Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 6
VIÐHORF kvenna innan Alþýðubandalags- ins síðustu árin og þann árangur sem þær hafa náð. Sömuleiðis gefur Svanur ein- hliða og neikvæða mynd af þátt- töku ungs fólks í Alþýðubanda- laginu á síðustu árum og afstöðu þess til flokksins. Hann nefnir ekki einu orði stofnun Æskulýðs- fylkingarinnar nýju og inngöngu hundruða ungmenna í þau samtök. Þaðan af síður er minnst á lagabreytingar til að fullgilda aðild ÆFA að flokknum og bjóða ungt fólk velkomið. Með áðurnefndri laga- breytingu var Alþýðubandalagið í senn að svara kalli tímans og gera aðild að flokknum aðgengi- legri fyrir ungt fólk og bjóða upp á fjölbreyttari aðildarform, tryggja jafnari hlut kynjanna til áhrifa og læra af reynslunni. Þeirri reynslu t.d. að vænlegra sé fyrir flokkinn að unga fólkið hafi með sér sérstök samtök heldur en að allir starfi saman í óskiptum félögum. Einna verst þykir mér þó dr. Svani takast til þegar hann heldur því blákalt fram að Svavar Gests- son formaður Alþýðubandalags- ins hafi vísvitandi unnið gegn samþykktum síðasta flokksráðs- fundar og það svo að segja áður en blekið var þornað á fundar- gerðinni. Lítum aðeins nánar á það hvaða rökum fræðimaðurinn Svanur Kristjánsson styður þessa fullyrðingu sína. Jú, fyrst er vitn- að til samþykktar flokksráðs- fundarins um nauðsyn þess að efla samstöðu stjórnarandstöðu- flokkanna og þeirra afla annarra sem andvíg eru núverandi stjórn- arstefnu. Síðan tekur Svanur kafla úr áramótagrein Svavars Gestssonar og stillir honum upp sem andstæðu áðurnefndrar sam- þykktar. Vegna þess að formaður Alþýðubandalagsins leyfði sér að telja flokkinn helsta hagsmuna- vörð launafólks í landinu og hvatti til þess að efla Alþýðu- bandalagið urðu menn furðu slegnir að mati Svans og spurðu í forundran hvað væri að gerast. (Ja, hógværir skulum við vera). Og síðan segir orðrétt í grein Svans. „Svarið kom stuttu síðar í frétt í NT 7. janúar 1985“ og síð- an kemur tilvitnun í umrædda frétt NT. „Heimildir sem NT TELUR ÁREIÐANLEGAR segja að Svavar Gestsson telji samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé á því ymprað fara flokkseig- endafélög í varnarstöðu. Hvað veldur? En málið snýst um flokk í kreppu og annað hvort þarf að finna blóraböggul par exellence eða aðrar haldgóðar ástæður. Svanur er ekki í vafa um hið fyrr- nefnda og kemur reyndar með nokkuð trúverðugar skýringar að auki í niðurlagi greinar sinnar. Varla ætlast höfundur þó til, að lesendur skoði grein hans sem algilda niðurstöðu, miklu fremur kenningu, sem mönnum beri að leggja út af, enda hafa menn farið á stúfana og það úr öðrum sókn- um sbr. Sighvat Björgvinsson, sem reyndar efast um samsæris- þáttinn hjá Svani. Það, sem grein Svans hins vegar leiðir að, verður því miður að teljast niðurstaða, það er afskaplega vond útkoma hjá flokknum í skoðanakönnun- um, hann tapar enn fylgi og er samt „eina stjórnarandstöðuaflið sem fólk getur treyst“. Og mig langar að setja á blað nokkra punkta í anda þess sem er í niður- lagi Mannlífsgreinar Svans: Þessi bölvaði tvískinnungur Menn nefna yfirburði hægri pressunnar varðandi skoðana- fýsilegan kost...“ Það var og. Slúðurfrétt í Framsóknarmál- gagninu NT þar sem vitnað er til ónefndra heimilda sem blaðið „telur áreiðanlegar" er dr. Svani sem sagt fullgilt svar. Hann kýs að hafa slíkan slúðurlæðing fyrir sannleika en þegja þunnu hljóði yfir staðreyndum málsins, sem eru þær að á þessum tíma beitti Alþýðubandalagið sér, og Svavar Gestsson formaður þess sérstak- lega, fyrir því að bjóða hinum stjórnarandstöðuflokkunum og reyndar fleiri aðilum til viðræðna um möguleikana á nánara sam- starfi. Alþýðubandalagið sendi frá sér fréttatilkynningar af þessu til- efni og svonefndar vinstri við- ræður voru allmikið umtalaðar í fjölmiðlum fyrstu mánuði þessa árs og ættu því ekki að hafa farið fram hjá neinum sem fylgist með stjórnmálum. Ýmsir, og þar á meðal ég, höfðu takmarkaða trú á slíkum viðræðum nú eftir tilkomu Jóns Baldvins (sem Svanur kallar nú- tímastjórnmálamann) í formannssæti Alþýðuflokksins og með tilliti til þeirrar áherslu sem nýju flokkarnir leggja á að halda meintri sérstöðu sinni. Engu að síður réði sú skoðun ferðinni í samræmi við ályktun flokksráðsfundar að það væri skylda Alþýðubandalagsins með tilliti til ástandsins í þjóðfélaginu að reyna það sem hægt væri til að efla baráttuna gegn ríkisstjórn- inni. Meðal annars með því að leita nánara samstarfs stjórnar- andstöðunnar. Alþýðubandalagið tók áhætt- una af því að slíkar viðræður yrðu árangurslausar og að útkoman kynni því að verða neikvæð fyrir þann flokk sem beitti sér fyrir því að reyna að koma þeim á. Ég sem einn af efasemdarmönnum um þessar viðræður get persónulega borið því vitni að formaður flokksins beitti sér sérstaklega til að ná samstöðu um málið og reyndi til þrautar að framkvæma margnefnda samþykkt flokks- ráðsfundarins. Allar fullyrðingar um annað eru samkvæmt minni bestu vitneskju lygi. Þegar á fjörur manns rekur rit- smíð á borð við þá sem Svanur Kristjánsson hefur skrifað og nefnir Alþýðubandalagið á krossgötum, er manni nokkur vandi á höndurn. Hægast er ugg- laust að virða slíkar greinar ekki svars. Önnur leið er að taka þær myndun eða skoðanaómyndun í landinu. Á við rök að styðjast. Flokkurinn sé að súpa seyðið af stjórnarþátttökunni 1979. Hægri bylgjan á Vesturlöndum sé loks að brotna á ströndum Islands, enda þótt Thatsérsismin sé sér til húðar genginn á Bretlandi. Jón Baldvin hafi stolið senunni með róttækri stefnuskrá og kunni og nenni að tala við fólk og boði öðruvísi stefnu en hinir flokkarn- ir. Alþýðubandalagið sé kerfis- flokkur eins og Framsókn í hug- um fólks, enda stunda einstaka framámenn þess laxveiðar fyrir opinbert fé með köllunum úr gömlu kerfisflokkunum og á við rök að styðjast og er vont mál. Allt hefur þetta sín áhrif, enda þótt forysta flokksins streitist við að halda á honum andlitinu í helgarútgáfum Þjóðviljans. Raunar ætti það ekki að vera mikið átak, að halda flokknum frá spillingunni, svo heiðarlegt og hreinlíft sem Alþýðubandalags- fólk er og stundar almennt ekki pólitík í persónulegu ábataskyni. Er hins vegar alltaf að bjarga heiminum. En myndir og frá- sagnir í óháðum sneplum hægri pressunnar hafa áhrif, hvað þá, þegar einstakir þingmenn flokks- ins taka að sér að verja spilling- una í bankakerfinu og gerðist í vor út af bílamálun bankastjóra. Allar yfirlýsingar formanns Abl. sundur nánast orði til orðs og gera við þær athugasemdir sem vert væri. Ég hef hér valið þann milliveg að svara nokkrum jreim atriðum sem ég vil ekki láta standa án þes að athugasemdir séu gerðar. Freistandi hefði verið að taka fleira fyrir en það verður ekki gert að sinni. Þess í stað vil ég fara nokkrum almennum orðum um síðasta kafla greinarinnar sem ber fyrirsögnina „Hvert stefnir Alþýðubandalagið“. Það er skemmst frá að segja að dr. Svanur kemst í lokin á þessari úttekt sinni á flokknum að heldur óskemmtilegri niðurstöðu. Síðan 1974 hefur allt verið á niðurleið, fylgið reyst af flokknum, innviðir hans fúnað, flokkurinn staðnað og orðið ólýðræðislegri, ungt fólk og konur festa þar ekki rætur o.s.frv.. Vissulega mætti og þyrfti Alþýðubandalagið að vera stærra, fleira ungt fólk að streyma inn í flokkinn, fleiri kon- ur, lýðræðið að vera þar virkara o.s.frv.. Mjög sennilega hefur margt ungt fólk sem gengið hefur til liðs við Alþýðubandalagið á undanförnum árum með háleitar hugsjónir og glæstar vonir urn framgang þeirra orðið fyrir von- brigðum með ýmislegt í fari flokksins. En þannig er nú einu sinni heimurinn. Það er svo fátítt að fegurstu draumarnir rætist og sennilega gerist það óvíða sjaldn- ar en í stjórnmálabaráttu. Vinnubrögð Svans í lokakafla greinarinnar eru enn sama marki brennd. Dregin er fram einhliða neikvæð mynd af ástandinu. Greinarhöfundur sér naumast nokkurs staðar glætu. Þess er að engu getið að síðan 1974 hefur flokkurinn unnið nokkra sína stærstu kosninga- sigra bæði í alþingis- og sveitar - stjórnarkosningum.Það er hvergi minnt á stofnun æskulýðsfylking- arinnar og aukna þátttöku ungs fólks í störfum flokksins á síðustu misserum. Ekkert minnst á samtök kvenna og árangursríka baráttu þeirra á síðustu árum þrátt fyrir allt. Sú miklattmræða sem varð um laga- og skipulags- mál flokksins og leiddi til rót- tækra breytinga á lögum hans í takt við breytta tíma er hvergi nefnd. Ekkert er sagt um það mikla átak sem það var að koma upp myndarlegri miðstöð fyrir starfsemi flokksins í eigin hús- næði þar sem þúsundir flokksfé- laga lögðu sitt af mörkum, slíkt og hvítþvottur, um hvers lags flokkur Alþýðubandalagið sé, eru hlægilegar á eftir. Samsæris- kenningar Svans Kristjánssonar um gamlar aðfarir að Ólafi Ragn- ari og fleirum innan flokksins er ekki höfuðskýringin á kreppu flokksins, enda þótt unnt kunni að vera að útskýra og útleiða vandann af einhverri sameigin- legri rót með flóknum aðferðum. Það er miklu líklegra að það sé þessi bölvaði tvískinnungur, sem fer í taugarnar á fólki, og einkum þó ónæmi flokksins og jafnvel hatursafstaða gagnvart ýmsum fyrirbærum neysluþjóðfélagsins, sem raunar litlu máli skipta þegar á allt er litið. Hin óskeikula dómgreind Þessi óskeikula dómgreind, sem Svanur nefnir svo, á mönnum og málefnum. Það er þetta sem er að loka okkur inni, stéttarandstæðingurinn er á hverju götuhorni. „í útgáfu flokksins af sósíalismanum felst að hinir meðvituðu, þeir sem eru sannir sósíalistar, hafa öðlast óskeikula dómgreind á mönnum og málefnum og stéttarandstæð- ingurinn getur leynst hvar sem er, jafnt í hljómsveitinni Duran Dur- an, Andrési Önd sem svikulum hugarfar og þannig samstaða hentar ekki í dæmasafn doktors- ins. Yfirstandandi umræðu um stefnu flokksins og sérstakrar vinnu að stefnumörkun í efna- hags- og atvinnumálum með áherslu á nýsköpunarmöguleika er að sjálfsögðu ekki heldur get- ið. Doktor Svanur virðist ganga til verks fyrirfram ákveðinn í að sýna að Alþýðubandalagið sé komið að fótum fram, í kreppu sem sé „víðtæk og djúp“ svo not- uð séu orð skáldsins og þetta eigi sér allt langan aðdraganda. Allt það er tínt til sem stutt getur þá mynd, öllu sleppt sem passar ekki inn í formúluna. Það stemmir t.d. ekki inn í formúluna um öldunga- veldi og áhrifaleysi ungs fólks og kvenna að þingmaður, varaþing- maður, kjördæmisráð og margir bæjarfulltrúar Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi eystra eru ungt fólk og þar á ofan upp til hópa konur, svo að aðeins eitt dæmi sé tekið. Hitt á betur við að tíunda gróusögur um draugagang gam- alla flokksklíkna og samsæri gegn hinum og þessum. Svanur er reyndar í grein sinni broslega upptekinn við að smíða samsæris- kenningar og reyna að sanna áhrif gamalla flokksfélaga. Það svo að maður býst jafnvel við því að lesa næst að látnir félagar úr kommúnistaflokknum gamla ráði þessu í raun öllu ennþá að handan. Svanur Kristjánsson er ekki einn um það að fjalla með nei- kvæðum hætti á opinberum vett- vangi um stöðu Alþýðubanda- lagsins í heimi íslenskra stjórn- mála. Fæstir býst ég við kippi sér upp við hefðbundnar fullyrðingar pólitískra andstæðinga um upp- lausn og óáran í herbúðum hvers annars. Hitt hefur vakið öllu meiri athygli mína hversu óðfúsir ýmsir félagar okkar og það jafnvel fólk í áhrifastöðum innan flokksins hefur verið til að tjá sig og gefa neikvæðar lýsingar á ástandi mála. Það er nú einu sinni svo að samstaða, eining og bar- áttugleði eru hluti af þeirri ímynd styrkleika og þróttar sem allir stjórnmálaflokkar á öllum tímum reyna að halda að almenningi. Stórar yfirlýsingar um erfiðleika og kreppu sem einn étur upp eftir öðrum eru hins vegar lítt til þess fallnar að hressa Eyjólf. Það skal tekið skýrt fram að ég á hér ekki við málefnalegar um- ræður eða skrif um hugmynda- verkalýðsforingjum. Öll umræða innan flokksins verður því eld- fim; fyrr en varir geta öll álitamál snúist upp í deilur um „grundvall- aratriði“, er þetta rétta línan eða ekki? Afleiðingin verður sú, að hugsanlegum ágreiningsefnum er ýtt til hliðar- því deilum um hina einu réttu línu fylgir auðvitað hætta á klofningi flokksins. Undir slíkum kringumstæðum er því fremur reynt að standa saman um það sem flokksmenn eru sam- mála um að vilja ekki, heldur en reyna að útfæra hvers konar þjóðfélag Alþýðubandalagið vill stefna að og hvernig eigi að koma slíkum áformum í framkvæmd,“ Svo segir í niðurlagi Mannlífs- greinar Svans og það verður að viðurkennast, að Svanur blottar okkur þarna svo notuð sé ill dan- ska. Við erum býsna neikvæð gagnvart ýmsum ómerkilegum fyrirbærum og erum að bruðla „með hina óskeikulu dómgreind" í tíma og ótíma í stað þess að nota tímann til einhvers sem er já- kvæðara og uppbyggilegra. Alþýðubandalagið í sviðsljósinu Nú fer að verða mál að linni, enda þrýtur höfund brátt örendið í þessari lotu og varla von á miklu risi í lok ritgjörðar héðan af. Hins fræði, stefnu, starfshætti eða þvíumlíkt. Slíkt er bráðnauðsyn- legt að ræða og helst rífast um bæði innan flokks og utan. Nei, ég á hér við það þegar einstakir félagar setja sig óumbeðnir í prófdómarastellingar og taka til við að gefa flokknum slæmar ein- kunnir, gjarnan í blöðum and- stæðinganna ásamt meðfylgjandi neikvæðri umsögn. Slíkt þjónar sjaldnast öðrum tilgangi en að skemmta skrattanum og þarf ekki að eiga nokkurn skapaðan hlut skilt við hreinskilni, hug- rekki eða lýðræðisást eins og sumir virðást halda. Ég deili ekki um það, hvorki við Svan Kristjánsson né aðra, að síðustu 1-2 misserin hafa um margt verið Alþýðubandalaginu mótdræg. En þau hafa ekki held- ur beinlínis verið tími mikilla sigra fyrir íslenskt launafólk, sjávarútveg og landbúnað, fisk- verkunarfólk, vlandsbyggðina, félagshyggju og samhjálp, her- stöðvaandstæðinga og friðar- sinna. Afturhaldið kreppir nái- kalda krumlusínaumallt þjóðlífið en þeim sem gegn því vilja berjast hefur lítt tekist að reisa rönd við. Meðal annars vegna þes að and- staðan er sundurleit en afturhald- ið, með öll sterkustu fjármála- og fjölmiðlaöfl landsins á bak við sig, kúrir í einni sæng. Það er rétt að svo virðist sem vonbrigði margra með þetta ástand beinist gegn Alþýðu- bandalaginu. Slíkt á að vera flokknum hvatning til þess að gera betur því það sýnir um leið að þaðan hafa menn helst vænst þeirrar baráttu sem eitthvað dygði gegn þessari stjóm. Alþýðubandalagsfélagar, stuðningsmenn og ekki síst for- usta flokksins eiga að horfast í augu við þessar aðstæður með gagnrýnum hætti. Ekki til þess að finna einhvern einn sökudólg því hér ber margt til, heldur til þess að læra af reynslunni og finna nýjar leiðir sem duga betur. Það er eins með mennina og skipin að hvorugt er fullreynt fyrr en það hefur lent í mótvindi. Við slíkar aðstæður hefja sumir leitina að sökudólgi til að skella skuldinni á, í öðrum greinast merarhjörtun. Höfum það hug- fast að þeir liðsmenn eru harla gagnslitlir hverjum málstað sem gefast upp í fyrsta mótbyr sem þeim mætir. Akureyri fyrrihluta ágústmánaðar Steingrímur J. Sigfússon vegar kann það að þykja fram- hleypni og hortugheit hjá einum dreifbýlismanni að setja annað eins á blað og þetta hér að fram- an, en undirrituðum finnst nauðsynlegt að menn leggi orð í belg eftir að umræðan hefur verið opnuð jafn rækilega og raun ber vitni. Einhverjir kunna vafalaust að segja, að vettvangur umræðu sem þessarar sé ekki á síðum dag- blaða, þetta eigi að ræða á fund- um í stofnunum flokksins. Það er nú bara svo, að menn eru mis- jafnlega andríkir á slíkum fund- um og umræðan oft þess eðlis að menn setur ekki aðeins hljóða heldur einnig tóma. Það er miklu fremur að hægt sé að formúlera einhverjar hugsanir á blað í friði heima hjá sér ellegar á einhverj- um friðsælum stað. Þá ber einnig að hafa í huga að ekkert er hættu- legra stjórnmálamönnum og -flokkum en þögnin. Alþýðu- bandalagið er allt í einu í sviðs- ljósinu, öllum að óvörum, eink- um og sér í lagi forystu þess og meira að segja Jón Baldvin fal- linn í skuggann og hrynja af hon- um atkvæðin eins og nálar af greni. Höldum uppi góðri og heiðar- legri umræðu, þakka lesninguna. Þernuvík við ísafjarðardjúp 5. ágúst ’85 Finnbogi Hermannsson 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.