Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Hestaslysið við Skeiðavegamót Árekstrar hesta og bifreiða áþjóðvegum tíðir. Vantar reið leiðirfyrir hestamenn. Sigfús Guðmundsson formaður hesta mannafélagsins Smára á Selfossi: Bœði reiðmenn og öku menn verða að sýna meiri aðgœslu. Fyrir svo sem eins og tíu dögum varð alvarlegt slys á Skeiða- vegamótum skammt frá Selfossi, þar sem bifreið af tegundinni Sco- ut ók inn í hóp hesta. Afleiðingar slyssins voru þær, að aflífa þurfti tvo hesta og fjórir aðrir slösuðust. Bifreiðin var talin óökufær eftir slysið. Svona slys vekja upp ýmsar spurningar um umferð bifreiða og hesta um þjóðvegi landsins og það er fjarri sanni, að þetta ák- veðna slys sé undantekning. Það er talsvert algengt, að bifreiðar og hestar lendi saman á þjóðveg- unum. Lögreglunni á Selfossi er tilkynnt um mörg slík slys á ári hverju og líklegt verður að telja að svo sé einnig á öðrum svæð- um. Þjóðviljinn hefur haft fregnir af því, að reiðleið frá Þjórsárbrú og upp að Þrándarholti hafi verið lokuð þegar slysið varð, en ann- ars séu reiðmenn varnir að nota þá leið í stað þess að fara með Skeiðarvegi. Blaðamaður bar þetta undir Sigfús Guðmundsson formann hestamannafélagsins Smári á Selfossi. „Jú, þessi reið- leið var lokuð þegar þetta slys varð og ég veit ekki betur en hún sé það enn. En eftir því sem við höfum komist næst er það óleyfi- legt, að loka gömlum reiðleiðum. Við höfum mikið barist fyrir úrbótum í þessum málum, en það hefur ekki borið tilætlaðan ár- angur, því miður. Auðvitað skapast mikil slysahætta þegar bæði bifreiðar og hestar eiga leið um þjóðvegi. En ég er þeirrar skoðunar, að ef þessir aðilar sýndu meiri aðgát og tillitssemi myndi sú hætta minnka til muna. Svo er spurning hvort ökumenn og reiðmenn þekkja það sem um- ferðarlögin segja um þeirra sam- skipti. Ég þekki það reyndar ekki sjálfur. Þetta þarf að kynna mönnum og einnig að brýna fyrir þeim að fara varlega," sagði Sig- fús. Jón I. Guðmundsson yfirlög- regluþjónn á Selfossi sagði í við- tali við blaðið, að ástandið í þess- um málum væri mjög slæmt. Að- spurður um slysið á Skeiðavega- mótum sagði Jón, að hemlar bif- reiðarinnar hefðu ekki virkað sem skyldi. Reiðmaðurinn taldi sig hafa nægan tíma til að komast yfir veginn með hestana áður en bifreiðina bæri að, en þar sem bifreiðin var á heldur miklum hraða og hemlar hennar bilaðir, Friðarbúðir Nog handa öllum Bjarni Harðarson: býður til lundaveislu Við bjóðum til lundaveislu í friðarbúðunum flmmtu- daginn 8. ágúst, sagði Bjarni Harðarson sem sæti á í miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga þá er hann leit við á Þjóðviljanum með væna kippu lunda í gær. Bjarni hefur verið við lunda- veiðar í Drangey ásamt þremur öðrum um mánaðarskeið. Hann mun hafa meðferðis í friðarbúð- irnar á þriðjahundrað lunda að bjóða svöngum friðarbaráttu- mönnum. „Veiðin hefur að vísu ekki gengið mjög vel í ár, það er óhagstætt veður sem á þar mesta sök“. „Lundann háfa veiðimenn þar sem hann svífur hægt og rólega með bjargbrúninni. Síðan er lundinn aflífaður áður en hann hefur haft ráðrúm til þess að átta sig á hlutunum, semsagt mannúð- leg veiðiaðferð", sagði Bjarni. „Arlega eru veiddir um 200.000 lundar hér við land, mest í Vestmannaeyjum, séu aðstæður góðar getur vanur lundaveiði- varð raunin önnur með hinum hörmulegustu afleiðingum. Jón sagði að sér vitanlega væru ekki til neina sérstakar reglur um sam- skipti ökumanna og hestamanna á þjóðvegum landsins utan það sem stendur í 63. grein umferð- arlaganna. Þessi samskipti yrðu fyrst og fremst að byggjast á að- gætni og tilltisemi beggja aðila. Það væri aftur á móti mjög slæmt að reiðmenn þyrftu að vera svo nálægt bílaumferð. gg Bjarni Harðarson, með lundakippu, aðeins örlítið brot þess sem boðið verður uppá í friðarbúðunum nk. fimtudagskvöld: „Það ætti að verða nóg handa öllum, ef svo verður ekki þá gerir það heldur ekkert til." Ljósm. Ari. maður veitt og það auðveldlega ekki núna, enda vertíðin léleg 1001undaádag,enþvínáðumvið víðast hvar“. -já Reiðleiðir vom lokaðar Vesælt í verðbréfunum Tekju- og eignaskattslaus verðbréfafirma. Heildargjöld hjáAvöxtun s/f15.045 kr. á er komið að því að líta á opinber gjöld nokkurra helstu rekstrarráðgjafafyrirtækja landsins og stærstu verðbréfa- sölufírmanna. Það vekur strax at- hygli hversu illa hefur árað hjá öllum þcssum fyrirtækjum þó veltan hjá flestum þeirra sýnist vera töluverð, og þau komast öll hjá því að borga tekjuskatt þetta árið. Sömu sögu er að segja um verðbréfasalanna en að þeirra eigin sögn hefur verið mikil gróska á verðbréfamarkaðnum og skuldabréfin stoppa stutt við. Eitthvað gefur þessi umboðssala samt lítið í aðra hönd því ekkert fyrirtækjanna borgar tekjuskatt né hefur haft efni á að fjárfesta því eignaskatturinn er heldur enginn. Meira að segja eitt fyrir- tækið Ávöxtun s/f sem lofar í auglýsingum að ávaxta sparifé landsmanna á hagkvæmasta máta, sleppur við aðstöðugjaldið í ár og fær í heildarálagningu rúmar 15 þúsund krónur. Hvað ætli það sé hátt hlutfall af meðal- afföllum handhafaskuldabréfa á verðbréfamarkaðnum í dag? -lg- Tekjusk. Elgnask. Ulsvar Aðstoöugj. Onnurgj Frádr. Samtals Rekstrarráðgjafar Hagvangur h/f Grensósvegi 13 0 0 0 270.750 367.716 0 638.466 Hannarr Síöumula 1 0 2.939 0 75.510 98.088 0 176.537 íslensk endurskoðun Suðurlandsbr. 14 0 1.091 0 22.660 9.152 0 32.903 Rekstrartækni Síðumúla 37 10.330 0 0 306.300 327.564 0 644.194 Verðbréfasalar Ávöxtun s/f Laugavegi 97 0 0 0 0 15.045 0 15.045 Fjárfestíngarf. íslands h/f Hafnarstræti 7 0 0 0 225.010 119.715 0 344.725 Kaupþing h/f Húsi verslunarinnar 0 0 0 180.670 166.263 0 346.933 Föstudagur 2. ágúst 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 Seltjarnarnes Jafn- rettislög brotin? Félagsráðgjafar mót- mœla kvenfjandsamlegri afstöðu bœjarstjórnar Hið íslenska félagsráðgjafafé- lag telur að ranglega hafí ver- ið staðið að ráðningu félagsmála- stjóra á Seltjarnarnesi nú nýver- ið. Þar hafi kynferði umsækjenda skipt sköpum við ráðningu í stöðuna. í tilkynningu frá félaginu segir að ljóst sé að tveir félagsráðgjafar hafi sótt um starfið. Annars vegar var það kona með um 15 ára starfsreynslu og hins vegar ungur maður sem lauk prófi í félagsráð- gjöf árið 1982. Karlmaðurinn var ráðinn í stöðuna en ekki var hirt um að ræða við konuna, segir í tilkynningunni. Það sjónarmið hefur jafnan gilt við ráðningar, að sá sem lengri starfsaldur hefur er metinn hæf- astur, ekki síst þegar um sömu menntun er að ræða og telur fé- lagið því ljóst að kynferði um- sækjenda hafi ráðið úrslitum í þessu tilfelli. Segir að lokum í til- kynningunni að HÍF mótmæli harðlega þeirri kvenfjandsant- legu afstöðu sem kemur fram í þessum vinnubrögðum bæjar- stjórnar Seltjarriarness. 1H Neskaupstaður Smábáta- kvóta motmælt Á aðalfundi Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað (SUN) nýlega urðu umræður um fiskveiðistefnuna og þá einkum kvóta smábáta innan við tíu lestir að stærð, en þaðan eru gerðar út yfír fímmtíu slíkar trillur og er aðalveiðitímabil frá því í maí cða júní og fram í október. í einróma samþykktri áætlun segir m.a. að fundurinn lýsi yfir hörðum mótmælum gegn þeim ósanngjörnu og fáránlegu reglum sem opinberir aðilar hafa sett um fiskveiðar smábáta undir tíu rúmlestum. Landsaflakvóti allra slíkra báta í landinu sé fráleitur og valdi ó- þolandi misrétti milli veiðisvæða og landshluta. Fundurinn mót- mælir einnig einstökum veiðist- öðvunum trillubáta um hásumar- ið og nú síðast barnalegum regl- um um helgarbann á smábafa. ___________________IH Framleiðsluráð ASI skipar ekki fulltrúa Miðstjórn Alþýðusambands íslands hefur ákveðið að ASÍ skuli ekki tilnefna fulltrúa í þær nefndir sem ný lög um fram- leiðsluráð landbúnaðarins kveða á um. Segir í frétt frá ASÍ að full- trúa neytenda séu engir mögu- leikar skapaðir til þess að hafa áhrif á heildarstefnumótun ráð- herra og fulltrúa framleiðenda. Aðild neytenda að verðlagning- arkerfinu sé greinilega sviðsett og endurspegli þetta nú sem fyrr við- horf einokunar- og skrifræðis- herranna í landbúnaðarráðuneyti og Bændahöll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.