Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 7
Þorsteinn Sigurður Guðjónsson höfundur myndasyrpunnar hér fyrir neðan. Mynd Ari. Listir Teiknari í grjótinu Þorsteinn 15 ára kom með myndasyrpu sem hann teiknaði. Þorsteinn starfar í „grjótinu“ uppi í Grafarholti á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur. „Kaupið lágt. Ekkilitið áokkursemfólk“, ogfleirakemurframí viðtalinu við Steina. Nú í vikunni sótti Þorsteinn Sigurður Guðjónsson 15 ára Glætuna heim. Hann hafði í pússi sínu myndasögu sem hann vill endilega koma á framfæri, svo að hún hafi tækifæri til að verða safngripur eftir svo sem hundrað ár. Þorsteinn Sigurður eða Steini eins og hann er kallaður er Breiðhyltingur, hann var í 8. bekk í Fellaskóla síðastliðinn vet- ur og ætlar að halda þar áfram næstkomandi vetur. Aðspurður hvað hann langaði til að gera í framtíðinni sagðist hann ætla að reyna að læra eitthvað í sambandi við teikningu. Fara í Myndlistar- og handíðaskólann eða á listasvið í Fjölbraut. „Það er allt of lítið gert af því að kynna krökkum þá möguleika sem bjóðast eftir ní- unda bekkinn. Flestir vita ekki um annað en Fjölbraut, mennta- skólana og Iðnskólann. Ég vil að Glætustjórnendur fari af stað með starfskynningu samhliða því að kynna menntamöguleika. Einnig erum við krakkarnir mjög þreytt á allir mötun, í flestum til- fellum er allt rétt upp í hendurnar á okkur. Okkur er ekki gefið tækifæri til að móta það sem okk- ur langar til að gera. Hér með brýt ég þessa hefð og kem með teikningarnar mínar sem ég ætla að vona að séu hæfar til birtingar. Ég hef teiknað frá því ég man eftir mér Ég hef teiknað frá því að ég man eftir mér, síðan fór bróðir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.