Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 16
maammmmsmmKmmmmmmmmmammmmmmmammmmi Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. DJÖÐVIUINN Þriðjudagur 20. ágúst 1985 189. tölublað 50. árgangur Úrgangur Svínin éta kanakjötið AllarmatarleifarafVellinumsníktarísvínafóður.Porvaldur íSíldogfisk: Er hætturþessu. Petta eru ekki orðnir neinir afgangar. PállA. Pálsson yfirdýralœknir: íslendingar eins og hrœfuglar í kringum herinn. Krafðist suðu á úrganginum. Höfum sloppið með pestir síðan en hœttan erfyrir hendi. Svínabændur á Suðurnesjum hafa í áratugi fóðrað svín sín á eidhúsúrgangi frá hcrstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Bæði er um BHBQWUd kjöt- og kálúrgang að ræða en eftir að svlnapestir höfðu komið upp á búunum á sjötta áratugn- um var svínabændum gert skylt að körfu yfirdýralæknis, að sjóða allt hrámeti ofan af Velli sem svín- in eru fóðruð með. „íslendingar voru eins og hræ- — * u i ■nn'i'niviTiniirr Tryggvi Helgason: margt með öðrum svip um borð en annað óbreytt. Ljósm. ÞH. Akranes Fagnaðarfundir á Skaga Tryggvi Helgason íferðABR um helgina: Skemmtileg tilfinningað koma um borð í kútter Sigurfara eftir 68 ára aðskilnað. Sama árið og bolsar gerðu byltingu íRússlandi, 1917, fór Tryggvi í róðra með kútter Sigurfara Segja má með sannindum að það hafi orðið fagnaðarfundir með þeim Tryggva Helgasyni og kútter Sigurfara er þeir hittust uppi á Akranesi í ferð Alþýðu- bandalagsins nú um helgina, - eftir 68 ára aðskilnað. Tryggvi var einn af áhöfninni á Sigurfara í tveimur veiöiferðum síðsumars árið 1917, þá 17 ára gamall. Sigurfari var 80-85 tonna skip, enskur að uppruna, smíðað- ur sem togskip, en notaður hér til handfæraveiða. Eigandi skipsins, a.m.k. þann tíma, sem Tryggvi var þar um borð, var H.P. Duus. Skipstjóri var þá Jón Árnason frá Móum á Kjalarnesi og áhöfnin 26-28 menn. - Ýmsar breytingar hafa að sjálfsögðu verið gerðar á Sigur- fara gamla frá því ég var, sagði Tryggvi. - Þó er ekki hægt að segja eins og Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum er hann, fulltíða maður, leit bernskustöðvarnar á ný: „Nú er ekkert eins og fyrr/ á öllu sé ég muninn". Þó að margt sé orðið með öðrum svip um borð en fyrir sjö áratugum þá er þó annað óbreytt, eins og t.d. koj- urnar o.fl. Óg það var skemmti- leg tilfinning að standa nú í sömu sporum og fyrir 68 árum þegar maður var að keipa þarna við borðstokkinn. Það vakti upp margar gamlar og góðar minning- ar frá þeim tímum þegar maður var að byrja sjómennskuna. -mhg Sjá bls. 7 Frjálsar íþróttir Einar valinn í Evrópuúrval! Keppni milli heimsálfa ogþriggja stórvelda íÁstralíu íoktóber Einar Vilhjálmsson spjótkast- ari var í gær valinn í Evrópu- úrvalið í frjálsum íþróttum sem tekur þátt í heimsmeistarakeppn- inni í frjálsum íþróttum í Can- berra í Astralíu í októbcr. Þetta er mikill heiður og viður- kenning fyrir Einar og frjálsar íþróttir hér á landi. í keppninni taka þátt úrvalslið heimsálfanna en Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Austur-Þjóðverjar senda lið að auki. Einn keppandi er frá hverri heimsálfu eða landi í hverri grein. Einar er í góðum félagsskap því í Evrópuúrvalinu er margt af frægasta frjálsíþróttafólki í heimi. Þar má nefna bresku hlauparana Steve Cram og Se- bastian Coe, sænska hástökkvar- ann Patrick Sjöberg, ítalska langhlauparann Alberto Cova, pólska spretthlauparann Marian Voronin, tékknesku hlaupa- drottninguna Jarmilu Kratochvil- ovu, og hina norsku Ingrid Kristi- ansen og þá rúmensku Maricicu Puica, og hástökkvarann Stefku Kostadinovu frá Búlgaríu. Uwe Hohn heimsmethafi í spjótkasti keppir væntanlega fyrir hönd A-Þjóðverja og ekki ólíklegt að Tom Petranoff, góð- kunningi Einars, verði fulltrúi Bandaríkjanna. -VS/Reuter fuglar, alltaf sníkjandi þar sem eitthvað fellur til og þeir notuðu þessa eldhúsafganga fyrir svínin. Síðan að krafist var suðu á þess- um úrgangi hefur ekkert óhapp skeð,” sagði Páll A. Pálsson yfir- dýralæknir í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Kjötúrgangur af Keflavíkur- velli er enn fluttur í svínabú við Sandgerði en Þorvaldur Guð- mundsson í Síld og fisk sem rekur eitt stærsta svínabú landsins á Vatnsleysuströnd er fyrir nokkru hættur að ala sín svín á úrgangi frá Vellinum. „Við vorum með þetta áður en þetta er liðin tíð. Þetta eru ekki orðnir neinir afgangar hjá þeim. í gamla daga var þetta í talsverðu magni,” sagði Þorvaldur í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Páls A. Pálssonar er úrganginum á Vellinum safnað í tunnur og síðan fluttur á ákveðn- um bílum að svínabúum og soð- inn þar. Allan úrganginn hafa svínabúin fengið endurgjalds- laust. „Þetta er græðgin í íslending- um, hún er alltaf söm við sig. Það hefur verið stöðugt eftirlit með þessari suðu og við höfum slopp- ið öll þessi ár við pestir, en nú banka ég í borðið. Víst er þetta ákveðin áhætta en áður en suðu- reglurnar komu, þá slóust menn jafnvel um þessa afganga, enda fá þeir þetta fyrir ekki neitt,” sagði yfirdýralæknir. -lg Sumarþing SINE Námsmenn gagnrýna Sumarþing SÍNE mótmælir stefnu menntamálaráðherra í menntamálum. Þar sem 1. árs nemár fá enn ekki lán úr sjóðnum heldur er þeim vísað á banka- stjóra. Þetta eykur enn misrétti til náms. Sumarþing SÍNE var haldið 10. ágúst. Þingið mótmæli harð- lega þeirri ákvörðun Ragnhildar Helgadóttur menntamála- ráðherra að halda til streitu þeirri stefnu að veita 1. árs nemum ekki víxillán úr sjóðnum. f frétt frá þinginu segir að þessi ákvörðun Ragnhildi auki enn misrétti til náms. Jafn- framt mótmælir þingið því að mökum námsmanna verði ekki veitt lán til hlutanáms. Þetta sýnir í verki vilja ráðherra til að auka möguleika kvenna til menntunar, þar sem í flestum tilfellum er hér um konur að ræða, segir að lok- um í frétt frá þinginu. Á þinginu tók til starfa ný stjórn samtakanna. Stjórnina skipa þau: Björn R. Guðmunds- son formaður, Högni Eyjólfsson gjaldkeri og Guðrún Ögmunds- dóttir. SA Dýrtíð Verðbólgan komin í 43% Stórhækkun á ýmsum matvörum og þjónustu ásíðustu vikum. Kartöflur hœkkuðu um 9.5%, kaffi, te og kakó um 6.9%, veitingaþjónusta um tœp 9%, fargjöld um tœp 6%. Verðbólguhraðinn í júlímánuði svarar til tæpum 43% á heilu ári. Hækkun framfærsluvisitölu í mánuðinum var 3.01 stig og er hún nú orðin 144.91 stig eða 0.6% hærri en miðað var við í nýgerðum kjarasamningum ASÍ og VSI, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Á síðustu þremur mánuðum hefur framfærSluvísitalan hækk- að um 7.5% sem svarar til ríflega 33% ársverðbólgu. Sem dæmi um hækkun á vöru og þjónustu í sl. mánuði sem liggja til grundvallar útreikningi framfærsluvísitölu má nefna að matvörur hækkuðu almennt um 2.9%. Mest hækkunin var á kart- öfluvörum um 9.5%, kaffi, te, kakó og súkkulaði um 6.9% og grænmeti og ávextir um 4.6%. Drykkjarvörur hækkuðu um 3.76%, farm- og fargjöld um 5.9%, ýmis tómstundaþjónusta um rúm 7%, húsnæðiskostnaður um 5.15% og veitinga- og hótel- þjónusta um 8.92%. -•g- Keflavík Grunuð um fjárdrátt Ung stúlka handtekin Ung afgreiðslustúlka i mat- vöruverslun í Keflavík er grunuð um að hafa dregið sér umtals- verðar upphæðir frá fyrirtækinu. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar í Keflavík er hér um mjög viðamikið mál að ræða og óvíst hve mikið hefur verið dregið undan. Talið er að þáð skipti hundruðum þúsunda en fjár- drátturinn mun hafa átt sér stað undanfarin tvö ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.