Þjóðviljinn - 02.08.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 02.08.1985, Side 15
Kvennaboltinn Haukar í 1. deild Haukastúlkurnar tryggðu sér sæti í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu í gærkvöldi með því að vinna Fram 4-0 á Hvaleyrarholt- inu. Staðan í hálfleik var 1-0. He- lena Önnudóttir skoraði 2 mark- anna, Hrafnhildur Gunnarsdótt- ir þjálfari eitt og eitt var sjálfs- mark Framara. Það verða því Haukar og Víkingur sem fara uppí 1. deildina en liðin eiga eftir að leika til úrslita um meistaratitil 2. deildarinnar. Stjarnan vann ÍR 3-0 á ÍR- vellinum - Guðný Gunnsteins- dóttir gerði 2 markanna og Brynja Astráðsdóttir eitt úr vít- aspyrnu. Staðan í B-riðli erþessi: Haukar...............10 8 2 0 29-4 26 Stjarnan..............8 6 0 2 16-4 18 Fram..................8 4 2 2 14-9 14 Hveragerði..........8 3 14 15-18 10 [R....................9 1. 1 7 5-21 4 Selfoss...............7 0 0 7 3-25 0 Drengjaliðið Slæmur skellur íslenska drengjalandsliðið í knatt- spyrnu fékk slæman skell gegn gest- gjöfunum, Norðmönnum, á Norður- landamótinu í gærkvöldi. Norðmenn sigruðu 7-2 eftir að hafa leitt 3-0 í háifleik. Gunnlaugur Einarsson úr Val skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks, Norðmenn svöruðu en Gunnlaugur var síðan aftur á ferðinni og staðan þá 4-2. Heimamenn skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en yfir lauk og stór- sigur þeirra varð staðreynd. ísland á eftir einn leik á mótinu - gegn Finnum á morgun. 4. deild Jafnt á Ströndinni Tveir síðustu leikirnir í riðlakeppni 4. deildarinnar í knattspyrnu fóru fram í fyrrakvöld. Æskan og Tjörnes gerðu jafntefli, 1-1, á Svalbarðsströndinni í E-riðli. Jóhann Sævarsson kom Æskunni yfir en Sigurður Illugason jafnaði fyrir Tjörnesinga fyrir hlé. Skytturnar töpuðu 2-3 fyrir Svarf- dælum á Siglufirði í D-riðlinum. Gunnlaugur Guðleifsson og Ragnar Ragnarsson skoruðu fyrir Skytturnar en Tómas Viðarsson 2 og Hörður Lil- lendahl fyrir Svarfdæli. -VS Jóhannes Eðvaldssón í bar- áttu við KR-ing í fyrsta leik íslandsmótsins, kæruleiknum fræga. Hann lék tvo fyrstu leiki Þróttar en nú er Ijóst að þeir verða ekki fleiri. haattiir! Slœmt gengi Þróttar undanfarið. Tökum áhœttu, s segir Omar Jóhannes Eðvaldsson er hættur störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Þróttar í knattspyrnu! Hann tók við liðinu sl. vetur og gekk ágætlega framanaf en síðustu vikurnar hefur allt gengið á afturfótunum og Þróttur er kominn í bullandi fallhættu. í fréttatilkynningu sem Þróttur og Jóhannes sendu frá sér í gær segir m.a.: „Eru Jóhannes og stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar sammála um að lið félagsins hefur ekki náð þeim árangri sem stefnt var af, og því var ákveðið að láta núverandi samstarfi lokið. Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar þakkar Jóhannesi Eð- valdssyni störf hans og óskar honum góðs gengis í framtíðinni. Jóhannes Eðvaldsson óskar Þrótturum góðs gengis og biður fyrir kveðju til allra knattspyrnuunnenda á íslandi.“ „í síðustu sex leikjunum hefur allt stefnt niðurávið og það var ekki hægt annað en að grípa til aðgerða. Við tökum ákveðna áhættu og síðan verður bara að koma í ljós hvort hún borgar sig,“ sagði Ómar Siggeirsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar í spjalli við Þjóðviljann í gær. Það hefur vakið athygli að mannabreytingar í Þróttaraliðinu í undanförnum leikjum hafa verið miklar og í 11 leikjum 1. deildar hefur það notað 22 leikmenn. Engin stöðugleiki og síðustu leikir liðsins hafa verið mjög slakir. -VS ÍÞRÓTTIR V. Þýskaland Briegel útnefndur Vestur-þýskir íþróttafrétta- menn útnefndu í gær Hans-Peter Briegel knattspyrnumann ársins. Briegel leikur með ítölsku meisturunum Verona og þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu þessa kjörs að valinn er leikmaður sem leikur með liði utan V. Þýska- lands. Frestur Þróttarar hafa frest til 10. ág- úst til frekari aðgerða í, Jónsmál- inu“ sem reis vegna leiks KR og Þróttar í 1. umferð íslandsmóts- ins í knattspyrnu, eins og frægt er orðið. Þróttarar bíða eftir því að lögmaður þeirra, Magnús Ósk- Briegel fékk 125 atkvæði, ann- ar varð Rudi Völler frá Bremen með 113 atkvæði og þriðji var Klaus Allofs frá Köln með 71 atT kvæði. Toni Schumacher, mark- vörður Kölnar og vestur-þýska landsliðsins, hlaut þessa útnefn- ingu í fyrra en nú varð hann í 12. sæti með 8 atkvæði. -VS/Reuter til tíunda arsson, komi til landsins nú um helgina en eftir það dregur vænt- anlega til tíðinda. „Það verður ekkert gefið í þessu máli,“ sagði Ómar Siggeirsson formaður knattspyrnudcildar Þróttar í samtali við Þjóðviljann í gær. Hans-Peter Briegel, varnarmaðurinn kraftmikli, er besti leikmaður Vestur- Þjóðverja að mati þýskra íþrótta- fréttamanna. Jónsmálið Pétur Enn fastur! Skoraði tvö m örk í tveimur leikjum með Servette. Antwerpen stendur enn í veginum Pétur Pétursson knattspyrnu- maður er kominn til landsins að nýju frá Sviss, þar sem hann skoðaði aðstæður hjá svissneska liðinu Servctte með samning í huga. Servette hafði samband við Pétur á fimmtúdaginn í síðustu viku og fór Petur utan strax morguninn eftir. Samningar tók- ust ekki og að sögn Péturs er ástæðan sú að Antwerpen vill ekki sleppa af honum hendinni enn sem komið er. „Mér leist mjög vel á allar að- stæður hjá félaginu, sem varð svissneskur meistari á síðastliðnu keppnistímabili. Ég lék með þeim tvo æfingaleiki, tókst að skora tvö mörk og þeim leist vel á mig, en af einhverjum ástæðum sér Antwerpen ástæðu til að standa í vegi fyrir mér ennþá“, sagði Pétur í viðtali við blaðið. -gg Kvennaboltinn ÍA missti stig Guðrún inná sem varamaður og jafnaði gegn KR á síðustu mínútu. Erla skoraði 4 í Keflavík ÍA tapaði óvænt sínum fyrstu stigum í 1. deild kvenna í sumar með því að gera jafntefli gegn KR,. 3-3, á grasvelli KR-inga í gærkvöldi. Reyndar stefndi allt í sigur KR því Guðrún Gísladóttir skoraði jöfnunarmark IA tæpri mínútu fyrir leikslok - skaut í þverslána og niður - mark að mati Baldurs Þórðarsonar dóm- ara. Guðrún var þá nýkomin inná sem varamaður. ÍA náði forystunni strax í byrj- un þegar Ragnheiður Jónasdóttir skoraði en Arna Steinsen jafnaði úr vítaspyrnu og Björg Sigþórs- dóttir kom KR í 2-1 fyrir hlé. Halldóra Gylfadóttir jafnaði fyrir ÍA með glæsilegu skoti, sláin inn, í upphafi síðari hálfleiks en um miðjan hálfleikinn fékk KR aðra vítaspyrnu. Arna afgreiddi hana einnig af öryggi. Staðan 3-2 og KR virtist ætla að halda fengnum hlut með mikilli baráttu og allan brodd vantaði í sóknarleik ÍA, enda Laufey Sigurðardóttir lasin heima á Akranesi. En Guðrún bjargaði málunum og ÍA ætti ekki að missa af meistaratitlinum þrátt fyrir þetta. Breiðablik gerði sitt til að þjarma að ÍA - vann ÍBK 9-0 í Keflavík. Leikurinn var alger einstefna á mark Keflavíkur- stúlknanna einsog tölurnar bera með sér en staðan var 4-0 í hálf- leik. Erla Rafnsdóttir skoraði 4 marka Breiðabliks, Ásta B. Gunnlaugsdóttir 2, Lára Ás- bergsdóttir 2 og Ásta María Reynisdóttir eitt. Staðan í 1. deild: lA 11 10 1 0 46-8 31 Breiðablik 10 8 0 2 49-8 24 Þór A 10 6 0 4 19-19 18 KR 11 4 1 6 19-28 13 Valur 9 4 0 5 23-14 12 KA 9 4 0 5 9-16 12 iBK 10 3 0 7 9-51 9 iBl 10 0 0 10 5-35 0 Markahæstar: ErlaRafnsdóttir, Breiöabliki...........16 ÁstaB. Gunnlaugsd., Breiöabliki........15 Ragnheiöur Jónasdóttir, lA.............15 AnnaEinarsdóttir, Þór.................11 Laufey Siguröardóttir, (A.............11 Ásta María Reynisd., Breiðabliki.......10 -VS Golf Fyrsti meistari Húsvíkinga Ómar og Sigurður efstir í mfl. karla Húsvíkingar eignuðust í gær sinn fyrsta Islandsmeistara í golfi. Sigríður P. Ólafsdóttir tryggði sér þá sigur í 2. flokki kvenna á landsmótinu í golfi sem nú stend- ur yfir á Akureyri, lék 36 holur á 189 höggum. Ilildur Þor- steinsdóttir, GK, og Kristíne Eide, NK, léku á 198 höggum hvor en Hildur náði öðru sætinu eftir þriggja högga einvígi. Keppni er hálfnuð í 2. og 3. flokki karla, leiknar hafa verið 36 holur af 72. Karl H. Karlsson, GK, Rúnar Gíslason, GR, og Guðmundur Sigurjónsson. GS, eru jafnir og fyrstir í 2. flokki með 168 högg. ívar Harðarson, GR, hefur forystu í 3. flokki með 175 högg, Guðmundur Bjarnason, GS, hefur leikið á 177 höggum og í þriðja sæti er Guðni Magnússon frá Eskifirði með 181 högg. í 1. flokki karla hafa verið leiknar 18 holur af 72. Helgi Eiríksson, GR, er með foryst- una, hefur leikið á 75 höggum. Næstir koma Stefán Unnarsson, GR, sem er með 77 högg og þeir Óttar Ingvason, GR, og Olafur Gylfason, GA, sem hvor um sig hafa notað 78 högg. Ómar Örn Ragnarsson frá Leyni á Akranesi er með forystu í meistaraflokki karla eftir fyrstu 18 holurnar sem kláruðust seint í gærkvöldi - ásamt íslands- meistaranum Sigurði Péturssyni úr GR. Þeir hafa leikið á 75 högg- um hvor. Sigurður Hafsteinsson, GR, er með 76 högg, Hannes Eyvindsson, GR, 77, og þeir Gylfi Kristinsson, GS, og Karl Ó. Karlsson 78 högg hvor. Fyrstu 18 holunum í meistara- og 1. flokki kvenna var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. _vs Föstudagur 2. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.