Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 13
Greiðslukreppan kemur harðast niður á þeim fátæku - og Fidel segir: „Það eru hinir sem skulda okkur". raun og veru hafa jákvæð áhrif á ástandið á Vesturlöndum, því að Rómanska Ameríka mun þá hafa úr 360 miljörðum dollra að spila (en sú er skuldarupphæðin santanlögð) og sá kaupmáttur mun skapa mikla vinnu í verk- smiðjum Vesturlanda. * Það er hvort sent er ekki hægt að greiða skuldirnar vegna þess að Reagan og hans lið hefur lagað viðskiptakjör eftir sínu höfði og kornið á háum vöxtum til að „Þriðji heimurinn" verði áfram fátækur. * Auk þes má því ekki gleyma, að ýmis helstu trúarbröðg heints líta hornauga háa vexti. Caxtro hefur óspart verið gagnrýndur fyrir þessa ræðu. Menn segja að hún sé óraunsæ nteð öllu. Castro er líka minntur á það, að hann skuidi sjálfur So- vétríkjunum 32 miljarði dollara eða sem því svarar. Milli tveggja elda ' Margir leiðtogar í álfunni er grarnir Fidel Castro fyrir ofan- greindar kenningar. En þeir eru milli tveggja elda. Annarsvegar eiga þeir erfitt með að mótmæla því, að háir vextir og strangir greiðsluskilmálar séu í sjálfu sér mikil hindrun á vegi efnahags- legrar viðreisnar. Um leið vita þeir, að ef þeir tækju undir kenn- ingu Castros, um að menn skuli ekki borga, þá er úti urn aðgang þeirra að fjármálakerfi Vestur- Skuldir Rómönsku Ameríku Að borga eða borga Kreppuráðstafanir gera hina ríku ríkari ogfátækufátœkari. Fidel Castro segir: „við borgum ekki“ - aðrir tvístígandi Lönd Rómönsku Ameríku skulda nú 360 miljarði doilara og skuldabyrði þessi kemur harðast niður á þeim fátæku, meðan hinir ríku hafa allt sitt á þurru. Ráðamenn þessara ríkja hafa hveraf öðrum leitað leiða til að létta skuldabyrð- arnar og sumir þeirra að minnsta kosti hafa heyrt með nokkurri samúð á hugmyndir, sem Fidel Castro Kúbuleiðtogi reifaði á ráðstefnu um þessi skuldamál sem hann boðaði til í Havana nú í mánuðinum. En Fidel segir að hvorki geti ríki Rómönsku Ameríku greitt þessar skuldir né heldur beri þeim skyida til þess. Óhagstæð viðskiptakjör við iðnríkin, spilling í stjórnarfari, vanhugsaðar fjárfestingar - allt hefur þetta sameinast um að hlaða upp skuldum í löndum Rómönsku Ameríku. Það var árið 1982 að menn fóru verulega að ugga að sér um þessa þróun þegar það kom í ljós, að þrátt fyrir allan sinn nýfengna olíuauð rambaði Mexíkó á barmi gjaldþ- rots. Sú kreppa sem þá greip um sig víða hefur leitt til þess að framleiðsla á mannsbarn hvert í þessum heimshluta er nú minni en hún var 1977. Ráðstafanir sem duga skammt Stjórnir ríkja Rómönsku Am- eríku hafa hver um sig átt í við- ræðum við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, sem gerir til þeirra strangar kröfur um „efna- hagsráðstafanir“ sem eiga að draga úr innflutningi og ríkisút- gjöldum en efla útflutning og þar með rétta við fjárhaginn og draga úr skuldum. Þessar ráðstafanir eru allar á sama veg: laun eru fryst (eins og tilkynnt var í Arg- entínu fyrir skemmstu), útgjöld til félagslegra þarfa hafa verið skorin niður og verð hefur hækk- að á lífsnauðsynjum almennings, þegar hætt er þeim niður- greiðslum sem eru alþjóðlegum fjármalamönnum þyrnir í aug- um. Allt verður þetta fyrst og síð- ast til þess að hinir fátækari verða fátækari. Það eru þeir sem bera byrðarnar. Að vísu reyna sumir ráðamenn að sýna þokkalegt fordæmi á krepputímum - það er til dæmis haft fyrir satt að fjármálaráðherr- ann í Chile hjóli í vinnuna og frá- farandi forseti Perú hafði komið opinberum launum sínum niður í svo sem tíu þúsund krónur á mán- uði. Þetta breytir því samt ekki, að yfirstéttir þessara ríkja halda áfram að safna miklum auði er- lendis. Fjárflótti frá Rómönsku Ameríku hefur að sögn banka- manna numið um 55 miljörðum dollara á árunum 1978-1983. Ráðherra einn í Venezúelastjórn heldur því fram að á síðastliðnum fimm árurn hafi verið komið úr landi peningum sem svari til þeirra 35 miljarða dollara sem landið skuldar. Mest af þessu fé fer til Bandaríkjanna. Og ástæð- an fyrir því að hinir ríku flýja með auð sinn í stað þess að nota hann til uppbyggingar í eigin landi er sú, að þeir óttast afleiðingar þeirrar þróunar, sem gerir hina fátæku fátækari í heimshluta sem löngu er illræmdur einmitt fyrir það mikla djúp sem staðfest er milli yfirstétta og öreiga. Boðskapur Castros Því var það líka, að þótt „ábyrgir" leiðtogar í Rómönsku Ameríku létu ekki sjá sig á ráð- stefnu, sem Fidel Castro hélt fyrir skemmstu um skuldir álfunnar, þá fóru orð hans víða. En hann sagði á þessa leið: * Rómanska Ameríka hefur siðferðilegan rétt til þess að segja upp skuldum. vegna þess að Bandaríkin og Evrópuríki hafa arðrænt þessa álfu um aldir og „þeir skulda okkur“. * Ronald Reagan mun hvort sem er ekki nota afborgarnir af skuldum til annars en að eyða þeim í stjörnustríð og aðra vit- leysu. * Ef „við borgum ekki“ stefnan verður tekin upp, þá ntun hún í ekki landa, sem skiptir miklu máli fyrir öll þeirra utanríkisviðskipti. Þeir vita einnig, að ekki munu Sovétríkin hafa nein efni á því að styðja við bakið á þeim í fjármála- og viðskiptastríði við Norður-Ameríku og Evrópu í sama mæli og Castro hefur verið hjálpað - fyrir nú utan það, að sá kostur er flestum þeirra lokaður^^^ fyrirfram af pólitískum ástæðum. wT Alan Garcia hinn nýi forseti Perú: við borgum ekki nema sem svarar 10% af útflutningsverðmætinu. Þriðjudagur 20. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.