Þjóðviljinn - 05.07.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Page 4
LEIÐARI Davíð hundsar lýðræðið Þaö verðursífellt meira áberandi hvernig Da- víð Oddsson reynir að stjórna Reykjavíkurborg án þess að hlusta neitt á hvað aðrir hafa að segja. Það virðist einfaldlega að í hans augum hafi enginn vit á neinu nema hann, og það sýn- ist ganga einnig yfir hina borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Þessar einræðislegu tilhneig- ingar borgarstjóra koma fram í því, að sífellt er reynt að keyra í gegn mál, án þess að lýðræðis- lega kjörnir borgarfulltrúar fái nokkurt tækifæri til að ræða þau og segja á þeim skoðanir sínar, - hvað þá almennir borgarar. Þessi aðferð er einkum viðhöfð þegar um er að ræða mál sem eru umdeild meðal borgar- búa. Þá er reynt að fela þau og afgreiða framhjá hinum lýðræðislega kjörnu fulltrúum. Þetta laumuspil hefur birst einkar vel í tengslum við hugmyndir borgarstjóra um eigendaskipti á Hafnarbúðum, þar sem langlegudeild fyrir aldr- aða sjúklinga er til húsa. Starfsfólkið í Hafnar- búðum hafði engar spurnir af þeim áætlunum fyrren það las um afstöðu borgarstjóra í blöðun- um. Enginn leitaði heldurskoðanasjúklinganna eða aðstandenda þeirra. Samkvæmt borgar- stjóranum er mátturinn og dýrðin alfarið hans og þá skiptir auðvitað litlu þó borgarbúar kunni að hafa aðrar skoðanir. Þegar svo starfsmenn Hafnarbúða boðuðu til fundar, meðal annars með borgarstjóra, þá var hann sjálfum sér samkvæmur og virti þá ekki viðlits. Þess í stað fór hann að veiða lax. Kann- ski heitir þetta stjórnviska á máli Sjálfstæðis- flokksins en meðal venjulegs fólks er þetta kall- að pólitískt hugleysi. Þetta er hins vegar ekki eina dæmið um andúð borgarstjórans í Reykjavík á lýðræðis- legum starfsháttum og ótta hans við málefna- legar umræður. Þau eru fjölmörg. Nýjasta dæmið er líklegast stofnun nýja einkaskólans, Tjarnarskólans, þar sem börn hinna betur meg- andi eiga að fá sína menntun. Þar var um mjög umdeilt mál að ræða, og einsog fyrri daginn lagði borgarstjóri ekki í málefnalega umræðu um það. Þess í stað notfærði hann sér reynslu sína af laumuspili og tókst að fara með stofnun Tjarnarskólans á bak við hvern einasta aðila í borgarkerfinu sem málið varðaði. Þannig voru eigendum hins nýja einkaskóla leyfð ókeypis afnot af gamla Miðbæjarskólan- um án þess að fræðsluráð, sem málið heyrir þó beint undir, fengi af því nokkurn pata. Samt er það fræðsluráð sem tekur ákvörðun um hvort veita skuli öðrum afnot af skólahúsnæði, og hefur meðal annars áður neitað að leyfa skólum einkaaðila not af húsnæði borgarinnar. Davíð lét heldur ekki borgarráð vita af ákvörðun sinni, og hugðist ekki einu sinni láta málið koma fyrir borgarstjórn. Þannig átti líka að fara á bak við kjörna borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna. Sama gerðist með málefni Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Á bak við tjöldin hefur Davíð Odds- son tekið þá ákvörðun að leggja Bæjarútgerð- ina í hendur (sbirninum, sem er fjölskyldufyrir- tæki í höndum nafntogaðra Sjálfstæðismanna. Allir vita, að ísbörninn á í fjárhagserfiðleikum, og með því að bræða fyrirtækið saman við BÚR átti að bjarga því úr kröggum. Borgarstjóri tók ákvörðun um að byrja undirbúning að samrun- anum án þess að láta nokkurn mann vita. Borg- arráð, borgarstjórn og útgerðarráð fengu fyrstu fréttir af fyrirætlaninni úr Morgunblaðinu. Hann lagði einfaldlega ekki í málefnalega umræðu um það inni í stofnunum borgarinnar. Þannig mætti telja fjölmörg dæmi um ein- ræðið í borgarstjórn Reykjavíkur. Lýðræðið er hundsað, og fulltrúar stjórnarandstöðunnar eru látnir standa andspænis gerðum hlut. Það er aðal góðra stjórnenda að kunna að hlusta á fólk og heyja sér góð ráð, jafnvel þó þau komi frá pólitískum andstæðingum. Þá list kann hins vegar Davíð Oddsson ekki. Það er svo sjaldan sem hann þorir að hlusta. -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Fyrsti stjórn- málamaðurinn í gær var þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og Morgunblaðið kvaddi með mikilli kurt sendi- herrann Brement í leiðara og með viðtali. Sendiherrahjónin eru um margt óvenjulegir fulltrúar hinn- ar voldugu þjóðar í vestri og trú- lega er Brement sá fyrsti frá stofnun lýðveldis á íslandi sem almennt er þekktur með nafni hér á landi. Hann er líka stundum kallaður fyrsti stjórnmálamaður- inn í sendiherrastóli á íslandi. Það kemur til af því að hann hef- ur haft meiri afskipti af íslensku stjórnmálalífi og menningarlífi heldur en nokkur annar sendi- maður þjóðar hérlendis. Óeðlileg afskipti Brement sendiherra hefur á stundum orðið á mistök í sam- skiptum við íslendinga. Hann hefur brotið óskráðar reglur allra sendimanna, með því að lýsa yfir persónupólitískri andúð sinni á nafngreindum stjórnmála- mönnum. Það gerði hann þegar hann lýsti því yfir að hann kærði sig ekki um að Ólafur Ragnar Grímsson eða Svavar Gestsson yrðu forsætisráðherrar á íslandi. Og í viðtalinu við Morgunblað- ið í gær verður honum hvað eftir annað á í messunni í þessu efni. Alþýðu- bandalagið þröskuldur í Morgunblaðinu segir svo: „Brement rifjar upp hinar erfiðu deilur um nýju flugstöðina í Kefl- avík, sem tókst að-leysa farsællega eftir að Alþýðubandalagið fór úr ríkisstjórn“. Nú er það Alþýðu- bandalaginu að sjálfsögðu til lofs og dýrðar að sendiherra Banda- ríkjanna lýsi því sem eina útverði sjálfstæðs Islands, og eina flokknum, sem vildi koma í veg fyrir gífurlegar erlendar lántökur vegna alltof stórrar flugstöðvar. En það er hins vegar brot á dip- lomatiskri framkomu sendiherra að gefa svona yfirlýsirigar gagnvart einstaka stjórnmála- flokkum eða einstaklingum. Um margt gætir meiri víðsýni í máli Brements sendiherra en fólk á almennt að venjast frá banda- rískum stjórnmálamönnum á vegum Reagan-stjórnarinnar. Hins vegar gætir slíkrar og þvíumlíkrar þröngsýni í spurn- ingum og umfjöllun blaðamanns Morgunblaðsins í viðtalinu, að rúmast hvergi annars staðar en í músarholu. Þannig er t.d. spurt: „Er þetta vináttusamband ritstjóra komm- únistablaðs og sendiherra Banda- ríkjanna ekki einstakt í banda- rísku utanríkisþjónustunni? “ Að sjálfsögðu svarar sendiher- rann ekki spurningu svo lítilla sanda svo blaðamaðurinn þarf að dikta upp viðbrögð. Spurningin lýsir merkilegu hugarfari fyrir nú utan huglægar nafngiftir á víð- sýnu blaði einsog Þjóðviljanum. Moggamennirnir upplifa sig í skotgröfunum og skilja ekkert í því að fólk andstæðra skoðana geti ræðst við. Andúðin á Bandaríkjunum Sendiherrann er spurður hvers vegna hann haldi að andúðin sé svo mikil á Bandaríkjunum í Evr- ópu. „Það frelsi sem við Batida- ríkjamenn búum við reynist svo mörgum útlendingum svo sem í velferðarríkjum Evrópu erfitt að skilja og sætta sig við“. Og þegar farið er nánar útí þetta atriði heldur Brement að andúðin á Bandaríkjunum hér- lendis sé komin frá Svíum! „Þar í landi höfum við ekki hlotið góða kynningu um langt skeið". Skrýtin þula atarna. Raunar er það svo, að Svíar og þeirra túlkun á bandarískri pólitík koma þessu máli ekki við. Sú „andúð á Bandaríkjamönnum" sem spurt er um á sér tvennskonar forsend- ur. Hin fyrri er svipuð hér og ann- ars staðar í Evrópu. Hún tengist herstöðvapólitík Bandaríkja- manna, hernaðarhyggju þeirri sem Brement sendiherra afneitar - en birtist nú afar skýrt í vopna- skaki Reagans forseta, og svo því sem menningarmálaráðherra Frakka hefur nefnt menningar- heimsvaldastefnu. Hvaða ísland? En þegar þjóðir eins og Frakk- ar, gamalt menningarstórveldi, telja sig eiga í vök að verjast menningarlega gegn banda- rískum áhrifum, hvað má þá ekki 250 þúsund manna þjóð segja um ÞJðÐViuiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritatjórnarfulitrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttaatjóri: Valþór Hlöðversson. Ðlaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, SævarGuð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. LjÓ8myndlr: Einar ólason, Valdís Oskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf HúnQörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. sömu áhrif og hersetu í ofanálag. Skrýtið að menningarlega sinn- aður maður eins og Brement sendiherra skuli ekki átta sig á þessu. Hin síðari ástæðan fyrir „and- amríkanismanum“ á íslandi er að sjálfsögðu einmitt tengd herset- unni beint. Það er hún sem hefur öðru fremur leitt til þess að ísland verði ekki það lýðveldi sem menn létu sig dreyma um á Þingvöllum 1944 og fyrir það er hún sem hef- ur sundrað þjóðinni í ýmsum grundvallarmálum. Ef að er- lendar herstöðvar hefðu ekki vakið upp „andúð“ í þessu landi, þá væru íslendingar þeir aum- ingjar að þeir ættu ekki skilið að vera til. Einstæðir fulltrúar Þessi andúð sem verið er að fjalla um í Morgunblaðinu, beinist heldur ekki gagnvart bandarísku þjóðinni, sem betur fer í flestum tilfellum, heldur gegn ákveðnum einkennum, til- hneigingum og pólitískri stefnu bandarískra stjórnvalda. Auðvit- að hættir öllum til fordóma gagnvart erlendum þjóðum og ókunnugri menningu. En mannleg samskipti og t.d. fjöl- miðlar eiga að vinna gegn slíku. Sendiherrahjónin bandarísku eru um margt sjaldgæfir og ein- stæðir fulltrúar. Og það þarf til að mynda meiri háttar þröngsýni til að virða ekki viðleitni þeirra til að skilja íslenska menningu og jafnvel miðla öðrum af henni. Þannig er frú Pamela í þann veg- inn að gefa út bók um ísland á engilsaxnesku og Brement sendi- herra hefur þýtt og gefið út ljóða- þýðingar íslenskra góðskálda. Það er m.a. þess vegna, að einnig héðan úr skotgröfunum á „kom- múnistablaðinu“, eru slíkir sendimenn kvaddir kurteislega. -óg Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, slmi 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverö: 35 kr. Askriftarverö á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.