Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 9
GLÆTAN J i i i ! I 1 Föstudagur 26. júlf 1985 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 9 Bandvitlaus mynd birtist á síð- ustu Glætu-síðu með eftirfarandi texta og þar sem myndin var aðal- atriðið fór allt í steik... hér kemur sem sagt rétta myndin (vonandi) og svona var hinn gagnmerki myndartexti: „Þessa mynd rák- umst við á í Lundúna-músik- fréttablaðinu Record mirror og fengum hana að „láni“. í textan- um sem fylgir myndinni stendur að hún hafi verið tekin af þesu ágæta fólki í „kaupfélaginu" þar sem það var að eyða einhverju af hýrunni sem það fékk fyrir vinnu sína við nýjustu Bond- kvikmyndina, A View to a Kill. Fyrir miðju eru aðalleikonurnar, þær Grace Jones og Tanya Ro- berts, og fylgir sögunni að sú síðarnefnda sé svona þreytuleg og hálfleið á svipinn (þótt hún reyni að láta á engu bera), vegna þess hvað Duran-drengirnir voru lengi að mála sig og snyrta. Ekki segir frekar hvernig „verslunar- túrinn“ fór þegar þær stöllur komust loks af stað með strákan Roger, Simon og Nick í eftir- dragi“. A Það mætti haida að Ma- donna væri í Alþýðu- bandalaginu... bara á hverjum föstudegi í Glætunni. Sú er þó ekki raunin, néástæðan, bara sú að fiskeldisfræðingur í tvíburamerkinu hefur auga fyrir henni ekki síðurenurriðum, bleikjum, stórlöxum og fleirum fiskum í sjónum. Hins vegar var ekkert um Madonnuna í skóia- bókunum úti í Bretó, enda hún næstum 10 árum yngri en hann, og ætlum vér að bæta örlítið úr því... það er að segja vitneskjuleysi hans um Madonnu. Madonna Louis Ciccone fædd- ist árið 1960 í Bay City í Michigan í Bandaríkjunum. Hún missti móður sína sex ára gömul en ólst upp við aga sem ásamt eðlislægri ákveðni hennar hefur hjálpað henni að ná þangað sem hún hef- ur alltaf ætlað sér, á toppinn. Hún stundaði ballettnám strax í barnæsku og auk þess nútíma- dans og djassballett. Eftir eins árs nám við há- skólann í Michigan fluttist hún til New York þar sem hún dansaði í tvö ár með dansflokkunum Pearl Lange og Alvins Ailey, fékkst síðan eitthvað við leiklist áður en hún sneri sér að músikinni. Umboðsmaðurinn Patrick Hernandes leist vel á Madonnu og fékk hana til að flytja til París- ar og stunda þar söngnám. Fyrstu innsýn í bransann fékk hún í hljómleikaferðalögum með hon- um og hljómsveit hans (Hern- andez varð þekktur fyrir lagið Born to be alive) en fannst eigin mál ganga hægt. Hún flutti því aftur til New York og tók til eigin ráða. Hún söng með ótal hljóm- sveitum, lærði á eigin spýtur á gít- ar, trommur og hljómborð, og fór að semja lög og texta. Hún tók músik sína upp á band og fór með hana til diskótekara á Man- hattan, Marks Kamin. Hann prófaði að spila þessa músik Ma- donnu í diskótekinu og féll hún vel í kramið á dansgólfinu. Kam- in kom Madonnu síðan í sam- band við Sire-plötufyrirtækið, en hún sneri síðar baki við honum og hljómlistarmönnunum sem hún hafði verið að æfa með og fékk Reggie Lucas til að stjórna upp- töku fyrir fyrstu breiðskífu sína, Madonna. Lucas er orðaður við plötur ýmissa „souP’söngvara. Nile Rogers stjórnaði upptöku á seinni breiðskífu hennar, Like a Virgin (sá sami og stýrði hjá Pow- er Station)... og Madonna varð heimsfræg. Madonna hefur alltaf verið hrifin af dansmúsik - Mowtown og ryþma og blús - og segist hafa orðið fyrir áhrifum frá Michael Jackson og Shalamar. Spurð hvort upptökustjórar gegndu stærra hlutverki en listamaðurinn við að gera góða eða vinsæla dansmúsik svaraði hún, að það væri argasta þvæla, búllsjitt! „Gott lag er gott lag”. Hún gerir sér þó vel grein fyrir því hversu mjög upptökustjórum er hampað nú til dags og að kvensólóstjörn- ur standa oft illa að vígi gagnvart ofríki þeirra. Enn er þetta karla- heimur, þótt konur hafi sótt á. Og Madonna hefur svo sannar- lega sótt á brattann, en það er kannski til marks um hversu mik- ill karlabransi rokkið er, að margir karlmenn hafa horn í síðu hennar fyrir að hafa „notfært” sér hina og þessa karlmenn til að komast á toppinn; sem sagt: fyrir að nota hina kvenlegu ímynd sjálfri sér til framdráttar, en ekki til að þjóna undir karlmennina. Ekki veit undirrituð gjörla um innræti Madonnu, né hvort hún hefur hagað sér verr en aðrir um dagana. Hitt tel ég víst, að stúlk- an er enginn asni og músikhæfi- leika og sérstæða framkomu hef- ur hún hvort sem manni líkar nú betur eða verr það sem frá henni kemur. Og svo mikið er víst að hún telur sig vera rétt að byrja. Við sjáum til með það, en höf- um hins vegar tækifæri til að skoða Madonnu í kvikmyndinni Desperately Seeking Susan, sem hér verður sýnd bráðum. Ma- donna lék í henni þegar hún var að reyna að koma sér á framfæri og fékk skítalaun fyrir, en fram- leiðendur myndarinnar mala á hinn bóginn gull vegna góðrar að- sóknar kvikmyndahúsagesta, sem vilja sjá hina sexý og frægu Madonnu... Góðar stundir. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.