Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Miljónir í súginn Hundruö miljóna munu í sumar fara forgörö- um á íslandi vegna þess aö ríkisstjórnin fylgir snarvitlausri stefnu í flestu þvísemsnertirsjáv- arútveg. Þrátt fyrir aö menn úr öllum flokkum og landshlutum hafi bent á þetta hátt og í hljóði, þá virðist einsog íslenskum ráöamönnum sé gersamlega fyrirmunaö aö skilja hvaö er aö gerast. Þetta gildir einkum og sérílagi um sjálfan sjávarútvegsráðherrann, Halldór Asgrímsson, sem virðist illa blindur á vandann. Vandinn hefur komiö einkar vel í Ijós í afla- hrotu undangenginna vikna. Fiskurinn hefur bókstaflega flætt út úr frystihúsunum. En það hefur ekki hafst undan aö vinna hann. Þess vegna eru veruleg brögö aö því aö fiskur, sem upphaflega var spriklandi gæöaþorskur, er unninn lítiö og í ódýrar pakkningar og í sumum tilvikum hreinlega settur í bræslu. Þannig er þaö staðreynd, aö á þessu sumri hefur alltof smár hluti þorskaflans veriö unninn í dýrustu pakkningarnar sem fara á Ameríku- markaö og gefa okkur auðvitað langmest í aöra hönd. Kunnugir telja, aö ekki hafi nema þriðj- ungur þorskaflans fariö í þannig pakkningar. Hitt fer í blokk, sem nær ekki nema um þaö bil 60 af hundraði þess verös sem dýrustu pakkn- ingarnar gefa, í vinnslu á Bretlandsmarkaö þar sem mun minna verð fæst fyrir vöruna, sumt í saltfisk og sumt hreinlega í bræöslu einsog fyrr var sagt. Þaö þarf auðvitað ekki að orðlengja, aö þessi vinnubrögð kosta þjóðarbúið geysilegar upp- hæöir. Hundruð miljóna fara í súginn sem ella heföu runnið til skiptanna. Þetta ósvinna ástand stafar fyrst og fremst af tvennu, - og hvorutveggja gætu stjórnvöld bætt ef þau vildu: • í fyrsta lagi er ekki gerö nein tilraun af hálfu yfirvalda til aö stjórna veiðum flotans eftir vinns- lugetu húsanna. Þess vegna gerist þaö æ ofan í æ aö togararnir koma drekkhlaðnir í höfn meö afla sem ekki er til mannskapur aö vinna. Samt er stööugt bætt viö fiski þó þegar flói út úr hús- unum. Þaö sætir aö sjálfsögöu meir en lítilli furðu aö stjórnvöld skuli sitja meö hendur í skauti og horfa á miljónirnarfara þannig í súginn. Því þaö er staöreynd aö það væri næsta auðvelt aö komaáeinhverskonarstýringu. Þaðertildæm-i is ekkert sem mælir í móti því, aö í aflahrotu einsog þeirri sem enn stendur yfir, þá séu ein- faldlega setar reglur um aö togararnir komi ekki inn meö meiri afla en húsin geta unnið. Þetta hefur verið gert í tvö ár á Bíldudal og gefist vel. Ef þaö þýöir, að togurum verður aö leggja í einhverja daga eftir hvern túr í hrotu, þá þaö. Eitthvaö veröur aö gera. Við höfum hreinlega engin efni á að ná ekki hámarksverðmætum út úr kvótanum. Auðvitað kynnu aðgeröir af þessu tæi aö skapa pólitískan urg hjá mörgum. Mögulega kynnu stöku staðir að fara verr út en ella. Aftur á móti myndum viö sem þjóö hagnast á fyrir- komulagi af þessu tæi. En auðvitað veröa yfir- völd aö hafa bein í nefinu til aö geta gripiö til réttra ráöa, og mönnum er nú smám saman aö skiljast aö svoleiöis bein er ekki til í nefi Halldórs Ásgrímssonar. • í öðru lagi veldur láglaunastefna ríkisstjórn- arinnar því, að fólk fiýr í stórhópum úr fiskvinnsl- unni yfir í aðrar atvinnugreinar. Vegna þessa skortir nú sárlega vel þjálfaö fólk í fiskvinnsluna og sú mannekla veldur aftur því, aö aflinn er unninn í skjótunnustu og jafnframt veröminnstu pakkningarnar. Þjóðarbúiö veröur þannig af miljónum og aftur miljónum veqna láglauna- stefnunnar. Þetta skilja margir atvinnurekendur. Þeir þora hins vegar ekki aö hækka launin á eigin spýtur sökum óttans viö Vinnuveitendasambandið.' Stöku maöur bítur þó í sig kjark, til dæmis greiðir Búlandstindur hf á Djúpavogi ríflegt aukaálag fyrir hvert barn sem fiskverkakona á, og heldur þannig mikilvægum og reyndum starfskrafti í vinnu. Ríkisstjórnin á að hlutast til um að svipað fyrirkomulag verði sett á laggir alls staðar í fiskvinnslunni. Það er þjóðarhagur að losna við lágu launin úr fiskverkuninni. Bráða- birgðalög hafa verið sett af minna tilefni en þessu. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Vitnið og fótboltinn Það er í tísku um þessar mund- ir, eins og menn vita, að telja það skynsamlegast að reka alla skapaða hluti fyrir hagsmunafé frá einstaklingsframtakinu - hvort sem um er að ræða sin- fóníusveit, barnaskóla eða í- þróttafélag. I því tilefni skal sögð lítil saga frá Italíu. Giorgio Roselli heitir fyrirliði ítalsks knattspyrnuliðs sem Pesc- ara heitir og er kennt við heima- bæ sinn. Honum varð það á um daginn að játa, að sér fyndist ágætt að fá sér svo sem eitt glas af tilteknu víni sem framleitt er í heimabyggða hans. En það hefði hann ekki átt að gera. Framleiðendur annarrar vítnegundar þar um slóðir, sem hafa styrkt knattspyrnufélagið með 150 miljónum líra á ári, urðu æfareiðir. Þeir sögðu umsvifa- laust upp styrktarsamningi sínum við félagið og hafa neitað að borga 100 miljónir sem fótbolta- liðið átti inni samkvæmt honum. Nú ætla allir þessir aðilar, knatt- spyrnumenn jafnt sem vínfram- leiðendur fyrir dómstóla með mál sitt. Meðan afgangurinn af ítölsk- um fótboltaliðum, sem fá um það bil miljarð líra í styrktarfé frá fyrirtækjum á ári, fylgjast með framvindu deilunnar með þungri áhyggju. Fyrir nokkrum árum urðu frægar ítalskar kvikmyndir sem gengu undir nafninu Mondo Cane. Þar voru sýndar ýmsar furður veraldar og sumar nokkuð grimmar og vöktu upp mótmæli - til dæmis senur þar sem höfuð voru höggvin af kálfum á Ghúrkahátíð á Indiandi eða svín- um slátrað til veislu á Nýju Gín- eu. Mest ámæli hlutu höfundar þessara sérstæðu heimildamynda þó fyrir það, þegar þeir í seinni hlutum myndaflokksins kvik- mynduðu aftöku fanga í Kongó- stríðinu í Afríku - var m.a. haft fyrir satt að þeir hefðu samið við aftökusveitina um tilhögun alla til að ná sem bestum nærmyndum af dauðastríði fangans. Alvöru blóðsúthellingar Þetta þótti semsagt óleyfilegt brask með dauðann fyrir nokkr- um árum. En nú sýnist annað uppi, ef marka má frétt í Morgun- blaðinu í fyrradag: Þar segir að nú séu í Bandaríkjunum vinsæl- astar á myndbandaleigum þær myndir sem sýna „raunveruleg morð“. Þar er haft eftir myndbanda- leigusölum, að myndirnar séu heimildarmyndir sem sýna „at- burðisem eigasérstað íraunveru- leikanum, allt frá aftökum í raf- magnsstólum til sláturtíðar í slát- urhúsum... Myndirnar sýna einnig aftökur hjá frumstœðum œttflokkum, sjálfsmorð, krufningar og slátrun apa á veitingahúsi einu þar sem apaheilar eru aðalréttur hússins“. Þessar myndir heita ,Andlit dauðans“ og munu tvær slíkar til og hafa notið gífurlegra vinsælda. 30 þúsund eintök af myndinni hafa selst og þær nema ekki stað- ar á hillum myndbandaleigna. Margt hefur í tímans rás verið sagt um þá undarlegu skemmtun sem Rómverjar til forna höfðu af því að sjá slátrun manna og dýra í hringleikahúsum og einatt verið sagt sem svo, að sú grimmdarfýsn hafi verið tengd heiðni. Fróðlegt væri að vita, hverju samfélags- rýnendur vilja kenna um þann dauðalosta sem nú berast fregnir af frá einhverju kirkjuræknasta samfélagi heims, nítján hundruð og sextán árum eftir dauða Nerós keisara. Kommar fá á baukinn Jón Þ. Árnason er mættur til leiks í Morgunblaðinu með hundruðustu og þriðju grein sína um yfirvofandi hrun Vesturlanda og þar með um ógn þá, sem þeim stafar frá kommum og frjáls- lyndum og „blóðötuðum asískum morðskörum“ svo ein glósan úr síðustu grein sé til færð. Þessi málflutningur er alltaf mjög sér- stæður í íslenskum blaðaheimi og því oftar en ekki ómaksins vert að vitna til hans: .Aratuga hatursáróður vinstri- manna, hvort heldur af hálfu kommúnista eða frjálslyndinga gegn öllu því göfugasta og heilbrigðasta sem vestrœn menn- ing hefur getið afsér, hefur borið drepandi árangur. Menningar- þreyta og evrópskt sjálfshatur lœsa klónum dýpra og dýpra í lífs- hold björtu áífunnar. Allt frá öflugustu skoðana- smiðjum erlendis niður í frá- rennsli Þjóðviljans, íslenska ríkis- útvarpið, hafa gnístrandi haturs- og lygahrin ur gengið yfir menn og múg af vaxandi þunga ár eftir ár... Með sultardropa á nefinu og lafandi tungu lepur þetta ícraðak, oftast langskólaslœpt, sumt naumast stautandi á eigin móður- máli, og haldið óbeit á söguþekk- ingu, upp hvaðeina er hugsanlega gœti talist okkur og forgenglum okkar til hnjóðs“. Því miður verður Jón Þ. Árna- son að játa, að hann hafi ekki fundið nein „tímabær, óyggjandi úrrœði“ gegn því skelfilegu fári sem hann rekur. En hann lofar því samt, í anda fornkappa, að halda ótrauður áfram með sína rittilburði enda njóti hann til þess „velvildar ritstjóra Morgunblaðs- ins“. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, stendur þar. ÁB DUomniJiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritatjórnarfuiltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttaatjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís öskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Olga Ver* í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.