Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Sauðfjárbœndur Landssamtök stofnuð að Hvanneyri Félög í sambandinu eru 21 með 1435félagsmenn Dagana 17. og 18. ágúst sl. helgi voru Landssamtök sauðfjár- bænda stofnuð að Hvanneyri. Fundinn sóttu 58 fulltrúar frá 21 félagi, auk allmargra gesta. Fé- lagar í samtökum sauðfjárbænda eru 1435 en sauðfjárbændur á öllu landinu teljast 3562. Ffest eru félögin nýstofnuð og má því gera ráð fyrir að félagsmönnum eigi eftir að fjölga stórlega. Umræður á fundinum urðu mjög miklar og fór hann í alla staði ákaflega vel fram, enda mjög vel undirbúinn og skipu- lagður af bráðabirgðastjórn þeirri, sem kosin var á Sögufund- inum í vetur, en formaður hennar var Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku. Jóhannes setti fundinn og fól fundarstjórn þeim Kristjáni Finnssyni á Grjóteyri, Jóhannesi Sigfússyni á Gunnarsstöðum og Arnóri Karlssyni í Arnarholti. Fundargerð rituðu þeir Erfendur Eysteinsson Stóru-Giljá, Ey- steinn Sigurðsson Arnarvatni og Rúnar Hálfdánarson Þverfelli. í setningarræðu sinni komst Jóhannes Kristjánsson m.a. svo að orði, að stofnun Landssam- takanna væri meira en tímabær orðin. Vandamál sauðfjárbænda hrönnuðust upp. Verðlag hækk- Frá stofnfundi Landssamtakanna íslandshestar Stakir landar á Evrópumótinu Knapar frá 14 þjóðlöndum komu saman til að keppa á Islandshestum Frá fréttaritara Þjóðviljans á Evrópumóti í hestaíþróttum, Karli H. Guðlaugssyni: Lokið er Evrópumóti Islands- hesta í Vorgárda í Svíþjóð, en það sóttu knapar úr 14 þjóðlöndum, allir á íslenskum hestum. Var mótið afar vel sótt og stemmning góð á ágætu mótssvæði sem sænski herinn lánaði. Arangur ís- lendinganna varð ekki eins og menn höfðu etv. vænst en þó sigr- aði Benedikt Þorbjörnsson í 5- gangskeppninni á Styrmi. í 4-gangskeppni voru 7 kepp- endur í A-úrslitum og röðuðu Þjóðverjar sér í þrjú efstu sætin. Kristján Birgisson varð 5. á Há- legg frá Syðra Dalsgerði og varð eini íslendingurinn sem komst í úrslit. í B-úrslitum varð Lárus Sigmundsson efstur á Herði frá Bjóluhjáleigu. Tvöfaldur danskur sigur varð í 250 m skeiði. Efstur varð Rasm- ussen á Blossa (22.7 sek), annar Langvad á Sörla (24.0 sek) og í þriðja sæti varð Eiríkur Guð- mundsson á Hildingi (24.5 sek). í víðavangshlaupinu varð Hreggviður Eyvindsson fjórði á Fróða frá Kolkuósi. í gæðingaskeiði náði Benedikt Þorbjörnsson 6. sætinu á Styrmi. í hlýðniæfingum náði Benedikt 10. sætinu, einnig á Styrmi. í A-keppninni í tölti voru 7 í A-úrslitum, þar af Þjóðverjar í fjórum efstu sætum. Sigurbjörn Bárðarson hreppti 6. sætið á Neista frá Kolkuósi. Enginn ís- lendingur náði í B-úrslitin. Eins og áður sagði sigraði Ben- edikt Þorbjörnsson í 5- gangskeppninni, A-úrslitum, á Styrmi, en hann varð eini ís- lendingurinn sem komst í úrslit. Sigurbjörn Bárðarson sigraði í B- úrslitum 5-gangskeppninnar. Aðalsteinn Aðalsteinsson varð fimmti á Rúbín frá Stokkhólma. Á mótinu í Vorgárda fór fram kynbótasýning og var Þorkell Bjarnason dómari. í graðhesta- keppninni varð Gáski frá Gull- berastöðum efstur með 8.25 í einkunn en í hryssukeppninni sig- raði Hilda frá Olafsvík með eink- unnina 8.21. í svokölluðum samanlögðum 5-gangsgreinum varð Johannes Hoyos Evrópumeistari á Hrímni frá Kvíabekk. í samanlögðum 4- gangsgreinum sigraði hins vegar Daninn Treben-Troels Smith á Væng. -v Vatnsþurrð Allir skurðir skrælþunir Þórhallur Björnsson Svignaskarði í Borgarfirði: 6000 lítrar á dag í tankbílum. Bœndurbrynna beljunum úti íhaga „Mjólkurbíllinn kemur hingað með 6000-7000 lítra af vatni á dag. Það eru 1-2 fuilir bflar,” sagði Þórhallur Björnsson um- sjónarmaður í orlofsbúðunum Svignaskarði í samtali við blaðið. Hér er vatnsþurrð en það þýðir ekkert að gefast upp. Við látum bara vatnið renna bent í brunn- ana úr mjólkurbflnum. Þetta hefur aldrei gerst áður. Elstu menn muna ekki eftir jafn miklum þurrki. Þetta er alveg í lagi hérna hjá okkur í Svigna- skarði, það er verra hjá mörgum bændum í Borgarnesi. Þeir þurfa margir hverjir að brynna beljun- um úti í haga. Það eru skrælþurrir allir skurðir, sagði Þórhallur að lokum. -SA aði langt umfram laun, sem drægi úr neyslu búvara, seinagangur ríkti í markaðsmálunum, fjár- magn yrði sífellt dýrara, stjórnvöld boðuðu stórfellda fækkun sauðfjár, sem nánast þýddi hrun í sauðfjárræktinni og atvinnusviptingu fjölda fólks, sem ynni að úrvinnslu sauðfjáraf- urða. Að öðru leyti skýrði Jó- hannes frá störfum bráðabirgða- stjórnarinnar, sem m.a. voru fólgin í því að fá þá dr. Sigurgeir Þorgeirsson sauðfjárræktarráðu- naut og Gunnar Pál Ingólfsson, framkvæmdastjóra ísmats hf. til þess að fara vestur um haf og kynna sér möguleika á kinda- kjötssölu í Bandaríkjunum. Voru þeir dr. Sigurgeir og Gunnar Páll báðir mættir á fundinn og fluttu þar skýrslur um ferð sína. Verður nánar sagt frá þeim síðar. Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, flutti fundinum kveðjur og árnaðar- óskir frá því. Síðan hófust um- ræður og stóðu til kvölds. Þá var skipað í 8 nefndir. Eftir kvöld- verð fóru fundarmenn í skoðunarferð um Hvanneyrar- stað við leiðsögn Sveins Hall- grímssonar skólastjóra. Síðari daginn störfuðu nefndir fram að hádegi. Þá voru lögð fram, rædd og afgreidd nefndará- lit, sem vonandi gefst rúm til að greina frá síðar, og loks fóru fram kosningar. í stjórn Landssamtakanna voru kosnir: Jóhannes Kristjáns- son, Höfðabrekku, formaður, Eysteinn Sigurðsson, Arnar- vatni, varaformaður, og með- stjórnendur Aðalsteinn Aðal- steinsson, Vaðbrekku, Rúnar Hálfdánarson, Þverfelli og Sig- urður Jónsson, Stóra- Fjarðarhorni. Er þess þannig gætt, að hver landshluti hafi mann í stjórninni. -mhg Kennarar Eftirfarandi kennarastööureru lausar viö Hafnarskóla, Hornafiröi. 1. Almenn kennsla 2. Myndmennt, 1/2 staöa 3. Stuðnings- og sérkennsla Góð vinnuaðstaða. Gott íbúðarhúsnæöi. Flutnings- styrkur greiddur. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 97-8148 og 97- 8142, yfirkennari í síma 97-8595 og formaður skóla- nefndar í síma 97-8181. Skólanefnd. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennaradeild verða fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13.00 í Skipholti 33. Nánari upplýsingar um nám og inntökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skólans. Skólastjóri Frá Menntamála- ráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóia: Usóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður í stærðfræði, eðlisfræði, tölvufræði, ensku og dönsku við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fram- lengist til 26. ágúst. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið „Sendiherra“ Þjóðviljann vantar starfsmann til sendi- ferða á bíl. Upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri næstu daga í síma 81333. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.