Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.07.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Fiskeldi 100 miljóna missir 150þúsund seiðiflutt út ígœr. Verðmœtið erl2 miljónir króna. Hefði tífaldast í verði efseiðin hefðu verið alin upp ísláturstœrð. Olafur Skúlason: Við neyðumsttil að selja seiðin afþvíviðfáum enga lánafyrirgreiðslu. Ótrúleg skammsýniyfirvalda. Blóðugt aðfá ekki lán nema íslagtogi við útlendinga. Borgarstjórn Meiri- hluti með Hafnar- búðum Davíð að missa tökin á hjörðinni. Aukafundur efborgarráð vill selja Eftir fund borgarstjórnar í gær er Ijóst að meirihluti borgarfull- trúa er á móti því, að Hafnarbúð- ir verði seldar ríkinu, Landa- kotsspítala til afnota. Allir fulltrúar minnihluta- flokkanna í borgarstjórn stóðu að tillögu gegn sölunni, og í umræð- um ítrekuðu sjálfstæðismennirnir Páll Gíslason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson andstöðu sína við sölu. Tillögu minnihlutamanna var vísað til borgarráðs með at- kvæðum meirihlutans á þeim for- sendum að málið sé ekki enn út- rætt þar. Borgarfulltrúar minni- hlutaflokkanna lögðu þá fram bókun þarsem tilkynnt er, að þeir óski aukafundar í borgarstjórn um sölu Hafnarbúða ef slíkt verð- ur samþykkt í borgarráði á þeim tíma sem borgarstjóri er í sumar- fríi. Davíð Oddsson lýsti ekki beinni afstöðu til eigin samnings við fjármálaráðherra um Hafnar- búðir, en tjáði borgarfulltrúum að í raun mundu engar breytingar verða við eigendaskiptin, nema að borgin yrði 55 miljónum króna ríkari. -m Einkabarnaskólinn Fjórfalt dýrari en Versló Skólagjöld í Verslunarskólan- um á næsta skólári eru 7400 krón- ur á nemanda, fyrir allan vetur- inn. Framhaldsskólanemi í Versló borgar þarmeð um fjórum sinnum lægri skólagjöld en grunnskólanemi í nýja einka- skólanum, Tjarnarskóla. Þar á skólaárið að kosta 28.500 krónur. Vond villa slæddist inní frétt í blaðinu í gær þarsem skólagjöld í nýja einkaskólanum voru borin saman við gjöld í Landakotsskóla og ísaksskóla. f fréttinni stóð að skólagjöld í ísaksskóla væru 3700 krónur á mánuði. Það er rangt, - þau voru á síðasta skólaári 3700 krónur fyrir allan veturinn. í nýja skólanum eru hinsvegar skóla- gjöldin miðuð við mánuðinn, 3167 krónur. - m Ragnar Gríðarlegar umræður urðu á borgarstjórnarfundi um stofnun nýja einkagrunnskólans í Reykja- vík og þátt borgarstjóra og Ragn- ars Júlíussonar formanns fræðsluráðs í málinu. Fulltrúar allra minnihlutaflokkanna í borg- arstjórn töldu málsmeðferð hjá Davíð og Ragnari fráleita og und- ruðust þá leynd sem hvílt hefur yfir stofnun Tjarnarskóla. í ræðu Þorbjarnar Brodda- sonar kom fram að í október á síðasta ári hafnaði fræðsluráð ósk þúsund regnbogasil- ungsseiði sem eru 90 grömm að þyngd var lestað í nor- ska skipið Gabler, í gærkvöldi í eldistöð Laxalóns í Hvammsvík í Hvalfirði. Þetta er hluti af stórri sölu fyrirtækisins til Noregs, - eða alls 300 þúsund regnbogaseiði Megas Það má segja, að þetta sé í fyrsta sinn, sem ég fer í alvöru hljómleikaför um landið og það er reyndar löngu orðið tímabært. Ég verð með lög af mínuin fyrri plötum og svo er auðvitað nýtt efni í bland og ég hef alla trú á að þetta verði mjög skemmtilegt. Svo mælti Megas aðspurður um fyrirhugaða hljómleikaför sína, sem hefst í Röst á Hellissandi í kvöld. Megas hefur að undanförnu komið fram á höfuðborgarsvæð- inu, hann spilaði sautjánda júní í Laugardalshöll, þar sem Bubbi Morthens var gestur hans á svið- inu við góðar undirtektir og svo tróð hann upp á hestamannamót- inu á Víðivöllum ásamt Stuð- mönnum og Upplyftingu. nokkurra sálfræðinga um að fá að setja upp sálfræðiþjónustu fyrir skólabörn á einkagrundvelli. Er- indinu var þá hafnað með öllum greiddum atkvæðum, á þeim for- sendum, að „það sé ekki æskilegt að starfsmenn skóla setji upp einkastarfsemi innan veggja hins almenna skóla sem gegni sama hlutverki og skólanum ber að sinna“. Sjálfstæðisflokkurinn í borgar- stjórn felldi tillögu frá öllum minnihlutaflokkunum um að og 50 þúsund laxaseiði. Heildar- verðmæti allra farmanna er talið vera um 12 miljónir króna. - Talsmenn stöðvarinnar segj- ast þurfa að selja, vegna þess að þeir fái ekki eðlilega fyrirgreiðslu til að kaupa og byggja fleiri flot- En nú ætlar hann að heilsa upp á landsbyggðina með sveinunt sínum, þeirn Ásgeiri Óskarssyni, Björgvin Gíslasyni, Haraldi Þor- steinssyni og Jens Hanssyni. Sem fyrr segir hefja þeir ferð- ina í Röst í kvöld og spila síðan á hverju kvöldi til 14. júlí. Þeir verða í Bifröst á Suðárkróki laug- ardag, Samkomuhúsinu á Akur- Eins og komið hefur fram í fréttum ríkir ágreiningur á ekkert húsnæði skuli látið af hendi við Tjarnarskóla að sinni, þar sem „stofnun hans er í full- kominni mótsögn við þann anda framfara, frelsis og jafnréttis“ sem ríkt hefur í fræðslumálum á þessari öld. í tillögunni var því einnig beint til menntamálaráðuneytisins að láta ekki henda öðru sinni það frumhlaup að bera nýja tegund grunnskóla án samráðs við fræðsluráð í umdæminu. -m kvíar til framhaldseldis. Verð- mætið hefði jafnvel tífaldast ef fiskurinn hefði fengið að vaxa upp í sláturstærð. „Við neyðumst til að selja þetta úr landi vegna þess að við fáum enga fyrirgreiðlsu í lána- stofnunum,“ sagði Ólafur Skúla- eyri sunnudag 7. júlí, Skjól- brekku Mývatnssveit mánudag 8. júlí, Herðubreið á Seyðisfirði 9. júlí, Sindrabæ í Höfn miðvikudag 10. júlí, Hvóli Hvolsvelli 11. júlí, Hótel Akranesi 12. júlí, Sam- komuhúsinu Vestmannaeyjum laugardag 13. júlí og lokaáfangi verður svo Garður Gerðahreppi sunnudag 14. júlí. -gg milli Félagsstofnunar stúdenta og stúdenta vegna hækkunar húsa- leigu á Hjónagörðum. A miðviku- dagskvöld funduðu stjórn FS og hjónagarðsbúar um ágreining- inn, einnig funduðu stúdentar með leigjendasamtökunum. Þjóðviljinn hafði samband við Olaf Örn Ólafsson einn af fulltrú- um hjónagarðsbúa og spurði hann hvað hefði komið fram á þeim fundi. „Það kom eiginlega ekki neitt út úr fundinum með stjórn FS. Þeir eru ekki til viðræðu um að hvika frá þessari upphæð sem þeir hafa sett upp. Stjórn FS lagði fram skjöl til að sýna hver væri forsenda hækkunarinnar og telj- um við forsendur þeirra óeðli- legar. Stjórn FS segir að stofnun- in hafi verið rekin með tapi und- anfarin ár, en við teljum út frá son framkvæmdastjóri þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans. „Þetta er ótrúleg skantmsýni af yfirvöldum, - og það er blóðugt að fá engin lán til fiskeldis nema vera í slagtogi við útlendinga". Þingeyri Refsi- burt 1. ágúst Deilt um línurit í frystihúsinu. Gallarí vinnu hverrar konu hengdirupp. Samkomulag hefur tekist með fiskverkunarkonunum tólf á Þingeyri og stjórnendum frysti- hússins um að refsibónusinn svo- kallaði falli burt frá og með 1. ágúst. Hins vegar er ekki allt fallið í ljúfa löð í frystihúsinu. Fiskverk- unarkonur munu vera mjög óá- nægðar með línurit sem hengt er upp fyrir framan andlit hverrar konu, þar sem gallar í vinnslu þeirra eru skráðir. Þetta hefur mjög slæm áhrif á sálina sagði Málfríður Vagnsdóttir ein þeirra. Þar sem þetta væri fyrir allra augum. Þegar fiskverkakonurnar komu til vinnu eftir verkfallið höfðu þær orð bæði trúnaðar- manna og frá Alþýðusambandi Vestfjarða að þessir aðilar viður- kenndu ekki línuritin og töldu konurnar að þær væru í fullum rétti til þess að taka þau niður. Verkstjórar og stjórnendur fryst- ihússins brugðust hins vegar illa við því að sögn Málfríðar og munu línuritin enn hanga uppi. okkar forsendunt að hún hafi ver- ið á núlli, eins og var alltaf ætlun- in. Við funduðum síðan með leigjendasamtökunum og kom þá fram að FS er ekki stætt á þessum skamma uppsagnartíma sem þeir hafa sett okkur. Hjónagarðsbúar heyra undir húsaleigulög, þannig að þeir sem hafa búið hér í vetur hafa 3 mánaða uppsagnarfrest, en þeir sem hafa búið lengur en eitt ár hafa 6 mánaða frest. Á fundinum var skipuð nefnd, sem á að fara ofan í saumana á þessu máli, stúdentar eiga 2 fulltrúa ásamt fulltrúum úr leigjendasam- tökunum. Við kyngjum þessari hækkun ekki þegjandi og hljóða- laust og borgum okkar 4000 krónur þangað til annað kemur í Ijós frá nefndinni,“ sagði Ólafur Orn Ólafsson að lokum. - sp og Davíð fá ákúrur Miklar umrœður um einkaskólann íborgarstjórn. Frœðsluráð hafn- aði einkabissness sálfrœðinga ískólum ífyrrahaust, -nú eralltílagi -óg/ÖS Tel bæði rétt og skynsamlegt að byrja á Hellissandi. Tónlistarviðburður í hljómleikaför -pv Við borgum ekki hækkunina Ólafur Örn Ólafsson forsvarsmaður hjónagarðsbúa: FS er ekki stœtt á hœkkuninni. FS brýtur húsaleigulögin Föstudagur 5. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.