Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Menn á krossgötum
málstaður undir högg
Dr. Svani Kristjánssyni svarað og reyndarfleirum
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður skrifar:
Dr. Svanur Kristjánsson lektor
við Háskóla íslands hefur nýlega
birt mikla grein um Alþýðu-
bandalagið í tímaritinu Mannlífi
og er það vel. Flest umræða er til
góðs fyrir stjórnmálaflokk og
betri en það sem verst getur hent,
að enginn sjái ástæðu til að minn-
ast á hann í ræðu eða riti.
En það sem einkenna þarf um-
ræðu um stjórnmál til þess að hún
sé virkilega gagnleg er að hún sé
fræðandi og uppbyggileg. Til að
umræða sé fræðandi þarf hún að
miðla þekkingu - staðreyndum
og um fram allt að fara rétt með.
Til þess að umræða sé uppbyggi-
leg þarf hún að fela í sér tillögur
eða uppástungur um úrbætur eða
leiðsögn um vandrataða slóð,
eitthvað nýtt sem er umhugsunar
virði. Svanur gerir tilraun til þess
í grein sinni að vera hvort tveggja
í senn fræðandi og uppbyggilegur
í umfjöllun sinni um Alþýðu-
bandaíagið en verður fótaskortur
og fer á köflum meira rassskriðu
en fóta á sannleikans svelli hálu.
Á það við um allt í senn, það sem
hann tínir til máli sínu til stuðn-
ings, ekki þó síður hitt sem hann
kýs að fela eða minnast ekki á í
grein sinni og síðast en ekki síst
það hvernig hann blandar saman
staðreyndum, tilvitnunum í
prentaðar heimildir og orðrómi,
gróusögum og eigin sleggjudóm-
um.
Ég hef beðið þess með nokk-
urri eftirvæntingu að einhver yrði
til þess að svara doktornum. Mér
finnst óhugsandi að láta ýmislegt
í grein Svans standa ómótmælt og
nauðsynlegt að vekja athygli á
því hversu matvandur hann er á
köflum í nægtabúri staðreynd-
anna. Par sem ég hef enn séð litla
tilburði af hálfu Alþýðubanda-
lagsmanna sjálfra til andsvara vil
ég gera hreint fyrir mínum dyrum
og víkja nokkuð að því helsta sem
ég tel athugavert við umfjöllun
og niðurstöður doktors Svans í
margnefndri grein í Mannlífi.
Ég mun ekki taka til umfjöll-
unar hinn sögulega inngang sem
Svanur notar sem aðdraganda að
grein sinni og sem einskonar
krydd inn á milli, heldur víkja að
þeim þáttum úr samtíðinni sem
ég þekki af eigin raun sem félagi í
Alþýðubandalaginu um nokkurt
árabil og sem þingmaður flokks-
ins í rúm tvö ár.
Þar er fyrst til að taka sem
Svanur nánast afgreiðir sem
staðreynd að Alþýðubandalagið
sé flokkur á fallanda fæti og sé
fyrirfram búið að bíða mikið af-
hroð í næstu kosningum. Þessu til
sönnunar vitnar hann í skoðana-
kannanir á „þessu ári“ svo og að
„ýmsir flokksmenn" hafi sagt
skilið við flokkinn og sú þróun
haldi áfram. Enn fleiri hafi hætt
starfsemi í flokknum - eða ætli
sér að hætta með því að greiða
ekki félagsgjöld.
Hér er það athyglisvert að
Svanur vitnar einungis til skoð-
anakannana á þessu ári, en ein-
hverjir muna eflaust eftir því að
fyrir einu ári síðan var Alþýðu-
bandalaginu endurtekið spáð um
og yfir 20% fylgi. Það stemmir
hins vegar illa við kenningar um
langan aðdraganda og djúpstæða
kreppu og því er notast við skoð-
anakannanir sem gerðar voru ótt
og títt hver ofaní aðra á fyrri hluta
þessa árs.
Þess er og hollt að minnast þeg-
ar fjallað er um Alþýðubandalag-
ið og skoðanakannanir að flokk-
urinn hefur yfirleitt komið frem-
ur illa út úr skoðanakönnunum
borgarapressunnar og er nærtækt
að geta könnunar sem 11 dögum
eða svo fyrir síðustu alþingis-
kosningar spáði flokknum milli 9-
10% kjörfylgis. Upp úr kössun-
um komu hins vegar 17,6% eins
og kunnugt er.
Vissulega er útkoma flokksins í
skoðanakönnunum síðstu mán-
standi fremur á krossgötum nú en
oft endranær þó að Svanur Krist-
jánsson hafi nýlega sagt sig úr
flokknum.
Hvaðan þeim hinum sama
Svani koma upplýsingar um það,
Einna verst þykir
mér þó dr. Svani
takast til þegar
hann heldurþví
blákaltfram að
Svavar Gestsson
hafi vísvitandi
unnið gegn
samþykktum
síðasta
flokksráðsfundar.
uði slæm og áhyggjuefni sem
ræða þarf og bregðast við. En það
er jafn ástæðulaust að láta sem
allt sé tapað og einhver stóridóm-
ur hafi fallið yfir flokknum, for-
ustu hans, starfsháttum og
stefnu. Eins er það þó „ýmsir
flokksmenn" hafi sagt skilið við
flokkinn og það jafnvel félagar
sem akkur var í og fremur hjarð-
arprýði að, þá kemur maður í
manns stað þó að það þyki ekki
eins fréttnæmt. Auðvitað er
nokkurt rót á fólki í fjölmennum
stjórnmálaflokki, sem betur fer,
annars væri hann naumast lif-
andi. Hér skal ekki lagður dómur
á það hvort slík hreyfing er meiri
eða minni nú en oft áður en mér
er til efs að Alþýðubandalagið
hve margir hafa hætt starfi í
flokknum eða hve margir hyggist
á næstunni hætta að greiða félags-
gjöld, veit ég ekki. Ég tel mig
hafa fylgst nokkuð náið með
innra starfi flokksins síðustu
mánuði og misseri en treysti mér
þó ekki til að halda fram einu eða
öðru um þetta efni.
Þá vil ég víkja nokkrum orðum
að umfjöllun Svans um stöðu
kvenna og viðhorf ungs fólks til
Alþýðubandalagsins. Svanur tel-
ur að vitundarvakning íslenskra
kvenna hafi ekki náð „að hrista
mikið til innviði Alþýðubanda-
lagsins". Honum finnst það
táknrænt um stöðu kvenna í
flokknum að aðeins ein kona hafi
verið formaður í flokksfélaginu í
Reykjavík. Enn fremur tíundar
hann það til marks um veika
stöðu kvenna í flokknum að að-
eins 10 konur hafi verið kjörnar
sem aðalfulltrúar félagsins í
Reykjavík á landsfund 1977, af
hve mörgum fulltrúum segir
ekki.
Það er útaf fyrir sig rétt að áð-
urnefndir hlutir segja nokkra
sögu um það hversu seint og erf-
iðlega hefur gengið að rétta hlut
kvenna í Alþýðubandalaginu. En
það segir líka sögu, svo dæmi sé
tekið, að konur í Alþýðubanda-
laginu fengu fyrir nokkrum árum
fyrstar og einar íslenskra kvenna í
blönduðum stjórnmálaflokki
meirihluta í miðstjórn flokksins
(valdamesta stofnun hans milli
lands- eða flokksráðsfunda).
Einnig mætti nefna að þegar
lögum flokksins var breytt á síð-
asta landsfundi var tekin þar upp
regla sem tryggir rétt þess kynsins
sem í minnihluta er hverju sinni
til áhrifa í stofnunum flokksins.
Við næstu miðstjórnarkosningar
þar á eftir var sú regla reyndar
nær því að bjarga körlum þar inn
en öfugt, en það er önnur saga. Á
síðasta landsfundi voru Vilborg
Harðardóttir og Margrét Frí-
mannsdóttir kosnar varaformað-
ur og gjaldkeri flokksins og svo
mætti áfram rekja.
Sem sagt: þótt hlutfall kvenna
sé enn óviðunandi lágt í ýmsum
áhrifastofnunum innan flokksins,
þingflokknum alveg sérstaklega,
þá hafa konur í Alþýðubandalag-
inu þó á síðustu árum með sam-
stöðu og einarðri baráttu náð
miklum árangri og gefið kyn-
systrum annars staðar gott for-
dæmi. Sú mynd sem Svanur dreg-
ur upp í grein sinni af ástandi
þessara mála innan flokksins erj
einhliða neikvæð og villandi og
vanvirða við baráttu og störfl
í framhaldi af Mannlífsgrein Svans
Finnbogi Hermannsson skrifar:
Það er ekki ýkja langt síðan
þau sæmdarhjón Auður Styr-
kársdóttir og Svanur próf. Krist-
jánsson gengu úr skipsrúmi hjá
formanni sínum, Svavari Gests-
syni. Nú hefur það svo sem gerst,
að fólk hafi yfirgefið flokka af
einum og öðrum ástæðum og
fengið svona humm og ha í bakið
hjá flokksfélögunum. Nú ber
hins vegar ekki á öðru en nokkur
harmur sé kveðinn að okkur fé-
lögunum við sviplega brottför
þeirra hjóna og reyndar fleiri
góðra félaga, sem komnir eru í
pólitíska útlegð. Helgast það ef
til vill af því m. a. að Svanur varð á
undan okkur að mæla eftir sig,
enda fáir orðnir til eftirmæla eftir
að Sverri leið, nema ef vera
skyldi Kjartan Ólafsson. Ritvöll
hafa hjónin nú haslað sér í tíma-
ritinu Mannlífi. Þar hefur Auður
verið að skrifa lærðar greinar
m.a. um verkalýðshreyfinguna,
milli þess sem hún tekur viðtöl
við tískudrósir og skipar fyrir um
viðtöl við uppa. (Uppar? Sjá
Mannlíf4. tbl. 2. árg. 1985). í 3ja
tbl. Mannlífs birtist svolítil hug-
leiðing ellegar hugvekja eftir
Svan, þar sem nokkrir einstak-
lingar voru beðnir að gera grein
fyrir pólitískum sinnaskiptum
sínum, seint eða snemma á lífs-
leiðinni. Svanur hnýtir svo aftan
við svoldlum epílóg um Alþýðu-
bandalagið, svo sem eins og af-
leiðingu þess sem koma skyldi,
enda birtist grein hans - Alþýðu-
bandalagið á krossgötum - í
næsta tbl..
Kreppa í
öllum flokkum?
Og þessi grein hefur auðvitað
vakið viðbrögð. Venjuleg skyldu-
skrif Staksteinadrengja að vinna
fyrir kaupinu sínu skiluðu sér,
auk þess sem leiðarahöfundar
hinna blaðanna fengu efni þó
ekki væri nema í einn leiðara í
gúrkutíðinni.
En hvað sagði Þjóðviljinn?
Það er jú ekki bara kreppa í Al-
þýðubandalaginu, það er kreppa
í öllum flokkum, það er bullandi
kreppa í íslenskri pólitík. - Við
ættum hins vegar að vera ögn
lukkulegri með okkar kreppu,
þar sem fjöldi sundurgreiningar-
manna er í okkar flokki og hefur
Svanur Kristjánsson, prófessor í
Maðurinn hefur
dagsetningar á
hreinu, hann hefur
punktað niður hjá
sér ogfylgst með
öllu.
stjórnmálafræðum, þegar riðið á
vaðið og gert tilraun til útskýring-
ar á þeim vanda, sem flokkurinn
á við að glíma um þessar mundir í
stað þess að hafa „byr“ miðað við
það ástand sem ríkir í þjóðfé-
laginu. í stuttu máli, rekur Svan-
ur þetta ástand til ríkjandi vinnu-
bragða í flokknum, og nú sé hann
að súpa seyðið af samsærum
gamla sósíalistakjarnans og
flokkseigendafélagsins gagnvart
blómberanlegu fólki og sem
hugsanlega kynni að skyggja á
forystumenn úr nefndum hópum.
Hinn sanngjarni
rýnandi
Og skýrsla Svans Kristjáns-
sonar í Mannlífi er býsna trúverð-
ug. Hún cr laus við öll gífuryrði
hins pólitíska dægurþrass. Höf-
undur læðist að lesandanum sem
hinn sanngjarni rýnandi og verð-
ur lesningin brátt að blekkingu
króníkunnar. Maðurinn hefur
dagsetningar á hreinu, hann hef-
ur punktað niður hjá sér og fylgst
með öllu. - En það er nú einatt
svo í pólitík, að einhverjir verða
útundan, það er enginn flokkur
laus við valdabaráttu, jafnvel
ekki Alþýðubandalagið, en þó
reynt að fylgja lýðræðislegum
leikreglum. (Smölun á fundi er
ein af þessum frægu lýðræðislegu
leikreglum, Svanur). Og það er
líka alveg bráðnauðsynlegt hverj-
um flokki að eiga foreldra, það
sem á ljótu máli er kallað flokks-
eigendafélag. Flokkur án flokks-
eigendafélags deyr yfirleitt um
fermingu eins og dæmin sanna.
Hitt kann að eiga sér stoð, að
Alþýðubandalagið sé ekki ákaf-
lega rúmt inngöngu einkum og
sér í lagi því fólki, sem skynjar
nýja strauma og stefnur í íslensku
þjóðfélagi. Þá eru heilmiklar
blikur á lofti um að flokkakerfið á
íslandi sé gengið sér til húðar og
i
Þriðjudagur 20. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5