Þjóðviljinn - 02.08.1985, Page 7
írsku rokkararnir í U2 sem njóta nú vaxandi vinsælda um gjörvalla heimsbyggð,
Hljómsveitin U2 varstofn-
uð árið 1976, í ólguborginni
Dublin á írlandi. Stofnendur
voru fjórir unglingspiltar,
sem áttu að heita nám-
semnn en voru satt að
segja ekki sérlega djúpt
sokknir í hin bóklegu fræði.
Þessir piltar, sem hófu sam-
starf fyrir tæpum áratug og hafa
haldið hópinn síðan, eru: söng-
varinn Paul Hewson kallaður
Bono, Dave Evans, sem nefndur
hefur verið The Edge sökum síns
hárbeitta gítarleiks, Larry
Mullen trommuleikari og loks
bassaleikarinn Adam Clayton.
Parna var sem sé á ferðinni hin
klassíska hljóðfæraskipan rokk-
sins, enda hefur löngum verið
haldið fram að þessi þrjú höfuð-
hljóðfæri séu allt sem þarf til að
skapa góða rokktónlist.
„Við byrjuðum sem fjórir ung-
lingar, sem ekkert kunnum á
hljóðfæri. Við lærðum að spila
eftir að hljómsveitin var stofnuð.
Þá byrjuðum við að semja okkar
eigin lög af því að við gátum
hreinlega ekki spilað lög eftir
aðra.“
í fyrstu gekk hljómsveitin
undir nafninu The Hype en það
þótti ekki nógu sterkt og hið tví-
ræðna en jarnframt víðsýna U2
var valið í þess stað: „Ein ástæða
þess að við tókum okkur U2
nafnið var að það er nafn með
óljósa merkingu, sem kom í veg
fyrir að hægt væri að mynda sér
fyrirfram skoðun eða fá ranga
hugmynd um hljómsveitina."
Bjórinn kom hljóm-
sveitinni á framfæri
Fyrstu mánuðina fóru U2 að
mestu huldu höfði, héldu nokkra
tónleika en vöktu litla athygli.
Gamli góði bjórinn kom sveitinni
loks á framfæri, er U2 komu, sáu
og sigruðu í hæfileikakeppni sem
bjórrisinn Guinnes stóð fyrir.
Sigur U2 vakti að vonum athygli
innan tónlistarheimsins, og ekki
leið á löngu uns hljómsveitinni
var boðinn hljómplötusamningur
við írlandsdeild hins heimsfræga
fyrirtækis CBS.
CBS gaf út tvær smáskífur með
U2, sem aðeins komu út á fr-
landi. Sú fyrri kom á markað
haustið 1979 og innihélt þrjú lög:
Stories for boys, Boy-Girl og Out
of Control, sem síðar birtist í
þrælmagnaðri útgáfu á fyrstu
breiðskífu U2. Smáskífan varð
mjög vinsæl á írlandi og komst á
topp írska vinsældalistans. Sömu
sögu er að segja af smáskífunni
Antoher day, sem gefinn var út í
upphafi árs 1980. U2 hafði því
gefið út tvær vinsælar smáskífur í
tveimur tilraunum og nú fóru
stórlaxar í Englandi á stúfana.
Hvert tilboðið á fætur öðru barst
hljómsveitinni en svo fór að Islnd
records hreppti hnossið í apríl-
mánuðil980.Forráðamenn fyrir-
tækisins voru í sjöunda himni og
sögðu U2 vera mikilvægustu
hljómsveitina sem þeir hefðu gert
samning við síðustu árin. I maí
kom út fyrsta smáskífa U2 í Bret-
landi. Þar gat að heyra stórgott
lag, ll’clock tick tock, sem varð
til þegar Bono var staddur á bar
nokkrum í London og hrofði á
umkomulausa verkamenn sem
drekktu ömurleika tilveru sinnar
í brennivíni.
Fundu skjól í
kristindóminum
Fyrstu árin eftir stofnun U2,
voru meðlimirnir niðursokknir í
hvers kyns dulspeki og hafði
grúsk þetta ýmsar neikvæðar af-
leiðingar í för með sér. Forvitnin
rak þá á vit svartagaldurs og ým-
iss konar dulúðar, sem hafði
slæm áhrif á sálarlíf þeirra á tíma-
bili. Þegar þeir loks losnuðu úr
prísundinni fundu þeir skjól í
kristnidóminum. Upp frá þessu
hefur trú þeirra verið mikið til
umræðu í popppressunni en U2
hafa ekki viljað ræða trú sína op-
inberlega. Hún skýtur öðru
hvoru upp kollinum í textum
hljómsveitarinnar, eins og síðar
verður vikið að.
U2 héldu hverja tónleikana á
fætur öðrum og urðu brátt ró-
maðir fyrir rnikinn frískleika á því
sviði. Traustur kjarni aðdáenda
tók að myndast og stækkaði hann
óðum eftir því sem leið á árið.
Önnur smáskífa, f day without
me, leit dagsins ljós í ágúst og að
því búnu hófust upptökur á fyrstu
breiðskífunni í Windmill lane
hljóðverinu í Dublin undir stjórn
hins unga og efnilega upptöku-
stjóra Steve Lillywhite.
í will follow
„Boy“ kom út í október og
innihélt 11 lög. Platan er óvenju
sterkt byrjendaverk, uppfull af
geysilega kröftugum rokklögum
eins og Electric Co., fyrrnefnt
Out of Control og hið klassíska I
will follow, sem hljómsveitin
leikur æítð í upphafi tónleika
sinna. Frammistaða einstakra
hljómsveitarmeðiima er með
miklum ágætum og ber þá hæst
stórkostlegan gítarleik The Edge
sem stekkur, með þessari plötu
eins og alskapaður gítarsnillingur
fram á sjónarsviðið.
Boy hlaut mjög góða dóma í
tónlistarblöðum og var í árslok á
listum flestra slíkra blaða í Eng-
landi, yfir bestu plötur ársins
1980.
U2 var í upphafi líkt við hljóm-
sveitir eins og Joy Division og
Television en menn sáu strax að
engin ein hljómsveit gat talist fyr-
irmynd sveitarinnar. Tónlist
þeirra var einstök, kröftugt rokk
með merkilegum textum, borið
uppi af einstökum gítarleik The
Edge, og frábærum söng Bono,
sem óumdeilanlega er einn besti
rokksöngvari sem komið hefur
fram á síðustu árum.
1981 héldu U2
í sitt fyrsta hljóm-
leikaferðalag
Vorið 1981 héldu U2 í sitt
fyrsta hljómleikaferðalag til
Bandaríkjanna, auk þess sem
þeir styrktu stöðuna heima fyrir,
m.a. með útgáfu lagsins Fire, sem
varð jómfrúrlag U2 á breska vins-
ældalistanum í júlí. Næstu vikur
dvöldu piltarnir í Dublin við upp-
tökur á næstu breiðskífu, sem
nefndist October og kom út í
samnefndum mánuði. October
fékk blendnari dóm en Boy og
þótti sumum sem neistann van-
taði til að gera hana að meistara-
verki. Flestir voru þó sammála
um að Ocotber væri mjög góð
plata og almenningur tók vel við
sér, því platan komst í 11. sæti
breiðskífulistans í Bretlandi.
Fyrrnefnd kristintrú U2 birtist
í ýmsurn myndum í textum Octo-
ber. Má þar nefna lögin Rejoice
og Tomorrow þar sem kærleikur
Guðs er vegsamaður. í öðrum
lögum plötunnar er tónninn ekki
eins bjartur s.s. í hinu vinsæla lagi
Gloria, sem fjallar um þær
hömlur sem settar eru á þær
manneskjur sem geta ekki tjáð
að óskum á tónleikum höldum
við góðu jafnvægi og einver ró og
friður ríkir innra með okkur. En
ef eitthvað óvænt fer aðgerast
sem við ráðum ekki við, getur
bókstaflega allt gerst. Þetta er
eitt af því skemmtilegasta við
okkur - þú veist aldrei hverju þú
getur átt von á. Bono er ótrúlegur
í þessu sambandi."
Þann 18. október síðastliðinn
héldu U2 fyrstu tónleikana í
hljómleikaferð þeirri sem enn
stendur yfir. Þessir tónleikar sem
haldnir voru í borginni Lyon í
Frakklandi voru hinir frystu a tíu
sem haldnir voru á meginlandi
Evrópu. Hljómsveitin kom með-
al annars fram í Brussel höfuð-
borg Belgíu og notfærði sér þá í
U2
tilfinningar sínar með orðum: „I
try to sing this song, I try to stand
up, but I can’t find my feet.“
Party Girl
Árið 1982 var fremur tíðinda-
lítið, engin breiðskífa leit dagsins
ljós og einungisein smáskífa, sem
reyndar var hinn mesti gæðagrip-
ur. Titillagið var A celebration,
einfalt og grípandi rokklag sem
náði nokkrum vinsældum og á
bakhliðinni gat að heyra lag sem
vakti litla athygli á sínum tíma, en
hver einasti U2 aðdáandi þekkir í
dag. Hér er að sjálfsögðu átt við
Trash, Trampline & the Party girl
eða bara Party girl eins og það er
kallað í stórkostlegri útgáfu á
hljómleikaplötu U2.
Hópur svita-
storkinna ung-
menna
Allt frá stofnun U2 hefur
hljómsveitin verið rómuð fyrir
frábæra frammistöðu á tón-
leikum. Algeng sjón eftir tón-
leika U2 er hópur svitastorkinna
ungmenna sem virðast hreinlega
verið í öðrum heimi. Sjálfir segja
meðlimir U2 að hljómleikahald
sé þeim geysilega mikils virði.
„Það er alltaf upplifun að spila á
nýjum stað, því hvert svið hefur
sinn sérstaka hljóm og sál, ef svo
má að orði komast." Sviðsfram-
koma Bono á hljómleikaferða-
laginu eftir útkomu WAR, vakti
mikla athygli og umtal, en þar var
fastur liður í dagskránni að Bono
sveiflaði risastórum hvítum fána,
syngjandi Surrender. Þetta atriði
var af sumum misskilið sem
hrokafull áskorun söngvarans til
áhorfenda um að gefa sig á hans
vald. Ætlun Bonos var hins vegar
að sýna andstöðu við styrjaldir og
hið bundna þjóðernisstolt þeirra
(her) manna sem, í nafni fánans,
myrða náungann með köldu
blóði.
U2 notaði ryk-
fallna jarð-
skjálftamæla
THE EDGE: „Ef allt gengur
leiðinni nokkra rykfalina jarðas-
kjálftamæla sem staðið höfðu
óhreyfðir í óratíma. Nóvemb-
ermánuður hófst svo með fyrstu
tónleikum U2 í Bretaveldi síðasta
eitt og hálfa árið. Þar var um að
ræða tvenna tonleika í tónleika-
höllinni Brixton Academy í
Lundúnaborg.
Aðdáendahópurinn
stækkar
U2 standa nú á hátindi frægðar
sinnar og velgengni. Fimmta og
nýjasta meistaraverk þeirra, The
Unforgettable fire, komst hátt á
vinsældalista víða um heim, með-
al annars á toppinn í Englandi og
hið frábæra lag „Pride" var eitt
vinsælasta lag síðasta árs. Aðdá-
endahópurinn kringum þessa
fjóra tónlistarmenn þar í landi
stækkar dag frá degi, jafnframt
því sem hættan á því eykst að U2
einangrist í eigin loftköstulum.
Hingað til hefur leiðin verið greið
og við skulum vona að þessi stór-
góða rokkhljómsveit fái að þró-
ast óáreitt tónlistaráhugafólki til
gagns og gamans á komandi
árum. —sp stytti úr Smell
Plötulisti
Smáskífur
Sept. ’79 1. U23-Out of Control/Boy-
Girl/Stories for boys
Feb. ’80 2. Another day/Twilight
Maí ’80 3. 11 o’clock tick tock/Touch
Ágúst ’80 4. A day without me/Things
to make and do
Okt. ’80 5. I will foIlow/Boy-Girl
July ’81 6. Fire/J. Swallow
Sept. ’81 7. Gloria/I will follow (Live)
Mars’ 82 8. A Celebration/Trash,
trampoline & The Party Girl
Jan. ’83 9. Ncw Years Day/Treasure
Mars ’83 10. Two hearts beat as one/
Endless dcep
Sept. ’84 11. Pride (in the name of
love)/Bommerang 1
Breiöskífur
Október 1980 1. Boy
Október 1981 2. October
Febrúar 1983 3. War
Nóvember 1983 4. Under a blood
red sky
Október 1984 5. The unforget-
table fire
Föstudagur 2. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7