Þjóðviljinn - 02.08.1985, Síða 6
MINNING
Drysill í
Nú sem endranær verður sitt-
hvað um að vera í Húnaveri um
verslunarmannahelgina. Þetta
árið er það rokksveitin Drýsill
sem heldur uppi stuðinu þar
nyrðra. Auk þess verður margt
annað til skemmtunar.
Söngkonan Leoncie Martin
kemur fram en hún hefur vakið
Velkomin í
Það hafa ýmsir sjálfsagt hugs-
að sér að fara í Þórsmörk um
verslunarmannahelgina.
í gegnum tíðina hafa verið i
gildi óformlegar reglur um um-
gengni á útivistarsvæðum okkar
allra. Þeir aðilar sem hafa með
Þórsmörk að gera hafa hins vegar
séð ástæðu til að setja sérstakar
reglur um umgengni í Þórsmörk.
Nú þarf til að mynda hver sá hóp-
ur sem ætlar sér að dvelja í Þórs-
mörk að hafa fararstjóra sem er
þá um leið talsmaður hópsins. Á
eftirtöldum stöðum þarf einnig
sérstakt leyfi til að tjalda og eru
ákveðnir aðilar sem veita leyfið. í
Langadal (Ferðafélag íslands),
Húnaveri
mikla athygli fyrir söng sinn og
sviðsframícomu. Hljómsveitin
Start verður vakin til lífsins á ný,
aðeins um þessa einu helgi.
Diskótek verður í gangi með
bæði gömlu og nýju dansana og
snyrting og veitingasala verður
opin allan tímann. Aðgangur að
svæðinu er ókeypis. gg
Þórsmörk
Básum (Otivist og Skógrækt
Ríkisins), Endum (Skógrækt
Ríkisins), Slyppugili (Farfuglar
og Skógrækt Ríkisins), Húsadal
(Austurleið hf. og Skógrækt
Ríkisins).
Þá vilja umsjáraðilar Þórs-
merkur einnig minna á að of-
neysla áfengis getur valdið brott-
vísun úr Þórsmörk eða synjun um
dvalarleyfi. Þá verður heldur
aldrei of oft á það minnt að ekki á
að skilja eftir rusl né urða það á
víðavangi, ekki skal kveikja elda,
þá á ekki að rífa upp grjót né
hlaða vörður. Einnig á að vera
næturró á svæðinu frá kl. 00.30 til
07.00.
Mót og
útiskemmtanir
Hátíðahöld um Verslunar-
mannahelgina verða að öllum lík-
indum með svipuðu sniði og verið
hefur undanfarin ár. Margvísleg
mót og útisskemmtanir verða víðs
vegar um landið.
I Þjórsárdal er það Gaukurinn
’85 sem gefur tóninn. Þangað
verða ferðir alla helgina frá BSÍ
1-2 á dag og ferðir frá Þjórsárdal
'laugardag, sunnudag og mánu-
dag.
I Galtplæk verður haldið veg-
legt bindindismót. Á föstudag er í
boði sérstakur unglingaafsláttur
fyrir 13 til 15 ára. Ferðir frá
Reykjavík í Galtalækjarskóg eru
föstudag og laugardag og til baka
sunnudag og mánudag.
Vestmannaeyingar halda sína
árlegu þjóðhátíð með ættjarðar-
ást og söng. Þangað komast lyst-
hafendur með Herjólfi og sér-
leyfisferðum Kristjáns Jóns-
sonar. Ferðir út í Eyjar hófust á
miðvikudag og er farið tvisvar á
dag til og frá Eyjum.
Austurleið sér um áætlunar-
ferð í Þórsmörk en annars staðar
má sjá ábendingar til þeirra sem
þangað leggja leið sína til
náttúruskoðunar og útiveru. Far-
ið er daglega frá Reykjavík kl.
8.30 og frá Þórsmörk 15.30.
Aukaferð frá Reykjavík föstudag
kl. 20.00.
í þjóðgarðinn á Þingvöllum
eru ferðir daglega kl. 14.00 og
aukaferð á föstudag kl. 20.00.
Heim aftur er farið með Þing-
vallaleið kl. 17.00 daglega.
Ólafur Ketilsson sér um ferðir
til og frá sælureitnum Laugar-
vatni og fer daglega frá Reykja-
vík kl. 10.00. Aukaferð á föstu-
dagskvöld kl 19.30. Frá Laugar-
vatni er farið alla daga kl. 16.00.
Sætaferðir í Aratungu eru
föstudags- og laugardagskvöld.
Á Úlfljótsvatni verður haldin
mögnuð fjölskylduhátíð um
verslunarmannahelgina. Þangað
komast væntanlegir gestir með
sérleyfisferðum Selfoss. Ferðir
frá Reykjavík föstudag og laugar-
dag og frá Úlfljótsvatni sunnudag
og mánudag.
Á tjaldstæðið á Geirsár-
bökkum í Borgarfirði er leikur
einn að komast. Frá Reykjavík
eru daglegar ferðir föstudag til
sunnudags og tvisvar á dag laug-
ardag og sunnudag. Frá Geirsár-
bökkum er farið k. 16.00 sunnu-
dag og mánudag. Þá verða sæta-
ferðir frá tjaldstæðinu á dansleik.
Á stuðið í Atlavík verða ferðir
hvaðanæva að á landinu á föstu-
dag og frá Egilsstöðum eru ferðir
alla daga. Frá Atlavík verður far-
ið á mánudag en til Egilsstaða eru
margar ferðir laugardag, sunnu-
dag og mánudag.
Allar nánari upplýsingar um
áætlunartíma, verð og fleira er
hægt að fá á BSÍ.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1985
Þorvaldur Þorvaldsson
kennari
fœddur 13.02. 1929
dáinn 27.07. 1985
Árið 1950 kom til Akraness
ungur kennari sem hugði til
skammrar dvalar rétt til að reyna
sig við kennslu áður en haldið
yrði til frekara náms. Viðdvölin
varð þó lengri og stóð með litlum
hléum allt til æviloka.
Þorvaldur Þorvaldsson átti
starfsævi sína í framhaldsskólum
á Akranesi. Fyrst í Gagnfræða-
skólanum, þá í Iðnskólanum og
loks í Fjölbrautarskólanum á
Akranesi. Eitt skólaár kenndi
hann í fæðingarbæ sínum Hafnar-
firði og hlé varð á starfsferlinum
er hann sótti til náms í Kennara-
háskólanum í Kaupmannahöfn.
Auk skyldustarfa sinnti hann fél-
agsmálum af miklum áhuga og
var hvarvetna stórvirkur. Tók
hann þátt í störfum fleiri félaga
og samtaka en ég kann að greina
og lét alls staðar til sín taka. Hann
tók virkan þátt í stjórnmálabar-
áttu, störfum frímúrara, skáta-
hreyfingunni, Norræna félaginu
og leiklistarmálum svo nokkuð sé
nefnt. Sýndist mér á ýmsu sem
leiklistin hafi verið honum hug-
stæðust.
í menntamálum á Akranesi var
Þorvaldur áhrifamaður um langa
hríð. Hann átti sæti í skólanefnd
Akraness um árabil og skóla-
nefnd Fjölbrautaskólans á Akra-
nesi frá stofnun hans til dauða-
dags. Þorvaldur barðist mjög
fyrir gengi og velferð skólanna og
átti einna ríkastan þátt í því að
Fjölbrautáskóli var stofnaður á
Akranesi árið 1977. Hafði hann
vandað til almenns undirbúnings
skólastofnunar með vönduðum
áætlunum og ráðstefnuhaldi, en
lokaákvörðun kom seint og því
tími til faglegs undirbúnings
skammur. Kynni okkar Þorvalds
hófust haustið 1977 er Fjöl-
Aðstoð
íslenskir fiskstjómar-
menn aðstoða íbúa
Á Grænhöfðaeyjum (Capo
Verde) sem eru undan vestur-
strönd Afríku eru sex íslendingar
að störfum. Starf þeirra felst að-
allega í aðstoð við fiskveiðar þar-
lendra. Verkefnisstjóri hópsins er
Jóhanncs Guðmundsson en, auk
hans eru þrír aðrir íslenskir skip-
stjórnarmenn, þ.e. skipstjóri,
vélstjóri og stýrimaður.
Þeir eru á skipinu Feng sem
sent var til eyjanna af Islands
hálfu. Þá hafa einnig verið á
Capo Verde tveir menn frá
Sjómælingum. Þeir hafa verið
undanfarinn mánuð við fiski-
kortagerð. í landhelgi Capo Ver-
de hafa aðeins verið kortlögð þau
svæði sem mest veiðivon hefur
verið í.
Þróunarsamvinnustofnun ís-
lands hefur annast milligöngu um
verkefni þetta á Grænhöfða-
eyjum. Það hefur m.a. orðið til
þess að á næstunni er væntan-
legur í heimsókn til íslands að-
stoðarframkvæmdastjóri stærsta
útgerðarfyrirtækis þar á eyjum og
mun hann kynna sér fiskvinnslu
og sölumál hérlendis. IH
- Islend-
ingar á
C. i Verde
Auglýsing um stofnaðNd
að Verðbréfaþingi ís-
lands
Starfsemi Verðbréfaþings íslands mun hefjast á hausti komanda.
Stjórn þingsins auglýsir hér með eftir umsóknum þeirra verðbréf-
amiðlara, sem vilja eiga aðild að þinginu frá upphafi, í samræmi við
ákvæði reglna um Verðbréfaþing Islands nr. 268 frá 28. júní 1985
Umsækjendur eða starfsmenn þeirra skulu fullnægja eftirfarandi
skilyrðum:
a) Vera fjárráða og hafa forræði á búi sínu;
b) hafa til að bera næga menntun og reynslu í verðbréfaviðskiptum
að mati stjórnar og
c) setja verðtryggða bankaábyrgð, eigi lægri en 1 milljón króna í
upphafi.
Auk þess verður krafist að þingaðilar undirriti drengskaparyfirlýs-
ingu um að rækja störf sín eftir bestu samvisku og að hlíta reglum
þingsins sem og reglum, sem stjórnin setur.
Væntanlegir umsækjendur skulu vera við því búnir að tengjast
sameiginlegu tölvukerfi.
Umsóknir berist stjórn Verðbréfaþings íslands, Hafnarstræti 10, R.
fyrir 20. ágúst 1985.
Reykjavík, 1. ágúst 1985
Verðbréfaþing Islands
jH| Frá menntamálaráðu-
5ij§' neytinu:
Lausar stöður við
framhaldsskóla:
Kennarastaða í íslensku við Menntaskólann á Akur-
eyri. Umsóknarfrestur til 15. ágúst.
Framlengdur er umsóknarfrestur til 10. ágúst um áður
auglýstar kennarastöður við Menntaskólann á
Laugarvatni í ensku og stærðfræði og við Framhalds-
skólann í Vestmannaeyjum í þýsku, stærðfræði og
félagsfræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skal senda til menntamálaráðuneytisins, Hverfis-
götu 6, 101 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið
brautaskólinn tók til starfa. Átti
skólinn starfskrafta hans óskipta
og naut fjölhæfni hans til hins ýtr-
asta. Hann var óþreytandi starfs-
maður, laginn kennari og úr-
ræðagóður. Naut reynsla hans sín
vel í samstarfi hans við nemendur
en hann hafði á hendi um nokk-
urra ára skeið eftirlit með félags-
lífi í skólanum. Þá lagði hann
leiklistarklúbbi nemenda lið og
yfirleitt allri menningarstarfsemi.
Þorvaldur var einlægur hugsjóna-
maður, sem barðist fyrir málstað
sínum án þess að skeyta um eigin
hag. Hann var óhræddur við að
setja fram skoðanir sínar og tók
oft röggsamlegar ákvarðanir, en
hlaut fyrir bragðið oft óvægna
gagnrýni sem þeir hljóta sem ein-
hverju koma til Ieiðar. Þorvaldur
Þorvaldsson var traustur maður,
hann átti viðkvæma listamanns-
lund og skarpar gáfur. Hann var
vinafastur og vinsæll samstarfs-
maður sem við samferðarmenn
fengum að njóta of skamma hríð.
Eg votta eftirlifandi eiginkonu
Ólínu Jónsdóttur og börnum
þeirra einlæga samúð.
Olafur Ásgeirsson
Við erum enn minnt á smæð
okkar frammi fyrir hinum hinstu
rökum. Þorvaldur Þorvaldsson
félagi okkar og samstarfsmaður
við Fjölbrautaskólann á Akra-
nesi er látinn. Við eigum honum
margt að þakka. Þorvaldur var í
forystusveit þeirri er á sínum tíma
vann að stofnun Fjölbrauta-
skólans. Hann var kennari við
skólann frá upphafi og átti sæti í
skólanefnd þar sem hann barðist
ötullega fyrir uppbyggingu
skólans og jákvæðri þróun hans.
Áhugi Þorvaldar og reynsla í
starfi varð mörgum kennaranum
til uppörvunar er úr vöndu var að
ráða. Þegar á reyndi var styrkur-
inn mestur. Þorvaldur var annál-
aður kennari meðal þeirra mörgu
nemenda sem nutu kennslu hans.
Þegar starfinu sleppti var gott að
leita athvarfs hjá Þorvaldi og
njóta kímni hans og ánægju af því
að vera í hópi fólks.
Síðastliðið haust hóf Þorvaldur
framhaldsnám erlendis. Var ætl-
an hans að sérhæfa sig í kennslu-
grein sinni, trúr þeim eldmóði er
einkenndi störf hans. En mein
sem mannlegum mætti reyndist
yfirsterkara gaf honum ekki þau
grið er við þurfum til að lifa. Því
er Þorvaldur nú einungis með
okkur í minningunum. Þær minn-
ingar eru bjartar og munu lifa
lengi meðal samstarfsfólks hans.
í niðurlagi þessara kveðjuorða
sendi ég Ólínu og börnum sam-
úðarkveðjur og hughreystingar-
óskir frá öllu starfsfólki Fjöl-
brautaskólans á Akranesi.
Þórir Ólafsson,
skólameistari