Þjóðviljinn - 02.08.1985, Side 9
HEIMURINN
Kjöt þeirra skuluð þér ekki eta; kannski snýst svinamálið um sjálfan tilveru-
grunn (sraelsríkis. '
Israel
Svínakjöt
fyrir stjórn-
málavinskap
Hreintrúarmenn vilja „hvítusteikina“
útlœga úr ríki gyðinga. Svínabœndur
óhressir en hvorugur stóruflokkanna
vill styggja trúmenn.
Hreintrúarmenn í ísrael eru
nú undir forystu rabbíanna
skrefi nær því marki að stöðva
svínakjötsát í ríkinu. Frumvarp
um að banna svínaeldi og sölu
á svínakjöti utan arabasvæða
var samþykkt við fyrstu um-
ræðu (einskonar for-umræðu
eða þingmálastu) í ísraelska
þinginu, Knesset, - meðal
annars með atkvæðum Sham-
irs utanríkisráðherra úr hægri-
flokknum Líkúd og forsætis-
ráðherrans Peres úr Verka-
mannaflokknum.
Einsog sjá má hér að ofan eru
svín talin óhrein í lögmáli gyð-
inga, og hinir trúræknustu meðal
ísraelsmanna hafa háð langa bar-
áttu gegn því að þessi lögmáls-
kafli sé brotinn í ríkinu. „Svínið
var skapað í þeim sérstaka til-
gangi að vera okkur tákn guð-
leysis, lyga og hræsni" sagði einn
flutningsmanna frumvarpsins á
þingi, innanríkisráðherrann og
rabbíinn Jitsak Perets: „svínið er
viðbjóðsleg og andstyggileg
skeppna."
Um 100 þúsund grísir eru ár-
lega leiddir til slátrunar í ísrael,
og kjötneyslan er 10 þúsund tonn
á ári. Svínabændur eru bæði
kristnir arabar og gyðingar á sam-
yrkjubúum (kibbúts), svínakjöts-
píta, einn vinsælasti skyndibit-
inn, og ríkisstjórnin hefur hönd í
bagga með eldi svína á nokkrum
stærstu kibbútsunum þrátt fyrir
lögmálið og borgarreglugerðir
sem banna svínakjötssölu.
Raunar þurfa kjötbúðir og
veitingahús sem stendur ekki að
óttast mikla refsingu fyrir að selja
svínakjöt, sektin nemur um 500
íslenskum krónum, en þó er svín-
ið dulbúið á matseðlunum sem
„annað kjöt“ eða „hvít steik“.
Svínabændur eru lítt hrifnir af
framgöngu hreintrúarfrumvarps-
ins. „í þjóðsöngnum segir að við
séum frjálsir menn í frjálsu landi“
segir einn þeirra, ég vil vera
frjáls að því hvað ég hef í mat-
inn.“ Og bætir við að hann sé full-
ur áhyggju, ekki bara vegna svín-
anna og eigin fjárhags, - „ég hef
áhyggjur af því að Ísraelsríki sé á
leiðinni úti kómeinisma“.
Hingað til hefur meirihluti ís-
raelsþings staðið gegn öllum til-
raunum strangtrúarmanna um að
koma svíninu fyrir kattarnef. En
strangtrúarflokkar hafa eflst hin
síðari árin í ríkinu, vaxið fylgi og
öðlast úrslitaáhrif í því tvísýna
einvígi sem stóru flokkarnir tveir
hafa átt í á þingi og í kosningum.
Nú er við lýði samsteypustjórn
hægribandalagsins Líkúd og
Verkamannaflokksins, og með í
henni nokkrir hreintrúa smá-
flokkar. Leiðtogar stóru flokk-
anna vita að samsteypan stendur
ekki til eilífðar, og þegar uppúr
slitnar gæti riðið á að njóta stuðn-
ings smáflokkanna: þeir skulu því
ekki styggðir. Og fyrri andstæð-
ingar svínabanns á þingingu sáu
sér þann kost vænstan að veita
frumvarpi innannkisráðherrans
brautargengi.
Raunar má þetta ísraelska
svínamál vera til marks um eitt af
fjölmörgum ljónum í vegi
friðsamlegrar lausnar á standinu í
þessum eldfima heimshluta: ísra-
elsmenn hafa sjálfir ekki komið
sér saman um tilverugrunn eigin
ríkis, og andstæður skerpast milli
þeirra sem eru að endurreisa
konungsríki Davíðs og hinna sem
vilja lifa þokkalegu nútímalífi í
skjóli frá hitlerískum ofsóknum
allra landa.
Af þeim sem jórtra og klaufir hafa
megið þérþó ekkiþessi eta: úlfaldann,
þvíað hann jórtrar að sönnu, en ereigi
klaufhœfður; hann sé yður óhreinn;
stökkhérann, því að hann jórtrar að
sönnu, en hefir eigi klaufir; hann sé
yður óhreinn; hérann, því að hann
jórtrar uð sönnu, en hefir eigi klaufir;
hann sé yður óhreinn; og svínið, þvt'
aðþað hefir að sönnu klaufir -ogþœr
alklofnar -, en jórtrar ekki; það sé
yður óhreint. Kjöt þeirra skuluð þér
ekki eta og hrœ þeirra skuluð þér ekki
snerta; þau skulu vera yður óhrein.
(3. Mós. 11, 4-8)
Suður-Afríka
Tala einsog ég
hef alltaf talað
Tutu virðir ekki útfararbannið. EBE-lönd kalla sendiherra til
fundar. Málþófi hótað á Bandaríkjaþingi.
Johannesburg/Helsinki - Des-
mond Tutu biskup, helstur
leiðtogi suðurafrískra blökku-
manna, sagði í gær að hann
mundi ekki virða þær regiur
sem ríkisstjórnin hyggst setja
um útfarir svartra fórnarlamba
í Suður-Afríku. „Ég tala einsog
ég hef alltaf talað“ sagði Tutu
við jarðarför í gær, „veraldlegir
valdhafar geta ekki stjórnað
því hvaða kenningu ég pre-
dika“.
Óeirðir halda enn áfram í
hverfum svartra innan og utan
neyðarlagasvæðanna. í gær hafði
lögregla handtekið 1329 stjórnar-
andstæðinga. Allar samkomur
blökkumanna eru bannaðar og í
fyrradag var því lýst yfir að settar
...Um hundrað fulltrúar helstu
kirkjudeilda í Bandaríkjunum
hafa gagnrýnt Reagan-
stjórnina fyrir að reyna að
eyða andstöðu meðal almenn-
ings vestra gegn bandarískri
hernaðaríhlutun í Níkaragúa.
...Lfkur eru taldar á að Marcos
Filippseyjaforseti rjúfi þing og
boði forsetakosningar í nóv-
ember. Andstöðuþingmenn
ætluðu að bera upp frumvarp
um brottrekstur hans í þinginu
vegna fjármálahneykslis sem
Marcos er flæktur í.
...Kínverskir vísindamenn eru
steini lostnir yfir trjám sem
vaxa í borginni Wenzhou í
austurhluta landsins. Bolur
trjánna hefur fjögur horn,
þversneið reglulegur ferning-
ur. Trén eru þriggja til fjögurra
metra há og hver bolhlið um tíu
sentimetrar.
...Elísabet Taylor og aðrir vinir
Rock Hudson í Hollywood hafa
yrðu reglur um fjölda og ræðu-
menn við jarðarfarir sem undan-
farið hafa tekið á sig æ pólitískari
svip.
Fulltrúar deildanna í banda-
ríska þinginu hafa náð samkomu-
lagi um frumvarp sem takmarkar
suður-afrísk viðskipti við Banda-
ríkin. í frumvarpinu er bann við
bankalánum til landsins, bann
við sölu kjarnorkubúnaðar og
tölvubúnaðar til her- og lögreglu-
nota og bann við sölu suðurafrí-
skrar gullmyntar. Þingið tekur
málið fyrir í næstu viku, en
íhaldssamir þingmenn hafa þegar
hótað málþófi frammí væntanleg
þingslit. Alls óvíst er að Reagan
undirriti framvarpið þótt sam-
þykkt verði.
ákveðið að safna milljón doll-
urum (um 40 milljón ísl. kr.) til
að berjast gegn alnæmu
(AIDS). Rock Hudson, fræg-
astur þeirra sem fengið hafa
sjúkdóminn, er kominn til Los
Angeles frá París og er hress
eftir atvikum.
...Greiða átti atkvæði í annarri
deild ítalska þingsins um
traustsyfirlýsingu um ríkis-
stjórn Craxi eftir að uppvist
varð að hin ítalska Landsvir-
kjun og hinn ítalski Seðlabanki
áttu vænan hlut að máli þegar
líran hrapaði skyndilega á
gjaldeyrismarkaði seinnihluta
júlímánaðar. Gert var ráð fyrir
að stjórnin stæði af sér at-
kvæðagreiðsluna, en málið allt
hefur orðið henni hnekkir.
REUTER
Umsjón:
Mörður Árnason
Utanríkisráðherrar Efnahags-
bandalagslanda komu saman í
Helsinki í fyrradag og komust að
því samkomulagi einu að kalla
sendimenn sína í Suður-Afríku til
Brússel á ráðslagsfund. Belgar
höfðu lagt til að EBE-löndin
sameinuðust um efnahagsað-
gerðir gegn Suður-Afríku, en
vesturþjóðverjar og bretar eru
því mótfallnir.
Heppinn þar
Limágræðsla!
Vancouver - í gær græddist
ungum manni getnaðarlimur á
kanadísku sjúkrahúsi, og er
það í fyrsta sinn sem þarlendis
er fengist við slíkt verk.
Maðurinn með liminn var
þokkalega hress í gær eftir sjö-
tíma skurðaðgerð en ekki kemur
strax í ljós hvort límágræðslan
hefur tekist. Um 30 slík læknis-
verk eru kunn hingað til, og hefur
rúmur helmingur þeirra hepnast
að kalla.
Sjúkrahúsmenn gátu þess ekki
hvernig limurinn varð upphaf-
lega viðskila við hinn hluta líkam-
ans.
Skuldir
Getum bara
ekki borgað
Skuldir Suður-
Ameríku: 1440
billjónir
Havana/Lima/Caracas - Er-
lendar skuldir þriðja
heimsþjóða eru brýnasti
heimsvandinn, segir EBE-
kommissarinn Claude Cheys-
son i ferð sinni um Suður-
Ameríku, og hefur hvatt til al-
varlegra viðræðna milli
Efnahagsbandalagsríkja og
suður-ameríkana um máli.
Leiðtogar Suður-Ameríku ák-
váðu að leita eftir slíkum við-
ræðum þegar þeir hittust í höfða-
borg Perú í vikunni til að fylgjast
með embættistöku hins nýja for-
seta þarlendra, Alan Garcia.
Garcia sagði í setningarræðu
sinni að Perú mundi í ár ekki
borga aftur af skuldum sínum
nema 10% útflutningstekna í stað
45% í fyrra, og skoraði á önnur
lönd að fylgja í fótsporin.
Fidel Castro hefur hinsvegar
hvatt til að ríkisstjórnir álfunnar
ákveði sameiginlega að hætta af-
borgunum af skuldum sínum, og
búist er við að þúsundmanna
skuldaráðstefna sérfræðinga,
stjórnmálamanna og mennta-
manna í Havana taki í svipaðan
streng.
Erlendar skuldir þjóða í
Suður-Ameríku eru samtals um
1440 billjónir íslenskra króna.
Skipulagsráðherra Bólivíu, einn
fárra opinberra ráðstefnugesta í
Havana óttast að slík ákvörðun
gæti leitt til efnahagslegrar ein-
angrunar, en segir jafnframt að
ástandið sé alvont: „Það er ekki
þannig að við viljum ekki borga
skuldir okkar, - við bara getum
það ekki.“
Helsinki
Vonir um þíðu
Shevardnadze vinsœll, en ein svala á lofti..
Helsinki - Fundi 35 utanríkis-
ráðherra í minningu tíu ára
Helsinkisáttmála lauk í gær-
kvöldi þegar allir höfðu fengið
að halda ræðuna sína. í frétt-
um af ráðstefnunni gætir
bjartsýni um bætta sambúð
austurs og vesturs, og sumir
telja líkur á „þíðu“ í sam-
skiptum risaveldanna sem
hafa verið nokkuð kaldranaleg
síðasta hálfa áratuginn.
Kastljós fjölmiðlunga og fund-
armanna hefur einkum beinst að
nýja sovéska utanríkisráðherran-
um, Edvard Shevardnadze,
frammistöðu hans og viðræðum
við vestræna starfsbræður. Þykir
grúsíumaðurinn bjóða af sér góð-
an þokka, og samtöl hans við
bandaríkjamanninn Schultz og
frakkann Dumas hafa vakið von-
ir um að stórveldin austan og
vestan tjalds séu reiðubúnari nú
en áður að setjast niður til alvöru-
viðræðna um deilumál sín.
Að loknum fundi með sovét-
manninum sagði franski utanrík-
isráðherrann Roland Dumas að
hann hygði Sovét mundu ganga
lengra í málamiðlunarátt en verið
hefur á afvopnunarráðstefnunni í
Stokkhólmi í efnavopnaviðræð-
unum í Genf.
í sovésk-bandarísku viðræðun-
um var meðal annars gengið frá
frumdrögum að dagskrá nó-
vemberfundar Reagans og Gor-
batsjoffs í Genf og þykja vinahót
Schultz og Shevardnadze benda
til að sá fundur verði ekki eins
árangurslítill og búist var við. En
bæði nadarískir og sovéskir full-
trúar vara við of mikilli bj artsýni;
mýkri viðræðustíll merki ekki að
ágreiningsmál séu úr sögu. „Ein
svala á flugi þýðir ekki að það sé
komið sumar“ sagði Vladimir
Lomeikó talsmaður sovéska
utanríkisráðuneytisins.
Þetta gerðist líka...
Föstudagur 2. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9