Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 2
___________FRÉTTIR Orkustofnun Nóg til af vatni Sigurjón Rist: Enginn skortur á neysluvatni og nóg til rafmagnsframleiðslu síðar í vetur „Vatnsskorturinn er ekkert al- varlegur og þurfa menn hvorki að óttast skort á drykkjarvatni né vatni til framleiðslu rafmagns í vetur,” sagði Sigurjón Rist hjá Orkustofnun er Þjóðviljinn innti hann álits á fréttum um mikinn vatnsskort hér SV-Iands. „Þórisvatn er nú sneisafullt og vatnsgeymar til neyslu verða allir fullir í haust.” Sigurjón sagöi enn fremur að öll lón á Þjórsársvæðinu verði full þegar vetur gengi í garð. „Að vísu er vatnsskortur í Borgarfirði. Engu að síður er hægt að hafa háa vatnsstöðu í Skorradalsvatni þeg- ar í haust,” sagði Sigurjón. „Fjórir síðustu mánuðir hafa gefið lítið vatn á Suðurlandi en það er ekki svo hættulegt því 2-3 ár þurfa að fara saman til þess að skortur verði á drykkjarvatni. Það er einnig heppilegt fyrir okk- ur að við notumst við grunnvatns- geyma. Yfirborðsvatn er horfið, það er rétt, en við búum við lind- arennsli og það er miklu trygg- ara.” „Það er staðreynd að þegar mikið vatn er á suð-vesturlandi er lítið vatn á norð-austur-landi og öfugt, þannig að landið í heild verður aldrei vatnslaust. Lands- fjórðungarnir geta hjálpast að, sagði Sigurjón að lokum. -SA Stoltir og kátir taka verðlaunahafar við viðurkenningaskjali úr hendi Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Ljósm. t.ÓI. Reykjavík LálandíFossvogi fegursta gatan Mýlega veitti Fegrunarnefnd umhverfismálaráðs viður- kenningu fyrir fagurt og snyrti- legt umhverfi. Það voru bæði fyr- irtæki og einstaklingar sem fengu viðurkenningu. Fegrunarnefnd umhverfismál- aráðs veitir á hverju ári viður- kenningu fyrir fagurt og snyrti- legt umhverfi. Formaður nefnd- arinnar er Hulda Valtýsdóttir. Að þessu sinni varð gatan Lá- land neðst í Fossvoginum fyrir valinu sem fegursta gata Reykja- víkur. Lóðirnar við þessa götu eru taldar sérstaklega vel hirtar og fallegar. íbúarnir hafa rétt á að halda viðurkenningarskjalinu í 10 ár. Fyrirtæki Rafmagnsveitu Reykjavíkur Suðurlandsbraut 34 fengu viðurkenningu fyrir virð- ingarvert framtak hvað varðar hönnun mannvirkja og umhverf- is. Kirkjugarðar Reykjavíkur fengu viðurkenningu fyrir sér- staklega fallegan og vandaðan frágang við nýju Kapelluna í Fossvogskirkj ugarði. Verslunin Kompaní Laugavegi 42 fékk viðurkenningu fyrir smekklegt umhverfi við verslun- argötu. Hönnunin á þessu litla svæði í eldri hluta borgarinnar er talið vel af hendi leyst og öðrum til eftirbreytni. Höggmyndagarður við Lista- safn Einars Jónssonar fékk viður- kenningu fyrir nýmótun garðs sem mun auðga mannlífið. Að- sóknin í garðinn er stöðugt að aukast, enda er hann einstaklega fallegur. Rauði krossinn við Nóatún 21 fékk líka viðurkenningu. Um- hverfið er sérstaklega mótað eftir þörfum hreyfihamlaðra. IBM Skaftahlíð 24 hlaut viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt umhverfi þar sem lýsing og bekkir setja skemmtilegan svip á lóðina. Að lokum var veitt viður- kenning fyrir snyrtilegan frágang og þægilega aðkomu að Borgar- túni 17. Það er von þeirra er að viðurkenningunum standa að þetta hvetji fólk enn frekar til að huga vel að umhverfi sínu svo borgin okkar verði enn fegurri. SA Hvar stendur Steingrímur í kjötstríðinu milli Alberts og Geirs? Beggja vegna beinsins! Leikbrúðuland íslensk tröll til Suður- Evrópu I morgun lagði Leikbrúðuland af stað í leikferð til Suður-Evrópu þar sem „Tröllaleikir“ verða sýndir á alþjóðlegum brúðu- leikhúshátíðum. f Júgóslavíu verður sýnt á þremur stöðum og meðal annars tekur Leikbrúðuland þátt í brúð- uleikhúshátíð alþjóðasamtaka esperantista. Þaðan verður hald- ið til Rómaborgar á brúðuleik- húsmót tileinkað Eþíópíu og Afr- íku og rennur ágóði af sýningum til hjálparstarfsins þar. í Charlevile-Mezieres í Frakk- landi tekur Leikbrúðuland þátt í leikhúshátíð heimsálfanna fimm þar sem verða yfir 100 sýningar hvaðanæva að. -aró Óshlíðarvegur Grjóthrun í fyrrinótt Aðfararnótt mánudags varð grjóthrun á Óshlíðarvegi, en Ós- hlíðarvegur er vegurinn sem liggur milli ísafyarðar og Bolung- arvíkur. Að sögn Kristins Jónssonar rekstrarstjóra hjá vegagerð ísa- fjarðar var þetta nokkuð stór skriða ofan úr klettum. Vegurinn lokaðist ekki alveg, en engan mann sakaði. Kristinn sagði að erfitt væri að vera með einhverjar fyrirbyggjandi framkvæmdir því aldrei er hægt að vita hvar grjót- hrun verður næst. Nokkrar fram- kvæmdir eru nú við Óshlíðarveg- inn en samkvæmt heimildum Þjóðviljans vantar fjármagn til þess að hægt sé að fara út í ein- hverjar stórframkvæmdir til að koma í veg fyrir hrun úr fjallinu. SA Hór sóst sá hinn bleiki fararskjóti með grænni torfu sem bræðurnir Svavar og Daníel hafa grætt upp. Verslanir Varið ykkur á útsölunum Bifreiðaundur Bleikur bíll með grænni torfu Óhætt er fullyrða að engin bif- reið hefur vakið meiri athygli hér á Grundarfirði en bifreið bræðr- anna Svavars og Daníels Sig- mundssona, sem er Trabant bif- reið af óvissri árgerð. Bíllinn er glaðlega bleikur á lit og á toppn- um er græn torfa, seifi að sögn þeirra bræðra er til merkis um alþýðlegan uppruna bílsins en ber ekki að skilja sem svo að bifreiða- tegundin sé komin undir græna torfu. - Við erum að hugsa um að gróðursetja blóm næsta sumar, sagði Svavar við tíðindamann Þjóðviljans, en Daníel kvað meiri líkur á að kartöflur yrðu fyrir valinu. - Rósant Nú eru útsölur í fullum gangi. í frétt frá Neytendafélagi Reykja- víkur og nágrennis kemur fram að samkvæmt reglugerð eru verslunareigendur skyldugir til að merkja tilboðsvöru með upphaflegu verði ásamt tilboð- sverðinu. Þetta er nauðsynlegt til þess að neytendur geti gert sér grein fyrir því tilboði sem verið er að gera þeim. Því miður kemur oft fyrir að upphaflega verðið vantar en eins og segir í frétt frá Neytendafélaginu þá þurfa þeir kaupmenn sem eru raunverulega að gera viðskiptavinum sfnum gott tilboð ekki að fara í felur með upphaflegt verð vörunnar. Verslunarmenn eru hvattir til að fara eftir þessum reglum og neytendur til þess að kvarta við seljendur ef upphaflega verðið vantar. -SA 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 20. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.