Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 10
MENNING Þorsteinn Ö. Stephensen leikari. inn. Hann hefur búið í París síðan 1979 og starfar fyrir ýmis helstu viku- og mánaðrrit austan hafs og vestan, svo sem Paris Match, Stern, Life, People, Vogue og Esquire. Hann fæddist í Kazan á Volgubökkum árið 1945. Að loknu námi í rafmagnsverkfræði gegndi hann um tveggja ára skeið herþjónustu í Baykonur- geimstöðinni og varð liðsforingi. Eftir lausn úr hernum starfaði hann á eigin vegum sem ljós- myndari og tók einkum myndir fyrir minjakort og hljómplötu- kápur. A þessum tíma tók hann um 180.000 ljósmyndir og lánað- ist að smygla úr landi til vina á Vesturlöndum 5000 ljósmynda- spólum, áður en hann fluttist úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Þó bæði Vladimir og kona hans Aida, séu tilheyrandi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni (eða grísku-orþódoxu kirkjunni) fengu þau vegabréfsáritanir til fs- raels með því að uppdikta gyð- inglega ættingja og afla sér þann- ig heimboðs frá ísraelsstjórn. Vladimir Sichov hefur gefið út einstæða bók um Sovétríkin, Les Russes vus par Vladimir Sichov, sem komið hefur út á allmörgum tungumálum, þar á meðal nor- sku, sænsku og ensku: The Russi- ans (Little, Brown & Company, 1981). Bókin, sem er löngu upp- seld á öllum málum, er óvenju- lega opinská og nærfærin lýsing á daglegu lífi í Sovétríkjunum sem útlendingum er aldrei gefið færi á að sjá eða kynnast af eigin raun - lífi á rússneskum heimilum og Nanna Ólafsdóttir ballerína. samyrkjubúum, í strætum og húsasundum stórborga, í verks- miðjum og herbúðum, í óhugn- anlegum fangabúðum og geð- veikrahælum sovésku leyniþjón- ustunnar, KGB, í kirkjum og heimkynnum útskúfaðra lista- og vísindamanna. Sérkennilegur og mjög per- sónulegur myndstíil Vladimirs Sichovs hefur gert hann einhvern virtasta og eftirsóttasta ijós- myndara Evrópu nú um stundir. Hal Calbom og Phil Davies Höfundar myndarinnar Ice- land Crucibie eru bandarískir kvikmyndagerðarmenn, sem átta sinnum hafa verið sæmdir hinum Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir og fjölskylda. eftirsóttu Emmy-verðlaunum, sem veitt eru fyrir framúrskar- andi sjónvarpsþætti. Þeir eru báðir búsettir í Seattle í Washington-fylki og starfa þar. • Hal Calbom stundaði nám í stjórnmálafræðum og síðar en- skum bókmenntum og naut margra virðulegra styrkja, var m.a. National Merit Scholar, Great Book Scholar og Frank Know Fellow. Hann lauk BA- prófi í stjórnmálafræðum frá Harvard College árið 1971 og MA-prófi í enskum bókmenntum frá háskólanum í Exeter í Eng- landi árið 1976. Að námi loknu starfaði hann sem fréttamaður, höfundur og framleiðandi sjón- varpsþátta. Eftir átta ára starf hjá NBV, gerðist hann sjálfstæður rithöfundur og kvikmyndafram- leiðandi í félagi við Phil Davies. Phil Davies lauk BA-prófi í fjölmiðlafræðum frá The Ever- green State College árið 1974. Eftir það starfaði hann um sinn sem fréttaljósmyndari og síðan kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá NBC. Á þeim árum var hann átta sinnum sæmdur Emmy-verðlaununum. Sfðan 1983 hefur hann starfað sjálfstætt í félagi við Hal Calbom að gerð kvikmynda og mynd- banda fyrir sjónvarp og einkafyr- irtæki. Sigurður hefur samið nokkrar bækur á ensku, auk fjölmargra á íslensku, m.a. Northen Sphinx - Iceland and the Icelanders from the Settlement to the Present (1977 og 1984) og Stallion of the North - The Unique Story of the Iceland Horse (1978), sem komið hefur út á sjö tungumálum. Þá þýddi hann og ritstýrði The Postwar Poetry of Iceland (Uni- versity of Iowa Press, 1982), og ritstýrði og gaf út Icelandic Writ- ing Today (1982). Skáldsaga hans, Undir kal- stjörnu, hefur komið út á þýsku, Unter frostigem Stern (1984), og ensku, Under a Dead Star (1985). Ljóð hans, smásögur og bókmenntagreinar hafa birst í safnritum og tímaritum á Norð- urlöndum öllum, í Bretlandi, Þýskalandi, Frakídandi, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Indlandi, Mexíkó, Banda- ríkjunum og Kanada. Áskell Másson tónskáld. Páll Stefánsson Ijósmyndari. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.