Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 14
FLÓAMARKAPURINN Langar þíg í fallegan, þrifalegan og vel upp alinn kettling? Ef svo er, þá færðu hann gefins í Garðastræti 36, kjallara, eftir kl. 20 á kvöldin. Vantar þig rúm? Hef til sölu 110 cm breitt, vel með farið fururúm. Verð eftir samkomu- lagi. Er í Garðastræti 36, kjallara. Prjónakonur Óska eftir að komast í samband við prjónakonur. Nauðsynlegt að vélarn- ar gefi kost á hringprjóni. Upplýsingar í síma 28938 eftir kl. 7. Geymsluhúsnæði Geymsluhúsnæði til leigu. Upplýs- ingar í síma 84394 eða 667029. Jurtalitun - tapað - fundið Sá eða sú sem auglýsti eftir áhuga- sömum nemendum í jurtalitun í Fló- amarkaðnum, snemma sumars: Vinsamlega hafðu samband við mig, Margréti í síma 32185. Sumarbústaður tii sölu Til sölu 35-40 fm sumarbústaður á Vatnsleysuströnd. Eignarland, stutt frá sjó. Verðhugmynd 400-450 þús. Ýmis skipti koma til greina. Sími 29190 milli kl. 10 og 13. Húsnæði óskast. Óskum eftir 3-5 herb. íbúð. Við förum að sjálfsögðu vel með það sem okkur er trúað fyrir. Meðmæli ef óskað er. Sími 76021. Fyrir þá sem vantar útidyrahurð Ef þú ert að byggja og þig vantar úti- dyrahurð, til bráðabirgða, þá máttu sækja hana og lyklana í Birkihlíð 7, sími 81388. Til leigu. Herbergi til leigu fyrir geymslu á hús- gögnum eða hreinlegri vörum. Raka- laust og bjart. Uppiýsingar í síma 81455. Lítil Ásta í Laugarneshverfi Er einhver dagmamma sem vill passa mig í vetur, bráðum 1 árs telpu- hnokka. Síminn hjá mömmu er 35899. Bíll og vél Renult 4 vél árgerð 75 til sölu. Las- burða boddý fylgir. Uppl. í síma 35899. Góð íbúð á góðum stað Erum að leita að íbúð til tveggja ára gegn sanngjarnri leigu. Erum ung hjón, bæði í námi og vinnum með náminu. Erum reiðubúin til að dytta að húsnæðinu ef þörf krefur. Upplýs- ingar í síma 29714 á kvöldin. Tauþrykk - taumálun Kvöldnámskeið verða í september og október. Innritun í síma 77393 á kvöldin og81699ádaginn, Steinunn. Til sölu Til sölu 1 árs unglingasvefnsófi á kr. 4.000.- (nývirði 10.000.-) og eldri svefnsófi á kr. 900.-. Einnig Lundia- fataskápar, 1 x2,10 á kr. 7.000.- (ný- virði kr. 15.000.-). Upplýsingar í síma 36318 í allan dag. Barnavagn Silver-Cross barnavagn, vel með far- inn, til sölu á kr. 5.000.-. Sími 10730. Eldavél til sölu Gömul Rafha eldavél til sölu fyrir lítið (kr. 3.000.-). Upplýsingar í síma 14721. B«rn»r«i#hjó4 óskast Tvíhjól fyrir 6-8 ára dreng (18-20“) óskast keypt. Upplýsingar í síma 99- 6153 og 99-6175 milli kl. 14 og 17. Hjónarúm tii sölu Gamalt hjónarúm til sölu. Er með lausum höfðagafli. Verð kr. 3.000.-. Til sýnis að Prestbakka 11 f.h. Dagmamma, hjálp Mig bráðvantar dagmömmu eftir há- degi í vetur. Ég er rúmlega 10 mán- aða snáði í vesturbænum og vil að pabbi og mamma geti haldið áfram að læra. Sími 22439. Kettlingur fæst gefins 5 mánaða bröndóttur kettlingur fæst gefins. Kettlingurinn er fress og mjög fallegur, vel vaninn og sérstaklega Ijúfur í allri umgengni. Sími 16136. ísskápur ísskápur til sölu. Upplýsingar í síma 44482. Húsnæöi óskast Vill einhver vera svo góður að leigja skólastúlku utan af landi litla íbúð eða herbergi m/aögangi að baði í Reykja- vík í vetur. Vinsamlegast hringið í síma 95-1956. Geymsluhúsnæði Til leigu upphitað geymsluherbergi í kjallara í Vesturbænum. Leigist í 6-12 mánuði. Upplýsingar í síma 21079 í dag og næstu daga. Fataskápur tii sölu Lítill, vel með farinn fataskápur til sölu. Er með hillum og fatahengi. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 81687 eftir kl. 16 flesta daga, íbúð óskast Okkur vantar 4-5 herbergja íbúð strax, helst í miðbæ. Upplýsingar í síma 74380 eftir kl. 19. Þvottavél til söiu Alda þvottavél, 3ja ára til sölu á góðu verði. Upplýsingar í síma 21792 eftir kl. 17. Eldavél og hluti úr eldhúsinnréttingu Vill einhver hirða gamla eldavél og hluta úr eldhúsinnréttingu. Sími 24428. Barnagæsla Barngóð stúlka eða kona óskast til að gæta 2ja ungra barna og sjá um létt heimilisverk frá kl. 5-10 fimm daga vikunnar. Upplýsingar í síma 82527, Helga. Vinnustofa - stúdíó Myndlistarmaður óskar eftir húsnæði í Reykjavík eða Kópavogi sem hent- að gæti sem vinnustofa (ca 40-80 fm). Upplýsingar í síma 44605 á morgnana eða kvöldin eftir kl. 7.30. Ný poppkornsvél til heimilisnotkunar til sölu. Upplýs- ingar í síma 16471 eftir kl. 18. Barnavagn til sölu Hlýr og góður barnavagn, Odder (danskur). Verð kr. 8.000.-. Sími 39584. Herbergi til leigu 2 herbergi til leigu strax. Gardínur og einhver húsgögn geta fylgt. Aðeins reglusamt fólk kemur til greina. Til- boð í pósthólf 8711-128. Kynningarfundur Borgarskipulag Reykjavíkur minnir á kynningarfund á skipulagstillögu Skúlagötusvæðis, fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20.00 í Risinu, Hverfisgötu 105. Eigendum fasteigna í hverfinu og íbúum þess er sér- staklega boðið á fundinn. Herbergi óskast Mig vantar herbergi til leigu í vetur. Þarf að hafa að- gang að snyrtingu. Góðri umgengni heitið. Mun líklega sækja nám í Háskólanum í vetur. Vinsamlegast hring- ið í Garðar á ritstjórn Þjóðviljans. _______________HtiMUglNN_______________ Tíllögur um bætta sambúð og deilur um mannrétdndi Viðtal við aðalritara utanríkisráðuneytis Sovétríkjanna, sem heimsótti Geir Hallgrímsson Utanríkisráðuneyti Sovétríkj- anna er ekkert venjulegt ráðu- neyti og slíkt ráðuneyti þarf á óvenjulegum forystumanni að halda, sagði Júrí Fokín, aðal- ritari sovéska utanríkisráðu- neytisins, er hann var spurður um ráðherraskiptin þar eystra. Hann sagði einnig að það væri yfirsjón ef menn not- færðu sér ekki gífurlega þekk- ingu Gromikos, nýkjörins forseta, og næmi hans á utan- ríkismál áfram, endasæti hann í stjórnmálanefnd og hefði þar með möguleika á að segja sitt um mótun utanríkis- stefnu. Fokín var hér til að ræða við Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra og menn úr hans ráðuneyti um þau dagskrármál sem verða ofarlega á baugi hjá ríkjunum á næsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að Sovét- menn héldu slíka kynningarfundi með um 50 ríkjum og þetta væri í þriðja sinn sem fulltrúi sovéska utanríkisráðuneytisins kæmi til íslands - hefði það komið fram á fundi þeirra Geirs að á næsta ári færi maður frá íslenska utanríkis- ráðuneytinu til Moskvu. Þetta er kerfi sem virkar vel og við erum ánægðir, sagði Fokín. Geimurinn og kjarnorkuvopn Hann sagði að í viðræðum þeirra Geirs hefði hann lagt áherslu á tvennt. Annars vegar nýjar tillögur Sovétmanna um al- þjóðlegt samstarf um geimrann- sóknir, sem gera ráð fyrir því að í geimnum fari ekki fram vígbún- aðarkapphlaup. Þá er mælt með alþjóðlegum geimstöðvum sem gera líffræðilegar og veðurfræði- legar athuganir, kanna gerð jarð- laga og fleira. Mundu Sovétmenn leggja fram ítarlegar tillögur á þingi SÞ um sérstaka ráðstefnu um þessi mál. Fokin vildi ekki segja að þessari tillögu væri stefnt beint gegn SDI („stjörnustríðsá- ætlun“) Reagans, en altént stefndi hún í allt aðra átt en hug- myndir forsetans. í annan stað var lögð áhersla á það, að Sovétmenn hafa nú stöðvað tilraunir með kjarnorku- vopn frá og með 6. ágúst og stendur það bann til áramóta og Framhald af bls. 17 < En hvað sem því líður: ýmis merki eru um það, að boðskapur Castros hafi haft viss áhrif, enda á hann sér verulegan hljómgrunn meðal almennings í þessum heimshluta. Til dæmis að taka réðist hinn nýi forseti Perú, sósí- aldemókratinn Alan Garcia Per- ez, af hörku á sameiginlegan óvin þeirra Castros þegar hann tók við embætti á dögunum: á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem „samsek- an“ um skelfilegt efnahagsástand í landinu. Það er og nokkuð í anda Havannaráðstefnunnar að forseti Perú hefur tilkynnt, að hann muni, fyrstur ráðamanna í álfunni, tengja beint saman af- borganir af skuldum og útflutn- lengur ef Bandaríkjamenn slást í hópinn. Hugmyndin er sú, sagði Fokin, að vopn sem ekki eru gerðar tilraunir með úreldast smám saman - og með þessu væri hægt að byrja á að skera niður kjarnorkuvígbúnað yfir höfuð. Þá var rætt um það að í lok mánaðarins hefst ráðstefna um áhrif alþjóðlegs samnings um bann við dreifingu kjarnorku- vopna. í þeim efnum, sagði Fok- in, eru Sovétríkin og Island á sama máli og leggja ríkin, sem svo margir aðrir, höfuðáhersla á að styrkja samninginn með því að fá fleiri ríki til að skrifa undir hann. Það hafa nú 129 ríki gert. Fokin vildi ekki mörgu spá um fund þeirra Reagans og Gorbat- sjofs í haust. Hann kvað varla vera enn um að ræða þíðu í sam- skiptum risaveldanna, en menn væru þó farnir að tala saman aft- ur. Spurt var um þá kenningu sumra sérfræðinga, að vegna þess, hve eftirlitskerfi og stjórn- kerfi kjarnorkuvopna eru við- kvæm, hafi herstjórar risaveld- anna vantrú á að hægt sé að svara allsherjarkjarnorkuárás - það sé því annaðhvort um að ræða að vera fyrri til eða beita alls ekki kjarnorkuvopnum. Fokín vísaði þeirri kenningu á bug með tilvís- un í nýleg ummæli sovésks mar- skálks. Við munum geta svarað fyrir okkur, sagði hann, hvað sem hinir finna upp munum við finna svar við því. MAD er semsagt í gildi („Gagnkvæm trygging gjör- eyðingar"). Réttur hópa og einstaklinga Það kom fram í viðtali þessu, að Fokin og Geir hefðu komið inn á mannréttindamál og verið „vægast sagt ósammála“. Blaða- maður spurði út í þá afstöðu So- vétmanna, að svara með tilvísun- um til félagslegs öryggis þegar spurt væri um rétt einstaklinga og þá einkum andófsmanna. Fokín svaraði á þessa Ieið: Um þrennskonar mannréttindabrot getur verið að ræða. í fyrsta lagi brot á réttind- um mikils fjölda fólks, eins og gerist í Suður-Afríku. í annan stað er það efnahagsleg mismun- un eins og á sér stað með atvinnu- leysi. í því sambandi spurði Fok- ín: hvort skyldi skipta verkamann ingstekjur viðkomandi lands. Hann ætlar að takmarka afborg- arnir og vaxtagreiðslur af 14 milj- arða dollara skuldum Perúmanna við 10% af útflutningstekjunum. Hugmyndin um að tengja sam- an útflutningstekjur og greiðslur af skuldum er ekki ný, en forseti Perú er semsagt hinn fyrsti sem áræðir að hrinda henni í fram- kvæmd. Önnur ríki eru að velta því sama fyrir sér. Meðal þeirra er Bolivía, sem neyddist í fyrra- vor til að stöðva allar greiðslur af erlendum lánum vegna þess að ekki var lengur hægt að greiða fyrir brýnustu nauðsynjar. Stór- skuldarar eins og Brasilía og Arg- entína eru að semja um endur- skoðun á greiðslum sínum, en forseti Argentínu, Raul Alfons- meira máli að hafa vinnu eða at- kvæðisrétt? í þriðja lagi væru svo einstaklingar og þeirra réttur. Það væri misskilningur að Sovét- menn hefðu engan áhuga á slík- um málum. Þeir vildu gjarna senda vesturveldum lista yfir menn sem sitja í fangelsum eða verða fyrir öðrum kárínum vegna agnúa kapítalismans. Rétt eins og þeir fá að vestan lista yfir Júrí Fokín: „menn eru famir að tala saman“. „andófsmenn sem þér kallið svo“. Aftur á móti átti Fokfn ekki önnur orð yfir andófsmenn en „njósnarar, iðjuleysingjar og andsovétingar“. Honum var mjög í mun að vísa slíkum málum frá, með því að halda þeim á lofti væri verið að „spilla andrúmslofti að óþörfu sem er bæði skaðlegt og hættulegt", sagði hann. Um alþjóðasamtökin Amnesti International, sem berjast fyrir rétti pólitískra fanga hvar sem er, sagði Fokín að þau væru „ein- hliða“ í starfsemi sinni og andso- vésk. Þegar bent var á það að Amnesty fengi að heyra slíkt úr mörgum heimshornum, einnig hér, þá svaraði Fokin: Það er ykkar mál að eiga við þá hér. Við bregðumst við þegar þeir áreita okkur! Aðalritari sovéska utanríkis- embættisins gegnir í raun háu embætti. Hann fer með samrým- ingarverkefni bæði á sviði stjórn- mála og innri stjórnsýslu ráðu- neytisins og heyrir beint undir utanríkisráðherra. ÁB in, efast um að það þýði að bjóða upp á minna en 30% af útflutn- ingstekjum í skuldahítina. For- seti Uruguav, Sanguinetti, hefur hinsvegar reynt að semja um 20% hámark í viðræðum sínum við erlenda banka. Mexíkanir eru að reyna að semja um betri greiðsluskilmála við bandaríska banka og á dögun- um viðhafði fjármálaráðherra landsins svofelld ummæli: „Sú lausn sem Castro býður upp á kann að vera aðlaðandi frá fræðilegu og tilfinningalegu sjón- armiði, en hún bæri vott um ábyrgðarleysi vegna hinna nei- kvæðu áhrifa sem hún hefði á framtíðarþróun í efnahagsmál- um“... ÁB tók santan. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.