Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 7
Stefanía Sörheller og Hulda Arnljótsdóttir. Ljósm. Valdís. 1 Útideildin hefur starfað óslitið síðan 1977 sögðu Stefanía Sörheller og Hulda Arnljóts- dóttirstarfsmenn útideildar. Að vísu var hún lögð niður í byrjun barnaársins '79 en þá var skipuð nefnd til að skoða starfsemina. Það jákvæða við nefndina var að við fengum aukinn tímafjölda og fastan starfsmann í hálft starf. Núna erum við með einn starfsmann í fullu starfi og fjóra í 70 prósent starfi, semsagt fimm hausa. Starfsfóikinu var fækkað fyrir ári síðan og stefna okkar er að festa starfsfólkið og gera þetta að aðalstarfi. Áður var fólk alltaf að hlaupa úr einni vinnu í aðra. Hjá flestum var þetta tímavinna eða hlutastarf. Þegar við byrjuðum starf- semina var mest unnið á kvöldin og um helgar. Við lorum á milli staða og hlúðum að þeim ung- lingum sem þess þurftu með, keyrðum drukkna krakka heim eða gáfum þeim súpu. Þá var samkomustaður þeirra aðallega á Hallærisplaninu. Núna höfum við breytt skipulaginu þannig að vinnan deilist niður á daga og kvöld. Það eru 2-3 sem eru á inni- vakt í skriffinsku og venjulega tveir úti. Á föstudagskvöldum erum við úti, með krökkunum þegar þau eru aðskemmta sér og sjáum hvernig að að þeim er búið. Þá og á þriðjudagskvöldum höfum við bíl til umráða. Við tékkum líka á laugardagskvöld- um en þau eru yfirleitt rólegri og helgin oftast búin hjá unglingum á aðfaranótt laugardags. Vandamál ekki nauðsynleg Við leggjum áherslu á að kynn- ast sem flestum unglingum og fá þá til að skilja að það sé ókei að tala við okkur. Við hvetjum þá til að koma hingað og spjalla. Það er ekki nauðsynlegt að eiga við ein- hver vandamál að stríða til að koma hingað inn. Það getur oft verið gott fyrir krakkana að tala við einhvern fullorðinn bara um heima og geima. Marga krakka vantar einhvern fullorðinn til að tala við. Þeim krökkum sem hingað koma höfum við oft kynnst úti og þau byrja að koma í heimsókn og spjalla eða þá að einhver annar unglingur hefur sagt þeim frá okkur. Það getur verið allur fjandinn sem er að. Krökkunum líður kannski bara illa. Það getur verið einhver tregða í fjölskyldulífinu og það er síður en svo bundið við ákveðnar stéttir. Hingað geta unglingar komið og fengið aðstoð við að leita sér að vinnu. Þeir fá aðgang að síma og leiðbeiningar um hvernig þeir eiga að bera sig að í vinnuleitinni. Við erum hér til að styðja þá. Það geta verið erfiðleikar í skólanum og þá geta þau komið hingað og talað út um málin og við reynum sameiginlega að finna einhverja leið út úr vandanum. Ekki meðíerðaraðilar Við erum líka í sambandi við krakka sem nota vímuefni. En við erum ekki meðferðaraðili og höfum ekki önnur úrræði en þau sem fyrir hendi eru hér í borginni. Það var í gangi á vegum Fél- agsmálastofnunar 2 til 3ja mán- aða prógram fyrir unglinga sem voru í vímuefnum og það lá fyrir . beiðni um að þessi prógröm yrðu rúllandi en það fékkst ekki fjár- veitin til þess. Þá geta krakkarnir staðið frammi fyrir því að vera á götunni eftir að hafa verið rekin að heiman. Við bendum þeim þá á hvert sé hægt að snúa sér. Ef þetta eru krakkar undir 16 ára aldri þá heyra þeir undir Fél- agsmálastofnun. Á hennar veg- um er rekið heimili fyrir unglinga í Búðargerði. Önnur heimili eru Sólheimar 17 og neyðarathvarfið í Kópavogi sem eru í tengslum við ungiingaheimili ríkisins. En allt sem við gerum gerum við með samþykki krakkanna. Þau ráða ferðinni sjálf. Ef okkur finnst þörf á að tala við foreldrana ger- um við það bara með samþykki krakkanna. Þau eru heldur ekki vistuð á stofnunum hér og þar án þess að foreldrarnir viti af því. Foreldrarnir hafa líka stundum- hringt hingað og beðið okkur um að svipast um eftir krakka sem hefur verið horfinn í nokkra daga. Við eigum kannski auð- veldara með að finna krakkana en lögreglan meðal annars vegna þess að þau eru ekki hrædd við okkur. En við viljum helst ekki vera milliliður milli unglinga og foreldra. Það sem við reynum að gera er að leiða krökkunum fyrir sjónir að það sé engin lausn að hlaupast bara að heiman. Krakkarnir gera þetta oft vegna þess að þeir vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér með sín mál og sjá enga aðra leið en láta sig hverfa. Vandamálasúpa Þetta er nú farið að hljóma eins og einhvers konar vandamála- súpa en hingað koma líka ung- lingar til að kjafta og hitta aðra krakka. Eitt af því sem er mikilvægt hér á útideildinni er trúnaðurinn milli okkar og krakkanna. Það sem þau segja við okkur fer ekki lengra nema þau vilji. Það er þeim mikiivægt til að geta opnað sig. Oft koma krakkarnir í heim- sóknir í langan tíma og svo lendir segjum vinur þeirra í einhverjum vandræðum og þá hugsa þeir, aha, ég hef útideildina þangað getum við farið. Þess vegna er það stór hluti af okkar starfi að kynnast sem flestum og að krakk- arnir viti af því að við erum til. Fyrst til að byrja með vorum við útum allt og þekktum milljón manns. En núna höldum við okk- ur við Hlemm og þá ekki svo mikið við Hlemmtorg heldur að- allega spilasalina þar í kring og svo vestur úr. En við erum hreyf- anleg og ef krakkarnir flytja sinn samastað flytjum við okkur iíka. Við höfum gefið út bækling til að kynna starfsemina og hann fer víða. Það eru margir krakkar sem koma hingað eftir að hafa lesið hann. Foreldrar fá líka bækling- inn í hendur og fá þannig að vita hvað útideildin er. Skúr úti í porti Útideildin hefur líka til umráða skúr sem er hér úti í porti. Þar geta hljómsveitir fengið aðstöðu til æfinga. í vetur voru breikarar þar að æfa. Venjulega eru það tvær hljómsveitir sem skipta skúrnum með sér en núna er bara ein hljómsveit að æfa, kvenna- hljómsveit, það eru víst tveir strákar í henni líka. Við höfum verið með útitón- leika og pylsupartí og ýmislegt fleira hér í portinu og að þeim skemmtunum standa þá ungling- arnir. Þeir sjá um undirbúning og framkvæmd að mestu leyti með okkar aðstoð, þannig heppnast það best. Við erum nýbúin að vera með útitónleika og það var alveg glymrandi stuð. Næstu tón- leikar verða einhvern tíma í ág- úst. Við viljum gjarnan líta á okkur sem talsmenn krakkanna. Við söfnum upplýsingum um aðstöðu þeirra og komum hugmyndum þeirra á framfæri. Húsið sem við erum í á Tryg- gvagötu var keypt fyrir tveimur árum og við erum mjög ánægð með það. Teljum það nýtast vel. En við vildum hafa rýmri fjárhag til að geta fengið menntað fólk á sviði uppeldis- og félagsmála til starfa hér, geta launað því í sam- ræmi við menntun og boðið upp á fast starf. Við viljum meira svig- rúm fjárhagslega til að geta hreyft okkur meira og geta sinnt krökkunum betur. _ar^ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.