Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Lítið lát virðist á óróanum í Suður-Afríku. Myndin er frá Kawetha, þarsem um 50 þúsund manns söfnuðust saman í fyradag að fylgja fórnarlömbum til grafar. Suður-Afríka Tutu snuprar Reagan Biskupinn segirstefnu Bandaríkjanna byggjastá kynþáttafordómum. Frakkar leggja til að SÞ samþykki viðskiptahömlur, -Reagan og Thatcher á móti. 15 dánir, 792 í haldi Kvennaráðstefnan Kanar gegn jafnlaunum Nairobi - Fulltrúi bandarísku sveitarinnar í þeirri nefnd kvennaráðstefnu SÞ sem hef- ur setið við að semja lokaá- varp ráðstefnunnar sagði í gær að bandaríkjamenn mundu leggjast gegn klausum um sömu laun fyrir sömu vinnu í ávarpinu. Nefndin náði ekki samstöðu um afstöðu til Suður-Afríku, sí- onisma og Palestínu og kemur ávarpið til atkvæðagreiðslu í dag. í gær hótaði ísraelska sendi- nefndin að hætta þátttöku í ráð- stefnunni ef farið væri hörðum orðum um síonisma í lokaplagg- inu.________________ Hvalir Norðmenn hikandi Ósló - Haft er eftir ónefndum stjórnarheimildum að norð- menn muni innan tveggja mánaða taka ákvörðun um að hætta hvalveiðum sínum vegna ótta við að ella dragist fiskútflutningur verulega sam- an. Sagt er að sjávarútvegsráð- herrann Thor Listau sé undir þrýstingi innan ríkisstjórnarinnar vegna andstöðu sinnar við að gefa hvalinn uppá bátinn. Að- stoðarviðskiptaráðherrann Arne Synnes lýsti því yfir í vikunni að norðmenn ættu að hætta hrefnu- veiðum, sem Alþjóða hvalveiði- ráðið bannaði á nýafstöðnum fundi og Káre Kristiansen, sem nú gegnir störfum forsætis- ráðherra í fjarveru Willochs, sagði í gær að framhald á hval- veiðum gæti komið illa niðrá norskum efnahag. Líklegt er að japanir hætti að veiða hval árið 1987, og yrðu so- vétmenn einir eftir ef þessar spár frá Noregi ganga eftir. Genf - Fjögurra daga fundi olíuráðherra OPEC-landanna lauk í gær og ákvað meiri- hlutinn undir forystu Yamani hins sádíarabíska að lækka hráolíuverð um hálft prósent. Fyrir fundinn var búist við mun meiri lækkun, - á olíumörkuð- um í Rotterdam og víðar má fá hráolíutunnuna um dollara ódýrari en í viðskiptum við OPEC-ríkin. Ákvörðun um heildarframleiðslu og kvóta var frestað til október. Johannesburg/...- Desmond Tutu biskup, friðarverðlauna- hafi og einn helsti leiðtogi blökkumanna í Suður-Afríku lét í gær að því liggja að stefna Reagan-stjórnarinnar í mál- efnum Suður-Afríku byggðist á kynþáttafordómum. „Hvað hefði Reagan gert ef hinir látnu væru hvítir og ekki svartir?“ spurði biskupinn, og mót- mælti þeim rökum Bandaríkja- stjórnar gegn efnahagsað- gerðum gegn Suður-Afríku að þær kæmu verr niðrá svarta meirihiutanum en drottnandi hvítingjum. Þrjú af þrettán ríkjum í Sam- tökum olíuútflutningsþjóða lögðust gegn ákvörðun meirihlut- ans og ætla að lækka olíuverð mun minna, - íran, Líbýa og Als- ír. Svo heitt var í kolunum á olíur- áðstefnunni að íranski ráðher- rann rauk af fundi í fyrradag og tók klukkutíma að mjaka honum aftur í sæti sitt. Litið er á meirihlutaákvörðun- ina sem tilraun OPEC-landanna til að nálgast markaðsverð og ná aftur undir sig einhverju af fyrri Franska stjórnin lagði í gær- kvöldi fyrir öryggisráð Samein- uðu þjóðanna tillögu um að hvetja til efnahagslegra aðgerða gegn Suður-Afríku-stjórn, for- dæma aðskilnaðarstefnu hennar, og krefjast þess að hún leysi úr haldi alla pólitíska fanga. Tals- menn Bandaríkjastjórnar sögðu fyrir fund ráðsins í gær að efna- hagsaðgerðir kæmu ekki til greina og Thatcher forsætisráð- herra Bretlands kvað stjórn sína standa með Bandaríkjamönnum. Talsmaður Kristilegra demó- krata í Vestur-Þýskalandi sagði ríkisstjórnina ekki mundu feta í hlutdeild í olíusölu. Olíufram- leiðsla OPEC-ríkjanna hefur ekki verið minni í tuttugu ár, og í síðasta mánuði var olía úr OPEC- jörð aðeins hálfdrættingur á við framleiðsluna 1980. Þetta hefur einkum komið niðrá sádíar- öbum, helstu olíumönnum heims, sem nú leggja á olíur- eikninga sína aðeins þriðjung þess sem þeir þénuðu 1981, og eru þessi vondu fjallskil farin að segja alvarlega til sín í efnahags- lífi þar í sveit. — Samdráttur í olíuframleiðslu og -sölu OPEC-ríkjanna á sér nokkrar ástæður: kreppa og ork- usparnaður í iðnríkjum, ný olíuríki (Bretland, Noregur...), pólitísk tök vestrænna olíufélaga á ríkisstjórnum sínum. OPEC-menn vona þó að Eyj- ólfur hressist og vilja ekki lækka olíuverð meira en orðið er, enda má færa ýmis rök að því að hinn svokallaði frjálsi markaður sé ekki eins óheftur og látið er í veðri vaka, - vegna ýmislegs sam- krulls vestrænna olíufram- leiðenda, olíufélaga og stjórnvalda. Olíuráðherra Indónesíu og ' fundarstjóri OPEC-fundarins, Subroti, sagði eftir fundinn að ákvörðun meirihlutans yrði ekki breytt á árinu, og bjóst við að eftirspurn ykist í haust. fótspor frakka þrátt fyrir að bæði stjórnarandstöðuflokkar, sam- stjórnarflokkurinn FDP og ung- liðar kristilegra hafi hvatt til slíks. Danir styðja tillögu frakka, og frumkvæði frakka var fagnað af Olof Palme, forsætisráðherra svía, og norskum ráðherrum. Suður-afríska lögreglan sagðist í gær hafa skotið fjóra blökku- menn til bana í viðbót, og hafa 15 látist í óeirðum síðan neyðarlögin voru sett um síðustu helgi. 792 andstæðingar aðskilnaðarstefnu eru nú í haldi hjá lögreglunni, og voru 127 handteknir í gær. ... í Austurríki var í gær gefinn út svartur listi með nöfnum 136 vín- tegunda sem innihalda eitraða frostlagarefnið. í einni flösku hafa fundist 13,5grömm af eitrinu, sem er banvænt séu gleypt af því 30 grömm, en yfirleitt er eiturmagnið innan við gramm. Vesturþýski bannlistinn er mun lengri. Austur- ríski landbúnaðarráðherrann neitaði í gær að segja af sér, eins- og bændasamtök og stjórnar- andstaða höfðu krafist. ... Kvikmyndaleikarinn Rock Hud- son er með alnæmu (AIDS), en ekki lifrarkrabba einsog fyrst var haldið. Hann er sagður sæmilega hress á sjúkrabeði sínum í París, en verður varla ellidauður. ... Risaveldin sprengdu hvort sina kjarnorkusprengjuna í gær, kanar í Nevadaeyðimörkinni, sovétar í austurhluta Kasakstan. ... Rajiv Gandhi Indlandsleiðtoga þykir hafa tekist vel upp í samning- um sínum við sikka, en samkomu- lag hans við leiðtoga þeirra Long- owal er þó kallað útsala af harð- línumönnum í sikkahopi. Full ein- ing var um samkomulagið í ind- verska þinginu. Þetta gerdist Nýafstaðinn fundur OPEC-ríkja var ekki friðsamlegasta samkoma í heimi. En þótt ekki hafi náðst samstaða um lokaályktun eru samtökin ekki í þeirri upp- lausn sem stjórnendur vestrænna iðnríkja (og olíufélaga) teldu æskilegasta, og lýst er hér á bandarískri fréttamynd úr fjarska. OPEC verðlækkun Matur Spaghettí- staðall! Genf - Alþjóðlega staðlastofn- unin, ISO, hefur gefið út staðal um hvernig meta skal spag- hetti og annað pasta-meti. í staðlinum er skýrt frá því hvaða augum sé heppilegast að skoða spaghettíið, og tilgreint á hvern hátt gott spaghettí skal brotna milli tanna og hve mjúk- lega strengirnir skulu leggjast milli tungu og efrigóms. Þá eru gefnar leiðbeiningar um réttilega tilreiðing og suðu spag- hettís, og skal pastavara við gæðamat smökkuð af sex sér- þjálfuðum matsmönnum, sem eiga að tyggja vandlega og gefa síðan einkunn frá einum fyrir mjög mjúkt uppí níu fyrir mjög stinnt. í fréttum af hinum nýja staðli er þess ekki getið hvort staðallinn geymir leiðbeiningar um hversu spaghettíi skal á vegg kastað til athugunar á soðþoli við inn- byrslu í heimahúsum, en áhuga- sömum lesendum er hérmeð bent á Iðntæknistofnun sem annast aðlögun alþjóðlegra staðla að ís- lenskum aðstæðum. Líbanon Sammála um sundurlimun? Arafatásakar ísrael, Sýrland og Bandaríkiti Kaíró - Hinn palestínski oddviti Jassír Arafat ásakar stjómir ísra- els, Bandaríkjanna og Sýrtands um að hafa komið sér saman um að iima Libanon sundur i áhrífa- svæði eftir trúar- og þjóðflokkalín- um. Til að ná þessu marki þurfi stjóm- imar þrjár að flasma burt palestínska flóttamenn, segir Arafat í viðtali við hið hálfopinbera egypska dagblað Al- Ahram, og spáir því að næst geri hóp- ar hollir sýrlendingum árás á flótta- mannabúðir palestínumanna í Sídon í Suður-libanon. Arafat segir ennfremur í viðtalinu að arabalöndin verði að ná lágmarks- samstöðu fyrir fund Reagans og Gor- batsjoffs í nóvember. TIl þess þarf, segir leiðtogi PLO, að ná sáttum milli egypta og annarra ar- abalanda og stöðva styrjöldina milli írak og íran með því að beita sarnís- lömskum herstyrk á landamærum ríkjanna, jafrivel án samþykkis stjóm- anna í Teheran og Bagdad. REUTER Umsión: MÖRÐUR ÁRNASON ... Formaður Venstre-flokksins í Noregi, Odd Einar Dörum, ætlar að afhenda Margréti Thatcher, leið- toga breta, annan af tveimur löxum sem veiðst hafa í vestur- norskri laxá í sumar. Með gjöfinni hyggst Dörum mótmæla hinu súra regni sem drýpur á Noreg mettað óþverra frá iðnþjóðum. Laxáin norska var áður afar fengsæl. ... Monsúnflóð í Indlandi hafa orðið 115 manns að bana. Ástandið er vest t sikkafylkinu Punjab og grannfylkinu himalæska Pradesh. Indverski herinn er við björgunar- störf, og Indlandsstjórn hefur sent yfirvöldum i Punjab sem svarar um 320 milljónir íslenskra króna til mannbóta og endurreisnar. ... 79 eru haldnir látnir eftir að kól- umbísk flugvél hrapaði i innan- landsflugi í Amasonskóginum. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.