Einar Einarsson frá Akureyri sem plokkar strengina af mikilli inn- Haraldur Ingi framkvasmdastjóri há- tíðarinnar með hundadagahaus. Ljósm.: Kristján G. Arngrímsson. lifun. Bubbi Morthens verður í Sjallanum um kvöldið og á Hótel KEA láta hagyrðingar ljós sitt skína. Föstudaginn 12. júlíverðurúti- markaður með tilheyrandi á fullu gasi. Á íþróttasvæðinu fer fram mjög sérstakur kappleikur þar sem ÍBA og íA endurtaka bikar- leikinn frá 1969 með svo til sömu liðum og þá. Árið 1969 vann ÍBA þennan leik með 3:2. Nú gefst Akurnesingum kostur á að hefna harma sinna, sextán árum síðar. Um kvöldið verður dunandi tón- list á útisvæðinu við Samkomu- húsið og hátíðargestir stíga trylltan dans þar og á veitinga- húsum bæjarins. Laugardaginn 13. júlí nær há- tíðin sennilega hámarki sínu enda byrja hundadagar einmitt þá. Á útisvæðinu verður boðið upp á fjölbreyttar veitingar og skemmtiatriði. M.a. verða þar háðir svokallaðir „fslandsleikar" þar sem ýmsir stórsnillingar keppa af alvöru og festu til veg- legra verðlauna. Af keppnis- greinum má nefna burtreiðar, kassabílaróður, koddaslag og síð- ast en ekki síst skriffinnsku og nefndastörf sem er víst býsna arð- vænleg íþróttagrein ef rétt er á málum haldið. Um kvöldið verð- ur allsherjar grímudansleikur á skemmtistöðum bæjarins og úti- svæðinu þar sem hátíðargestir fá útrás fyrir dansástríðu sína, lita- gleði og hugvit. L LANDSVIRKJUN 20ÁRA ÖLLUM LANDSMÖNNUM BOÐIÐ I ORKUVERIN í tilefni 20 ára afmælis Landsvirlcjunar er öllum landsmönnum boðið að skoða orkuver fyrirtækisins alla daga frákl.13til 19, til 13. ágúst og taka leiðsögumenn þar á móti gestum. Ljósafossstöð, 15 MW, hóf framleiðslu 1937, 75 km frá Reykjavík. írafossstöð, 48 MW, hóf framleiðslu 1953, 74 km frá Reykjavík. Steingrímsstöð, 26 MW, hóf framleiðslu 1960, 79 km fró Reykjavík. Búrfellsstöð, 210 MW, hóf framleiðslu 1969, 122 km frá Reykjavík. Sigöldustöð, 150 MW, hóf framleiðslu 1977, 161 km frá Reykjavík. Hrauneyjafossstöð, 210 MW, hóf framleiðslu 1981, 156 km frá Reykjavík. Laxárvirkjun, 23 MW, hóf framleiðslu 1939, 76 km frá Akureyri. í þessum orkuverum landsmanna eru framleidd um 90% af heildarraforku íslendinga. STARFSMENN LANDSVIRKJUNAR VONAST TIL AÐ FÁ SEM FLESTA í HEIMSÓKN ÞESSAR SEX SUMARVIKUR.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.