Þjóðviljinn - 05.07.1985, Page 6

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Page 6
AWINNUUF Hátœkni Skriður á framleiðslunni Marel hf. selur tölvuvogir og stýrikerfi fyrirfrystihús til Noregs og Kanada. Dótturfyrirtœkistofnað íKanada. GylfiAðalsteinssonframkvœmdastjóri: Erum fyllilega samkeppnisfœrir. Byggt á grundvelli góðrar menntunar. íslendingar mikils metnir ífiskiðnaði jiii rAAAAAA a c C' a a Esu po7_ ulzculi ucjaqj^Jl? •ttinit iuuuuuui vain, Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600 Opið til kl. 21 tkvöld. endur tækjanna til þess að geta brugðist skjótt við ef einhverju þarf að breyta eða aðlaga að að- stæðum á hverjum stað. Pess vegna höfum við fastan starfs- mann í Noregi sem fylgist með. Við erum búnir að endurhanna framleiðsluna þannig að hún byggir á mjög öflugu forritunar- máli sem gerir allar breytingar og viðbætur auðveldari. Við erum líka búnir að selja nokkur kerfi í Kanada og nýlega stofnuðum við sölu- og þjón- ustufyrirtæki í Halifax. Þar eru tveir íslenskir starfsmenn, verk- fræðingur og fisktæknir, og kand- adískur skrifstofustjóri. Þetta fyrirtæki sér um markaðsleit og aðlagar tækjabúnaðinn að þörf- um hvers kaupanda. Aðalhönn- unin og framleiðslan verður þó áfram hér á landi.“ Nýir möguleikar - Hafið þið eitthvað þreifað fyrir ykkur í öðrum framleiðslu- greinum en frystihúsum? „Já, við erum nýbúnir að hanna stýrikerfi fyrir laxeldisstöð í Noregi í samvinnu við norskt fyrirtæki sem framleiðir vinns- lukerfi. Það fyrirtæki framleiðir td. fyrir sláturhús og við erum byrjaðir að kanna möguleikana á því að hanna stýrikerfi fyrir ís- lensku sláturhúsin. Það var líka eitt af markmiðunum með stofn- un fyrirtækisins í Halifax að leita uppi ný markaðssvið.“ Eins og áður sagði eru starfs- menn Marels 35 talsins og að sögn Gylfa er uþb. helmingur þeirra háskólamenntaður og langflestir með tæknimenntun að baki. Við spurðum Gylfa hvort fyrirtækið ætti ekki í harðri sam- keppni á markaðnum. „Við keppum við dönsk og bandarísk fyrirtæki í framleiðslu voganna en það er ekki mikil samkeppni í framleiðslu stýri- kerfanna. Það hefur hjálpað okk- ur erlendis að íslendingar eru mikils metnir í fiskiðnaði. En það sem við erum að selja er í raun ákveðin hugsun í umbúðum úr stáli og rafmagni. Á hinn bóginn er ekki til nein iðnaðarhefð hér á íslandi, en hana verðum við að skapa áður en við förum út í sam- keppni við erlend iðnfyrirtæki,“ sagði Gylfi Aðalsteinsson. -ÞH Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. Hér sést tölvuvog frá Marel hf. í einu af frystihúsum kanadíska stórfyrirtækisins National Sea Products. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júlí 1985 Sumir segja að hátækniiðn- aður sé framtíðaratvinnugrein á íslandi. Þeir hjá Marel hf. eru sammála því. „Hátækni byggir á menntafólki og á því sviði eru íslendingar fyllilega sam- keppnisfærir," sagði Gylfi Að- alsteinsson framkvæmda- stjóri Marels í spjalli við Þjóð- viljann. Marel hf. var stofnað fyrir tæp- um tveimur árum og á þeim tíma hefur starfsliði fyrirtækisins fjölg- að úr 3 í 35 auk þess sem u.þ.b. 15 manns starfa að framleiðslu Mar- els þótt þeir vinni annars staðar. Framleiðslan er tölvustýrðar vog- ir og stýrikerfi fyrir fiskvinnslu. „Við framleiðum vogir fyrir fiskiðnaðinn en þær eru búnar ör- tölvu sem sendir allar upplýsing- ar inn í tölvu sem höfð er í verk- stjóraherberginu. Þar getur verkstjórinn fylgst jafnóðum með nýtingu á öllum stigum vinnslunnar, afköstum starfs- fólks, skiptingu fisksins eftir pakkningum osfrv. Þá tölvu má svo tengja við annan tölvuútbún- að fyrirtækisins og nýtast þá upp- lýsingarnar við launabókhald, langtíma eftirlit og framleiðsluá- ætlanir. Þessi tæki okkar auð- velda því alla stjórnun framleiðsl- unnar," sagði Gylfi. Gylfi Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Marels hf. með tölvuvog sem fyrirtækið framleiðir. Mynd: E.ÓI. Veltan hefur margfaldast Þótt Marel hafi aðeins starfað í tæp tvö ár má reka upphaf starfseminnar aftur til ársins 1978. „Þá hófst samstarf milli sjávarafurðadeildar Sambands- ins, nokkurra frystihúsa og Raunvísíndastofnunar Háskóla íslands um þróun framleiðslunn- ar. Fyrstu árin annaðist ráðgjaf- arfyrirtækið Framleiðni sf. yfir- stjórn framleiðslunnar en síðla árs 1983 var Marel hf. stofnað. Hluthafar í því eru Sambandið, Samvinnusjóður tslands og 20 frystihús sem öll tengjast sölu- kerfi Sambandsins. Nú hefur ver- ið stofnaður starfsmannasjóður í fyrirtækinu og er ákveðið að hann eignist 10% af hlutafénu á þessu ári. Upphaflegt hlutafé í Marel hf. var 2,2 miljónir króna en í fyrra aukiðí ómiljónir ogíárbætist við hlutur starfsmanna. Veltan fyrsta árið var 6 miljónir króna en í fyrra var hún 36 miljónir og það sem af er þessu ári höfum við selt fyrir jafnmikið og allt árið í fyrra. Hagnaður nam í fyrra 4 miljónum króna sem er 12% af veltunni. Þetta er það sem við höfum úr að spila við þróun fyrirtækisins, við göngum ekki í neina sjóði.“ Starfsmenn í Kanada og Noregi - Og hvertseljið þið framleiðsl- una? „Fyrstu þrjá mánuðina á þessu ári fór yfir 70% framleiðslunnar til útlanda, þe. Noregs og Kana- da. Eftir að við byrjuðum að selja til Noregs voru tækin tekin til skoðunar hjá rannsóknarstofnun norska sjávarútvegsins. Þegar niðurstöður þeirrar skoðunar lágu fyrir komst skriður á söluna þangað og í árslok 1983 gerðum við samning við norska fyrirtækið Scanvest Ring AS um sölumál. Við höfum lagt á það áherslu að hafa náið samband við not- Nýkomin furu- borðstofuhúsgögn Borð og fjórir stólar. Verð aðeins kr. 18.500.-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.