Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. DflÚÐVUJINN Fðstudagur 26. júlí 1985 169. tölublað 50. örgangur Guðmundur Georgsson læknir tekur við kertagjöfinni úr hendi Rögnu Þórisdóttur. starfsstjóra kertagerðarinnar ( Sólheimum í Grímsnesi. Þau munu fljóta um ár í Híroshima og Nagasakí 6. og 9. águst næstkomandi. -vd. Mynd jis. Friðarboðskapur Minkaveiði Hef náð 150 dýnirn í sumar „Ég er nú ekki kominn með neinar tölur ennþá fyrir þetta ár en ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra, svona 3500-4000 dýr,“ sagði Páll Hersteinsson veiðistjóri þegar Þjóðviljinn spurði um minkaveiði í ár. Blaðamaður hafði einnig tal af minkaveiðimanni í Grindavík, Sævari Sigurðssyni, en hann hef- ur veitt bæði á Vestfjörðum og á Suðurnesjum. „Ég er búinn að ná um 150 dýrum síðan í maí og þar af hef ég tekið 40 bara í Grinda- vík. Við erum í þessu bæði hjón- in, hún er á bflnum með byssuna og verkfærin en ég leita að dýrun- um og kalla á hana með talstöð þegar ég finn greni. Það verður að fara yfir hrepp- ana árlega, ég var til dæmis á Flateyri í fyrra og náði þar 32 minkum en í vor fór ég aftur og þá var eftir einn steggur. Þetta er svolítið kostnaðarsamt fyrir hreppana en alveg bráðnauðsyn- legt verk. Það er greitt 320 fyrir hvert dýr úr sveitarsjóði en svo fæ ég auk þess tímakaup og bensínk- ostnað greiddan. Þetta getur ver- ið tímafrekt en ef maður er á svæði sem maður þekkir vel þá merkir maður grenin inn á kort og gengur að þeim vísum ár eftir ár. Ég er með smá tilraun í gangi núna, er að temja ungt dýr og hef hugsað mér að nota það til að tæla læðurnar út og ná þeim þannig upp,“ sagði Sævar að lok- um. -vd. Sólheimakerti - kveðja til Hirosíma Sólheimakerti með Guðmundi Georgssyni til Japans til að minnast kjarnorkusprengjunnar. Fleytt með kertum frá tugum annarra þjóða niður árnar í Nagasaki og Hiroshima. Tveir Japanir koma til íslands. Taka þátt í friðarbúðunum og göngunni. 5. ágúst verður kveikt á kertum á Tjörninni. Skilaðu kveðju til Sólheima og Nagasaki ásamt kertum frá fjölda Þórisdóttur þegar hann tók við segðu þcim að þessi kerti muni annarra þjóða, sagði Guðmund- kertagjöf frá Sólheimum sem fljóta niður árnar í Híróshima og ur Georgsson læknir við Rögnu hann mun hafa með sér í för til Japans 2. ágúst næstkomandi í boði japönsku friðarhreyfingar- innar. Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í styrjöld. Dagana 6. og 9. ágúst mun þess verða minnst víða um heim og í Japan verður efnt til alþjóðlegra funda og ráð- stefna auk útifunda og minning- arathafna bæði í Híóshima og Nagasakí. Erlendum samtökum er sér- staklega boðið að taka þátt í að- gerðunum og Samtök herstöðva- andstæðinga hafa þegið boð um að senda fulltrúa til Japans og hefur Guðmundur Georgsson læknir valist til fararinnar. I Jap- an hefur skapast sú hefð að eftir- lifandi fórnarlömb kjarnorkuá- rásanna kveikja á kertum ár hvert og fleyta þeim niður ár í Híroshima og Nagasakí í minn- ingu hinna ótal mörgu sem brunnu og fleygðu sér logandi í árnar til þess að slökkva eldinn fyrir 40 árum. Að þessu sinni verða send kerti með kveðjum frá íslandi en gefendur þeirra eru Lýðrœðisþjóðfélagið Helmingaskiptareglan Framsóknarflokkurinn og Sjálfstœðisflokkuirnn skipta bœjarfógeta- og sýslumannsembættum jafnt á millisín. Alveg eins og íhermanginu. Brot á stjórnarskrá lýðveldisins? Af 25 bæjarfógetum og sýslu- mönnum eru 12 Framsóknar- menn og 12 Sjálfstæðismenn - og einn á róli, segir í úttekt Helgar- póstsins sem birtist í gær. í HPsegirm.a. „Ogþað ereng- in tilviljun að svona er í pottinn búið. Mál hafa ekki skipast svona að ástæðulausu. Nei, ástæðnanna er einfaldlega að leita í þeirri staðreynd að á síðustu áratugum hafa þeir dómsmálaráðherrar sem setið hafa, verið úr Fram- sóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki. Og valið er þeirra þegar embættaveitingar eru annars veg- ar. Og embætti eru veitt til lífstíð- ar. Embættisveitingar eru hápólit- ískar. Svokölluð helmingaskipt- aregla Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks er í fullu gildi á þessum vettvangi". Samkvæmt stjórn- arskránni er bannað að menn séu látnir gjalda fyrir stjórn- málaskoðanir sínar við embætta- veitingar. -óg vistmenn í Sólheimum. „Þessi fimm kerti eru táknræn gjöf frá Sólheimum í Grímsnesi til japön- sku friðarsamtakanna til þess að efla frið um heim allan," segir í bréfi Ólafs Mogensens í Sól- heimum til Japans. Fimm kerti verða eftir á íslandi og að kvöldi 5. ágúst verður kveikt á þeim og þeim fleytt á Tjörninni í Reykjavík. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boð- ið heim tveimur japönskum kj arnorkuvopnaandstæðingum. Annar þeirra, Toshio Okamuta er frá Hiroshima og var þar örlag- adaginn 6. ágúst 1945, þá um tví- tugt. Hinn er Yoshio Niki læknir sem lengi hefur annast sjúklinga sem enn þjást vegna afleiðinga kjarnorkuárásanna. Gestirnir eru væntanlegir 7. ágúst og munu dvelja hér til 11. ágúst. Á meðan á dvöl þeirra stendur munu þeir hitta að máli ráðamenn þjóðar- innar og taka þátt í aðgerðum hér á landi til að minnast 40 ára afmælisins. Þeir munu meðal annars taka þátt í friðargöngunni 10. ágúst og verða í friðarbúðun- um í Keflavík, þar sem þeir munu segja frá reynslu sinni. -vd. Neytendasamtökin Okur- reikningar Neytendasamtökunu- m barst kvörtun vegna reikningsfrá viðgerðaverkstœðinu Seyði á Smiðjuvegi 28. Samtökin gerðu verðkönnun. Munaði 3.158.-kr. Gífurlegur verðmunur er á við- gerðaþjónustu heimilistækja. Samkvæmt verðkönnun sem Neytendasamtökin gerðu vegna kvörtunar, munaði í einu tilfelli 3.158 krónum á sömu þjónust- unni. Neytendasamtökin fengu kvörtun vegna reiknings frá Seyði, sem er sláttuvélaþjónusta á Smiðjuvegi 28. Reikningurinn hljóðaði upp á 4.408 krónur en vélin sem er 10-12 ára kostar ný frá 13.000 krónum. Neytendasamtökin gerðu sam- anburð á tveimur öðrum sams- konar verkstæðum fyrir svipaða viðgerð og einu bifreiðastillinga- verkstæði. Á verkstæði I hljóðaði reikningurinn upp á 1.250 krón- ur, á verkstæði II var hann á 1.462.50, og á bifreiðastillinga- verkstæðinu var reikningurinn á 1.806 krónur. í mörgum tilfellum er ekki hægt að fá viðgerðarreikninga endurskoðaða. Oft er þjónusta þessi undanþegin verðlagsá- kvæðum og því nánast á valdi seljanda að setja upp verð eftir eigin geðþótta. -sp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.