Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 5
✓ Islenskt hugvit Reiknikerfið er fljótt að borga sig Dr. Þorkell Helgason segirfrá bestunarfrœði og möguleikum hennar í íslensku atvinnulífi. Mörgforrit í vinnslufyrir fiskiðnaðinn og aðrar iðngreinar. Auðveldar flóknar ákvarðanir og eykur hagkvœmni. „Það þykir venjulega góður árangur ef hægt er að auka hagkvæmni eða sparnað um 1-2% en t.d. má með bestunarfræði minnka affall við glerskurð úr 12- 15% niður í 5%. Slíkir reikn- ingar eru fljótir að borga sig,“ segir Þorkell Helga- son, dósent við stærðfræð- iskor Háskóla íslands. Á þeim bæ hafa nemendur og kennarar beitt bestunar- fræði til hagnýtra verkefna m.a. í sjávarútvegi og iðn- aði hér á landi. En hvað er „bestunarfræði“? „Þetta er hálfgert vandræðaorð," segir Þorkell, „og þýðing á út- lenda orðinu „optimering". Mað- ur reynir stundum að nota orðin að hámarka eða lágmarka fremur en aö besta. Bestun er angi af víðtækari fræðigrein, sem í stærðfræðinni nefnist „aðgerðargreining" eða „operasjóns analýsa“. Þetta er samnefni yfir það að nota stærð- fræðilegar aðferðir sem hjálpar- tæki við stjórnun og ákvarðana- töku, - að finna hver er besta leiðin að ákveðnu marki eða hver er besta aðgerðin við mismun- andi aðstæður". Bestun í búrekstri „Það er einfaldast að skýra þetta með dæmum,“ sagði Þor- kell. „Erlendis er bestun t.d. mikið notuð við skipulagningu á búrekstri, þe. til að reikna út hversu margar kýr eða kindur á að hafa til að fá hámarksnýtingu á landi, hvort rækta á kartöflur, gras eða annan jarðargróður miðað við verðmæti afurðanna. Annað klassískt verkefni er fóðurblöndun þar sem menn hafa ýmsar gerðir af mjöli, svo sem loðnumjöl, sojamjöl eða annað og reglugerð segir til um að blandan skuli innihalda svo og svo mikið magn af hinum ýmsu næringar- og steinefnum. Þá þarf að velja rétt hlutföll miðað við verð á hinum ýmsu mjöltegund- um og það sem fóðurblandan á að innihalda. Þetta er rakið að gera með bestunarfræðinni og er gert hjá íslensku fóðurblöndunar- stöðvunum. Aldagömul fræðigrein Bestunarfræði hefur verið kennd við Háskólann í 13 ár og smám saman hafa nemendur snú- ið sér meira og meira að því að glíma við raunhæf verkefni á sviði iðnaðar og fiskveiða hér á landi. Dr. Þorkell Helgason. Bestunarfræðin hefur verið þekkt í heila öld, en ekki notuð í hagnýtum tilgangi nema í skamman tíma. Mynd - E. Ólason Margir hafa komið þar við sögu. Helgi Sigvaldason, verkfræðing- < ur mun fyrstur hafa lært best- unarfræði og fjallaði m.a. um samkeyrslu raforkuvera, og Kjartan Jóhannsson, verkfræð- ingur og alþingismaður skrifaði doktorsritgerð um olíudreifingu á hafnir iandsins. Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar fjallaði um loðnulöndun, þ.e. hvar hag- kvæmast er fyrir hvert loðnuskip að landa miðað við staðsetningu og þróarrými. Fleiri rnætti telja. Bestunarfræðin sjálf hefur ver- ið þekkt um aldir, en var fremur akedemísk fræðigrein en hagnýt, enda gerðu menn sér grein fyrir því að talnalegir útreikningarnir á flóknum vandamálum væru ó- framkvæmanlegir tímans vegna. Það gjörbreyttist hins vegar með tilkomu tölvunnar. Um leið og þær koma fram í kringum 1950, þá er búin til aðferð sem leysir línuleg bestunarvandamál, svo- kölluð Simplex-aðferð, sem not- uð er enn þann dag í dag. Lengi vel var ekki hægt að leysa þessa útreikninga nema á allstórum tölvum og það hefur tafið hagnýt- ingu þeirra. Með smátölvunum, sem nú eru að koma inn í hvert fyrirtæki er að verða bylting í þessu. Svínið bestað Ég get nefnt sem dæmi eitt verkefni sem nemandi vann hér sl. vetur fyrir Sláturfélagið. Það varðaði svínsskrokka, þ.e. hvernig best er að hluta skrokk- inn niður og vinna einstaka hluta hans í pylsur og annað tii, þannig að hráefnið nýtist sem best og af- raksturinn verði sem mestur. Annað dæmi má taka af gler- skurði. íslensku glerverksmiðj- urnar fá glerið í stórum plötum, sem síðan verður að hluta niður eftir pöntunum í allar mögulegar og ómögulegar stærðir. I verk- smiðjunum eru menn sem búa yfir langri reynslu og vita hvernig nýta má efnið sem best. Hinsveg- ar fer alltaf 12-15% af því í af- skurð og þarna blasir við að hag- nýta sér bestunarfræðina. Það hefur líka verið gert lengi er- lendis og nú eru sumar glerverks- miðjurnar hér að leita eftir slík- um forritum. Þau eru tiltölulega ódýr, kosta nokkur hundruð þús- und krónur, þannig að það mætti spyrja af hverju við hér ætlum að fara að finna hjólið upp aftur. Ástæðan er sú að þessi erlendu forrit eru seld sem lokaður kassi. Það er ekki hægt að breyta neinu í þeim eftir aðstæðum í fyrirtækinu og á markaðnum, og íslensk for- rit myndu því gagnast betur en þau útlendu, þar sem þau mætti þróa eftir aðstæðum. Markaður- inn hér er auðvitað mun smærri og þaraðauki er dreifing á rúðu- pöntunum fjölbreyttari en er- lendis þar sem meira er um staðl- aðar stærðir. Einn nemandinn sem vann í þessu í vetur mun væntanlega halda þeirri vinnu áfram sem lokaverkefni og þeir forstjórar í glerverksmiðjum sem ég hef talað við hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Hér er mikið í húfi, því hægt er að ná fram 7- 10% sparnaði með því að minnka afskurðinn úr 12-15% niður í kannski 5%. Sóknarmarkið betra Það er líka mikið í húfi í fisk- vinnslunni og annað hagnýtt verkefni sem var í gangi hér sl. vetur var bestun á vali útgerðar- innar milli aflamarks og sóknar- marks og þar sem óvissan í fisk- gengd og gæftum kemur þar inní þá er þetta nokkuð óvenjulegt bestunarvandamál. Af niður- stöðunum sýnist okkur að of margir hafi valið aflamarkið í stað sóknarmarks. Ef menn hefðu reiknað svolítið um ára- mótin áður en þeir ákváðu sig, hefði svo sem um helmingur flot- ans fremur átt að velja sóknar- markið en aflamarkið. Verkstjórnln tölvuvædd Annað stórt mál er vinnslan í frystihúsunum. Páll Jensson, for- stöðumaður Reiknistofnunar Háskólans hefur í nokkur ár unn- ið að því að besta hana, þe. að leysa með aðstoð tölvu það vandamál sem verkstjórar í fryst- ihúsum standa frammi fyrir á hverjum degi: í hvaða pakkning- ar á að vinna þann afla sem á land berst miðað við mannafla í sal, aflasamsetningu og verð sem fyrir vöruna fæst. Pakkningarnar eru mismunandi mannaflsfrekar og einnig mismunandi arðbærar. Það getur t.d. verið hagkvæmara að láta vinna yfirvinnu fremur en að velja ódýrari leið og svo mætti lengi telja. Það er skemmtilegt að segja frá því að Páll er nýkominn frá Kaupmannahöfn þar sem liann liélt erindi á fjölmennri nor- rænni ráðstefnu um þessa lausn sína og fékk þar sérstök verðlaun fyrir verkefnið. í vetur voru svo nemendur hér sem tóku lausn Páls og glímdu við að einfalda hana til notkunar á venjulegar litlar tölvur sem eru komnar í nær öll frystihús, og þessir útreikningar eiga ekki að verða flóknari en bónusút- reikningarnir. Þetta var prófað á sínum tíma í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Líka takmörk Það er helst að maður sé hræddur um að notendum finnist þetta fjarlægt og stjórnsamt kerfi. Menn hafa meiri trú á því sem þeir eru að gera ef þeir velja aðferðina sjálfir og því er mikil- vægt að reiknikerfin séu þannig að hægt st að breyta þeim eftir aðstæðum og prófa afleiðingar ákvarðana fyrirfram. Þannig verður bestunarfræðin hjálpar- tæki við ákvarðanatöku en ekki fyrirskipanakerfi.“ En bestunarfræðin hefur líka sín takmörk: „Sjálfur hafði ég lengi hug á að besta skipulag fisk- veiðanna hérá landi,“ segirÞor- kell„en smám saman hef ég alveg horfið frá því. Auðvitað er hægt að reikna út „bestu“ stærð fisk- veiðiflotans, „bestu“ sóknina, „bestu“ aflasamsetninguna og „bestu“ vinnslustaðina. Slíkt reiknikerfi tekur hins vegar ekki tillit til mannlegu þáttanna, hinna pólitísku og félagslegu, þannig að ég hef dregið bestunarfræðina al- veg út úr þessum þankagangi. Hún nýtist sem sé ekki til allra hluta! Hins vegar er ljóst að með aukinni tölvuvæðingu má nota bestunarfræði í fjölmörgum iðn- greinum og atvinnuvegum hér og ná fram miklu betri nýtingu en kostur er með öðrum aðferðum,“ sagði Þorkell Helgason að lok- um. - ÁI Föstudagur 5. júlí 1985 ÞJÖÐVU.JINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.