Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARG
MI-5 og Markús Öm gegn
meirihlutanum
Útvarpsráö hefur löngum verið hálfgert vand-
ræöabarn í stjórnkerfi ríkisútvarpsins. Þaö hefur
verið látið líöast aö ráöiö ritskoöaöi efni fyrirfram
og eftir á og ráöiö hefur verið umsagnaraöili um
mannaráðningar - og útvarpsstjóri talið sér
skylt aö fara eftir vilja meirihluta þess. Þaö hafa
líkaorðiðtil órjúfandi hgasmunabönd milli meiri-
hluta útvarpsráös og þess útvarpsstjóra sem nú
situr, - og um næstu áratugi.
Þetta „prinsipp” Markúsar Arnar hefur staöiö
svo lengi sem honum og Sjálfstæðisflokknum
hentar. Þannig þótti sjálfsagt aö taka mark á
meirihluta útvarpsráös þegar hann var per-
sónulega og pólitískt andvígur umsjónarmanni
fyrirhugaðs dagskrárefnis, þá var komiö aö
kvikunni í grundvallarafstööu Sjálfstæöisflokks-
ins. Um þvíumlíka afstööu meirihluta útvarps-
ráðs eru ótal dæmi og útvarpsstjóri ekki hikað
viö aö nota þá afstööu sem skálkaskjól.
Nú ber hins vegar svo viö aö viö ráöningu í
tvær valdamiklar stöður í sjónvarpinu gengur
Markús Örn Antonsson þvert á vilja meirihlut-
ans. Þess ber þó aö geta aö fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins voru ekki í þessum meirihluta. í
Ijós kemur því, aö það er ekkert „prinsipp”,
grundvallaratriöi í stefnu Sjálfstæðisflokksins
aö fara aö vilja meirihluta útvarpsráös heldur
þegar flokknum hentar. Þetta er meö öðrum
orðum hin fullkomna hentistefna.
Þaö er ekki nýtt, aö Sjálfstæðisflokkurinn taki
stofnanir sem mönnum úr þeim flokki hefur ver-
iö trúaö fyrir aö stjórna, og ráöskist meö þær
einsog þær væru deild úr Heimdalli. Þá er ekki
verið að hugsa um víösýni eöa lýðræði, - þá er
óhætt aö gefa nefið langt í formlegheitin. Það er
ekki þægilegt fyrir fólk sem hefur verið ráöiö í
störf undir formerkjum þessa ráöslags Sjálf-
stæðisflokksins, - það fólk mætir oft tortryggni
aö ósekju, því þaö er sjálfur flokkurinn sem ber
ábyrgðina.
Þaö má vera Markúsi Erni útvarpsstjóra og
Sjálfstæðisflokknum öllum umhugsunarefni,
hvernig þessi stofnun, útvarp og sjónvarp, á aö
mæta samkeppni á markaönum á næsta ári. Á
að mæta henni meö því aö ráöa einlitt og tal-
hlýðið fólk sem kemur úr umhverfi Sjálfstæðis-
flokksins? Kemur aö því aö umsækjendur um
störf hjá Ríkisútvarpinu þurfi aö sýna flokks-
skírteini? Þaö er alvarlegt íhugunarefni hversu
fáir sækja um stööur hjá þessari stofnun, - og
þaö heyrist nefnt aö hæft fólk sjái ekki ástæöu til
aö sækja um störf þar, þarsem búiö sé að
ganga frá ráðningum og aö ekki veröi ráönir
starfsmenn, nema þeir njóti velþóknunar Mark-
úsar Arnar og Sjálfstæðisflokksins.
Ríkisútvarpið er ekki eina stofnunin sem nýt-
ur þess lýðræðis sem Sjálfstæöisflokkurinn tel-
ur vænlegast aö hampa. Helgarpósturinn
skýröi nýlega frá því aö enginn sýslumaöur eöa
fógeti kæmi úr öörum flokkum en Framsóknar-
flokknum og Sjálfstæöisflokknum. Og nýlega
var auglýst embætti lögreglustjóra í Reykjavík,
KLIPPT OG SKORIÐ
- og engum dettur í hug aö maður veröi ráöinn
til starfans sem ekki er úr öörum hvorum þess-
ara flokka. Og svo á þetta aö heita lýðræðis-
þjóðfélag!
Fréttir um helgina greina frá því aö leyniþjón-
usta í Bretlandi, MI-5, hafi starfað innan breska
ríkisútvarpsins um margra ára skeið. Enginn
yfirmaður hafi veriö ráöinn hjá stofnuninni nema
leyniþjónustan hafi lagt blessun sína yfir mann-
aráðninguna. Leynilögreglan hefursérstaklega
gætt þess aö vinstri menn ættu ekki uppá pall-
boröiö í trúnaöarstööur. Hér á íslandi gegnir
Markús Örn og Sjálfstæðisflokkurinn þessu
hlutverki bresku leynilögreglunnar. Það er illt til
þess aö vita, - en jafnframt háöulegt fyrir þá
menn og flokk sem mest gortar sig af frelsi,
lýöræöi og frjálslyndi í fornum skilningi.
Þá sjaldan sem gengið hefur veriö á meiri-
hlutavilja útvarpsráðs, hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn ævinlega veriö í minnihluta. Þá hefur heldur
ekkert skort á stórbokkalegar yfirlýsingar um
átroðslu og lýðræöisskort frá mönnum eins og
Markúsi Erni og Sjálfstæðismönnum í útvarps-
ráöi og öðrum sovétum. Og Morgunblaöið sem
virkar einsog varasovét fyrir íhaldsmeirihlutann
í útvarpsráöi þarf ekki mikið til aö sífra og suða,
emja og lemja, arga og garga, agga og nagga -
og dansa trítldans, - þegar vilji ofstækisaflanna
í Flokknum verður undir í ráöinu. Þaö blaö dans-
ar engan trítldans meö MI-5 og Markúsi Erni í
dag. Þaö getur sig hvergi hrært. -óg
í öllu
vondu
Morgunblaðsmenn lágu undir
feldi dögum saman og veltu fyrir
sér Sögu Flugleiðabréfanna og
loks gerðist það á föstudaginn að
þeir tóku á sig rögg og skrifuðu
leiðara um málið. Það væri samt
synd og fals að segja að þeir hafi
tekið á málinu af einurð eins og
það heitir. Eftir nokkra hring-
snúninga er niðurstaðan á þessa
leið:
„Væntanlega verða þessar
miklu umræður um Flugleiða-
bréfin til góðs, þótt ýmislegt hafi
verið athugavert við þessa sölu".
Vægara mátti orðalagið nú
ekki vera. Semsagt: í öllu vondu
er vottur æðri gæsku, ef menn af
alúð eima hana frá. Kannski
mundi hagur landsins og ráðherr-
anna þá fyrst vænkast ef Albert
tæki sig til dæmis til og seldi Rolf
Johansen ÁTVR fyrir slikk. Þá
mundu upp koma miklar um-
ræður og hollar. Og eins og
skáldið spurði: hvaða dýrlingur
var ekki glæpamaður fyrst?
Ósjálfráður
leki
Það sem er sagt forvitnilegast
við þennan leiðara er sú skýring
sem þar er gefin á upplýsingalek-
anum til Flugleiða um kauptilboð
Birkis Baldvinssonar í bréfin
frægu. Morgunblaðið segir:
„Það lýsir... mikilli vanþekk-
ingu á íslensku þjóðfélagi, ef
menn telja að um skipulagðan
„leka“ hafi verið að ræðafrá ein-
hverjum aðila innan stjórnkerf-
isins til Flugleiða. Sannleikurinn
er sá, að í okkar litla samfélagi er
nánast útilokað að halda nokkr-
um hlut leyndum... Þess vegna er
líklegasta skýringin sú, að eftir að
tilboð Birkis Baldvinssonar hefur
verið til umfjöllunar í einhverjum
hópi einstaklinga, berist upplýs-
ingar um efnið frá manni til
manns og þannig til eyrna Flug-
[eiðastjórnar án þess að það hafi
verið ásetningur nokkurs ein-
staklings í stjórnkerfinu að það
gerðist. Hitt er alveg Ijóst að menn
geta ekki stundað eðlileg viðskipti
við þessar aðstœður“.
Þetta er merkileg kenning. Á
íslandi „leka“ menn ekki upplýs-
ingum sem eru mikilla peninga
virði. Við búum hinsvegar í landi
hins ósjálfráða leka, ef svo mætti
segja. Og, segir blað allra lands-
manna, „menn geta ekki stundað
eðlileg viðskipti við þær aðstæð-
ur“. Þessi setning merkir það
væntanlega að ísland sé of smátt
og vanþróað fyrir alminnilegan
kapítalisma.
Reyndar er það alrangt hjá
Morgunblaðinu, að það sé mikil
sérstaða fslands hve erfitt er að
halda því leyndu sem ekki má
komast upp. Menn hafa hugann
jafnan svo fastan við njósnasögur
úr stórveldunum að menn gleyma
því gjarna, að ekkert er al-
gengara og hvunndagslegra en
njósnir fyrirtækja og fjármála-
manna hver um annan. Og í hinu
frjálsa og óhefta markaðssamfé-
lagi, þar sem það er ókurteisi og
sveitamennska að spyrja um sið-
gæði í viðskiptum, eru upplýsing-
ar um samkeppnisaðila eins og
hver önnur vara sem boðið er í.
Við vitum nefnilega ekki betur en
margir skærustu vitar markaðs-
hyggjunnar telji verslun með
trúnaðarbrot alveg nákvæmlega
sama eðlis og sölu á skóreimum,
tannkremi og tyggjó.
Málflutningur
um hvali
Menn hafa miklar áhyggjur af
hvölum um þessar mundir, eins
og vonlegt er. íslendingar telja
sig vel geta veitt takmarkaðan
fjölda hvala án þess að lífríkið
saki og það er reyndar ekki
ástæða til að efast um að það sé
mögulegt. Ýmisleg samtök nátt-
úruverndarmanna telja aftur á
móti, að allar hvalveiðar séu
mesta óhæfa - hvort sem hin
ýmsu samtök vilja nú beita ís-
lendinga refsiaðgerðum fyrir
hvalveiðar eða fortölum. Líf og
dauði hvala er af ýmsum ástæð-
um orði mikið tilfinningamál víða
um lönd og sýnist erfitt einmitt
um þessar mundir að rökræða
þau mál æsingalaust. Kannski er
það jafn erfitt og að sannfæra
réttrúaðan gyðing eða áhang-
anda Múhameðs um að það sé
allt í lagi að brasa úr svínafeiti.
Hvað sem því líður: við getum
ekki annað en reynt að halda
uppi sem skynsamlegastri um-
ræðu. Og taka þá líka tillit til ótta
fisksölumanna, sem gera sumir
hverjir ráð fyrir því að svo kunni
að fara að Islendingar verði að
gera það upp við sig hvaða hags-
munum á fiskmörkuðum þeir
fórni fyrir hvalveiðar - hvað sem
annars verður um þær veiðar
sagt.
Hitt kann varla góðri lukku að
stýra að láta jafnilla og kollegar
okkar á NT hafa gert, en það er
einatt engu líkara en að þeir telji
hvalverndunarmenn upp til hópa
fífl og glæpamenn. Ámátlegast er
þó þegar þeir fara að setja sig í
þær stellingar að heimta af öðrum
ríkjum að þau „hafi stjórn á alls
kyns sértrúarsöfnuðum, sem hafa
í hótunum við okkur", annars
muni illa fara fyrir vinsemd ríkja.
Ekki verður þetta öðruvísi skilið
en svo, að þessi sé krafist að
önnur ríki fari í þágu íslenskra
hvalveiða að hlutast til um það,
hvaða auglýsingar eru birtar í
blöðum frá friðunarfólki eða
hvaða samþykktir og áskoranir
samtök þeirra birta, eða hvert
skip Grænfriðunga sigla eða sigla
ekki.
Hér skiptir ekki höfuðmáli
hvort hvalfriðunarmenn eru
„sértrúarsöfnuður" illvígur eða
ekki. Það er blátt áfram óráð að
ætlast til þess að önnur ríki fari i
okkar þágu að skrúfa fyrir það
málfrelsi og félagafrelsi sem
menn hafa - til ills eða góðs.
DJðÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Rit8tjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Sævar Guð-
björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljó8myndir: Einar Ólason, Valdís Oskarsdóttir.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslustjóri: Sigríður Petursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgroiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðapront hf.
Olga Ver* í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 360 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 Sl'ÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri6judagur 20. ágúst 1985