Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 5
Sumir lágu bara og teyguðu í sig sólskinið sem mest þeir máttu eins og sjá má á þessari mynd. „Nei við erum engir |göngugarpar, liggum bara í leti, veðrið er svo gott núna“ - hjónin Olga Konráðsdóttir og Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Reykjavík. Mynd jis. Laugarvatn Veðrið yndislegt og góður andi Sumarbúðir Alþýðubanda- lagsins eru nú fjórða sumarið í röð á Laugarvatni. Að sögn Ein- ars Karls Haraldssonar og Steinunnar Jóhannesdóttur um- sjónarmanna þá hefur þátttaka alltaf verið góð en sjaldan sem nú. Tæplega nítíu manns gista í heimavistum héraðsskólans á Laugarvatni, og veðrið var eins og best varð á kosið þegar blaða- manna og ljósmyndara bar að. „Sjáðu til, það er svona, áralagið" gæti sá eldri við árarnar verið að segja við guttann fyrir miðju. Laugarvatnið var fallegt í logninu og ýmsir notuðu tækifærið og leiguð sér árabát í góða veðrinu. -vd. Mynd jis. Spjallaðvið sumarbúðagesti Alþýðubanda- lagins ísumri og sól -vd. Að vísu var fátt fólk heima við þá stundina og var okkur tjáð að mannskapurinn væri væntan- legur fljótlega úr gönguför upp með Skillandsá. Farið er í göngu- ferðir nær daglega, enda býður staðurinn upp á margar góðar gönguleiðir í fallegu umhverfi. Á meðan beðið var eftir göngu- görpunum röltum við um svæðið og ljósmyndarinn smellti af í gríð og erg enda margt að sjá. Um fjögurleytið renndi fólkið í hlað og þá tókum við umsjónarmenn búðanna, þau Einar og Steinunni, tali. „Við erum helst á því að bæta við einni viku, veðrið hefur verið alveg yndislegt og andinn í hópn- um er mjög góður“ sagði Steinunn. „Fólkið tekur þátt í Föstudagur 26. júli 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.