Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 14
MYNDLIST Gallerí Slunkarlki Svala Jónsdóttir sýnir Ijós- mvndir í Gallerí Slunkaríki á Isafirði. Svala hefuráður einkum sýntgrafíkmyndir. Akureyri 22 ungir myndlistarmenn sýna málverk, teikningar, skúlptúra, textíl, grafík og keramík í íþróttaskemm- unni við T ryggvabraut á Akureyri. Kjarvalsstaðir I Kjarvalssal stendur yfir sýning á verkum Jóhann- esarS. Kjarvalsog erhún opindaglegakl. 14-22til júlíloka. I vestursal stendur hins vegar yfir Ijósmynda- sýning rússneska lista- mannsins Vladimir Sichov. Þareru 330 Ijósmyndiraf um 170 íslenskum lista- mönnum. Jafnframt er sýnd þar hálftíma kvik- mynd um íslenska menn- ingu er tveir frægir banda- rískir kvikmyndagerðar- menn hafa gert. Sýning- unni lýkur 28. júlí. Oddi Listasafn Háskóla (slands sýnir nú verk sín í glæsi- legum húsakynnum á efstu hæðOdda, nýbyggingar hugvísindadeildar. Opið daglegakl. 13.30-17. Ókeypisaðgangur. TÓNLIST Söngtónleikar Þuríður Baldursdóttir alt- söngkonaog Kristinn örn Kristinsson píanóleikari halda tónleika í grunnskól- anum á Kópaskeri sunnu- daginn28. júlikl. 17.00ogí Miklagarði á Vopnafirði mánudaginn 29. júlí kl. 21.00. Á efnisskránni eru íslensk sönglög í meirihluta en einnig lög eftir Grieg og Dvorak og óperulög eftir Hándel. Selfoss (Safnahúsinu á Selfossi stendur yf ir sýning á 32 myndum sem Listasafn Árnesinga hefur keypt eða verið færl að gjöf á síð- astliðnum árum. Sýningin eropinkl. 14-16virkadaga og 14-18 um helgar. Að- gangurerókeypis. Hveragerði Dagana 24. júlí til 6. ágúst sýnirGunnarí. Guðjóns- son málverk í Eden í Hver- agerði. Á sýningunni eru landslagsmyndirog sitt- hvað fleira. Hafnarfjörður Pétur Þór Gunnarsson opnar sýningu á verkum sínum í Hafnarborg, Strandgötu34, Hafnarfirði. Pótur Þór sýnir 55 myndir aðallega pastel og akrýl. Sýningin stendurtil 11. ág- ústogeropin14.00til 19.00 virkadagaog 10.00- 22.00 um helgar. Norrænahúsið NústenduryfiriNorræna húsinu sýning á Ijósmynd- um eftir sænska skáldið AugustStrindberg. Elstu Ijósmyndirnar eru frá árinu 1886. Sýningin er opin á venjulegum opnunarlíma Norrænahússins. Gallerí Langbrók (Gallerí Langbrók sýnir Aðalheiður Skarphéðins- dóttirtextílhönnuður mynd- verk og slæður. Opið virka dagakl. 12-18og14-18 umhelgar. CaféGestur Þormóður Karlsson og IngaS. Friðjónsdóttirsýna verk sínáCaféGesti, Laugavegi 28. Sýningin stendurtil9. ágúst. Gallerí Borg Nú stendur yfir sumarsýn- ingíGalleríBorgvið Austurvöll. Þargefurað líta um 100verkeftiralla helstu listamenn þjóðar- innar. Sýningin er opin kl. 12-18allavirkadaga. Langholtsvegur 111 Um þessar mundir stendur yfir hjá Islenskum húsbún- aði að Langholtsvegi 111 sýning á verkum 5 nem- enda við textíldeíld MHÍ. Sýnendur eru Björk Magn- úsdóttir, FjólaÁrnadóttir, Ingiríður Oskarsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kristrún Ágústsdóttir. Asmundarsafn Opnuð hefur verið í Ás- mundarsafni ný sýning er nefnist Konan í list Ás- mundar Sveinssonar. Opið alladaga kl. 10-17. Ásgrfmssafn Sumarsýning stendur yfir. Opið daglega nema laugardagakl. 13.30-16. Nýlistasafnið Hollendingurinn Coos Overbeeke sýnir aflöng verk í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3B. Sýningin er opinfrákl. 16.00 til 22.00 virkadagaog 14.00 til 22.00 umhelgar. Gallerí Salurinn Þarstenduryfirsýningá teikningum aðstandenda gallerísins undir yfirskrift- inni „Kynlíf íslenskra karl- manna" þótt samhengið sé engan veginn Ijóst. Opið kl. 13.00-18.00 nema mánu- daga til fimmtudaga eropið kl. 13.00-22.00. Sýning- unnilýkur7. ágúst. Reykjavíkurmót Fjördagurinn eða Reykja- víkurmót barnanna verður í Hljómskálagarði sunnu- daginn 28. júlí kl. 13.00- 17.00. Kepptverðurí íþróttagreinum og boðið upp á ýmis skemmtiatriði. Aðgangseyrirerenginn. Fyrirlestur Dr. Göran Strindberg flytur erindi um Strindberg og myndlist hans og sýnir lit- skyggnuraf málverkum Strindbergs í Norræna húsinu sunnudaginn 28. júlikl. 20.30. Sædýrasafnið Saedýrasafnið í Hafnarfirði eropið alladagakl. 10-19. Háhyrningnum er gefið á klukkutíma fresti um helgar kl. 13-17. Þjóðminjasafnið Með silfurbjarta nál heitir sýning sem opnuð hefur verið í bogasal Þjóðminja- safnsins og fjallar hún um fslenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Opið daglegakl. 13.30-16. Torfhleðsla Laugardag og sunnudag heldur T ryggvi Hansen torfhleðslunámskeið við nýja leikskólann Sælutröð (vegurinn út á Reykjavikur- flugvöll). Mæting kl. 13.00 báða dagana og unnið til kvölds. Námskeiðið kostar 100kr.ádag. Hljómskálagarður Rokktónleikar verða i Hljómskálagarðinum á sunnudagkl. 13.30-17.30. Milli 8 og 10 hljómsveitir leika undir kjörorði árs æskunnar: Þátttaka, þró- un.friður. Lækjartorg Hljómsveitirnar Fásinna og Með Nöktum halda útitón- leika á Lækjartorgi föstu- daginn 26. júlí kl. 16.30. Skálholt Áþriðju hátíðarhelgi sumartónleikanna í Skálholtskirkju verða ein- göngu flutt verk eftir Bach. Álaugardagkl. 15.00 leikur Ketil Haugsand á sembal, Goldberg-tilbrigði Bachs. Kl. 17.00 samadag flytja Ketil Haugsand og Laurence Dreyfus heildar- verk Bachs fyrir viola da gambaog sembal. Kl. 15.00 á sunnudag verða þeir tónleikar endurteknir. Kl. 17.00ermessaþar sem sr. Sigfinnur Þorleifs- son prédikar. Áætlunarf- erðir frá Umferðarmiðstöð kl. 13.00 báðadagana. LEIKLIST GaukuráStöng Ámánudögum, þriðju- dögum og miðvikudögum gefst nú fólki kostur á að kaupa mat og er leiksýning innifalin. Þrírnýútskrifaðir leikarar sýna einþáttung- innBjörninneftirTsékoff. Stúdentaleikhúsið Stúdentaleikhúsið sýnir Draumleik eftir Strindberg á sunnudögum, þriðju- dögum og fimmtudögum. Miðar eru seldir við inn- ganginn en einnig er hægt að panta þá í síma 17017. Light Nights Light Nights sýningarnar eru hafnar i Tjarnarbíói en þær eru einkum ætlaðar fyrir erlenda ferðamenn. Sýnt er á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum kl. 21. Skorinn strengur. Mynd H.A. Nómskeið Torf- hleðsla Um helgina býðurTryggvi Hansen upp á kennslu í torf- hleðslu, elstu iðngrein menn- ingarinnar, það er iðn garð- lags og byggingar. Torfhleðslunámskeiðið verður haldið báða dagana við nýja leik- slcólann Sælutröð sem liggur við veginn út á Reykjavíkurflugvöll. Námskeiðiðbyrjarkl. 13.00 báða dagana, kaffitími kl. 17.00 og síð- an unnið til kvölds. Markmið námskeiðisins er að kunna þetta handverk nógu vel til að geta hlaðið að vild sinni heima hjá sér í garði. Framhaldsnámskeið verð- ur að viku liðinni á sama stað, sama tíma. -aró Skálholt Þriðju Sumartónleikar Á morgun, laugardag, hefst þriðja hátíðarhelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju. Að þessu sinni verða eingöngu flutt verk eftir Jóhann Sebasti- an Bach. Kl. 15 á laugardag gefur að heyra eitt mikilfenglegasta semb- alverk tónlistarsögunnar, Gold- berg-tilbrigðin. Tilbrigðin eru samin á tíu ára tímabili og lauk Bach við þau 1741, níu árum fyrir andlát sitt. Það er Ketil Haugsand frá Noregi sem leikur tilbrigðin. Ketil Haugsand nam fyrst org- elleik hjá Ludvig Nielsen og Ar- ild Sandvold og píanóleik hjá Hans Solum. 1968 lauk hann prófi í orgelleik og píanókennar- aprófi 1969. Sama ár kom hann fyrst fram sem píanó- og sembal- leikari. Árið 1973 lauk hann ein- leikaraprófi á sembal við Tónlist- arháskólann í Amsterdam þar sem Gustav Leonhardt var kenn- ari hans. Þar hlaut hann „Prix d’exellence“ 1975. Hann vann til verðlauna í alþjóðlegri sembal- keppni í Paris 1979 og Brugge 1980. Hefur farið í tónleikaferðir um flest Evrópulönd og Banda- rikin, bæði sem einleikari á sembal, orgelleikari og með kammersveitum. Kennir á Lœkjartorg Úti- tónleikar Hljómplötuútgáfufyrirtækið MJÖT stendur fyrir útitón- leikum á Lækjartorgi föstu- daginn 26. júlí nk. kl. 16.30 að staðartíma. Þá koma til með að leika hljómsveitirnar Fás- inna og Með nöktum og kynna þær efni af nýútkomn- um hljómplötum sínum. tónlistarnámskeiðinu í Þránd- heimi og við tónlistarháskólann í Osló. Kl. 17 á laugardag verða flutt heildarverk Bachs fyrir viola da gamba og sembal. Hinn þekkti bandaríski gömbuleikari Laur- ence Dreyfus leikur verkin ásamt Ketil Haugsand semballeikara. Laurence Dreyfus nam selló- Skálholtsdómkirkja. leik við Julliardskólann og gömbuleik hjá Wieland Kuijken í Brussel. Frá 1977 hefur hann haldið tónleika og komið fram í útvarpi í Bandaríkjunum, Kana- da og mörgum Evrópuríkjum. Hann hefur tekið þátt í ýmsum sumarhátíðum og leiðbeint á al- þjóðlegum tónlistarnám- skeiðum. Er með doktorspróf í tónlistarfræðum og kennir tón- listarsögu við Yale-háskóla. Laurence vinnur að athugun á gömbusónötum hans sem hann gefur út í lok þessa árs. Kl. 15 á sunnudag, dánardægri Bachs, verður endurtekinn flutn- ingur á verkum hans fyrir gömbu og sembal. Kl. 17 á sunnudaginn er síðan messa þar sem sr. Sigfinnur Þor- leifsson prestur við Borgarsjúkr- ahúsið í Reykjavík prédikar, en listamenn annast tónlistarflutn- ing. Sóknarpresturinn í Skál- holti, sr. Guðmundur Óli Ólafs- son þjónar fyrir altari. Áætlunarferðir eru báða dag- ana í Skálholt og er farið kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinni í Reykja- vík. Ókeypis aðgangur er að tón- leikunum og er fólki ráðlagt að koma tímanlega því að kirkjan hefur verið þéttsetinn á fyrri tón- leikum á hátíðinni. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.