Þjóðviljinn - 13.07.1985, Side 5
INN
SÝN
Laxeldi -
íslenska leiðin
Hin séríslenska eldisaðferð gæti byggst á tveimurþrepum:
Fyrsteru stórseiði (300-800 grömmjframleidd með aðstoð
jarðhita á 12 -15 mánuðum. Imaíá öðru lífári eruþauflutt í
sjókvíar og alin við náttúrulegan sjávarhita og hafa þá náð
sláturstœrð að hausti. Eldisferillinn yrðiþá tvö ár eða 1 til 2
árum skemmri en í Noregi
Það er ekki ofsagt, að laxeldi er
á flestra vörum. Stjórnvöld hafa
um langa hríð prísað það í orðum
en hins vegar hafnað því í verki.
Stuðningur opinberra aðila og
lánastofnana við greinina er í al-
geru lágmarki einsog dæmið af
Laxalóni sýndi best.
En eigendur Laxalóns þurftu
að selja úr landi regnbogasilungs-
seiði sem hefði verið hægt að ala í
flotkvíum í sjó fram á haust, og
slátra þeim þá á markað. Eigend-
urnir vildu að sjáfsögðu helst ala
silunginn upp í markaðsstærð, en
áttu ekki flotkvíar til þess arna,
og gátu hvergi fengið lán til að
kaupa þær. Gjaldeyristap þjóð-
arbúsins af þessum sökum liggur
sjálfsagt nálægt eitt hundrað milj-
ón krónum.
í dag eru landbúnaðarráðu-
neytið og sávarútvegsráðuneytið
enn að slást um það að tjaldabaki
hvort þeirra fái laxeldið undir
sinn hatt og þangað til þeim leik
lýkur mun engra tíðinda að vænta
um stefnumörkun í fiskeldi. Það
hlálega við slaginn er svo sú
staðreynd að í hvorugu ráðu-
neytanna er að finna nokkurn
mann sem hefur vit á fiskeldi. Þar
er hins vegar nóg af skrifræðis-
berserkjum, sem væntanlega
hugsa gott til glóðarinnar með að
dunda sér við að setja reglur og
reglugerðir um hvernig beri að
haga fiskeldi í framtíðinni...
Norska
ævintýrið
Vafalaust eru margir farnir að
glata trúnni á að laxeldi verði hér
á landi annað og meira en efni í
ræður þjóðfélagsstoða á tylli-
dögum. Það er auðvitað skiljan-
legt miðað við það algera sinnu-
leysi sem greininni er sýnt af op-
inberri hálfu. Eigi að síður hefur
laxeldi alla burði til að verða
feykilega mikilvæg uppspretta
auðs í framtíðinni ef við einungis
tökum rétt á málunum. í sjálfu
sér nægir að benda á þau ævintýri
sem eru að gerast í nágranna-
löndunum í laxeldi, þessu til stað-
festu. Lítum til frænda vorra
Norðmanna. Þeir hófu laxeldi
kringum 1970 og síðan hefur það
hreinlega blómstrað einsog rós á
miðsumarsdegi. í ár er ráðgert að
þeir slátri til manneldis næstum
því 30 þúsund tonnum af laxi.
Fyrir hvert kíló munu þeir fá um
210 íslenskar krónur, og heildar-
verðmæti sláturlaxa mun því
næstum jafnoka því sem Norð-
menn munu fá fyrir allan þorsk-
afla sinn. Innan skamms gera
menn svo ráð fyrir að laxeldið
gefi norsku þjóðinni meir gjald-
eyristekjur heldur en saman-
lagðar þorskveiðarnar. Þess má
geta, að sérhver starfsmaður í
norsku fiskeldi framleiðir að
jafnaði fimm sinnum meiri gjald-
eyri en meðalsjómaður þar í
landi.
Fljúgandi
Færeyingar
Vinir okkar Færeyingar eru
líka komnir á fljúgandi ferð í lax-
eldinu. Fyrir örfáum árum vissi
tæpast nokkur eyjarskeggi hvaða
ráðum átti að beita til að ala lax.
Nú er orðin mikil breyting á því.
Yfirvöld í Færeyjum hafa lagt of-
urkapp á að ýta þarlendu laxeldi
úr vör, helst áður en íslendingar
ná á því sæmilegum tökum. Þar
eru öll sund og vogar að fyllast af
kvíum, þar sem lax er alinn til
slátrunar. f fyrra var framleiðslan
um 550 tonn en í ár er gert ráð
fyrir næstum því þreföldun á
framleiðslunni og búist við að
1500 tonn af laxi og regbogasil-
ungi verði slátrað.
Islendingar eru sem fyrr aftar-
lega á laxeldismerinni. Við get-
um með sæmilegu móti gert ráð
fyrir að milli 2 og 3 hundruð tonn
af laxi verði framleidd í kvíaeldi
og hafbeit...
Eftiröpun
erfið
Margir eiga erfitt með að
skilja, hví íslendingum gengur
jafn illa og raun ber vitni, að
hrinda laxeldi af stað. Fyrst það
gengur svona vel hjá Norð-
mönnum, getum við þá ekki ein-
faldlega notað sömu aðferðir og
þeir? - spyrja margir. Svarið er
nei. Við getum það ekki.
Aðstæður hérlendis og í Nor-
egi eru gjörólíkar, og það er því
mjög erfitt að yfirfæra norskar
eldisaðferðir óbreyttar hingað til
lands. f Noregi eru seiði látin í
flotkvíar í sjó, um leið og þau
hafa byggt upp nægilegt þol
gagnvart sjávarseltunni. f flotkví-
unum eru þau stríðalin upp í slát-
urstærð, sem þau ná á þremur til
fjórum árum. Hinar sérnorsku
aðstæður sem gera þetta kleift
eru skjólið, varið, sem er að finna
í hinum þröngu og djúpu fjörðum
Noregs og sums staðar í skjóli við
eyjar og sker við ströndina.
Hér á íslandi er skjólinu ekki
til að dreifa nema á örfáum stöð-
um. Þessi skortur á vari ásamt
ofsafengnum vetrarveðrum gerir
að verkum að hér við land er ekki
hægt að vera með kvíar nema ein-
ungis part úr ári. Þess vegna er
ekki hægt að nota hina norsku
aðferð, því venjulegum smá-
seiðum er að sjálfsögðu ekki hægt
að ná upp í sláturstærð á einu
sumri, áður en vetrarveður ganga
í garð. Flotkvíar einsog þær ger-
ast í dag standast einfaldlega ekki
vetraraftökur.
íslenskar
ógöngur
Þess vegna hafa margir fisk-
eldisfrömuðir hér á landi valið þá
leið að ala fisk í strandkvíum, og
mjög stór hluti þeirra eldisstöðva
sem nú eru í burðarliðnum
hyggja á þannig eldi. Með þeirri
aðferð er sjó dælt upp í kvíar á
landi. Hins vegar þarf mjög
mikið sjávarflæði í gegnum kerf-
ið, og dælingin er afar orkufrek.
Miðað við hið háa orkuverð á ís-
landi (til annarra en Alusuiss og
slíkra fyrirtækja) er því afskap-
lega erfitt að ætla að hægt verði
að stunda arðbært laxeldi á ís-
landi með strandkvíaaðferðinni.
Vert er að leggja ríka áherslu á þá
staðreynd, að Norðmenn reyndu
hana, en gerðust henni afhuga
einmitt sökum nefndrar orku-
frekju.
Séríslenska
leiðin
Vænlegasta leiðin til laxeldis
væri því að nota hinn náttúrlega
sjávarhita að sumarlagi. En mjög
víða við ísland er meðalhiti sjáv-
ar yfir sumarið ágætlega fallinn til
laxeldis (íslenski laxinn hefur
sennilega lægra kjörhitastig en
frændur hans sunnar í álfunni).
Við alla suðurströndina, suðvest-
urhornið og mestallt vesturlandið
er hitastig sjávar ákjósanlegt til
laxeldis upp úr byrjun maí og allt
fram í nóvember. A þessum tíma
er heldur ekki að vænta stórviðra
og skortur á nægilegu vari því
ekki til trafala að öllu jöfnu.
Vandamálið er hins vegar þetta:
Á þessum stutta tíma er ekki
hægt að ala venjuleg sjósleppis-
eiði upp í sláturstærð.
Þessi leið er því ekki fær með
seiðum af venjulegri stærð. Hjá
ýmsum aðilum hér á landi hefur
því komið fram hugmynd um að
framleiða það sem ég hefi kallað
stórseiði. Hér er um að ræða seiði
sem eru hraðalin á 12 til 18 mán-
uðum upp í 300 til 800 grömm.
Með því að sleppa þeim í sjókvíar
í maíbyrjun myndu þau ná 2 til 4
kflóa stærð fyrir lok eldistímans í
sjónum og vera því meir en slátur-
hæf.
Stórseiöa-
framleiðslan
Til að hægt sé að framleiða
stórseiði þarf heitt vatn. Erlendis
er hitaorkan of dýr til að þetta
borgi sig. Við höfum hins vegar
nóg af jarðhita. Það sem við þurf-
um að gera er því þetta:
• Flýta hrognaklaki þannig að
kviðpokaseiði komi úr hrognum
ekki síðar en á tímabilinu nóvem-
ber til áramóta. Þetta er mögu-
legt á þrennan hátt. 1. Finna með
tilraunum hvernig hægt er að
nota stjórnun daglengdar (sem
ræður allra umhverfisþátta mestu
um hvenær laxinn hrygnir) til að
flýta sjálfri hrygningunni. Þetta
er auðvelt með regnbogasilung
og ætti að vera jafnauðvelt með
lax. 2. Finna með tilraunum
hvernig má stýra klakhitastigi til
að tímasetja klak seiðanna úr
hrognum. Hér er um mjög ein-
faldar tilraunir að ræða. 3. Með
kynbótum eða vali á sérlega
snemmhrygnandi laxastofnum
mætti jafnframt fá upp klakíisk
sem hrygnir nógu snemma af
sjálfsdáðum til að klakið verði á
æskilegum tíma. Þess má geta að
þetta hefur verið gert erlendis
fyrir aðrar laxfiskategundir, og
hjá Sigurði St. Helgasyni fiskalíf-
eðlisfræðingi og eldisfrömuði að
Húsatóftum við Grindavík er til
vísir að snemmhrygnandi laxa-
stofni.
• Hin snemmklöktu seiði þarf
svo að ala í hæfilega heitu vatni,
sem fæst á viðráðanlegu verði. í
maí á öðru lífári þeirra ættu þau
hæglega að geta verið orðin 300
til 800 grömm að stærð. Þetta
seiðaeldi gæti sem best farið fram
hvarvetna á landinu þar sem heitt
vatn er til staðar.
• Stórseiðin sem þannig eru til
orðin, yrðu svo flutt í sjókvíar
(suðvesturströndin er heppi-
legust, frá hitafarssjónarmiði
væru Vestmannaeyjar langsam-
lega heppilegasti staðurinn) í
maíbyrjun og ala uns sláturstærð
er náð á hausti komanda.
Fljótt, fljótt
Hinn séríslenski eldisferill
byggist með öðrunr orðum á því,
að við notum vísindamenn til að
búa til aðferð sem flýtir klak lax-
ahrogna. Sú flýting vinnur tíma,
þannig að með aðstoð ísl. skra
auðlinda í formi jarðhita \ , ður
mögulegt að búa til stórseii sem
hægt er að setja í sjókvíar í maí á
öðru lífári sínu. í haustlok þess
árs ættu þessi stórseiði að hafa
náð sláturstærð.
Með þessu móti gætum við nýtt
séríslenskar auðlindir (jarðhit-
ann) til að framlciða sláturlax á
um tveimur árum, eða á einu til
tveimur árum skemmri tíma en
Norðmenn!!!
Vinna Sigurðar St. Helgasonar
í Húsatóftum við Grindavík, en
þó einkum starf Jóns Gunnlaugs-
sonar fiskeldismanns í Höfnum á
Reykjanesi bendir til að þessi
eldisaðferð sé fullgild. Hún hefur
hins vegar ekki verið fullreynd.
Það hlýtur hins vegar að vera
yerkefni númer eitt fyrir laxeldi á
fslandi. Það verður einfaldlega
að leggja allt kapp á að sannreyna
og fullþróa þessa séríslensku eldi-
saðferð, því þrátt fyrir efasemdir
margra - líka úr hópi fiskeldis-
manna- um gildi hennar, þá mun
tíminn leiða í ljós að hún er hin
eiginlega gullnáma íslensks fi-
skeldis.
Takist mönnum ekki að skapa
arðbæra atvinnugrein með henni,
þá geta þeir eins gleymt fiskeldi
og kastað sér í slorið aftur.
Össur Skarphéðinsson.
Laugardagur 13. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5