Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN minn í Myndlistarskólann og hef ég hermt eftir honum. Ég teikna allt sem mér dettur í hug, svo hef ég líka notað talsvert vatnsliti og er að reyna að fikra mig áfram. Ég og kunningi minn höfum haft fyrir tómstundagaman að teikna hasarmyndablöð. Uppáhalds teiknimyndapersónan mín er Viggó sem spókar sig um í Viggó- bókunum, hann er djöf... skemmtilegur." Þessi myndasyrpa gerist í „grjótinu", þar sem Steini vinnur þessa dagana. Það er von að þú hváir! En Steini ásamt nokkrum öðrum krökkum í Vinnuskóla Reykjavíkur vinnur við að hlaða grjótgarð í Grafarvoginum. „Við þurfum að labba um hverfið til að finna náttúrugrjót í hleðsluna, og hefur maður oft sterklega á til- finningunni að maður sé í „grjót- inu“. Svo gerðist það í síðustu viku að vinur minn hann Addó varð fyrir nokkrum skakkaföllum og fannst mér tilvalið að festa það á blað. Aumingja Addó er ennþá á sjúkrahúsi. Við erum 10 krakk- ar eftir í flokknum mínum, það byrjuðu 16 krakkar. Mórallinn er nokkuð góður, en vinnan erfið. Ekki litið á okkur sem fólk Ég er óánægður með stjórn Vinnuskólans, okkur krökkun- um er ætlað að vera þarna upp í rassgati og vinna. Við fengum ekki þau aðföng sem við þurftum til vinnunnar í byrjun fyrr en eftir dúk og disk, og þurftum við að bíða í 10 daga eftir efni. Það er ekki litið á okkur sem fólk í vinnu, það er greinilegt. Með til- komu bónusgreiðslanna þá kem- ur slíkur slóðaskapur nokkuð illa út fyrir flokkinn, vegna þess að verkið er metið í lok sumarsins og heildarbónusinn reiknaður út frá afköstunum! Annars er unglingavinnan ágæt, maður kynnist mörgum krökkum. í mínum flokki eru krakkar úr Fellaskóla, Seljaskóla og úr Grafarvoginum. Pétur flokksstjóri er enginn harðstjóri, en við getum stundum espað hann upp og sér maður þá undir iljarnar á honum. Kaupið lágt Kaupið er andsk... lágt, við erum með þetta 4000 krónur fyrir hálfan mánuð, ég reyni að vera mjög sparsamur en engu að hafa peningarnir vængi. Margir reyna að fá vinnu annars staðar en í unglingavinnunni, en það er erfitt, það er helst í gegnum klíkuskap. Það gengur best hjá þeim krökkum sem eiga foreldra sem eru í einhverjum „bissness". Og svona í lokin Steini, hvern- ig tónlist hlustar þú mest á? „Ég hlusta á allt nema Wham!, Duran Duran og þungarokk." -sp ÍösIÍbIÍI Stephen Duffy rabbar nokkra sentímetra Stephen „Tin Tin“ Duffy hefur gengið aldeilis ágætlega með sínafyrstu breiðskífu. Bæði plötukaupendur og -gagnrýnendur eru sælir með hana... og hann, þennan fyrr- verandi söngvara Duran Dur- an, sem Simon Le Bon leysti af. Hlustum á þennan breska poppara í nokkra sentímetra: „Ég er að bíða eftir að eitthvað gerist. Það gerist eitthvað á hverjum áratug. 1955 voru það skáldin í Berkeley, ’65 Stones og Dylan, 1975/76 pönkið, þannig að 1985/86 hlýtur eitthvað að ger- ast. Ég held ég gefi bara út aðra plötuna mína, Cocksure, fari svo með kassagítarinn og spili í þjóð- lagaklúbbum og sjái til hvað ger- ist. Hvaða bylting verður.“ „Við vorum beðin að spila í Póllandi við krýningu Ungfrúr Póllands og ég sagði að ég mundi koma einn með tvær bakradda- söngkonur. Það olli þeim áhyggj- um - þær máttu ekki vera það fallegar að Ungfrú Pólland félli hugsanlega í skuggann af þeim. Stephen „Tin Tin“ Duffy segir milli- nafn sitt hafa sest á sig fyrir misskiln- ing: Þegar ég var að reyna að komast á samning var ég spurður hvað hljómsveitin héti. Það fyrsta sem mér datt í hug var Holy Tin Tin. Þeir hjá Warner Brothers trúðu því eins og nýju neti og ég sit uppi með það... vona þó að það hverfi; sömuleiðis til- vitnanir í Duran Duran tímabil mitt. Ég nenni ekki að ræða það. Ég hef verið spurður hvort mér finnist ekki siðlaust að spila þar í ljósi ástandsins - stöðu Solidar- nosc gagnvart stjórnvöldum. Ég þoli ekki þessa hræsni í sambandi við Pólland þegar verið er að eyðileggja verkalýðsfélögin hér. Eg gæti alveg eins stutt herlögin eins og að vera hér og horfa upp á eyðileggingu verkalýðsfélag- anna. Listamenn hafa reyndar meira frelsi hér en í Póllandi. Pönkið var á undan tímanum og það varð til bara af því að þá sat Verka- lýðsflokkurinn við völd. Allt var þá miklu frjálslegra og auðveld- ara, lífið þægilegra. Þegar íhalds- flokkurinn komst til valda urðu til öll þessi peningabönd, popp- stjörnur með framadrauma. Það er sama sagan í listaskólum og víðar. Poppstjörnur þora ekki að taka áhættu, ef vera skyldi að hún kostaði peninga." „Mick Jagger var andlit sjö- unda áratugarins, Brian Ferry og David Bowie þess áttunda. Það verða aldrei aðrir Beatles eða Rolling Stones. Svo eru það Sex Pistols og Bay City Rollers - þeir voru enn að 1977. Og hvflíkar plötur þeir gerðu. Ég heyrði Bye Bye Baby um daginn. Líklega hef ég tekið við af Bay City Rollers... kannski er ég hin nýja Wham!... nei annars... í raun og veru er ég Bob Dylan sem lenti í því að fyrsta plata hans var Sugar Sugar, en ekki Blowing in the Wind.“ A þýddi úr ýmsum áttum og sauð saman. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 1. (3) There must be an angel (playing in my heart) - Eurythmics 2. (1) You are my heart, you are my soul -Mo- dern Talking 3. (2) Frankie - Sisters Slades 4. (8) Lifeisllfe- Opus 5. ( 4) ln my house - Mary Jane girls 6. (-) Life in one day - Howard Jones 7. (10) Disco-band- Scotts 8. (-) Peeping town - Rock Well 9. (-) Keylich - Marillon 10. ( 6) Hey, hey guy - Ken Laslo Grammió 1. (1) Kona - Bubbi Morthens 2. (2) Blá himmel blues - Imperiet 3. (5) Those who do not - Pschycic TV 4. (3) Rip, Rap, Rup - Oxsmá 5. (7) Boys & Girls - Brian Ferry 6. (9) Meat is Murder - The Smiths 7. (8) Pressure Drop - Oku Onura 8. (-) Skemmtun - Með Nöktum 9. (10) Empire burlesque -Bob Dylan 10. (-) Network - Robert Fripp Rás 2 (6) Frankie - Sister Sledge (7) There must be an angel - Eurythmics (3) A view to a Kill - Duran Duran (2) lcing on the cake - Steffen TinTin Duffy (4) Celebrating youth - Rick Springfield (6) Get it on - Power Station (-) Life in one day - Howard Jones (5) Raspberry Beret - Prince (8) Kitty - Oxsmá (10) Left Right - Drýsill

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.