Þjóðviljinn - 13.07.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 13.07.1985, Síða 13
DÆGURMAL sigrar Plata Bubba Morthens Kona gæti betur en aðrar plötur sem hér hafa komið út borið heitið ástarjátning. Fáir ís- lenskir karlmenn hafa leyft sér að vera jafn einlægir og opin- skáir um ástarmál sín og róm- antísku hneigðirsem Bubbi. Platan Kona er dagbók manns, sem misst hefur ástina sína og þráir aftur. Bubbi Morthens hefur alltaf haft eitthvað að segja, þar liggur styrkur hans en jafnframt veik- leiki. Hans bestu textar eru aldrei orðum auknir og erindin sjaldan of mörg; á þessari plötu virðist Bubbi kannast betur við sjálfan sig en áður, þekkja betur það er hann syngur um. Og það er ein- mitt þessi einlægni eða játning og jafnbetri textar en áður, sem ger- ir Konu betri plötu en aðrar Bubbaplötur. Tónlistin er sem fyrrum „hefð- bundin”, þ.e. ekki frumleg að öðru leyti en því að sækja nótur til þjóðlaga- og popphefða frá ýmsum áttum og tímum. En það fer Bubba vel að syngja hefð- bundnar ljóðlínur eða melódíur, það er löngu ljóst að þannig nýtur hann sín ávallt best. Pað er ekki hægt að horfa fram- hjá því að Bubbi hefur sjaldan sótt jafnsterklega til gamalla meistara og á Konu. Leonard Co- hen yrði eflaust hissa, ef hann heyrði þessa plötu, svo mikið er í hans smiðju sótt. Aberandi t.d. í laginu Talað við gluggann, og reyndar fleirum, sem er jafn- framt einn best heppnaði texti plötunnar, bæði hvað varðar myndmál og inntak, eins fellur hann sérlega vel að laginu sjálfu. Mætti hiklaust heyrast meira. Fleirum vottar Bubbi virðingu sína: Tom Waits, Dylan hefur aldrei horfið honum alveg, og Hörður Torfason fær sinn koss. Það er alltént blessun hvað hann á sér þó góðar fyrirmyndir! En það er vitaskuld ekki aðal- atriði hvaðan er sótt eða til hverra, heldur hvert er stefnt og til hvers. Og þessi plata krefst af okkur fullrar athygli. Lögin eru vitaskuld misgóð, en aldrei vond, ná lægst í að vera meðalgóð, hæst í að vera afar vel smíðuð; mjög svo góð. En hér verða þau ekki dæmd án tillits til söngs og textans sjálfs, því mér finnst erfitt að skilja á milli samhljómunar lags og texta í túlkun Bubba. Að þessu leyti minnir hann á ekki ómerkari listamann en John heitinn Lenn- on, sem á sínum sólóferli söng aldrei um annað en eigin lífs- reynslu eða persónulegar vanga- veltur. Tónar verða orð, orð tón- ar og saman heild. í laginu Rómeó og Júlía tekst Bubba vel upp í samlíkingum og lýsingu, vel unninn texti um við- kvæmt mál: dópneyslu. Hið sí- gilda par sem aldrei var til nema í draumaveröld er ennþá tilbeðið í römmum veruleika þeirra sem flýja vilja raunveruleikann á náð dauðans. Hér er verið að tala um hina fullkomnu blekkingu, þessa sem er hvað mest heillandi að falla fyrir, deyja. Eitt mest spilaða lag þessarar plötu er Frosin gríma, sem mér finnst einhvernveginn missa þess marks er kannski var á miðað. Ástæðan kann að vera sú, hversu illa ér ort, innihald textans kemst ekki til skila. Aftur á móti er Seinasta augna- blikið með bestu textum á plöt- unni, ef ekki einn allra besti texti Bubba til þessa. Það má jafnvel Hönnun umslags var í höndum Ingu S. Friðjónsdóttur, þeirrar konu er platan er einkum tileinkuð, og ekki hægt að segja annað um handbragðið en ágætt. vænta þess að þetta ljóð eigi eftir að standa uppúr öðrum ástar- og tregaljóðum í komandi framtíð. (Þetta er að mínu viti Ijóð, og stendur algerlega sjálfstætt sem slíkt án lags.). Það má lengi tala um þessa plötu Bubba Morthens.en ekki miklu lengur án þess að minnast á gítarleik hans. Ekki verður urn villst að góður gítarleikur Bubba er engin tilviljun, heldur er hér um að ræða hreinan hæfileika. Eins og Mörður kvað svo vel eitt kvöldið, þá er Kona haust- plata. Hér er á ferð enginn hroka- fullur töffari með frosna grímu sem þykist alltaf sigra allt og alla. Nei, hérna er sungið með sálinni, og sálin sigrar alltaf. -9 Aungvir ratar Ananas er góður og umslagið utanyfir Mát plötu Possibillies sver sig í ætt við þann safaríka ávöxt. Ásgrímur Sverrisson hannaði þetta albúm fyrir alvöru. Einkaframtakiö lifi! hróp- aöi aðstoðarmaöur mennta- málaráðherra í útvarpið á laugardaginn var, þegar um- ræðan, í þætti Árna Þ., Hring- borðinu, beindist að þeirri staðreynd, að tónlistar- höfundar og/eða flytjendur í dag gefa margir hverjir út plötur sínar á eigin kostnað. Að vísu af illri nauðsyn, en hvað um það; Ingu Jónu blessuninni rataðist kannski satt á munn, þó svo að for- sendurnarfyrirorðunum séu ótvírætt umdeilanlegar. Fóstbræður tveir kallast Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson. Eiga þeir sitthvað sameiginlegt, má nefna t.d. að saman hafa þeir boðið einkaframtaki stóru plötu- útgáfanna byrginn með sameigin- legu á- og framtaki! Stofnuðu hljómsveitina Possibillies og gáfu þannig út sína fyrstu plötu sem ber heitið Mát. í stuttu máli skal það sagt að þetta er gagngerð skemmti- poppplata, það er, þjónar engum tilgangi öðrum en að vera létt hressmeti eða öfugt, og tekst upp vel. Handbragðið er það gott, að ekki verður út á sett, þeir fóst- bræður kunna jú vel til verka og hafa sér til fulltingis hina flínk- ustu menn. Bræðralagsmenn eru, þrátt fyrir ungan aldur, skemmtilega gamaldags í tónsmíðum sínum. Andi bítlanna svífur yfir vötnum hér og þar, og er að sjálfsögðu ekki verra. Galli þessarar plötu er ekki textasmíðin, hún þjónar ekki öðrum háleitari tilgangi en vera til gamans. Bulltextar þeir, er þarna finnast, eru ekki verri fyrir það eitt að vera bara bull, þeir eiga að vera nonsens. Eins og ein- hver sagði, þá meikar nonsens oft sens; það á við hér. Það rná þá kannski telja söng Jóns Ólafs- sonar einn af göllum þessarar skífu, en viss er ég um það ef Nonni Ó. hætti þessari feimni og efaðist minna um eigin sönghæfi- leika yrði honurn ekkert að van- búnaði að þroska þennan enn- semkomiðer dulda hæfileika. Því músíkfalskur er hann síst af öllu drengurinn. Þá er komið að aðalgalla plötu þessarar og kannski þeim eina (?). En hann liggur í lengd sumra laganna, sem annars gætu sómt sér sem hinar sætustu dægur - flugur. Því er nebbnilega þannig farið, að skemmtiefni má aldrei vera of langdregið. Niðursuðan: Þeir fósturfýrar eru aungvir ratar og langt frá því. Bakraddir í Móðurást eru grúví, hlið eitt er betri en hlið tvö, lagið Nú syng ég rokk ætti að vera á hlið eitt, og sá S.M. sem syngur það lag ætti hixtalaust að snúa sér frá klassísku söngnámi og alfarið demba sér í rokkið. -9 Laugardagur 13. júli 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.