Þjóðviljinn - 13.07.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 13.07.1985, Qupperneq 14
VTOHORF Fólk fer að gerast forlagatrúar. Allt verðlag fer hækkandi án þess að nokkur virðist fá rönd við reist. Pá reyna „ábyrgir“ einstak- lingar (hér og þar) að koma með ýmsar trúverðugar skýringar, fyrir þá sem „óábyrgari" eru. Tökum sem dæmi hækkun húsa- leigu á Hjónagarði við Suður- götu. í maí hækkaði leigan um 400 kr. (síðbúin skýring sögð: viðhaldskostnaður). I júníhækk- aði hún um 880 kr. (skýring ekki gefin). Þessar tvær hækkanir nema því 1280 kr. á stuttu tíma- bili. Gott fólk! Það munar um minna! Fyrstu viðbrögð manna er að sporna gegn slíkri hækkun og öðrum ámóta og leita skýringa. Áður nefndri leiguhækkun var hins vegar laumað í formi gíró- seðils til viðtakenda. Leigusali (þ.e. Félagsstofnun Stúdenta eða m.ö.o. F.S.) sá enga ástæðu til gagnkvæmra umræðna við leigukaupendur (þ.e. íbúa á Hjónagarði) um leiguhækkunina né ástæðurnar fyrir henni. Nei! Það hefði e.t.v. leitt til samkomu- lags áður en í óefni var komið. Með öðrum orðum: Fólk á ekki að fá rönd við reist! Enda er það svo skilnings-sljótt að það nær ekki nokkurri átt. Nei greyin mín! Trúið og hlýðir okkur! Þessi stjórnarstefna er nokkuð í tísku þessa dagana og þess vegna skiljanlegt að hinir ungu „ábyrgu“ karlmenn í stjórn F.S. taki sér hana til fyrirmyndar. í þessu samhengi flýgur mér í hug hugtakið „lýðræði“ án þess að vinna meira úr þeirri hugsun. Eitt er víst: Ég var vakinn upp árla morguns, fyrir nokkrum dögum, þegar barið var dyra. Ég rýk á fætur og lýk upp. Ung stúlka af- Hjónagarðsdeilan Sjónarmið íbúa á 36 fermetrum „Við lifum viðsjáverða tíma. Ýmis konar forlagatrú ræður ríkjum innan þjóðfélagsins og margir hafa gerst pokaprestar hennar. Efekki verður spornað gegn þessari þróun mun meiri hluti manna trúa því að þeir geti alls engu breytt í eigin málum. “ hendir mér símskeyti sem ég kvitta fyrir. Efni þess var: Ef þú borgar ekki þá leigu sem við í stjórn F.S. ákveðum, þá rýmum við íbúðina eftir 7 daga. Mikið helvíti maður! Þetta var þá tilefn- ið. Og ég sem hélt sjálfan mig dauðan. Gott fólk! Við lifurn viðsjár- verða tíma. Ýmis konar forlag- atrú ræður ríkjum innan þjóðfé- lagsins og margir hafa gerst pok- aprestar hennar. Ef ekki verður spornað gegn þessari þróun mun meiri hluti manna trúa því að þeir geti alls engu breytt í eigin mál- um. Allt sé fyrirfram ákvarðað. Allt sé best eins og það er og birt- ist þeim. Það sem verra er: Pok- aprestar forlagatrúar eru sér ó- meðvitaðir um siðferðilegar af- leiðingar trúar sinnar. Hverjar eru þær? Jú - forræðishyggja í sinni neikvæðustu mynd. Skipun- um hinna fáu „að ofan“ skal hlýtt. Annars hljóta hinir mörgu „að neðan“ verra af. Gegn þess- ari siðleysu hafa íbúar Hjónag- arða snúist. Og segja má að við höfum haft storminn í fangið. Forlagatrúin og forræðishyggjan eru því miður allsráðandi í þjóðfélaginu í dag. Fólk á ekki að vera með puttana í ákvörðunum „ábyrgra“ pokapresta. Fólk á ekki að reyna að sýna viðleitni til að láta enda ná saman. Gott fólk! Er þetta ekki allt saman öfugsnú- ið. Það er eins og ég hafi heyrt því fleygt að við ættum öll að vera ábyrgir þegnar innan „lýðræðis- ins“ og reyna helst að spara sem mest. Ég hlýt að hafa misskilið bæði markmið og leiðir. Lokaorðin eru þessi: Stjórn F.S. (ásamt meirihlutanum í stúdentaráði) er ábyrg fyrir Hjónagarðsdeilunni. Stjórnin ætlaði að ákveða einhliða leigu- hækkun (skv. því ættum við að borga tæpar 8.000 kr. á mán.) án samráðs við íbúa Hjónagarða, eins og venja er. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Málum er nú þannig varið að lögfróðir menn eru komnir í spilið. Allt er betra en gagnkvæm umræða að mati ráðstjórnarinnar í F.S. Mun vonandi fást úr því skorið hvort að dónaskapur stjórnar F.S. sé löglegur eða ekki, en hann er fólginn í að ef við borgum ekki leiguhækkun þeirra þá hefur okk- ur verið hótað því að verða borin út. Slíkur er máttur peninganna að hann blindar „ábyrga“ menn gagnvart hinu mannlega. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að á næstunni hyggst stjórn F.S. leggja út í nýbyggingu. Reisa á nýjan Hjónagarð. Hugmynda- samkeppnin ein og sér í kringum það kostar litlar milljón krónur. Á sama tíma liggur sá Hjóna- garður sem við búum á undir milljónakrónaskemmdum. Væri ekki nær að koma því húsnæði í sæmilegt lag, sættast á sann- gjarnan leigugrunn o.s.frv., áður en að lagt verður út í nýjar fram- kvæmdir? Garðbúar hafa ætíð veitt stjórn F.S. það nauðsynlega aðhald sem þeir hafa þurft og jafnframt leitað svara við ofan greindum spurningum og leiða til að raungera þau. Hvað annað! Við búum nú einu sinni á þessum stað en ekki hinir „ábyrgu“ karl- menn í stjórn F.S. Sumir þeirra mættu hins vegar minnka við sig störf í nefndum og ráðum og reyna að sinna því almennilega sem þeir taka sér fyrir hendur. Eitt er víst: Hvernig sem málin þróast næstu daga, þá ætti Hjón- agarðsdeilan að verða fólki um- hugsunarefni. Stöndum á verði gangvart pokaprestum forlaga- trúar og forræðishyggju! Við get- um spornað gegn hækkandi verð- lagi almennt og dónaskap. Óskar Sigurðsson (íbúi á nr. 202). Leiklist r 86 áhugaleikfélög í BIL Leiklistaráhugi í höfuðborginni verulega að aukast Á nýafstöðnum aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga fengu 3 ný leikfélög inngöngu í Bandalagið, en það er leikdeild Ungmennafélags Mýrahrepps í Austur- Skaftafellssýslu, Leikfélag Garðabæjar og leikhópurinn Veit mamma hvað ég vil. Sá síðast nefndi er annar af tveim leikhópum unglinga, sem nú eiga aðild að bandalaginu, hinn er leikhópurinn Saga á Akureyri, sem hefur starfað þar af krafti um árabil. Nú eiga 86 leikfélög aðild að Bandalaginu og hafa aldrei verið fleiri. Það er gleðiefni að eftir langt hlé skuli nú leiklistará- hugi í höfuðborginni vera að aukast verulega. Um árabil hefur eingöngu verið um að ræða áhugamannasýningar innan skólanna eða á þeirra vegum. f nágrannabæjum Reykjavíkur þ.e. Kópavogi, Mosfellsveit og Hafnarfirði hafa leikfélög starfað af mikl- um krafti. Nú hefur hins vegar Áhugaleikfélag Reykjavíkur „Hugleikur“ starfað í rúmt ár og unglingaleikhópurinn Veit mamma hvað ég vil mun fara með sitt fyrsta verkefni á nor- ræna leiklistarhátíð unglinga í Finnlandi nú í júlí n.k. í tengslum við aðalfundinn var haldin ráðstefna um leiklistarstarf meðal ungs fólks. Mikil þörf er á því að leikfélögin í landinu séu opin fyrir þátttöku unga fólksins og virki frumkvæði þess. Skól- arnir hafa hér einnig mjög mikilvægu hlutverki að gegna og er nú kominn tími til að kennslu með leikrænni tján- ingu verði gerð að skyldu með lagasetningu. Aðalfundurinn og ráðstefn- an voru haldin í Reykjanes- skóla við ísafjarðardjúp með þátttöku 60 manns alls staðar að af landinu. Naut fólk góðs atlætis í skólanum og notaði óspart sundlaug staðarins, sem mun vera sú lengsta á landinu eða 50,46 cm. Bæjar- stjórn ísafjarðar bauð gestum til veglegs kvöldverðar og Leikfélag Isafjarðar skemmti gestunum með sýningu á hinni bráðskemmtilegu revíu Engin mjólk og ekkert sykur. Dœmt í nauðgunarmáli í USA Ttyggingarfélagi gert að greiða 150 millj í skaðabætur Nauðgunarmál hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðl- um beggja vegna Atlantshafsins á undanförnum árum. Nýlega voru sænskri konu dæmdar skaðabæt- ur sem nema um 30 millj. sænskra króna eða um 150 milj. ísl kr. og eru þetta með hæstu skaðabótum sem nokkurn tíma hafa verið dæmdar í nauðgunar- máli. Konan, sem var á ferð í Banda- ríkjunum með tveimur börnum sínum, er fráskilin hjúkrunar- kona og hafði hún og börnin fengið herbergi á móteli. Það er tryggingarfyrirtæki mótelsins sem sér um greiðslu skaðabót- anna, sem ekki eru þó greiddar í einu lagi, heldur mánaðarlega alla ævina. Kona þessi, sem heitir Maria Granlund, segir að fram- ganga lögreglunnar og Rape Crisis Center í Florida, en þar var ódæðið framið, hafi verið mjög til fyrirmyndar, en hins vegar hafi sænsk lögregluyfirvöld sýnt mál- inu lítinn áhuga. Þegar kom í ljós að mennirnir sem réðust inn í herbergi hennar á mótelinu voru margdæmdir glæpamenn og ann- ar þar að auki vanheill á geðs- munum, breyttist tónninn í sænsku lögregluyfirvöldunum, sem fylgdu málinu eftir þegar Maria var komin heim til Sví- þjóðar. Málinu lyktaði svo ný- lega með skaðabótadómi, en Maria kveðst aldrei munu jafna sig fullkomlega eftir árásina, hversu margar milljónir sem henni verði dæmdar. Hjúkrunarkonan Maria leitaði til Rape Crisis Center í Florida og ber þeim og lögreglunni þar mjög góða sögu. Kjarvalsstaðir Sýning á málverkum eftir Kjarval Opnuð hefur verið sýning á málverkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval á Kjarvals- stöðum. Á sýningunni eru 30 málverk og teikningar, allar í eigu Kjarvalsstaða. Þar á meðal eru nokkur verk sem keypt hafa verið á síðustu árum, og ekki hafa sést opinberlega fyrr. Sýningin verður opin daglega kl. 14 - 22, fram til júlíloka. Þá er í undirbúningi mikil yfir- litssýning á verkum Kjarvals að Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður á 100 ára afmælisdegi hans 15. október í haust. í tengslum við sýninguna hefur verið unnið að skrásetningu verka Kjarvals, og er nú búið að ljósmynda og skrásetja um þrjúþúsund verk sem eru í eigu fólks víðsvegar um landið. Því verki er þó hvergi nærri lokið, og verður haldið áfram eftir föngum. Menn eru hvattir til þess að gefa starfsfólki Kjarvalsstaða upplýsingar um myndir sem ekki hafa enn komist þar á skrá. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.