Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Evrópumótin „Vitum í hvort homið á að skjóta!” ÍA-Aberdeen, Fram-Glentoran, Valur-Nantes Barátta í vítateig ÍA í leik Aberdeen og ÍA á Pittodrie fyrir tveimur árum. Aberdeen vann samanlagt 3-2 þá og IA stóð sig frábærlega. Vonandi standa Skagamenn sig jafnvel í haust gegn skosku meisturunum. „Ég er mjög ánægður með að fá Aberdeen sem mótherja, þægi- leg ferð, við þekkjum liðið mjög vel, þetta var eitt af fáum spenn- andi liðum sem um var að ræða - og svo vitum við að sjálfsögðu núna í hvort hornið við eigum að skjóta ef við fáum vítaspyrnu!” Bikarinn Rautt spjald í Njarðvík Baráttugleði Njarðvíkinga gegn nágrönnum sínum, Keflvík- ingum var mikil þegar liðin mætt- ust í bikarkeppni KSÍ í gær- kvöldi. Kannski of mikil því einn Njarðvíkinga, Guðmundur Val- ur Sigurðsson, var rekinn af leikvelli. ÍBK vann 3-0 og er komið í 8-liða úrslit. Heígar- sportið Knattspyrna Það verður stórleikur á Akranesi á morgun, laugardag, kl. 14.30. Tvö efstu lið 1. deildar, IA og Fram, mætast og hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir framhald íslandsmótsins. Fram getur náð allt að 11 stiga forystu með sigri en IA getur minnkað forskot Fram niður í 5 stig. Aðrir leikir í 9. umferð eru: FH-Þór á Kaplakrika kl. 14 á morgun, ÍBK- Víkingur í Keflavík og Þróttur-Víðir á Laugardalsvelli kl. 20 á sunnudags- kvöld og KR-Valur á KR-velli kl. 20 á mánudagskvöldið. Síðan verður hlé á 1. deildarkeppninni í hálfan mánuð, til 20. júlí. 12. deild eru 4 leikir kl. 14 á morgun: Skallagrímur-Leiftur, Völsungur- Njarðvík, KS-ÍBÍ og ÍBV-KA. I 3. deild mætast Ármann-HV og Selfoss- Reynir S. í kvöld og ÍK-Grindavík, Stjarnan-Víkingur Ó, Austri- TindastóII, Valur Rf.-Þróttur N, Huginn-Magni og Einherji-Leiknir F. á morgun. Þá er leikið í öllum riðlum 4. deildar. I 1. deild kvenna eru tveir leikir á morgun. ÍBÍ og KA leika á ísafirði kl. 14 og ÍA-Þór A. á Akranesi kl. 17. Á sunnudag leika síðn ÍBK og KA kl. 18 í Keflavík. Frjálsar Aðalhluti Meistaramóts íslands fer fram í Laugardalnum um helgina, hefst á laugardag og lýkur á mánudags- kvöld. Golf Opna Saab Toyota mótið fer fram á Akureyri laugardag og sunnudag. Leiknar verða 36 holur, með og án forgjafar. Hjá Leyni á Akranesi fer fram opið stigamót, SR-mótið. Meistaraflokkur leikur 36 holur en aðrir 18 holur með og án forgjafar. Þá hefjast meistaramót allra klúbba á mánudaginn. Siglingar Brettamót á vegum Þyts fer fram í Hafnarfirði á morgun, laugardag, og hefst kl. 10. Opna Akureyrarmótið í opnum flokki á vegum Nökkva hefst kl. 13.30 í dag og lýkur á morgun. Faxafló- akeppnin, milli Fossvogs og Ólafsvíkur á kjölbátum, hefst kl. 18 í kvöld, Ýmir hefur umsjón. Þá fer fram íslandsmót í opnum flokki fram í Hafnarfirði á veg- um SIL og hefst kl. 18 í kvöld og lýkur á sunnudag. Kraftlyftingar Miðsumarmól Kraftlyftingasam- bandsins verður haldið í Garðaskóla í Garðabæ á morgun, laugardag, og hcfst kl. 14. Flestir bestu kraftlyft- ingamenn landsins keppa á mótinu sem verður stigakeppni einstaklinga. Fimleikar Fimleikasýning verður í íþróttahús- inu í Keflavík í kvöld, föstudag, og hefst kl. 20. Þetta er einn liður í kynn- ingu á Norrænni fimlcikahátíð 'sem hefst í Reykjavík sunnudaginn 6. júlf. Mjög fjölbreytt sýningaratriði verða á dagskrá. Baráttugleði heimaliðsins gerði Keflvíkingum erfitt fyrir og þeir náðu ekki að skora fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Örn Bjarnason markvörður Njarðvíkinga varði vel í horn og uppúr hornspyrnunni skallaði Einar þriðji Einar Vilhjálmsson varð þriðji í spjótkasti á sterku frjálsíþrótta- móti í Helsinki í gærkvöldi. Bret- inn Attley sigraði, kastaði 88,34 metra, Bandaríkjamaðurinn Tom Petranoff kastaði 86,48 metra og Einar 81,34 metra. Oddur Sigurðsson keppti í 400 m hlaupi og varð sjöundi á 47,45 sek. 2. d. kvenna Sigurður Björgvinsson í netið, 0- 1. Strax á fyrstu mínútu seinni hálf- leiks komst ÍBK íO-2. Sigurðurskaut, Gísli Grétarsson ætlaði að bjarga en potaði boltanum í eigið mark. Helgi Bentsson innsiglaði síðan öruggan sigur ÍBK með marki tíu míniltum fyrir leikslok. Örn Bjarnason markvörður Njarð- víkinga var maður leiksins, varði oft mjög vel. Keflvíkingar voru öllu betri og spiluðu oft ágætlega. Sigurjón Kristjánsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, kom inná á 57. mínútu - fyrsti leikur hans með ÍBK og hann lofar góðu. -SÓM/Suðurnesjum sagði Hörður Helgason þjálfari Islands- og bikarmeistara IA í knattspyrnu í samtali við Þjóðvijjann í gær. Já, ÍA dróst gegn Aberdeen í Evrópukeppni meistaraliða. Fyrir aðeins tveimur árum mætt- ust félögin í Evrópukeppni bikar- hafa - Aberdeen vann 2-1 á Laugardalsvellinum í frábærum leik þar sem Jim Leighton varði vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni og síðan stóðu Skagamenn sig enn betur í Aberdeen, þáverandi Evrópumeisturum bikarhafa, og náðu jafntefli, 1-1. í liði Aberde- en eru fjórir landsliðsmenn Skota, Leighton markvörður sem hefur tvívegis varið vítaspyrnu á Laugardalsvellinum, miðverð- irnir Alex McLeish og Willie Miller, og síðast en ekki síst sjálf- ur Jim Bett sem Aberdeen keypti frá Lokeren í Belgíu í sumar. Eins og flestum er kunnugt lék Bett með Valsmönnum sumarið 1978 og hann er mikill íslending- ur, giftur íslenskri konu. Sem sagt, Skagamenn stálheppnir og fyrri leikurinn er hér heima. Framarar drógust gegn bikar- meisturum Noður-írlands, FH vann FH sigraði Aftureldingu 2-0 í A- riðli 2. deildar kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Sigrún Skarphéðinsdóttir skoraði bæði mörkin. Keppnin er því orðin mjög tvísýn í riðlinum en staðan er þessi: Afturelding..........4 2 0 2 9-5 6 Víkingur.............3 2 0 1 4-1 6 FH...................3 2 0 1 6-4 6 Grindavlk............3 1 0 2 4-7 3 Grundarfjöröur.......1 0 0 1 1-7 0 ÍR fékk sín fyrstu stig í B-riðlinum í fyrrakvöld með því að vinna Selfoss 2-1. Þar er staðan þessi: Stjarnan.............5 4 0 1 9-3 12 Haukar...............4 3 1 0 8-0 10 Fram...............5 3 116-3 10 Hveragerði...........4 2 0 2 8-5 6 |R...................5 1 0 4 2-11 3 Selfoss..............5 0 0 5 2-13 0 -VS Dómaramálið Dæma um helgina Fundað ínœstu viku. FLöfum mikinn stuðning, segir Eiríkur Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ í gær er nokkuð öruggt að allir fyrirhugaðir leikir í 3. og 4. deildinni í knattspyrnu á Austurlandi um helgina fari fram eins og ekkert haft í skorist. Dómurum verði greiddar 17 krónur á kílómetra eins og þeir hafi tekið til þess í sumar í stað 13 krónanna sem taxtinn segir til um. Eftir helgi verði síðan fundur hjá félögunum eystra þar scm mörkuð verði heildarstefna í málinu. Það er skýr stefna hjá KSÍ að greiða dómurum jafnt, alls staðar á landinu, þannig að sérsamningar KSÍ við dómarana eystra koma ekki til greina. „Ég hafði ekki heyrt um þetta frá KSÍ en samkvæmt þessuni upplýsingum er ekkert því til fyrirstöðu að við dæmum um helgina," sagði Eiríkur Stefánsson talsmaður austfirsku dómar- anna í gærkvöldi. „Við höfum orðið varir við mikinn stuðning við okkar málstað hér fyrir austan, ég veit af stuðningsyfirlýs- ingum við okkur frá tveimur félögum sem sendar verða dómara- nefnd KSÍ í fyrramálið (í dag) og ég veit einnig um vísan stuðning frá þremur félögum í viðbót. Við dæmum allavega fyrir þau félög sem standa með okkur í málinu, svo mikið er víst,“ sagði Eiríkur. -VS Bikarinn Valur fann svarið! Guðni ogJón sneru leiknum við, Valur úr 0-2 í 4-2 Valsmenn fundu í gærkvöldi svarið við markadeyfðinni sem stendur þeim fyrir þrifum í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu. Gegn Þrótti í 16-liða úrslitum bik- arkeppni KSÍ í gærkvöldi voru Guðni Bergsson og Jón Grétar Jónsson settir í fremstu víglínu þegar langt var liðið á leikinn og það skilaði sér í 4-2 sigri Vals- manna eftir framlengingu en Þróttur hafði komist í 2-0. Valsmenn sóttu stíft í fyrri hálf- leik en skutu ýmist framhjá eða Guðmundur Erlingsson og varn- armenn hans forðuðu marki á síðustu stundu. Úr aðeins öðru færi sínu í hálfleiknum, á 45. mín., náðu síðan Þróttarar for- ystu. Ársæll Kristjánsson sendi á Pétur Arnþórsson sem skoraði af miklu öryggi með laglegu skoti, 1-0. Sigurjón Kristinsson kom síð- an Þrótti í 2-0 á 60. mín - hann skaut, Stefán Arnarson varði en Sigurjón fylgdi og kom boltanum í netið. Þá var Guðni sendur fram og Guðmundur Kjartansson kom inná í vörnina í staðinn og á 73. mín. lék Sævar Jónsson í gegnum vörn Þróttar og skoraði gullfal- legt mark með föstu skoti efst í markhornið, 2-1. Síðan kom Jón Grétar inná og Valsmenn lögðu allt í sóknina, og á síðustu rnínútu í venjulegum leiktíma tókst þeim að jafna. Jón Grétar skaut, Guð- mundur E. varði en Guðmundur Kjartans fylgdi vel og skoraði, 2- 2. Framlengt og Valsmenn voru áfram með yfirhöndina en það var ekki fyrr en þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni að þeir komust yfir. Guðni einlék glæsilega frá miðju og sendi síðan á Jón Grétar sem skoraði, 3-2. Mínútu fyrir leikslok léku þeir sama leik, Guðni átti fyrirgjöf og Jón Grétar innsiglaði sigur Vals, 4-2. Það voru því varamennirnir sem gerðu þrjú af 4 mörkum Hlíðarendaliðsins, og þjálfari Vals mætti athuga að hafa þá Guðna og Jón Grétar áfram sem fremstu menn. Valur er kominn í 8-liða úrslitin, Þróttur er úr leik. -hs Glentoran, í Evrópukeppni bik- arhafa. Glentoran á heimaleik fyrst, en Framarar eru að reyna að fá því breytt. Glentoran lék við ÍBV í UEFA-bikarnum árið 1978 og komst ÍBV í 2. umferð á 1-1 jafntefli ytra eftir 0-0 jafntefli í Kópavogi. „Við stefnum að því að komast í 2. umferð, það ætti að vera möguleiki gegn þessu liði. Ég tel líkurnar vera jafnar, þetta ættu að verða tvísýnir leikir. Þá erum við heppnir með hvað þetta er stutt ferðalag,” sagði Framarinn Ómar Torfason. Valur dróst gegn öðru sterk- asta liði Frakklands, Nantes, í UEFA-bikarnum. „Það verður virkilega gaman að mæta franska liðinu, það leikur örugglega létta og skemmtilega knattspyrnu. Ég er mjög sáttur við þessa mótherja okkar,” sagði Þorgrímur Þráins- son landsliðsbakvörður úr Val. í liði Nantes er þekktastur júgóslavneski markakóngurinn Valid Halihodzic sem hefur verið einn marksæknasti leikmaður Evrópu undanfarin ár. Nantes átti þrjá leikmenn í landsliðshópi Frakka í Evrópukeppninni í fyrra, framherjann Jose Toure, varnarmanninn William Ayache og síðan hinn snjalla miðvörð Maxime Bossis sem síðan hefur verið seldur frá félaginu. Helstu aðrir leikir í Evrópu- mótunum eru: í Evrópukeppni meistaraliða - Porto-Ajax, Juventus-Jeunesse D’Esch og Sparta Prag-Barcelona en Anderlecht situr hjá. Evrópu- keppni bikarhafa - Atletico Madird-Celtic, Bayer Uerdingen-Zurrieq (Möltu). UEFA-bikarinn - Auxerre-AC Milano, Mönchengladbach-Lech Poznan, Sparta Rotterdam- Hamburger og AEK Aþenu- Real Madrid. Keppnin setur tals- vert ofan við fjarveru ensku fé- laganna, sem eru eins og kunnugt er í banni. -VS 4. deild E Fimm mörk Marka- Magga Marka-Maggi, Magnús Hreiðars- son, stóð fyllilega undir nafni þegar Tjörnesingar sóttu Bjarma heim í Fnjóskadalinn i E-riðli 4. deildarinn- ar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þessi gamalreyndi fyrrum Völsungur skoraði 5 mörk og Tjörnes vann stór- sigur, 8-0. Sigurður Illugason, Skarp- héðinn Omarsson og Baldur Einars- son gerðu hin mörkin. Tjörnesingarn- ir, leikreyndir Völsungar margir hverjir, urðu fyrir þeirri lífsreynslu i fyrsta sinn að þurfa að borga fyrir að komast í bað eftir leik! Árroðinn vann Æskuna 3-1 á Sval- barðsströnd. Æskan er því enn án stiga, „þetta eru álög á okkur,” sagði talsmaður liðsins. Helgi Örlygsson 2 og Friðrik Jónasson skoruðu fyrir Ár- roðann en Reimar Helgason úr vít- aspyrnu fyrir Æskuna. Staðan í E-riðli: Vaskur 5 4 1 0 15-4 13 Árroðinn 7 4 1 2 18-12 13 Tjörnes 6 3 2 1 21-12 11 Bjarmi 5 2 0 3 4-14 6 UNÞ.b 6 1 2 3 9-17 5 Æskan 5 0 0 5 7-15 0 -VS Föstudagur 5. júli 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.