Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 1
MANNLÍF GLÆTAN UM HELGINA Görótt Eiturvínið ekki eitrað? Ein tegund á ís- lenskum markaði, Edel Fraulein. Á TVR kallaði hana afmark- aði. Jón Kjartansson forstjóri: Ekkert eitur fundist. „Um leið og fréttist um austurríska vínið með frost- leginum, tókum við þá einu austurrísku tegund sem við erum með úr umferð, - og sendum til rannsóknar,” sagði Jón Kjart- ansson forstjóri ATVR í samtali við Þjóðviijann í gær. „Við höf- um nú fengið munnlegan úrskurð frá Rannsóknarstofnun Há- skólans um að engin eiturefni hafi fundist í þessari tegund.” Hér er um að ræða austurríska hvítvínið Edel Fraulein, - „en ég mun ekki setja vínið aftur á markaðinn fyrr en ég hef fengið skriflegan úrskurð úr rann- sókninni,” sagði Jón Kjartans- son. Jón kvað vínið ekki hafa verið tekið af markaði hjá vínveitinga- húsum, þannig að Edel Fraulein gæti verið þar enn til sölu. í fréttum í gær frá Evrópu sagði að sérfræðingar hefðu fundið frostlagareitur í 250 tegundum ai austurrísku víni og tveimur teg- undum frá Vestur-Þýskalandi Tegundir þessar eru á markað víða í Evrópulöndum, Banda- ríkjunum og Hong Kong. -si Mér finnst öll meðferð þessa máls mjög gruggug svo ekki sé meira sagt og það er auðvitað sárt að sjá 10 ára baráttu manns til að koma sér upp húsnæði eyði- lagða á þennan hátt. En ég er ákveðinn í að ná fram mínum rétti í þessu máli, sagði Lárus Jónsson í viðtali við Þjóðviljann, en Lárus bíður nú ásamt fjöl- skyldu sinni, konu og tveimur börnum, eftir að verða borinn út úr húsi sem hann keypti í árslok 1983. Lárus keypti húseignina Arn- artanga 35 í Mosfellssveit af Gísla Árnasyni deildarstjóra í forsætis- ráðuneytinu í lok ársins 1983. Kaupverð hússins var um 3 milljónir og var það að fullu veð- sett. Skömmu eftir að fjölskyldan flutti í húsið fór að bera á ýmsum göllum í þvx, gluggar láku og hús- ið var meira og minna óþétt. Að sögn reyndi Lárus að fá seljanda hússins til að borga endurbætur á húsinu, en þeim gekk ekki að semja um það, m.a. vegna þess að Gísli vildi ekki greiða Lárusi skaðabætur vegna þessa. í kjölfar þessa spunnust deilur á milli Gísla og Lárusar. Krafist var rift- unar kaupsamnings á báða bóga, en af einhverjum ástæðum kom ekki til þess. Lárus hætti að greiða Gísla þegar hann hafði greitt 750 þúsund af andvirði hússins. Aður hafði hann sam- kvæmt ráðleggingu fasteignasala gefið út skuldabréf fyrir afborg- unum af húsinu. í mars 1985 var Lárus dæmdur til að greiða Gísla það sem um hafði verið samið, en Gísla gert að greiða Lárusi tæpar 50 þúsund krónur vegna galla á húseigninni. Skömmu síðar fékk Lárus til- kynningu um að innan skamms myndi fara fram uppboð á húsi hans. Lárus kveðst þá hafa hringt f bæjarfógetaembættið í Hafnar- firði og verið tjáð af uppboðs- haldara, að hann myndi örugg- lega fá þriggja mánaða frest á uppboðinu og þurfti því ekki að mæta á staðinn. -gg En á uppboðinu fékk Jón Steinar Guðlaugsson lögmaður Gísla og formaður lögmannafé- lagsins því framgengt, að ekki var veittur nema mánaðarfrestur. Uppboðið fór fram að þeim mán- uði liðnum, en enn fékk Lárus frest. Að lokum var Gísla Árna- syni slegin eignin á uppboði fyrir 2.7 milljónir króna, eða mun minna en hann seldi Lárusi húsið á, fyrir hálfu öðru ári. Lárus ætlar að áfrýja bæði dómnum og upp- boðinu til hæstaréttar. Ég er ákveðinn að ná fram mínum rétti (þessu máli. Lárus Jónsson fyrir framan heimili sitt í Mosfellssveit. - Ari. Aðilar á Suðurnesjum og í Færeyjum stofna hlutafélag um eldi á risarœkju íferskvatni. 70 tonna ársframleiðsla gefur afsér um 40 miljónir. Rœkjan fullalin á aðeins 4 mánuðum. Tilraunaeldisstöð í gang í Garðinum í haust. Undirbúningur fyrir tilraun- aframleiðslu á risarækju í ferskvatni á Suðurnesjum er langt kominn og er stefnt að því að tilraunaeldisstöð taki til starfa í Garðinum nú í haust. Það er Iðnþróunarfélag Suðurnesja sem hefur haft milligöngu um að koma á samstarfi aðila á Suður- nesjum og í Færeyjum um stofn- un hlutafélags til reksturs slíkrar verksmiðju. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er miðað við 70 tonna árs- framleiðslu sem á að gefa af sér tæpar 40 miljónir í heildartekjur en heildarkostnaður við upp- byggingu fyrirtækisins og fjár- magnskostnaður er áætlaður um 45 miljónir miðað við verðlag í dag. Jón Unndórsson iðnráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Suðurnesja staðfesti í samtali við Þjóðviljann í gær að undirbúningur að rekstri þessa fyrirtækis væri nú í fullum gangi en vildi sem minnst segja um málið á þessu stigi. Það sem er áhugaverðast við ræktun á risarækju er að hún byrjar að gefa af sér tekjur strax eftir 4 mánuði. Samstarfið við Færeyinga við þetta eldi kemur til þar sem þeir hafa verið með slíka ræktun í undirbúningi á heima- slóðum og hafa átt náið samstarf við Svía og Japani um þau mál en talið er hagkvæmara að ala rækj- urnar upp hérlendis vegna hins ódýra jarðvarma. Ætlunin er að kaupa eldisdýr frá Svíþjóð en þeir hafa stundað ræktun á risarækju um nokkurt skeið með góðum árangri en risa- rækja er ræktuð í ferskvatni í stórum mæli í ísrael og í Mexico. Góður markaður er fyrir risa- rækju í Evrópu og sala á 70 tonna ársframleiðslu trygg á þeim markaði. -lg Nauðungaruppboð Ég krefst réttar míns Lárus Jónsson missti húseign sína á uppboði. Seljandinn keypti húsiðfyrir minna fé á uppboði heldur en hann hafði selt hana hálfu öðru ári fyrr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.